Morgunblaðið - 31.08.1982, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1982
7
Konur at
Bjóðum 10 tíma kúra í okkar vinsæla
solaríum.
Megrunar- og afslöppunarnudd.
Vil vekja sérstaka athygli á 10 tíma
megrunarkúrnum.
Megrunarnudd, partanudd og afslöppunarnudd.
Nudd — sauna — mælingar — vlgtun — matseöill.
Nudd- og sólbaðsstofa —J
Ástu Baldvinsdóttur,
Hrauntungu 85, Kópavogi.
OpMtilkl. 10 öll kvöld
BílasUsði. Sími 40609.
Orðsending frá
Lífeyrissjóði verslunarmanna
Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur sent yfirlit til
allra sjóðsfélaga um greiðslur þeirra vegna til sjóðs-
ins á síðasta ári, 1981. Yfirlit þessi voru send á heim-
ilisfang, sem sjóðfélagar höfðu 1. desember 1981,
samkvæmt þjóöskrá.
Þeir sjóðfélagar, sem fengið hafa sent yfirlit, en hafa
athugasemdir fram aö færa, svo og þeir sjóðfélagar,
sem telja sig hafa greitt til sjóðsins á síöasta ári en
ekki hafa fengiö sent yfirlit, eru beönir um að hafa
samband við viökomandi vinnuveitanda eða skrif-
stofu sjóösins.
Lífeyrissjóður verslunarmanna.
131 L'tmalkat) ullnn
^■tattiigötu 12-18
Saab 900 GLE 1982
Grænsans. Ekinn 5 þús. km. Ath.
sjálfsk. m/öllu. Sóllúga o.fl. Verö
255 þús.
Mazda 626 1600 1980
Brúnsans., ekinn 32 þús. Útvarp,
segulband, grjótgrind og sílsa-
listar. 2ja dyra. Verö 98 þús.
Honda Accord Ex 1981
Grænn, ekinn 22 þús. Aflstýri, út-
varp. Verö 145 þús.
Subaru Hatchback 1981
Brúnsans., ekinn 25 þús. 5 gíra,
útvarp, segulband, snjó- og
sumardekk. Verö 125 þús.
Volvo 244 GL 1979
Grænn, ekinn 57 þús. km. Afl-
stýri o.fl. Verö kr. 147 þús.
(Greiösluskilmálar).
Chevrolet Malibu Sedan
1978
Silfurgrár, ekinn 110 þús. km. 6
cyl., sjálfskiptur m/öllu. Fallegur
bíll. Verö 120 þús. Urvalsbíll á
góöu veröi.
Daihatsu Runabout 1980
Vínrauður, ekinn 30 þús. km.
Verö 82 þús. Skipti möguleg á
ódýrari.
Chevrolet Camaro 1979
Blár, ekinn 40 þús km. Vól 8 cyl.
(350), útvarþ, sjálfskiþtur og afl-
stýri. Verö 170 þús.
Subaru Station 4WD 1982
Brúnsans., ekinn 13 þús. km.
Hátt og lágt drif. Verö 182 þús.
(Ath.: skiþti á ódýrari).
Frá Fjóröungaþingi Norðtendinga Mynd STP.
„19 af hverjum
20 nýjum
störfum 1 þjón-
ustugreinum“
„Ef þróun siöustu ára er
framreiknuð til ársins 1990
kemur út að 19 af hverjum
20 nýjum sturfum á höfuö-
borgarsvæöinu veröa þá í
þjónustugreinum... Ef
þessi þróun verður þýöir
þaö aö aðalatvinnuvegur
íbúa höfuðborgarsvæöisins
verður þjónusta viö íbúa
landsbyggðar en ekki þjón-
usla viö sjálfa sig eins og
nú er... “.
Framangreint er úr er-
indi t.uðmundar Sigvalda-
sonar á Fjórðungsþingi
Norölendinga, sem háð var
á Hauðárkróki 26.—28. ág-
úst sl.
Ný stod undir
atvinnu og
afkomu
Fjórðungsþing Norð-
lendinga, sem háö var á
Sauðárkróki í fyrri viku,
lagði höfuðáherzlu á að spá
í líklega þróun atvinnu-
greina í landsfjórðungnum.
Þrjú meginatriði bar hæst í
umræðunni:
• 1) Vinda verður
bráðan bug að því að fyrir-
byggja viðvarandi taprekst-
ur í undirstöðuatvinnu-
greinum, cinkum sjávarút-
vegi, og búa atvinnufyrir-
tækjum viðunandi rekstr-
argrundvöll.
• 2) Nýtingarþol fiski-
stofna og markaðshorfur
búvöru skapa naumast
svigrúm, innan sjávarút-
vegs og landbúnaðar, fyrir
4000 ný störf á Norður-
landi, sem til þurfa að
koma á (►essuni áratug, ef
mæta á atvinnuþörf, sem
eðlilcg íbúaaukning stend-
ur.
• 3) l>ar af leiðir, að
orkuiönaður og önnur
stærri iðnþróun, sem Blön-
duvirkjun skapar forsend-
ur fyrir, veróa að koma þar
til sem nýr undirstöðuat-
vinnuvegur, ef Norðurland
ætlar að halda sínum hlut í
atvinnu- og íbúaþróun.
