Morgunblaðið - 31.08.1982, Blaðsíða 28
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1982
lcndintíum að t<óðu kunnur. Þaðan
ei(?a martjir góðar endurminn-
infjar, sem nemendur eða sem
ráðstefnut;estir. Þar stýrði húsum
um árahil, Magnús heitinn Gísla-
son rektor, ásamt konu sinni
Brittu Gíslason, en þau eru kunn
fyrir störf sín í þágu norrænnar
menningar og norrænnar sam-
vinnu.
Til Kungálv ætti hver Islending-
ur að koma, sem á leið um Svíþjóð.
Tilgangur þessara skrifa er að
kynna lítillega starfsemi lýðhá-
skólans, þar sem mörgum Islend-
ingum virðist ókunnugt um þá
margþættu menningarstarfsemi,
sem þar fer fram.
Þau áhrif, sem maður verður
fyrir þegar komið er inn í rúmgóð
og björt húsakynni Norræna lýð-
háskólans í Kungálv, minna svo-
lítið á stemmninguna í Norræna
húsinu í Reykjavík. Listaverk eftir
færeyska listamenn og íslenska,
bæði höggmyndir og málverk
prýða þar sali ásamt verkum ann-
arra Norðurlandabúa. Bókasafn
mikið er þar, sem mun vera eitt
besta bókasafn í Skandinavíu,
hvað varðar íslensk skáldverk á
frummálinu bæði ný og gömul og
hefur íslenskur bókasafnsfræðing-
ur, Þórdís Þorvaldsdóttir, unnið
við safnið undanfarin misseri.
Norræni lýðháskólinn í Kungálv
hóf starfsemi sína 1947 og hvert
ár sækja þangað nemendur frá ís-
landi, Danmörku, Finnlandi, Fær-
eyjum, Svíþjóð og Noregi. Allt að
75—80 nemendur geta þar stundað
nám samtímis. En engar fastar
reglur eru um það hvernig plássin
skiptast milli landanna. Kennar-
arnir eru eins og nemendurnir af
ýmsu þjóðerni. Kennslan fer fram
á norsku, sænsku eða dönsku, en
boðið er upp á nám í íslensku og
finnsku.
Þrjár megin nárnsbrautir eru
við skólann og eru það 30 vikna
námskeið: 1) Tónlistar- og menn-
ingarbraut 2) leikhúss- og leik-
listarbraut, 3) blaðamennsku-
braut. Við skólann eru nýtískuleg
smáhýsi, þar sem hver nemandi
hefur húsnæði út af fyrir sig. Þá
er 2 ára námsbraut fyrir fólk, sem
ekki býr á skólanum.
Norræna akademían er til húsa
í skólanum. Árlega eru þar haldin
námskeið, ráðstefnur og fyrir-
lestrar um hin ýmsu efni.
Ginstakur skóli
„Norræni lýðháskólinn í Kung-
Eftir Þorvald
Friðriksson
Leikhópur frá skólanum sýnir leik
verk við aðalgötuna í Gautaborg.
Tónlistin er ekki metin eftir
mælistikum atvinnumanna, hér er
engin samkeppni, heldur notuð til
þess að skapa gleði, öryggi og and-
legt jafnvægi, hjá þeim sem leik-
ur.
Aðalatriðið er að öllum líði vel
saman og sjálfsvitund hvers og
eins aukist, því tónlist er mál, sem
tekur við þar sem talað mál þrýt-
ur.
Þjóðleg tónlist felst ekki í að
endurlífga gamla tónlist, sem má
og gera, heldur í að skapa nýja á
gömlum grunni. Við notumst ekki
aðeins við hefðbundin hljóðfæri,
heldur einnig rafmagnshljóðfæri.
Þetta er þjóðleg tónlist, ekki þjóð-
lagatónlist.
Segja má að allt sem við gerum
sé á nokkurn hátt nytsamlegt efni,
sem flytja má t.d. á verksmiðju-
gólfi, úti á götu eða í skólum. Við
vinnum oft út frá vissum málefn-
um, sem skipta máli eða eru efst á
baugi, t.d. útlendingahatri, svo
eitthvað sé nefnt.
Nemendur geta fengið undir-
stöðukennslu á fiðlu, blokkflautu,
gítar og harmoniku. Kennt er eftir
eyranu, án nótna, öll tónlistar-
starfsemin við deildina byggir á
norrænum bókmenntum. Tónlist-
in er notuð kennslufræðilega við
málanám með því að syngja sam-
an á hinum ýmsu Norðurlanda-
málum.
Þetta er eini lýðháskólinn á
Norðurlöndum, sem býður upp á
nám í norrænni þjóðlegri tónlist."
Þorvaldur Friðriksson
álv er eini skólinn sinnar tegund-
ar,“ sagði Nils Zandhers rektor
skólans. „Meðvitað látum við nám-
ið, kennsluna og samsetninguna af
nemendum endurspegla norræna
menningu.
Reynt er að láta menningarlegt
mikilvægi hvers lands setja svip
sinn á starfsemina og þess vegna
er það mikilvægt að fá hóp nem-
enda frá fslandi hvert ár.
Það er stór kostur að nemendur
séu ekki of ungir. Best er að hafa
eitthvert nám að baki eða starfs-
reynslu, svo að nemendunum nýt-
ist sem best allt það, sem skólinn
býður upp á á ólíkum mennta-
brautum og þeir möguleikar til
þroska og sjálfsþekkingar, sem
hafa má af umgengninni við ann-
að ungt fólk hér.
