Morgunblaðið - 31.08.1982, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1982
3
Hjálparstofnun kirkjunnar:
Landssöfnun til
eflingar björgunar-
störfum 2.—5. sept.
DAGANA 2.-5. september nsstkom-
andi ætlar Hjálparstofnun kirkjunnar
i samvinnu við Slysavarnafélag ís-
lands, Landssamband hjálparsveita
skáta og Landssamband flugbjörgun-
arsveita að standa fyrir landssofnun
til þess að styðja við bakið á félögum
hjálparsveita við endurnýjun fjar-
skiptabúnaðar, en nú nýlega gengu í
gildí alþjóðlegar reglur um fjarskipti
sem hafa það í Tör með sér, að allar
slysavarna- og björgunarsveitir lands-
ins verða að endurnýja allan fjarskipt-
abúnað sinn. Hér er um mjög fjár-
freka endurnýjun að ræða sem björg-
unarsveitunum er ofviða án almenns
stuðnings, en Ijóst er að góður fjar-
skiptabúnaður er nauðsynlegur til
þess að björgunarsveitir megi uppfylla
sem best hið mikilvæga hlutverk er
þær hafa á hendi i þjóðfélaginu.
Helsti munurinn á þeim talstöðv-
um sem áður hafa verið notaðar,
svonefndum millibylgjustöðvum, og
metrabylgjustöðvum (á ensku
VHF) sem björgunarsveitirnar eru
nú að fá er í fyrsta lagi sá, að á
metrabygiju er hægt að úthluta fé-
lögum og reyndar öðrum einkarás-
um og hafa stjórn á notkun þeirra,
en á millibylgju eru mjög fáar rásir
til ráðstöfunar og verður því oft
mikið álag á þeim og þegar slys hef-
ur borið að höndum hefur því oft
verið erfitt að koma skilaboðum eða
upplýsingum til skila. í öðru lagi er
lítið sem ekkert um truflanir á
metrabylgjurásum, m.a. vegna þess
að útbreiðslusvæði þeirra er minna
og takmarkast að verulegu leyti við
fjallasýn eða sjóndeildarhring, en á
millibylgju berast sendingar víða
um og jafnvel erlendis frá og valda
truflun á notkun rásanna hér á
landi. Á gefnu þjónustusvæði eru
metrabylgjustöðvarnar bæði örugg-
ari og hljóðlátari.
Landssöfnunin fer þannig fram
að dreift verður Hendinni, mál-
Vegaskemmdir
við Kreppuárbrú
Mikil flóð hafa orðið undanfarin
dægur í ánum Jökulsá á Fjöllum og
Kreppu, og hafa orðið miklar
skcmmdir á veginum við Kreppu-
árbrú, sem er um 50 kílómetra frá
Möðrudal á Fjöllum.
Vegagerðarmenn á Austurlandi
hafa unnið við að fylla upp í
skarðið er Kreppa gróf við brúna,
en skemmdir af þessu tagi verða
oft í vatnavöxtum á þessum slóð-
um.
gagni Hjálparstofnunarinnar, inn á
öll heimili landsmanna, en það inni-
heldur upplýsingar um söfnunina
auk fræðandi efnis um félögin sem
að söfnuninni standa. Blaðinu fylg-
ir umslag sem fólk getur sett fram-
lög sín í og sent til Hjálparstofnun-
ar kirkjunnar, komið því til við-
komandi sóknarprests eða afhent
það félögum björgunarsveitanna
sem verða með söfnunarfötur við
bensínstöðvar og verslanir um land
allt söfnunardagana.
Á meðan söfnunin stendur yfir
ætla slysavarna- og björgunarsveit-
irnar að standa fyrir kynningu á
ýmsu úr starfi sínu. Áætlað er að
sýna fallhlífarstökk, björgun í
björgunarstól og sig niður háa
byggingu o.fl. eftir því sem veður
leyfir.
Ásgrímur Björnsson, erindreki SVFÍ, kynnir metrabylgjutalstöð á blaðamannafundi sem haldinn var til að kynna
fyrirhugaða landssöfnun. Við borðið sitja Tryggvi Páll Friðriksson, formaður Landssambands hjálparsveita skáta,
Sigurjón Heiðarsson, framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar, Gunnlaugur Stefánsson, fræðslufulltrúi Hjálp-
arstofnunar kirkjunnar og Haraldur Henrysson, forseti Slysavarnafélags íslands.
*
Ahrif olíuverðshækkunar á útgerð:
Útlitið aldrei verra
— segir formaður Utvegsmannafélags Vestfjarða
í tilefni olíuverðshækkunarinnar
sem ríkisstjórnin kunngerði með
bráöabirgðalögunum leitaði Mbl.
álits nokkurra útgerðarmanna á
stöðu útgeröarinnar.