Orkuiðnaður
óhjákvæmi-
legur
(iunnar Kagnars, bæj-
arfulltrúi á Akureyri, flutti
erindi um orkuiðnað á
fjórðungsþinginu. Kfnisleg-
ar niðurstöður í máli hans
vóru m.a.:
1) Við verðum að stór-
auka orkuiðnað og iðnað-
arframleiðslu, ef við ætlum
að tryggja atvinnuöryggi til
framhúðar og sambærileg
lífskjör hér og í nágranna-
löndum.
2) Við eigum hiklaust að
snúa okkur að því að nýta
vatns- og hitaorku og
brcyta henni í iðnaöarvöru
— flytja orkuna út í formi
framleiðslu.
3) Markaðskringum-
stæður, bæði varöandi öfV
un hráefnis til orkuiðnaðar
og sölu fullunninnar vöru,
tækniþekking, fjármögnun
framkvæmda og áhættu-
þættir valda því, að við eig-
um hiklaust að taka upp
samstarf við erlenda aðila.
4) Rétt er að íslend-
ingar eigi orkuverin að öllu
leyti, en vinnslufyrirtæki
verði sameign eða eign er-
lendra samstarfsaöila,
a.m.k. unz rekstrar- og
markaðsstaöa jH'irra er
tryggð, en það er sú leið
sem Norömenn hafa farið
með góðum árangri. Sam-
eign skapar ekki meiri
hættu en erlent lánsfjár-
magn, sem óhjákvæmilegt
er til uppbyggingar orku-
iðnaðar, hver sem eignar-
aðiidin er.
5) Um 80% þjóðarinnar
bjuggu í sveitum um sl. al-
damót. Nú búa 85% henn-
ar í þéttbýli. Breyttir at-
vinnuhættir valda, fyrst og
fremst framvindan í sjávar-
útvegi. íslenzk tunga og
mcnning stóðu þessa
stökkbreytingu af sér. Kng-
in ástæða er til að ætía
annaö en að menningararf-
leifð okkar standi af sér þá
framvindu orkuiðnaöar og
tölvubyltingar, sem er í
dagsbrún atvinnuþróunar
okkar, þegar horft er fram
á veginn.
Atvinnuþróun-
in í Reykjavík
Kf það er rétt, sem Guð-
mundur Sigvaldason hélt
fram á þingi FSN, að að-
eins 1 af hverjum 20 nýjum
störfum, sem til verða á
höfuðborgarsvæðinu á
þcssum áratug, verði frum-
vinnslu- og/eða fram-
leiðslustörf, er tímabært
fyrir höfuðborgarbúa að at-
huga sinn gang. Reykjavík,
sem var vagga islenzkrar
togaraútgerðar og fremstur
iðnaðarbær í landinu, má
vissulega ala ugg í brjósti,
ef þjónustustörfin ein
verða henni eftir skilin.
I>að er meir en tímabært
aö hyggja að því, hvern veg
megi hlú að atvinnugrcin-
um á höfuðborgarsvæðinu.
HVER ER HELSTA BREYTINGIN
FRÁ ELDRI ÓVERÐTRYGGÐUM
LÁNUM?
SVAR: Þeir, sem tóku lán fyrir breytinguna yfir í verð-
tryggð lán, vita, að fyrstu árin eftir að lánið var
tekið voru vaxtagreiðslur af láninu mjög háar.
En eftir fjögur til fimm ár hafði verðlag og laun
hækkað það mikið, að greiðslurnar voru orðnar
viðráðanlegri. Verðbólgan hjálpaði þannig lán-
takandanum til að ráðaviðgreiðslurnar. Lánstím-
inn skipti ekki miklu máli, lánið var orðið að engu
eftir nokkur ár hvort sem var. Dæmi: Greiðslur af
25 ára óverðtryggðu láni frá 1972 að upphæð gkr.
500.000,- þ.e. nýkr. 5.000 eru nú, 10 árum síðar,
nýkr. 1.480 og eftirstöðvarnar eru nýkr. 3.000.
Greiðslur af verðtryggðum lánum eru mun
lægri fyrstu árin en greiðslur af óverðtryggðum
lánum. Menn hafa þær hinsvegar ekki að gaman-
málurh eftir nokkur ár, því þær hækka til jafns við
verðlag og laun. Þannig verður litlu auðveldara að
ráða við greiðslur af verðtryggðu láni eftir 20 ár en
áfyrsta ári. Lántakandinn erþví búinnað ráðstafa
hluta launa sinna ALLAN lánstímann t.d. 25 ár.
Dæmi: Ef ofangreint lán hefði borið 3% vexti og
verið verðtryggt miðað við lánskjaravísitölu væru
greiðslur af því nú nýkr. 9.547 en eftirstöðvarnar
nýkr. 96.750.
Árið 1972 voru mánaðarlaun samkvæmt næst-
lægsta taxta Dagsbrúnar nýkr. 207, en eru nú kr.
6.390. Lánið svaraði því upphaflega til 24
mánaðarlauna og eftirstöðvar verðtryggða láns-
ins nema enn um 15 mánaðarlaunum verka-
manna. Eftirstöðvar óverðtryggða lánsins svara
aftur á móti aðeins til tæplega hálfra mánaðar-
launa verkamanna.
ILANDSSAMBAND SAMBAND ALMENNRA IPJ3
IlífeyrissjOða lífeyrissjóða leíi