Morgunblaðið - 31.08.1982, Side 1

Morgunblaðið - 31.08.1982, Side 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 190. tbl. 69. árg. ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Er ný^sókn gegn ísrael að hefjast? Beirút, Hahrain, Kiyadh, 30. ágúst. AP. UMMÆLI ýmissa Arabaleið- toga eftir að Yasser Arafat og þorri Palestínumanna var far- inn frá Líbanon benda til þess Ingrid Bergman látin I.undúnum, 30. ágúst. AP. INGRID Bergman lézt af völd- um krabbameins aö heimili sínu í Lundúnum á sunnudag, 67. af- mælisdegi sínum, eftir átta ára baráttu við sjúkdóminn. Lars Schmidt, þriðji eiginmaöur henn- ar, var við banabeðinn. Ingrid Bergman lék í fjölda kvikmynda um ævina, en síð- asta hlutverk hennar var Golda Meir í sjónvarpsþáttum sem verða teknir til sýningar í vetur. Ingrid Bergman hlaut þrívegis Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndum, en að- eins ein leikkona hefur orðið jafnoki hennar í því efni, Kath- erine Hepburn. Sjá grein á bls. 20. að ný sókn gegn ísraelum sé að hefjast. Við brottförina frá Beirút á hádegi í dag lét Arafat svo um mælt að Palestínumenn mundu halda áfram að berj- ast gegn ísraelum þar til sig- ur væri unninn og í kvöld kvaðst Fahd konungur Saudi-Arabíu ekki mundu halda til streitu tillögum sín- um varðandi frið milli ísraela og Araba, um leið og hann hét stuðningi við „sameinað átak Araba gegn Israelum — með öllum tiltækum ráðum". Þá var haft eftir Arafat og tveimur nánustu samstarfs- mönnum hans í Al-Khaleej, róttæku blaði í Bahrain, að þeir láti áskorun berast til stjórna Arabaríkjanna um að þær sameinuðust um að hefna ófara PLO í V-Beirút. Arafat er nú á leið til Aþenu með grísku skipi í fylgd með tveimur banda- rískum freigátum. Stutt við- dvöl verður í Aþenu þar sem Arafat mun hitta að máli Papandreau forsætisráð- herra áður en hann heldur áfram til Túnis, hugsanlega með viðkomu á Kýpur. Arafat á bryggjunni í Beirút Mynd þessi var tekin við brottfor Yasser Arafats leiðtoga Palestínu- manna Líbanon í gær, en hér er hann umkringdur stuðningsmönnum sinum. AH-simamynd. írskir hryðju- verkamenn nást í París París, 30. áfnóst. AP. ÞRÍR írar, sem grunaðir eru um aðild að írsku hryðjuverkasam- tökunum INLA, hafa verið hand- teknir í París og ákærðir fyrir samsæri og ólöglega meðferð skotvopna og sprengiefna. í fór- um íranna hafa auk þess fundizt fölsuð persónuskilríki, þ.á m. tug- ir vegabréfa og ökuskírteina. Frönsk yfirvöld eru mjög treg til að gefa upplýsingar um írana en haft er eftir ónafn- greindum fulltrúa stjórnarinn- ar að þeir séu grunaðir um að hafa verið að undirbúa tilræði við brezka embættismenn í Frakklandi og fleiri löndum. Ekki munu þeir grunaðir um aðild að hryðjuverkaplágunni sem geisað hefur í Frakklandi að undanförnu, en þau illvirki hafa flest staðið í sambandi við Miðausturlönd. Það voru INLA-samtðkin sem sögðust vera völd að morð- inu á Neave þingmanni íhalds- flokksins brezka rétt áður en Thatcher-stjórnin tók við völd- um árið 1979. Neave var náinn vinur Thatchers og talinn lík- legasti Irlandsmálaráðherra hennar þar til bifreið hans var sprengd í loft upp fyrir utan húsakynni Neðri málstofunnar. Samkvæmt nýlegum leyniþjón- ustuupplýsingum er INLA um hundrað manna hópur harð- snúinna marxista, sem hafa á samvizkunni mörg banatilræði og önnur hryðjuverk. uiiiHiu. ni -Biiiiamymi. Ólga og varúðarráðstafanir vegna afmælis Samstöðu í dag Varsjá, 30. ágúst. AP. SEINT í kvöld var ekki annað lögregla með hjálma fylktu liði Mikil spenna er ríkjandi í varúðarráðstöfunum herstjórn- V'arsjá, 30. ágúst. AP. SEINT í kvöld var ekki annað lögreglu- og herlið á ferli í helztu borgum Póllands en gæzlulið, en i allan dag gengu hermenn og lögregla með hjálma fylktu liði þar sem helzt er búizt við mannsöfnuði og mótmælaað- gerðum. Kína: Búizt við „leiðtogaskiptum 1 rólegheitum“ á flokksþinginu Peking, 30. ágúst. AP. ÞING Kommúnistaflokks Kína hefst í Peking á miðvikudag. Boðað- ar hafa verið mikilvægar breytingar á starfsemi flokksins, og hefur tals- maður þingsins, Zhu Muzhi mennta- málaráðherra landsins, m.a. lýst því yfir að á þinginu muni fara fram leiðtogaskipti. Gamlir félagar láti af forystu og nýir taki við, en skiptin fari fram i rólegheitum til að tryggja stjórnmálalegan stöðugleika þegar til lcngri tíma sé litið. Ný stjórnarskrá Kommúnista- flokksins kemur til afgreiðslu á þinginu og er haft eítir hattsett- um flokksmönnum að samkvæmt henni verði stöður formanns og varaformanns flokksins lagðar niður, en framkvæmdastjóri flokksins verði framvegis æðsti maður hans. Ekki er ljóst hver verða mun framtíðarstaða Deng Xiaopings, sem verið hefur mesti áhrifamaður í Kína undanfarin ár, en náinn bandamaður hans til margra ára, Hu Yaobang, sem er 67 ára að aldri, gegnir nú bæði formennsku í flokknum og fram- kvæmdastjórn. Hua Guofeng, sem Mao Tse- Tung valdi sem eftirmann sinn, hefur verið kjörinn í forsætis- nefnd flokksþingsins, en í þeirri nefnd eru 252 fulltrúar. Hua var leystur frá helztu ábyrgðarstörf- um í fyrra fyrir að vera um of hallur undir vinstristefnu Maos heitins. Sjá nánar um flokksþingið í Peking á bls. 18. Mikil spenna er ríkjandi í landinu vegna tveggja ára af- mælis Samstöðu á morgun, en þá er búizt við fjöldamótmæl- um víðsvegar vegna herlaganna og ófremdarástandisins í land- inu yfirleitt. Fjölmiðlar her- stjórnarinnar senda í sífellu frá sér alvarlegar viðvaranir til al- mennings, og í dag var sýnt í sjónvarpi safn af kylfum, keðj- um og stálstöngum sem lög- reglan kveðst hafa fundið í fór- um Samstöðumanna. Þá var frá því greint, að sendir „Utvarps Samstöðu" hefði verið gerður upptækur. í námunda við gamla miðbæ- inn í Varsjá hefur verið komið fyrir öflugum vatnsþrýstiút- búnaði sem notaður er til að dreifa mannsöfnuði ef þurfa þykir, auk þess sem fjöldi brynvagna bíður þar í við- bragðsstöðu. Mun ástandið svipað í öðrum borgum. Liður í varúðarráðstöfunum herstjórn- arinnar vegna afmælis Sam- stöðu var að setja áfengissölu skorður og hefst venjuleg af- greiðsla ekki að nýju fyrr en 2. september. Alla jafna er regl- um um að einstaklingur megi einungis kaupa hálfpott af vodka á mánuði ekki fylgt, en þær hafa nú verið settar í fullt gildi. Skrif pólskra blaða í dag hafa verið heldur hófsamari en yfirlýsingar lögregluyfirvalda í gær, þar sem hótað var hinum þyngstu refsingum við hverjum þeim aðgerðum sem brytu í bága við ákvæði herlaganna. Undanfarna daga hafa margir verið handteknir fyrir ólöglegt athæfi af ýmsu tagi. Þannig voru t.d. 27 manns handteknir um helgina fyrir að dreifa bönnuðum bæklingum og fyrir að hvetja til mótmælaaðgerða gegn herstjórninni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.