Morgunblaðið - 31.08.1982, Blaðsíða 17
MQ^GUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1982,.
að hætti ritara þeirra sagna yrði
vel að meitla orðfarið því ekki
voru þær langar þó margs þyrfti
að geta. Oft má í þeim lýsingum
finna þá umsögn að menn hefðu
verið góðum íþróttum búnir. Slík
lýsing ætti vel við Jakob Hafstein.
Engan mann hefi ég þekkt jafn
mörgum góðum hæfileikum búinn,
svo vel að hver einstakur þeirra
nægði vel einum manni. Undrum
sætir hve vel Jakob gat sinnt þess-
um mörgu gáfum sínum, en eftir
hann liggur mikið starf, ekki síst á
sviði félagsmála, menningar og
lista eins og alþjóð er kunnugt. Til
þessa alls þurfti þrek og elju. Jak-
ob Hafstein gekk ekki að neinu
með hangandi hendi. Hann sá
fyrir sér markmiðið, vék til hliðar
öllum hindrunum, „hvergi hrædd-
ur hjörs i þrá“.
Þau ellefu ár sem ég átti sam-
leið með Jakobi áttum við marga
góða stund saman, einkum að
Fróðá, j)ar sem við hittumst
oftast. Eg hreifst einatt af ein-
lægni hans, bjartsýni og eldmóði.
Áhugi var fyrir framförum á
hverju sviði. Úrtölur og hik voru
greinilega ekki hátt á blaði. Dagur
jafnan tekinn snemma og að
kvöldi lofaður og sá er hann gaf.
Þó Jakob væri ekki margorður um
einkamál sín leyndist ekki að
hann var Guði þakklátur fyrir
góðar gjafir, ekki síst góða eigin-
konu og fjölskyldu sem var honum
meira virði en allt annað.
Stærsta áhugamálið var laxinn,
laxveiðar og laxvernd og allir þeir
leyndardómar sem taka hugi
þeirra sm heillast af lónbúanum.
Áhugi hans var sannur eins og
hann sjálfur, baráttan fyrir
málstaðnum hreinskilin og áköf
eins og hann sjálfur. Jakob velkt-
ist aldrei í neinum vafa, viss í
sinni sök, eftir hugsað mál.
I júlí sl. kom Jakob vinur minn í
síðasta sinn að Fróðá. Átti hann
þá í hörðu heilsufarslegu stríði
eftir mikið og erfitt áfall. Við átt-
um saman stund við ána. Enn var
hann veitandinn í samskiptum
okkar. Enn var hægt að dást að
framsýni og baráttuvilja. Þá var
honum vel ljóst að senn væri kom-
ið að leiðarlokum. Jakob Hafstein
er nú allur. Hugsjónir hans og
baráttumál lifa. Hann hefir nú
gengið fyrir konung sinn. Þá ósk á
ég heitasta honum til handa, að
þar fái veiðigyðjan það hlutverk
að leiða hann að paradísinni,
veiðivötnum og óbeislaðri náttúru.
Hún leiði hann einnig að ónumd-
um löndum þar sem mikil verk er
að vinna og engar hindranir eru í
vegi — og laxinn vakir.
Eiginkonu, börnum og öðrum
aðstandendum færum við hjónin
innilegar samúðarkveðjur.
Helgi Kristjánsson
Á kveðjustund hrannast minn-
ingar upp. Þó að við öll vissum að
bezta hvíldin fyrir Jakob væri að
hverfa frá okkur. Er það nú einu
sinni svo að það er alltaf sárt og
erfitt að kveðja.
Það er ofurlítið erfitt til þess að
hugsa að opnir armar Jakobs vin-
ar okkar og frænda eins og við
kölluðum hann, séu ekki lengur til
að taka á móti okkur, ráðleggja
okkur, og taka þátt í gleði okkar
og sorgum.
Mér undirritaðri og fjölskyldu
minni var hann einlægur vinur,
úrræðagóður, skemmtilegur,
áhugasamur um áhuga fyrir vel-
ferð barna minna, svo ég tali ekki
um okkur hjónin.
