Morgunblaðið - 31.08.1982, Síða 36

Morgunblaðið - 31.08.1982, Síða 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1982 „ Ét? cr aS laga iil i herbergmu. lenqdannLikba. er væntanleg / heimöókh Með morgnnkaífínu *7li Nei, hér skjáttast þér. Það var frænka mín scm var veski í New Heyrðu — fórstu til rakarans í York, og frændi minn aftur á móti morgun? skór í París! HÖGNI HREKKVÍSI . . OGr ÞfcR SOO UM >VlUA/«JÍW " Kominn tími til að brjóta blað í mannkynssögunni — í afstöðu manna til dýra Skúli Magnússon skrifar: „Á forsíðu Morgunblaðsins þann 17. ágúst sl. er rammagrein „Á höfrungi líf að launa“ sem ég vil benda fólki á. í fornum bók- menntum er víða sagt frá góðum samskiptum höfrunga og barna. Á seinni tímum eru þekkt mörg dæmi þess að höfrungar hafi bjargað mannslífum. Ákveðinn höfrungur lóðsaði skip gegnum vandsiglt sund við Ástralíu — ekki í eitt skipti, heldur reglulega árum saman. Frá ísafjarðardjúpi hefi ég spurnir af manni sem taldi hval (að mér skildist stórhveli) hafa bjargað lífi sínu. Önnur dýr sem bjarga manns- lífum eru hundar. En þeir eru þá ekki villtir heldur tamdir og sér- staklega þjálfaðir. Nýlega björguðu menn heilli vöðu höfrunga (marsvína) við Rif á Snæfellsnesi. Svo hefir verið samþykkt að allar hvalveiðar skuli lagðar niður. Það er kominn tími til þess að brjóta blað í mannkynssögunni í afstöðu manna til dýra yfirleitt (ekki bara höfrunga). Kjarni málsins er sá að sumir menn geta verið miklar skepnur, og sum dýr geta verð afar mennsk. Með táknmáli því sem fréttir eru sagð- ar á í sjónvarpinu hefir tekist að tala við górillur (og kannski fleiri apategundir). Ekki eitthvað lít- ilsháttar, heldur verulega mikið. Ein górilla hefir meira að segja kennt þetta táknmál annarri gór- illu. (Górillur eru sérstaklega gæf dýr, þveröfugt við almenna skoðun — fordóma). Á höfrungi líf aö launa PMk. Áanh, Ifi «i[dm AP. HÖFRIINGIIR bjargaAi II ára Kömlum drenK frá árá-s hákarla eftir aö hann hafði fallið útbyriia af bretti nokkru er bann var ai leika sér á og varð skyndileKa umvafínn hákörlum, samkviemt daf/blaði í Perth i dag. Samkvæmt upplýsiniíum frá heimamönnum mun höfrung- urinn hafa bjargað drengnum með nærveru sinni, þar sem útilokað sé að hákarlarnir hefðu nálgast hann með höfr- unginn sér við hlið Drengurinn fannst ekki við fyrstu leit vegna mikils öldu- gangs, en þyrla kom síðar auga á hann úr lofti og vísaði bátum veginn þangað sem hann svamlaði við hlið höfrungsins, er hann virðist eiga líf sitt að launa. Nú er leið til að hefja baráttu fyrir nýjum samskiptaháttum manna og dýra. Fólk þarf að mót- mæla kröftuglega því vitfirrings- lega drápsæði sem sjávarútvegs- ráðuneytið stendur að á selum. Það er ekki vettvangur til rök- stuðnings. En það er hægt að „temja“ höfrunga, ná við þá sam- bandi — ekki bara til að láta þá leika kúnstir fyrir áhorfendur — heldur til margvíslegra samskipta og samhjálpar við mann. Hverjum kafara ætti ævinlega að fylgja einn höfrungur. Höfrungar gætu losað trollið úr skrúfunni. Höfr- ungar ættu að verða kjarninn í hverri einustu björgunarsveit SVFÍ. Þetta kostar eins og allt annað tíma, vinnu og peninga. En