Morgunblaðið - 31.08.1982, Blaðsíða 22
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1982
Útlitsteikning Bjarna Öskarssonar að Dvalarheimili aldraðra að Reykhólum
Byrjað á dvalarheimili
aldraðra að Reykhólum
Miöhúsum. 29. ágÚNt.
SÍDASTLIDINN fostudag var byrjað
á grunni fyrir dvalarheimili aldraðra i
Austur-Barðastrandarsýslu á Reykhól-
um.
Raektunarsambandið og Guð-
mundur Hjartarson, Reykhólum,
gefa þá vinnu. í júní 1979 var kosin
nefnd að tilstuðlan Sigurbjörns
Seinssonar, læknis í Búðardal, til að
kanna viðhorf aldraðra til vistheim-
ilis í sýslunni. Þessi nefnd vann að
gagnasöfnun og kannaði alla hugs-
anlega möguleika án þess að gera
sér mynd fyrirfram og leita síðan
aðeins að þeim upplýsingum sem
féllu inn í þá umgjörð.
Um síðastliðin áramót gerðu nær
öll félög í Reykhóla- og Geiradals-
hreppi, ásamt báðum hreppsnefnd-
um, með sér félag um sjálfseign-
arstofnun, sem heitir Dvalarheimili
aldraðra í A-B.
Fulltrúaráð kaus sér stjórn, og er
séra Valdimar Hreiðarsson formað-
ur hennar.
Bjarni Óskarsson, bygginga-
fulltrúi, Laufási, Borgarfirði, hefur
gert teikningar að dvalarheimilinu
og er heimilið ætlað fyrir 14 vist-
menn í 10 íbúðum, og byggt verður í
áföngum.
Nú í haust er ætlunin að steypa
grunninn og gera húsið fokhelt
næsta ár, og helst meira ef hægt er.
— Sveinn
Leiðrétting:
Leigt ekki keypt
í KRKTT Mbl. um eigendaskipti á
Naustinu hf. í Reykjavík misritaðist að
Omar Hallsson og eiginkona hans,
sem taka við rekstri Naustsins nk.
miðvikudag, hefðu fest kaup á hús-
eigninni við hliðina á Naustinu, þ.e.
húsnæðinu þar sem verzlun Geirs
Zoega hefur verið í áratugi. Hið rétta
er að þau hjón hafa tekið húsnæðið á
leigu og hyggjast reka þar veitinga- og
fundaaðstöðu.
Hið sama er að segja um húsnæð-
ið sem Naustið er í. Það verður
áfram í eigu fyrri eigenda þó Ómar
taki við rekstri Naustsins hf. Eru
viðkomandi beðnir velvirðingar á
þessari misritun.
ÞAKRENNUR
úr plasti eöa stáli?
Platisol er lausnin
Plátisol þakrennur, niðurföll og tilheyrandi er
framleitt úr 0,7 mm þykku galv. stáli sem er húðað
meö PVC efni í lit. • Meö þessari aðferð hefur
rennan styrk stálsins og áferð plastsins. • Efnið
er einfalt í uppsetningu. • Viö seljum það og þú
setur það upp án þess að nota lím eða þéttiefni.
• Hagstætt verð.
Kaupið þakefniö hjá fagmanninum
W) Lindab Plátisol
Þakrennukerfi framtíöarinnar
Langholt 19, fegursti garðurinn í ir í Keflavík, eigendur Sóldís Björnsdóttir og Svavar Tjörvarsson.
Ljómn. Mbl. Einar Fahir.
Verðlaun veitt fyrír feg-
urstu garða Keflavíkur
Kenavík, 29. ágútit. 1982.