Ógleymanlegar eru mér þær
stundir, er við áttum saman heima
og heiman, að ógleymdum Gull-
foss-ferðum. Gleðin, söngurinn,
sem allt var þó vafið alvarleika
lífsins.
Margt gæti ég sagt en hugurinn
er svo fullur af minningum, eftir
meira en 20 ára kynni, að ég veit
ekki hvar stöðva skyldi.
Elsku Birna mín, megi góður
Guð blessa þig og þína.
Hrafnhildur.
Eftir fjórtán daga vist á fjöllum
kemur maður heim og fréttir að
Jakob V. Hafstein, vinur manns og
veiðifélagi í áratugi, sé fallinn frá
sextíu og sjö ára að aldri. Þessi
hrausti og lífmikli maður hafði
orðið fyrir nokkrum heilsufarsleg-
um áföllum á liðnum mánuðum,
en hrist þau af sér hvert á fætur
öðru, og datt engum í hug annað
en þróttur hans myndi duga til að
fleyta honum yfir síðasta áfallið,
sem var heilablæðing. Hann var
kominn vel á skrið eftir alvarlegt
áfall, sem hann varð fyrir
snemma í sumar, en svo kom ann-
að tilfelli og það dugði til að
slökkva það glatt logandi ljós, sem
líf þessa fjölhæfa og listhneigða
manns hafði alltaf verið.
Okkur vini Jakobs setur eðlilega
hljóða, þegar hann er farinn, því
engan okkar óraði fyrir því að svo
stutt væri eftir af samvistum við
hann, sem varað höfðu nær dag-
lega í áratugi. Það var ekki seinna
en á síðasta vori, sem við vorum
að ráðslaga um að gera nú síðustu
reisu í Laxá í Aðaldal, það vatn
sem við veiddum saman á annan
tug ára. Úr því varð ekki af skilj-
anlegum ástæðum. Tveir aðrir
veiðistaðir voru honum hugleikn-
ir, Fróðá á Snæfellsnesi og Svartá
í Skagafirði. Fróðá kom hann til
mikils þroska fiskiræktarlega séð
og hann og nokkrir félagar hans
reistu laxastiga í Svartá í kringum
1970. Og þótt hann nyti ekki
árangurs af þeirri fyrirhöfn, vissi
hann að sú framkvæmd hafði tek-
ist, þegar ljóst var að lax var kom-
inn upp fyrir Reykjafoss. Á sínum
tíma orðaði hann þetta þannig, að
rétt væri að gjalda líf með lífi með
byggingu mannvirkis, sem yki
laxastofninn. Það væri hæfileg
greiðsla fyrir þann lax sem veidd-
ur hafði verið. Þetta var sjónar-
mið fiskiræktarmannsins, og var
aldrei neitt til sparað í fyrirhöfn
til að slík endurgreiðsla mætti
takast. Um líkt leyti eignaðist
hann og nokkrir félagar hans
Fróðá og gerðu að góðri laxveiðiá.
Vorum við einnig saman þar í
byrjun, en leiðir skildu vegna þess
að hraðar var farið en mínum
efnahag sæmdi.
Hér hefur aðeins lauslega verið
drepið á þær miklu framkvæmdir
í fiskirækt, sem hann vann að,
stundum nærri upp á eigin spýtur.
Ótalin er þá sú mikla greinargerð,
um fiskirækt almennt, sem gekk
úr penna hans árum saman, þar
sem í senn fór mikil málafylgja og
einskonar heilög glóð. Þótt Jakob
V. Hafstein væri einhver harðasti
og snjallasti veiðimaður, sem ég
hef þekkt, virtist honum á síðari
árum mikið meira í mun að efla
vöxt og viðgang laxins en veiða
hann. Má í því efni minna á stór-
merkar greinar hans um laxveiði í
sjó, en hann var fyrstur manna til
að benda á ákveðið orsakasam-
band laxveiða Færeyinga og
minnkandi veiði í ám. Afskipti
hans af því máli og einörð afstaða
átti mikinn þátt í því að fá Færey-
inga til að takmarka þessar veið-
ar, og þarf þó enn betur að gera, ef
fiskiræktarstarfið í landinu á ekki
að bíða alvarlegan og langvarandi
hnekki. En þá mun ekki Jakob
skrifa.