„Það er útilokað að við getum
haldið áfram til lengdar við nú-
verandi rekstrarskilyrði," sagði
Vilhelm Þorsteinsson fram-
kvæmdastjóri Útgerðarfélags
Akureyrar. „Ráðherra hafði verið
með hugmyndir um 20% lækkun
olíuverðs, og ég læt það ósagt
hvort það hefði nægt, en svo
gengur þetta í öfuga átt; þ.e. olíu-
verðið hækkar. Það er því einung-
is spurning um hvað við getum
haldið starfseminni áfram lengi
við núverandi aðstæður. Og það
skiptir ekki máli hvort einstakl-
ingar eða félög eiga í hlut,“ sagði
Vilhelm. „Þetta er fráleitt ástand
og það liggur á borðinu að eitt-
hvað verður að gerast. Og hugs-
anlega verður það í kjölfar nýrra
upplýsinga frá Þjóðhagsstofnun
sem munu vera væntanlegar,"
sagði Vilhelm að lokum.
Stöövast sjálfkrafa
„Dæmið liggur svona fyrir: Frá
áramótum þegar flotinn fór af
stað hefur fiskverð hækkað tvisv-
ar sinnum samtals um 18%, en
svartolían um 68,6% á sama
tíma,“ sagði Gísli Jónasson út-
gerðarmaður í Vestmannaeyjum.
„Hver sem skoðar þessar tölur
sér að í þessu er ekkert samræmi,
en það er nauðsynlegt til að halda
starfseminni gangandi. Og þó að
14% fiskverðshækkun sé tekin
með í dæmið, sem ákveðin til að
togararnir kæmust á miðin, gerir
það samtals um 32% meðan
svartolían hefur hækkað um
68,6% eins og áður sagði. Það er
því augljóst að það er ekki langt í
að þetta stöðvist sjálfkrafa við
þessar aðstæður,“ sagði Gísli.
Stefnir í stöðvun veiða
„Útlitið er mjög slæmt; það
hefur aldrei verið verra,“ sagði
Guðmundur Guðmundsson for-
maður Útvegsmannafélags Vest-
fjarða er blm. Mbl. ræddi við
hann. „Olíukostnaðurinn var orð-
inn fjórðungur af brúttóverð-
mætinu og það er of stór hluti til
að reksturinn geti gengið eðli-
lega. Og ekki hefur þetta batnað.
Óhjákvæmilega stefnir í stöðvun
veiða. í raun kemur ekkert annað
til greina nema eitthvað verði að
gert. En nú hefur LÍÚ boðað til
fundar á fimmtudag þar sem ég
reikna með að þessi mál skýrist
eitthvað svo að ég held að ég
spari mér frekari umfjöllun
þangað til,“ sagði Guðmundur.
DæmiÖ gengur
ekki upp
„Dæmið gengur ekki upp leng-
ur. Það er ekki unnt til langframa
að reka útgerð þegar olíuverð er
25—50% af verðmætinu,” sagði
Haraldur Sturlaugsson fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins Har-
alds Böðvarssonar og Co. á Akr-
anesi. „Það er ófært að útgerð-
armenn þurfi ávallt að vera í
varnarstöðu þegar þessi mál ber
á góma. Og ljóst er að verði ekki
tekið á málum mun atvinnuleysi
vaxa til muna hér á landi. Það
kemur fyrst niður á sjávarpláss-
unum þar sem fólk má minnst við
því. Þar hafa sjómenn nú þegar
tapað vegna minni þorskafla.
Einnig má nefna loðnuveiðibann-
ið þrátt fyrir að það fari ekki að
hafa veruleg áhrif fyrr en með
haustinu. Þá finnst mér tími til
kominn að fólk á Stór-Reykjavík-
ursvæðinu vakni til lífsins. Fyrir
þær sakir að það er í minni snert-
ingu við útgerðina kemur vand-
inn seinna við það. Og það hefur
sýnt sig að stjórnmálamennirnir
virðast koma fáu í verk nema
skilningur íbúanna þar sé fyrir
hendi,“ sagði Haraldur að lokum.
Pkffips
Þú getur
reitt þig á Philips frystikistur...
Þegar þú kaupir frystikistu er þaö til geymslu á matvælum um lengri tíma.
Hun veröur því að vera traust og endingargóö. Þar kemur Philips til móts við
þig meö frystikistur, sem hægt er að reiöa sig á.
Phiiips frystikistur eru klæddar hömruöu áli.
Philips frystikistur gefa til kynna með sérstöku aðvörunarljósi, ef frostiö fer
niður fyrir 15°.
Philips frystikistur hafa lykillæsingu.
Philips frystikistum fylgja 2—3 lausar grindur.
Philips frystikistur hafa Ijós í loki.
Philips frystikistur fást í stæröunum 260 I. — 400 I.
Philips viögeröarþjónustu getur þú treyst.
Þú kaupir Philips ffyrir framtíðina.
heimilistæki hf