Dómnefnd skrúðgarða og um-
hverfis fyrir Keflavík árið 1982
hefir nýlega lokið störfum. Á ferð
nefndarinnar um bæinn í sumar
hefur verið unnið að fegrun bæjar-
ins í vor og í sumar, bæði af ein-
staklingum í görðum og húsum
sínum og einnig hefur Keflavík-
urbær gert stórátak í lagningu
gangstíga og ræktun viðsvegar um
bæinn og hefur útlit bæjarins tekið
umskiptum til hins betra á fáum
árum. Hinir ötulu og smekkvísu
garðeigendur í Keflavik hafa nú
fyrir löngu afsannað gamla vantrú
að enginn fagur gróður gæti vaxið í
Keflavík. Norðannæðingurinn,
stundum svolítið blandaður sjávar-
roki, er slæmur fyrir veikbyggðan
gróður en það leiðir af sér að
gjarnan reisa garðeigendur
mannhæðar háar girðingar eða
veggi til að skýla gróðrinum.
Fyrir vali dómnefndar sem
fegursti garðurinn í Keflavík í ár
varð garðurinn að Langholti 19,
eign hjónanna Svavars Tjörv-
arssonar og Sóldísar Björnsdótt-
ur. Garðurinn er um það bil 10
ára gamall að sögn Sóldisar og
hafa þau hjón unnið sjálf að öllu
leyti við byggingu garðsins, sá
fyrir og rækta öll sumarblóm
sjálf. Hirðing og snyrting garðs-
ins er með afbrigðum góð, gras-
fletir og kantar í bestu umhirðu,
en það vegur þungt á metaskál-
unum hjá dómnefndinni.
Þá var frú Steinunni Har-
aldsdóttur, Sóltúni 16, veitt við-
urkenning fyrir mjög fallegan
gamalgróinn garð sem hún hefur
ræktað af natni um áraraðir.
Þar er mjög gróskumikill gróð-
ur, eftirmynd af gömlum bónda-
bæ með burstir tvær og rósa-
garður með tveggja metra háum
rósum en Steinunn er einhver
mesti rósaræktandi á Suðurnesj-
um og þó víðar væri leitað.
Viðurkenningu fyrir nýbyggt
verslunarhús hlaut „Blómastofa
Guðrúnar" að Hafnargötu 36a.
Frú Guðrún hefir af mikilli elju-
semi reist á aðeins tíu mánuðum
myndarlegt verslunarhús og
komið upp garði sem fátítt er á
svo skömmum tíma.
Húsið að Suðurgötu 9, eign
hjónanna Ragnheiðar Skúladótt-
ur og Sævars Helgasonar, byggt
1908. Hlaut viðurkenningu fyrir
viðhald og endurbætur á eldra
húsnæði en þeim fækkar nú
óðum gömlu húsunum í Keflavík
sem enn er búið í.
— EFI.
SuðurgaU 9, sem hlaut viðurkenningu fýrir viðhald og endurbætur á
eldra húsnæði, eign Ragnbeiðar Skúladóttur og Sævara Helgasonar.
Heildsala — smásala.
BREIÐFJÖRÐS
BLIKKSMIÐJA HF
Leitíó nánari upplýsinga
aó Sigtúni 7 Simis29022
Ný sundlaug á Hvammstanga
LAUGARDAGINN 4. september
verður vígð á Hvammstanga ný
sundlaug. Er hún 25 metra löng og
II metra breið. Eru nýbyggðir bún-
ingsklefar við hana, sem jafnframt
verða búningsklefar fyrir tilvonandi
iþróttahús, sem á að koma hinu
megin við búningsklefána.
Sundlaugin er steypt og settur
plastdúkur innan í hana. Þá er
hitapottur með nuddtækjum, vað-
laug fyrir börn, sauna, hvíldar-
herbergi og ljósabekkur.
Að sögn Þórðar Skúlasonar
sveitarstjóra á Hvammstanga
hafa menn orðið að sækja sund
inn á Laugabakka eða út að
Reykjaskóla. Yrði þetta allt önnur
aðstaða eftir að laugin væri kom-
in. Hefði verið góð aðsókn af kon-
um í ljósabekkinn og væru því
konur á Hvammstanga brúnar og
sællegar um þessar mundir. Vatn í
laugina kemur frá Laugabakka.