Ég kynntist Jakobi V. Hafstein
fyrst í gamla veiðihúsinu á Laxa-
mýri. Þar sat hann fyrir borðenda
eins og sannur hirðstjóri, kominn
í heimahaga til að veiða í á, sem
hann gjörþekkti frá þeim tíma,
þegar fjórtán ára drenghnokki
steig á reiðhjól sitt við sýslu-
mannshúsið á Húsavík og hjólaði
með stöngina sína suður á Bjarg
til fundar við strengbúann í
Bjargstreng, Breiðu, Stóra-Fossi
eða Kistu. Svo gjörþekkti hann
alla veiðistaði í Laxá í Aðaldal, að
honum var auðveldur og sjálf-
sagður leikur að setja saman bók
um Laxá, fallega bók, sem ungir
og verðandi sportveiðimenn iesa
eins og trúarrit. Þessi bók er í
sjálfu sér lýsing á Jakobi sjálfum,
þar sem saman fer tilfinning lista-
mannsins fyrir náttúrunni, fugl-
unum, grösunum og hinum stríða
flaumi, og vinnuaðferð hins
slungna veiðimanns, sem veit að
tveimur fetum lengra flugukast
við Grundarhornið á að duga.
Þannig lék hann sér að því að taka
fisk þar sem aðrir höfðu gengið
frá, aðeins til að sýna okkur
hvernig bæri að standa að hverj-
um einstökum veiðistað. Jakob
yngri, sonur hans, var fóstraður
upp í þessari kunnáttu. Já, það
voru góðir dagar við Laxá, þegar
þeir feðgar komu saman niður
með ánni á bakkanum á móti og
Jakob eldri kastaði flugu á milli
bakka til að hitta á tökustaðinn í
Símastreng, og hirti lax undan
fótum þeirra, sem voru að damla
framundan tám sér.
Gamla veiðihúsið nötraði á
kvöldin af gamansögum og há-
væru spjalli, þegar Snorri Jónsson
kom í heimsókn og settist við
borðendann hjá Jakobi og sagði
sögur af spósa eða Knútsstaða-
kúnum, sem fengu stundum flugu
í halann í afturkastinu. Þá hvein
og söng í hjólinu, þegar kálfarnir
tóku sprettinn með fluguna.
Snorri lenti sjálfur í spósanum.
Flugan hafnaði í bringu hans, og
það fyrsta sem Snorri heyrði var
að spói vall ákaflega aftan við
hann. Siðan æddi línan út, næst-
um beint upp í loftið. Þannig var
nú fugla- og dýralífið við Laxá og
sögurnar i gamla veiðihúsinu. Og
þyrfti að gera haus á bréf eða til-
kynningu, þá var komið og sagt
sisvona: Málaðu sólarlagið, Kobbi.
Það var á þessum agasömu árum
sem Jakob orti veiðisöng, þar sem
stóð m.a.: sinalco er laxamanna-
lögur, og hefðu fæstir trúað.
Auðvelt væri að skrifa heila bók
um samvistir okkar Jakobs. Við
byggðum laxastigann í Svartá á
dugnaði hans í lánastofnunum.
Hann verður að gagni ókomnum
kynslóðum. Við brösuðum margt
fleira, og áttum stundum í tvísýna
orðaskaki við andmælendur. Eng-
an mann vissi ég baráttuglaðari
en Jakob. Hin síðari ár sneri hann
sér nær einvörðungu að því að
mála. Menn geta eflaust haft
deildar meiningar um málverk
hans. Hér á heimilinu eru nokkur,
sem ég vildi ekki vera án. Þau eru
tengd veiðistöðum, þar sem við
höfum verið. Og vatnslitamyndir
hans margar eru alveg frábærar.
