Morgunblaðið - 31.08.1982, Síða 44

Morgunblaðið - 31.08.1982, Síða 44
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1982 ÍA VARÐ BIKARMEISTARI í knattspyrnu 1982 um helgina, er liðið sigraöi ÍBK 2—1 í hörkuspennandi úrslitaleik. Sannkallaöur bikarleikur þar sem spenna og barátta var í algleymingi frá upphafi til enda og til að krydda allt saman, hörkugóð knattspyrnutilþrif beggja liða oft og tíðum. Betra liðið vann, á þvi getur varla verið vafi, ef aðeins er miðað við marktaekifæri hefðu Skagamenn þess vegna getað unnið stærri sigur. En Suðurnesjamennirnir börðust grimmilega og áttu sín augnablik og spretti. Það var því frekar við hæfi að IA ynni nauman sigur frekar en hitt. IA varð þama bikarmeistari í annað skipti, tíundi úrslitaleikur liðsins. Félagið tapaði átta fyrstu úrslita- leikjum sínum, en hefur nú unnið tvo i röð. Það var ljóst strax í upphafi, að allt stefndi í mikinn hörkuleik. Skagamenn tóku frumkvæðið fljótlega, léku vel saman úti á vell- inum, en barátta var mikil á báða bóga. Strax á 2. mínútu náði ÍA mjög efnilegri sóknarlotu, en skot Sigurðar Jónssonar í lok hennar fór af varnarmanni í horn. Kefl- víkingarnir sóttu í sig veðrið næstu mínúturnar og tvívegis með stuttu millibili voru þeir hárs- breidd frá því að taka forystuna í leiknum. Fyrst á 11.' mínútu, er Davíð Skagamarkvörður missti klaufalega frá sér fyrirgjöf Rún- ars Georgssonar frá vinstri. Þá munaði hársbreidd að hann færði Ragnari Margeirssyni dauðafæri á silfurbakka. En Davíð bætti fyrir mistökin aðeins mínútu síðar, Óli Þór renndi knettinum þá til Ragn- ars sem var í dauðafæri, en Davíð varði hörkuskotið snilldarlega. En Skagamenn tóku völdin á ný og voru nokkrum sinnum nærri því að skora áður en ÍBK náði for- ystunni á 31. mínútu. Keflvíkingar björguðu í horn er Sigurður Lár- usson var ágengur og hætta skap- aðist einnig eftir hornspyrnuna. Þá átti Sveinbjörn Hákonarson glæsilegan einleik á 19. mínútu sem endaði með því að nokkrir Skagamenn fengu gott skotfæri. Allir drógu þó úr hófi fram að spyrna á markið og hættan hvarf því sem dögg fyrir sólu. Á sömu mínútu komst Guðbjörn Tryggva- son einn inn fyrir vörn ÍBK, en missti knöttinn of langt fram fyrir sig þannig að Þorsteinn Bjarnason náði að hoppa á hann og góma. En svo skoruðu Keflvíkingar og kom markið í kjölfarið á vaxandi sóknarþunga liðsins. Markið var afar glæsilegt. Óli Þór Magnússon var með knöttinn skammt frá endalínu hægra megin og renndi honum út til Magnúsar Garðars- sonar. Magnús lyfti knettinum að fjærstönginni og þar tók Ragnar Margeirsson einkar glæsilega við honum, spyrnti þrumuskoti við- stöðulaust í netið hjá ÍA. Skaga- menn tóku kipp við mótlætið og sóttu mun meira allt til leikhlés. Eftir eina mjög góða sóknarlotu á 40. mínútu skallaði Guðbjörn rétt yfir mark ÍBK eftir fyrigjöf Svein- bjarnar, en Skagamenn jöfnuðu svo verðskuldað á 44. mínútu. Stórglæsileg sókn endaði með því að Sveinbjörn sendi knöttinn inn í vítateiginn til Sigþórs Ómarsson- ar og hann lyfti knettinum mjög laglega yfir úthlaupandi mark- vörðinn. Júlíus Pétur Ingólfsson kom aðvífandi og hjálpaði knett- inum síðustu sentimetrana, en séð úr blaðamannastúkunni virtist knötturinn vera kominn yfir lín- una áður en Júlíus ýtti við honum. Markið því eign Sigþórs. Þar sem Skagamenn voru komnir á markabragðið, fengu þeir sér annan bita í upphafi síð- ari hálfleiks. Það var gull af marki, Sveinbjörn sendi fyrir markið frá hægri, Guðbjörn var við fjærstöngina og skallaði knött- inn til Árna Sveinssonar sem skoraði með viðstöðulausu skoti í bláhornið. Skagamenn