athugið eitt: Þegar einu sinni hefir tekist að ná sambandi við einn einasta höfrung þá fer hann og sækir aðra höfrunga. Þetta yrði ekki aðeins skemmtilegra, heldur einnig þjóðhagslega ábatasamara en það sem aðhafst er nú um stundir í Hvalfirði. Þetta yrðu vís- indalegar hvalarannsóknir — ekki þær tilgangslausu mælingar sem Rannsóknarstofnun sjávarútvegs- ins stendur fyrir í Hvalfirði. Þeir tímar koma að höfrungar sinni álíka þjónustu í sjónum fyrir mannfólkið eins og hundar gera núna á þurrlendingu." Hvar eru vík- ingaskipin Meiri fylling í þáttunum 4019—0423 skrifar: „Blessaður vertu alltaf, Velvakandi góður. Nú fer óðum að líða að skólagöngu hjá krökkunum. Mig langar að vita hvort sjónvarpið geti ekki endursynt þættina með Kristínu Olafsdóttur, Rannveigu og Krumma, sem sýndir voru fyrir nokkrum árum. Það getur ekki verið svo dýrt, fyrir utan það, að krakkar sem nú eru að vaxa úr grasi myndu með ánægju koma inn eftir fyrstu mynd, til þess að horfa á þá næstu, en snúa sér ekki við í dyr- unum á sunnudögum og segja: „Það er ekkert gam- an að þessu,“ eins og þau hafa gert undanfarin ár. Það var meiri fylling í þess- um þáttum og þeir skildu meira eftir sig en þættirnir sem hafa verið á undan- förnum árum. Að minnsta kosti fannst mínum börn- um það. Ég veit einnig til þess að sjónvarpið á marg- ar góðar myndir sem gam- an væri að það endursýndi. Svo langar mig til þess að þakka þér fyrir allt gott, sérstaklega fyrir að grafa gömul ljóð sem margur er búinn að týna. Gætir þú fundið gamalt ljóð fyrir mig sem byrjar svona, en ég lærði það sem barn. Kg bélt með öskju ið heiman é% hélt í berjamó, en engin hefí é% fundið, en af þeim var þó nójj.“ — vinagjöf Norðmanna? Ingvar Agnarsson skrifar: „Á þjóðhátíð okkar íslend- inga 1974 sýndu Norðmenn okkur það vinarbragð að senda okkur að gjöf tvö víkingaskip, sem þeir smíðuðu að fornum hætti í tilefni 11 alda afmælis norrænnar byggðar á íslandi. Ýmsum mun leika forvitni á að vita, hvað orðið hefur um þessa góðu gjöf frændþjóðar okkar. Mig langar því til að spyrja: Hvar eru þessi skip niðurkomin? Hvernig er varð- veislu þeirra háttað? Eru þau geymd í húsnæði, þar sem vel fer um þau? Á almenningur kost á að sjá þau og skoða? Ég fer þess á leit að þeir, sem þetta mál heyri undir, svari þessum spurningum og veiti upplýsingar um geymslu og aðbúnað skipana. Bátar en ekki víkingaskip Velvakandi hafði samband við Þór Magnússon, þjóð- minjavörð, og leitaði upplýs- inga um skipin sem Ingvar Agnarsson spyr um. Þór sagði að þetta væru reyndar ekki víkingaskip heldur svokallaðir Norðurlandsbátar, en þeir eru smíðaðir eftir gamalli fyrir- mynd sem allt fram á okkar daga hefur verið höfð fyrir augum við smíði báta í Norð- ur-Noregi. Bátunum, sem voru nýsmíðaðir, var siglt yfir hafið til Islands og var annar þeirra, Örn, gefinn Reykjavíkurborg, en hinn, Hrafn, var gefinn tií Húsavíkur í minningu Nátt- fara þræls sem reisti sér byggð í Náttfaravík. Reykja- víkurborg hefur geymt bátinn í Nauthólsvík og m.a. notað hann í sambandi við siglinga- námskeið sem haldin hafa ver- ið þar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.