Þá hafði Jakob töluverð afskipti af
stjórnmálum. Þau afskipti þekkti
ég meira af afspurn, en að ég hefði
samvinnu við hann um þau. En ég
heyrði að þar var fast og hart sótt
eins og alls staðar, þar sem Jakob
kom við sögu.
Jakob verður mér ógleymanleg-
ur vinur og veiðifélagi. Okkur
hjónunum þótti vænt um hann og
ég veit, að nú að leiðarlokum
munu margir minnast hans með
miklum hlýhug.
Við Þórunn sendum frú Birnu,
börnum og tengdafólki alúðar-
kveðjur á þessari sorgarstund.
IGÞ
Þriðjudaginn 24. ágúst sl. and-
aðist í sjúkrahúsi í Reykjavík Jak-
ob V. Hafstein, lögfræðingur og
listamaður, eftir að hafa átt við
vanheilsu að stríða síðan í vor; og
eftir að hafa verið á batavegi, að
talið var, í margar vikur. Hann
fékk slag, og hlaut af nokkra löm-
un, en með nútíma ráðum var
þrekið að aukast. Og nú er það
afstaðið allt, en með öðrum hætti
en menn höfðu vonað.
Allir hlutir hafa nefnilega sinn
tíma. Líka dauðinn, er ávallt kem-
ur manninum í opna skjöldu.
Hvernig sem á stendur.
Ég geri ráð fyrir að það hafi
verð örðugt fyrir Jakob V. Haf-
stein að missa heilsu, rétt í þann
mund, er fuglar voru að setjast,
eftir langt flug sunnan úr heimi
og vorið var byrjað að greiða úfið
hár fjallkonunnar, eftir langan
vetur og skreyta það blómum.
Fiskur byrjaður að ganga í ár og
læki, Jakob Hafstein var nefnilega
sumarmaður í sínu eðli, ef svo má
að orði komast um þá menn, er
vakna með vorinu, sérstaklega.
Jakob Hafstein var fæddur á
Akureyri 8. október árið 1914, og
vantaði því lítið á að ná 68 ára
aldri. Foreldrar hans voru þau
hjónin Júlíus Havsteen, þá sýslu-
maður Eyfirðinga og bæjarfógeti
á Akureyri, og kona hans, Þórunn
Jónsdóttir, fræðslumálastjóra,
Þórarinssonar. En þetta er nú svo
þekkt fólk, að ástæðulaust er að
rekja ættir frekar.
Júlíus Havsteen varð síðar
sýslumaður Þingeyinga og þjóð-
kunnur maður fyrir störf að
menningarmálum, öryggismálum
sjómanna og fyrir baráttu sína í
landhelgismálum. Var auk þess
vinsæll sem yfirvald, samvisku-
samur og góðviljaður.
Börn þeirra, sem voru fjölmörg,
erfðu kosti foreldranna. Var Jakob .
næstelstur systkina sinna, sem
mörg urðu þjóðkunnir borgarar.
Þau hlutu öll góða heimanfylgju
úr föðurgarði og voru laus við
þann húskulda er oft fylgir völd-
um og ættum.
Jakob V. Hafstein var því af
sterkum stofni.
Ég man nú naumast lengur,
hvenær ég kynnist þessum fjöl-
hæfa manni, en sennilega eru að
minnsta kosti tveir áratugir síðan.
Þau kynni fóru vaxandi, einkum
eftir að góðvinur hans, Viggó heit-
inn Helgason, og ég urðum sam-
býlismenn á Njarðargötunni,
Viggó bjó á neðri hæð hússins, en
ég með fjölskyldu minni á þeirri
efri.
Þá gafst oft færi til að rabba um
heima og geima.
Þótt Jakob Hafstein gengi
menntaveginn og haslaði sér síðan
völl sem athafnamaður var það
listræna ávallt ofarlega í huga
hans. Hann söng og lék á hljóð-
færi og varð ágætlega skáldmælt-
ur og ritfær. Mjög snemma byrj-
aði hann á málverki og naut góðr-
ar tilsagnar á námsárum sínum,
einkum hjá Jóni Stefánssyni,
listmálara. í Jakobi Hafstein tog-
uðust líklega ávallt á tveir menn,
framkvæmdamaðurinn og lista-
maðurinn.
