Morgunblaðið - 31.08.1982, Page 14

Morgunblaðið - 31.08.1982, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1982 50 áfa kirkjuafmæli — vígsla safnaðarheimilis: Kirkjuhátíð í Siglufirði SiglufjörAur skartaði sínu fegursta, er haldið var upp á hálfrar aldar kirkjuafmæli og vígt nýtt safnaðarheimili dagana 28. og 29. ágúst sl. Blátær himinn, hvítkrýnd og sólgyllt fjöll, haustlitir í náttúru og stafalogn. Og hugurinn var hlýr, bæði hjá heimafólki og heimkomnum, og segja má að veðurfar og hugarfar hafi búið þessum hátíðardög- um fagra umgjörð. lengi var sóknarprestur og sveit- arhöfðingi í Siglufirði. Safnaðarheimilið, sem er á kirkjuloftinu, þar sem áður var gagnfræðaskóli, var vígt 28. ág- úst, fullbúið. Ekkert skorti á, utan lyftu, sem til stendur að koma upp í kirkjunni, til að auð- velda öldnum og hreyfihömluð- um uppgöngu á kirkjuloftið. En einnig hún er í augsýn. Að baki liggur mikið átak, sjálfboða- vinna og gjafaframlög sem sókn- arnefnd, systrafélag og ekki sízt sóknarpresturinn, séra Vigfús Þór Árnason, höfðu yfirstjórn á. Klúbbar, félög, fyrirtaeki og ein- stakiingar tóku þátt í samátak- inu. Og árangurinn er óvenju vönduð og glæsileg starfsað- staða, sem þjóna á safnaðar- og men n i ngarstarf i. Biskupinn yfir íslandi, herra Pétur Sigurgeirsson, vígði safn- aðarheimilið, en vígslubiskup Ilólastiftis, séra Sigurður Guð- mundsson og fimm fyrrverandi sóknarprestar Siglfirðinga, sr. Óskar J. Þorláksson, sr. Ragnar Fjalar Lárusson, sr. Kristján Róbertsson, sr. Rögnvaldur Finnbogason og sr. Birgir Ás- geirsson, auk núverandi sókn- arprests, sr. Vigfúsar Þórs Árnasonar, tóku þátt í athöfn- inni, auk mikils fjölmennis bæj- arbúa og burtfluttra Siglfirð- inga, er gerðu ferð sína heim í tilefni kirkjuafmælisins. Vígsludagskráin samanstóð af sálmasöng, víxllestri biskups og safnaðar, ritningarlestri, sem fyrrv. prestar og fleiri önnuðust og bæn. Flutt var hátíðarljóð Vilhjálms frá Skálholti í tilefni vígslu Siglufjarðarkirkju 1932. Kynnt var afmælisrit kirkjunn- ar, hið vandaðasta verk, sem Páll Helgason ritstýrði. Kirkju- kór Siglufjarðar söng nokkur lög undir stjórn Guðjóns Pálssonar, organista, m.a. „Blessuð sértu sveitin mín“, lag séra Bjarna Þorsteinssonar, tónskálds, sem Ávörp fluttu: Kristine Þor- steinsson, formaður sóknar- nefndar, Ingibjörg Hinriksdótt- ir, læknanemi og fyrrverandi fé- lagi í Æskulýðsfélagi kirkjunn- ar; Anna Magnúsdóttir, varafor- maður Systrafélagsins; Ólafur G. Einarsson, alþingismaður, sem mælti fyrir hönd „árgangs 1932“, þeirra sem fæddust í Siglufirði á vígsluári kirkjunnar, Kristíne Þorsteinsson, formaður sóknarnefndar í Siglufirði, Páll Helgason, ritstjóri afmælisrits kirkjunnar, Helgi Hafliðason, arkitekt, Helgi Ólafsson, verkfræðingur, og Birgir Guðlaugsson, verktaki. Kristíne þakkaði þessum fjórmenningum, sem reyndar eru fermingarbræður úr fyrsta fermingarhóp sr. Ragnars Fjalars í Siglufirði, þeirra þátt í gerð safnaðarheimilisins og kirkjuafmælinu. Biskupinn yfír íslandi, herra Pétur Sigurgeirs- son, biskupsfrúin, Sól- veig Ágeirsdóttir, sr. Óskar J. Þorláksson, sr. Ragnar Fjalar Lárus- son, sr. Kristján Ró- bertsson, sr. Rögnvald- ur Finnbogason og sr. Birgir Ásgeirsson. (Mynd Kr.M.) Sóknarnefnd Siglufjarðarkirkju: llinrík Andrésson, Jón Dýrfjoró, Krístíne Þoretein Björnnson og (<uójón Pálason, orjanuti og söngstjóri. , presthjónin í SiglufírÓi f . Vijffús Þór og frú Elín, Jónas (Mynd Kr.M.) (Mynd Kr.M.) og gerðu för sína heim, færandi hendi, á fimmtugasta aldursári sínu og hennar; Halla Haralds- dóttir, listakona og sr. Vigfús Þór Árnason, sóknarprestur Siglfirðinga. „Árgangur 32“, eða „jafnaldr- ar kirkjunnar", eins og viðkom- endur vóru kallaðir, færðu