léku nú við hvern sinn fingur, léku bráðvel saman og hvert tækifærið rak annað um hríð. Á 47. mínútu var Guðbjörn hársbreidd frá því að skalla í netið og nokkrum mínút- um síðar var Sigurður Jónsson í dauðafæri eftir glæsilega send- ingu Árna Sveinssonar, en hikaði of lengi. Sveinbjörn náði reyndar góðu skoti í sömu sóknarlotu, en Þorsteinn varði vel. Á næstu mín- útunum brenndi Árni sjálfur af dauðafæri og Þorsteinn markvörð- ur hirti síðan knöttinn af tám hans eftir að samleikur hans og Júlíusar Ingólfssonar hafði opnað vörn ÍBK upp á gátt. Á sömu mín- útu átti Ragnar Margeirsson feiknarlegt þrumuskot í þverslá hjá ÍA og kom skot það eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Ann- ars fór Ieikurinn dálítið að dofna úr þessu. Reyndar átti Sveinbjörn opið færi eftir enn eina snilldar- sendingu Árna Sveinssonar, en skaut yfir markið. Og Þorsteinn varði vel annað skot hans undir lok leiksins. Hinum megin gerðist fátt markvert, utan að Davíð varði vel eitt hörkuskot, það vantaði brodd í sóknaraðgerðir ÍBK þó svo að liðið léki ekki síður en IA vel úti á vellinum oft og tíðum. Eins og fram kemur á öðrum stað í texta þessum, var lið ÍA vel að sigrinum komið. Vörn liðsins er þétt og markvarsla Davíðs hefur stórbatnað er á sumarið hefur lið- ið, en hann var afar óöruggur framan af. Framfarir hans sáust best í undanúrslitaleiknum gegn Víkingi, en þá varði hann hvað eftir annað snilldarlega. Miðlína liðsins er að margra dómi sú besta á landinu og ef ekki gengi jafn illa að skora og raun hefur borið vitni, myndi fátt standa í veginum fyrir liði IA. Lið sem sýna jafn góða knattspyrnu og ÍA eiga skilið að vinna til verðlauna og réttlætinu því fullnægt með bikarsigri þess- um. Bestu menn liðsins að þessu sinni voru þeir Árni Sveinsson og Sveinbjörn Hákonarson, en báðir sýndu margoft snilldartakta. Júlí- us og Sigurður Jónsson áttu mjög góða spretti og Guðbjörn og Sig- þór börðust vel. Sérstaklega var Guðbjörn drjúgur og þáttur hans í sigurmarkinu stór. Vörnin var ör- ugg með Sigurð Lárusson fyrirliða í fararbroddi. Lið ÍBK á hrós skilið fyrir frammistöðu sína, því án tveggja góðra liða verða leikir ekki eins spennandi og skemmtilegir og um- ræddur úrslitaleikur. Styrkur lið- sins er fyrst og fremst fólginn í jafnræði leikmanna þess, enginn sérstakur sker sig úr. Mest bar þó á Þorsteini markverði og Ragnari Margeirssyni. Sem sagt, góður leikur og góð stemmning. Góður dómari Magn- ús V. Pétursson og línuverðir Sæv- ar og Þorvarður. Vinsamleg ábending þó til hátalaramanna. Gaman væri að lesin væru upp rétt nöfn leikmanna, eins mætti segja áhorfendum hver skoraði, hver kom inn á og svo framvegis. — gg- • Hér á opnunni er myndsjá frá úrslitaleik bikarkeppni KSÍ, en þar áttust við ÍA og ÍBK eins og kemur fram á síðum blaðsins. IA sigraði 2—1, eftir að ÍBK hafði komist i 1—0. Á myndinni hér að neðan er knötturinn á leiðinni í mark IBK á siðustu minútu fyrri hálfleiks. Júlíus Pétur Ingólfsson er að ýta knettinum á leiðarenda, en Sigþór Omarsson hafði sent knöttinn framhjá markverði ÍBK. A efri myndinni stóru hlaupa Skagamenn kampakátir með bikarinn. Þekkja má f.v. Sigurð Lárusson, Sigþór Omarsson, Júlíus Pétur Ingólfsson, Svein- björn Hákonarson og Bjarna Sigurðsson. Á stóru myndinni að neðan fær George Kirby, þjálfari ÍA, flugferð, en leikmenn ÍA „tolleruðu“ hann í leikslok. Loks er lengst til hægri baráttumynd úr leiknum sjálfum, Guðjón Þórðarson og Óli Þór Magnússon í háloftadansi. Lj6m Emjlíll Skagamenn bikarme — Unnu ÍBK verðskuldað í I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.