Á síðari hluta ævi sinnar gaf
hann sig þó æ meira að listum,
útivist og náttúrufræði. Hann lét
sig laxarækt og umhverfisvernd
mikið varða, og hafði, að mér hef-
ur verið sagt, töluverð áhrif á
veiðimál, þótt mér séu þau nú
framandi. Þá gaf hann sig að
íþróttum, liðsinnti íþróttahreyf-
ingunni og tók virkan þátt í störf-
um hennar.
Það mun einkum hafa verið út
af málverkinu, sem leiðir okkar
lágu saman.
Þegar Jakob Hafstein byrjaði að
sýna myndir sínar opinberlega,
var nú ástandið þannig í landinu
að málaralistin fór fram í sér-
stöku safnaðarstarfi, þar sem ein-
stakir spámenn og páfar tóku að
sér að segja þjóð sinni fyrir um
málverk, og þeir tóku það illa upp,
ef menn sýndu málverk er máluð
voru utan klausturmúranna. Þá
ríkti ekki það frjálslyndi, er nú er
í listum á Islandi.
Myndir Jakobs fóru víst sérlega
í taugarnar á þessum mönnum, og
má það í sjálfu sér undarlegt
heita, því margt gott mátti segja
um myndir hans, og þá einkum og
sér í lagi vatnslitina að mínum
dómi. Þarna sló í brýnu, og þótt
það sé nú liðin tíð, þá rifjast upp
það núna, því seinustu vikurnar,
sem hann lifði, naut hann þess svo
innilega að geta ennþá gjört
myndir. Hann komst ekki lengur í
lax, eða til fundar við mús og fugl
í sumarlandinu, sem verið hafði
íþrótt hans munaður svo lengi. Og
eftir að hafa setið með honum í
Hveragerði, þar sem verið var að
mála, sér maður betur, að málverk
hans kom frá honum sjálfum, en
ekki neinum öðrum.
Hér er ekki staður né stund til
úttektar á lífsverki Jakobs Haf-
stein, því ég þekkti aðeins lítinn
hluta þess. En í hugann kemur
kvöldstund vestur á Fróðá á Snæ-
fellsnesi.
Við komum þangað nokkur sam-
an að kvöldlagi, eftir að hafa flog-
ið í stormi og gengið um staði með
vindinum og rætt kosningamál við
fólk í fiski, fólk, sem bar grjót og
var við hin daglegu störf. Og við
höfðum líka haldið fundi.
Undir kvöldið hægði og þá kom-
um við að Fróðá, þar sem þau
Birna og Jakob Hafstein höfðu bú-
ið okkur veisluborð, því þau höfðu
frétt um för okkar. Því kvöldi
gleymi ég seint,.því við vorum
þarna umvafin fegurð himinsins
og hjá rausnarfólki, er kunni að
taka á móti mönnum úr gegn-
umtrekki stjórnmála og öðrum
hrakningi. Lengi kvölds sátum við
þá yfir voru kaffi og menn léku á
als oddi.
Eftir á að hyggja virtist mega
líta á það sem sjálfsagðan hlut, að
Jakob vinur minn fengi í fyllingu
tímans að sofna hægt með sólinni;
á kvöldi sem er lengi að líða. En
það varð ekki raunin. För hans
bar brátt að. Á hinn bóginn er
zs
eilífðin löng og fegurð himinsins
líka.
Spurningin um lífsgátuna er
stór og svörin svo mörg, en ef
menn búa við sumarnætur eins og
á Fróðá í eilífðinni, mun Jakob
Hafstein nú ánægður með sinn
hag.
Konu hans og börnum sendi ég
samúðarkveðjur.
Jónas Guðmundsson
Kveðja frá Lionsklúbbnum Þór.
í dag kveðjum við með söknuði
einn okkar bezta félaga, Jakob V.