henni að gjöf fagurt málverk af sr. Óskari J. Þorlákssyni, sem lengi var sóknarprestur í Siglufirði en síðar dómkirjkuprestur í Reykjavík. Halla Haraldsdóttir færði kirkjunni að gjöf iistaverk, unnið í gler, sem hún nefndi bæn. Safnaðarheimilinu bárust fjöldi annarra gjafa, m.a. altar- iskross í minningu hjónanna Þóru Björnsdóttur og Guðlaugs Gottskálkssonar. Hátíðarguðsþjónusta var síð- an í Siglufjarðarkirkju sl. sunnudag. Biskup íslands pre- dikaði, en vígslubiskup og sex prestar aðrir þjónuðu fyrir alt- ari. Systrafélag kirkjunnar veitti af rausn í hinu nýja safnaðar- heimili báða hátíðardagana og bæjarstjórn Siglufjarðar bauð sóknarnefnd og fleirum til há- degisverðar að Hótel Höfn síðari daginn. Fimmtugsafmæli Siglufjaröar- kirkju og „árgangs 32“: Rúmlega 50 manns halda sameiginlegt fimmtugsafmæli FJÖRUTÍU og fimm einstaklingar, fæddir á vígsluári Siglufjarðar- kirkju, 1932, skírðir i kirkjunni það ár og fermdir þar 1946, gerðu ferð sína til Siglufjarðar á 50 ára vígsluafmæli kirkjunnar og héldu þar hálfrar aldar afmæli sitt og hennar. „Árgangur 32“ færði Siglufjarð- arkirkju fagurt málverk af sr. Óskari J. Þorlákssyni, sem lengi var sóknarprestur í Siglufírði en síðar dómkirkjuprestur í Reykja- vík, unnið af Ragnari Páli Einars- syni, listmálara. Ólafur G. Einars- son, alþingismaður, afhenti mál- verkið, fyrir hönd „jafnaldra kirkj- unnar", við vígslu nýs safnaðar- heimilis 28. ágúst sl„ en jafnframt talaði fyrir hönd „árgangsins" Kristjana Heiðberg Guðmunds- dóttir. í máli þeirra kom m.a. fram að 73 einstaklingar vóru upphaf- lega í þessum „árgangi". Fjögur eru látin. Af þeim 69, sem eftir lifa, eru 12 búsett í Siglufirði í dag, en 45 gerðu ferð tína til Siglufjarðar, þar af 6 búsettir erlendis, austan hafs og vestan. Makar vóru margir með svo hóp- urinn var um 80 manns. Hugmyndina að þessari för átti Sigríður Angantýsdóttir, sem hringdi í nokkra siglfirzka jafnaldra, búsetta á höfuðborg- arsvæðinu, og stefndi þeim til Ragnar Páll Einarsson, listmálari, með mynd sína af sr. Óskari J. Þorlákssyni, fv. sóknarpresti í Siglufirði, síðar dómkirkjupresti. fundar í miðborginni. Það mót var hið sögulegasta, enda höfðu ýmsir tilkvaddra ekki sézt frá æskudögum. En árangurinn varð ánægjuleg ferð norður í Siglu- fjörð, þar sem haldið var upp á sameiginlegt . fimmtugsafmæli. Fimmtíu ára vígsluafmœli Siglufjarðarkirkju 28. ágúst 1982 Forsíða afmælisdagskrár Siglu- fjarðarkirkju. Miðstöð „árgangsins", meðan hann dvaldi á æskuslóðum, var íþróttamiðstöðin að Hóli í Siglu- firði. Þessi „árgangur" sótti nám á kirkjuloftinu þar sem safnað- arheimilið er nú, en þar var gagnfræðaskóli í hans uppvexti. Sr. Óskar J. Þorláksson, sem skírði þennan hóp og fermdi, og vann síðar mörg prestverkin fyrir, bæði í Siglufirði og Reykjavík, var jafnframt stundakennari við gagnfræða- skólann, og hann er greinilega minnisstæður þessum fimmtugu „fermingarbörnum". Ólafur G. Einarsson, alþingis- maður, sagði m.a., er hann af- henti málverkið af sr. Óskari: „Það er okkur öllum sérstakt fagnaðarefni, að sr. Óskar og kona hans, frú Elísabet Árna- dóttir, eru hér á meðal okkar í dag. Við þökkum þér, sr. Óskar, allar liðnar stundir, fyrir hand- leiðsiu þína ýmiss konar á fyrstu árum okkar. Sú handleiðsla hef- ur orðið okkur hollt veganesti á lífsleiðinni. Við biðjum þér og þínum blessunar og erum þakk- lát fyrir að fá með þessum hætti að láta í Ijós hug okkar til þín og þessa guðshúss ...“ Síðan las hann gjafabréf, und- irritað af 66 „jafnöldrum" kirkj- unnar. Eiginkona sr. Óskars, frú Elísabet Árnadóttir, afhjúpaði síðan málverkið, sem valinn verður veglegur staður í kirkj- unni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.