Á hverju hausti hefur skólinn
boðið upp á námskeið í sænsku,
sniðin við hæfi íslendinga, svo að
öllum nýtist sem best, það sem
fram fer á skólanum.
Skólinn er samnorrænn, er að
mestu rekinn fyrir sænskt fé. Frá
Svíþjóð fær skólinn 5 milljónir
s.kr. á ári og um 150 þúsundir s.kr.
frá Noregi og Danmörku.
Mikla þýðingu hefur fyrir skól-
ann að í húsakynnum hans starfar
Norræna akademían. Til akademí-
unnar sækir fólk frá öllum Norð-
urlöndunum. Yfirmaður akademí-
unnar er Maj Britt Imnander, sem
íslendingum er að góðu kunn, frá
því er hún var forstjóri Norræna
hússins í Reykjavík.
Bókasafn skólans er mikið og
gott og eru þar handbækur og
skáldverk á öllum Norðurlanda-
málunum. Árlega eru keyptar
Thomas Wrisemo
Friðarvagninn
„Leiklistaráhugi minn varð þess
valdandi, að ég kom hingað til
náms í Kungálv," sagði Thomas
Wrisemo 22, ára gamall Gotlend-
ingur.
„Áður hafði ég unnið við sjúkra-
hjálp og við leikhús heima í Visby.
Við vorum með eigin leikhóp og
lékum mest fyrir börn á barna-
heimilum. Ég kynnti mér bækl-
inga um alla lýðháskóla í Svíþjóð
og Danmörku og leist best á þenn-
an, þar sem hér er stór leiklistar-
deild og ég sé ekki eftir því að hafa
komið hingað.
Hér kynnist maður fólki frá öll-
um Norðurlöndunum, kynnist nýj-
um siðvenjum og reyndar er það
besta við skólann þessi umgengni
við fólk frá öðrum löndum.
Þegar skólanum lýkur hér tek
ég þátt í sýningum Friðarvagns-
ins, sem er leikhópur stofnaður
hér á leiklistardeildinni og sam-
anstendur, að stærstum hluta, af
nemendum héðan. Við verðum
með tvö verk í gangi í sumar, eitt
götuleikhús og annað sem er fyrir
venjulegar fjölskyldusýningar.
I fyrra fór Friðarvagninn í sýn-
ingarferð til Finnlands, Noregs og
Danmerkur, en í ár ferðumst við
með sýningar á Skáni og í Dan-
mörku.
Friðarvagninn verður starf-
ræktur á hverju ári í framtíðinni
og mun sýna leikrit, sem nemend-
ur hér hafa skrifað um nauðsyn
þess að varðveita friðinn."
Lærði forníslensku
í Vestur-Beriín
„Ég kom til Kungálv til þess að
Á slóðum
Noregskonunga
Við ármót Gautelfar og Norður-
elfar skammt vestan Gautaborg-
ar, stendur hinn sögufrægi Bo-
huskastali. Hákon, Magnússon
Noregskonungur hóf að byggja
þennan kastala 1308. Þetta há-
reista mannvirki gegndi síðan um
aldir mikilvægu hlutverki, sem
landamærakastali milli Noregs og
Svíþjóðar. Þar steinsnar frá, niður
með Norðurelfi, liggja rústir
norska verslunarstaðarins Kónga-
hellu, sem Snorri Sturluson getur
í ritum sínum. '
Frá og með 1658 hefur kastalinn
og héraðið umhverfis tilheyrt Sví-
þjóð. Við kastalann stendur hinn
fagri timburhúsabær Kungálv.
Þar í skógivöxnum hlíðum, þar
sem sér yfir kastalann og fljótin
tvö, siglingaleið víkinga, stendur
Norræni lýðháskólinn í Kungálv.
Skóli þessi er eini samnorræni
lýðháskólinn og er mörgum Is-
Konungsfljót
Norræn samvinna í verki
* *
Kristina Helena Oftedal
bækur fyrir 100 þúsundir s.kr. til
safnsins.
Skólagjöld eru 9.000 s.kr. en
verða um 4.000 s.kr. þegar þeir
styrkir, sem skólinn veitir hverj-
um nemanda, eru dregnir frá.“
Að endingu sagði Nils Zandhers
„Við höfum mikinn áhuga á að fi
fleiri nemendur frá íslandi í skól
ann og ég vil hvetja ungt fólk í
Islandi til þess að sækja um skóla
vist hér. Þið getið bókað það að þii
eruð velkomin hingað."
Britta Gíslason, formaður Sænsk-íslenska félagsins, og Nils Zandhers, rekt-
or Norræna lýðháskólans í Kungálv.
Ulrika Frandsen
Vísnasöngur
„Markmiðið með músikbraut
Norræna lýðháskólans er að gefa
nemandanum undirstöðuþekk-
ingu, til þess að geta tjáð sig með
þjóðlegri músik í breiðri
merkingu," sagði Ole Suegaard,
sem er potturinn og pannan í mús-
ikdeild skólans.
„Við byggjum mest á ævintýr-
um, sögum, leikjum og vísum.
Nemendunum er kennt að leika á
minnst eitt til tvö hljóðfæri undir
söng og fyrir dansi.