Hafstein. Hann tók ætíð mikinn
þátt í störfum klúbbsins, var
formaður um skeið, hugmyndarík-
ur og áhugasamur. Það má með
sanni segja, að störf hans í Þór
hafi verið sérstakur kapítuli í sögu
klúbbsins. Sæti hans verður vand-
fyllt.
Ég sem þessar línur rita naut
þess að eiga vináttu Jakobs. Minn-
ingarnar leita á hugann. Dásam-
legar stundir við laxveiðar, göngu-
ferðir úti í náttúrunni eða kapp-
ræður heima í stofu. Hann var
tryggðatröll, ætíð reiðubúinn að
rétta vinum hjálparhönd.
Jakob var vel af guði gerður.
Hann var ákaflega fjölhæfur
listamaður eins og glöggt kemur
fram í verkum hans, hvort heldur
var í myndum, rituðu máli eða á
sviði hljómlistar. Hann var vel
íþróttum búinn. Oft var hann
golfmeistari íslands, fáir hand-
léku veiðistöngina sem hann og
hann var ágætur skákmaður.
Jakob var baráttumaður og um
dagana háði hann marga hildi og
hikaði ekki við að „leita á móti
straumi sterklega" ef samvizka
hans bauð honum, sama hver í
hlut átti. Hin síðari ár var hugur
hans mjög bundinn við baráttuna
fyrir friðun laxins í úthöfunum og
fram á síðustu daga birtust marg-
ar stórmerkar greinar hér í blað-
inu eftir hann um þetta hugðar-
efni hans. Honum var það mikið
gleðiefni að finna hvern árangur
þessi skrif hans báru, því nú var
svo komið að nær allir, sem um
þetta mál ræða og rita, eru á hans
bandi.
I einkalífi sínu var Jakob mikill
gæfumaður. Eiginkona hans,
Birna Hafstein, er góð kona og
frábær húsmóðir. Heimili þeirra
er fagurt og ber húsbændunum
gott vitni um smekkvísi. Þar ríkir
mikil gestrisni. Þeim hjónum varð
3ja barna auðið. Þau eru þessi:
Jakob, fiskeldisfræðingur, og er
hans kona Hólmfríður Gísladóttir
frá Akureyri, Júlíus, stórkaup-
maður, kvæntur Ernu Hauksdótt-
ur, og Áslaug, gift Ingimundi
Konráðssyni framkvæmdastjóra.
Barnabörnin eru fimm.
Fyrir fáum dögum vorum við
Jakob staddir í fögru veðri úti í
Örfirisey og virtum fyrir okkur
fjallahringinn og sundin blá. Við
vorum að rifja upp fyrir okkur hið
stórbrotna kvæði Stephans G.
Stephanssonar, Greniskógurinn.
Þegar siðasta erindið var lesið
varð Jakob að orði: „Þetta gæti
verið útfararsálmur minn.“
( pp úr skugga og saggajsvörð
sífrjó blöóin greinast,
varmalausi í vetrarjörd
vonarrætur levnast.
Bognar aldrei — brotnar I
bylnum stóra seinast.
Ég votta Birnu og börnunum
hennar innilega samúð. Blessuð sé
minning Jakobs V. Hafstein.
Magnús Helgason
Þó söknuður sé eftir góðan vin,
Jakob Hafstein lögfræðing, þá er
einnig gott að minnast þeirra fjöl-
mörgu gleðistunda sem við áttum
saman.
I mörg ár leið varla sá dagur að
við hittumst ekki, ræddum áhuga-
málin, sátum yfir tafli eða annað
slíkt. Ekki vorum við alltaf á einu
máli, skoðanir skiptar og stundum
deilt, en vinátta og traust óx því
meir sem lengur leið. Ættir Jak-
obs eru landskunnar. Þeir frænd-
ur eru allir þekktir mannkosta-
menn sem unnið hafa landi sínu
og þjóð, og njóta óskiptrar virð-
ingar samborgara sinna.
Jakob átti glæsilegt menning-
arheimili sem hin ágæta eigin-
kona hans, Birna Ágústsdóttir
Hafstein, hafði búið honum. Mér
var það alltaf nokkur hátíðastund
Sjá bls. 34.