Morgunblaðið - 31.08.1982, Qupperneq 40
Síminn á afgreióslunni er
83033
J^lor0tmbIíií>ií»
Bókagerðar-
menn hafa sagt
upp samningum
„l>AK eð ríki.sntjórn landsins hefur
sett lóg, sem gera kaupliði síðasta
kjarasmanings á milli verkalýðshr-
eyfmgarinnar og atvinnurekenda að
marklcvsu, er nauðsynlegt, að taka
þá til endurskoðunar“, segir m.a. í
bréfi Félags bókagerðarmanna,
dagsettu 26. ágúst 1982 til Félags
íslen/ka prentiðnaðarins og Rikis-
prentsmiðjunnar Gutenberg, en afrit
hefur verið sent Sáttasemjara ríkis-
ins.
„Á grundvelli a—liðs 11. greinar
kjarasamnings féiagsins frá 16.
júlí 1982 segir FBM upp kauplið-
um samningsins við Félag ís-
lenzka prentiðnaðarins og Ríkis-
prentsmiðjuna Gutenberg. Upp-
sögn samningsins miðast við að
kaupliðir samningsins séu lausir
frá og með 1. október 1982“, segir
ennfremur í bréfi Félags bókar-
gerðarmanna.
Til skýringar hljóðar 11. grein
kjarasamnings FBM og útgefenda
svo: „Samningur þessi gildir frá 1.
júlí 1982 til 31. ágúst 1983 og er
uppsegjanlegur af hálfu beggja
aðila með eins mánaðar fyrirvara.
Sé honum ekki sagt upp framleng-
ist hann um þrjá mánuði senn
með sama uppsagnarfresti. Kaup-
gjaldsákvæðum þessa samnings er
heimilt að segja upp á samningst-
imabilinu með eins mánaðar fyrir-
vara ef: a) Sett verða lög, sem
breyta ákvæðum um greiðslu
verðbóta á laun. b) Launahækkan-
ir í aðal— og sérkjarasamningum
opinberra starfsmanna verði
meiri en í samningi þessum fel-
ast“.
17 Vestur-Islending-
ar til vinnu í frysti-
húsinu í Djúpavogi
„VII) eigum von á 17 Vestur-
íslendingum á aldrinum 16 til 18
ára til starfa hér hjá frystihúsi Bú-
landstinds upp úr 10. september.
I>eir eru allir frá Winnipeg og ráðn-
ir til 9 mánaða. l>að hefur verið
talsverður skortur á vinnuafli hér,
sérstaklega eftir að við fengum tog-
arann Sunnutind i fyrra, en veiðar
hans hafa gengið mjög vel. Því er-
um við að reyna að leysa vandann
með því að fá þessa Kanadamenn
hingað,“ sagði Gunnlaugur Ingv-
arsson, framkvæmdastjóri, í sam-
tali við Morgunblaðið í gær.
Gunnlaugur sagði ennfremur,
að auglýst hefði verið eftir starfs-
fólki í íslenzku staðarblaði þarna í
Winnipeg og hefðu um 50 manns
sótt um vinnu, en atvinnuleysi
þarna væri nú um 30%. Aðkomu-
mennirnir myndu síðan búa á hót-
elinu, sem að öðru leyti yrði lokað
í vetur. Það hefði alltaf verið erf-
itt að fá fólk til fiskvinnu og sem
dæmi um það mætti nefna að haft
hefði verið samband við atvinnu-
miðlun stúdenta, en aðeins einn
hefði haft samband og ekki viljað
vinnuna, þegar hann heyrði hvað í
boði var. Þess vegna hefðu ungl-
ingar niður í 13 ára að aidri verið
í vinnu í frystihúsinu í sumar. Nú
væri síld framundan og svo slát-
urtíð, þannig að ekki hefði verið
um annað að ræða en að fá fólk
erlendis frá.
ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1982
Ljósmynd Mbl. Kristján Einarmon.
Smalað í Biskupstungum
í dag er síðasti dagur ágústmánaðar og má þessi mynd vera til þess að
minna á það, að haustið fer nú i hönd, með tilheyrandi göngum og réttum.
Myndin var tekinn á laugardaginn var, þegar bændur í Biskupstungum
smöluðu því fé, sínu sem komið var að afréttargirðingunni, en þar var þá
orðið haglaust. Hér fer safnið yfir brúna á Tungufljóti, skammt fyrir ofan
Tungurétt.
*
Utvegsmannafélag Suðurnesja:
Stöðvun þar til rekstrar
grundvöllur verður tryggður
„STJÓRN og trúnaðarmannaráð
Útvegsmannafélags Suðurnesja ha-
Idinn 26. 8. 1982 beinir því til
stjórnar LÍI? að hún beiti sér fyrir
því að gerð verði könnun á því,
hvort útgerðarmönnum finnist ekki
tímabært að fiskiskipaflotinn verði
stöðvaður þangað til fundizt hefur
viðunnandi rekstrargrundvöllur,"
segir í áskorun félagsins, sem send
hefur verið LÍU
„Menn líta þvi þannig á málið nú
að útgerðin eigi alls ekki málssvara
innan ríkisstjórnarinnar og það er
skoðun min að eina leiðin til þess
að fá rekstrargrundvöllinn leiðrétt-
an sé að stöðva fiotann. Það má
náttúrlega reka þetta áfram enn
um sinn ef bankarnir treysta sér til
að fjármagna tapreksturinn, sem
| fyrir sjáanlegur er. Þess vegna
I hvetjum við eindregið til þess að
flotinn verði stöðvaður hið fyrsta,"
| sagði Halldór Ibsen, framkvæmd-
astjóri félagsins er Mbl. ræddi við
hann í tilefni áskorunarinnar.
„ Á fundinum var rætt um stöðu
útgerðarinnar eins og hún er í dag
eftir bráðabirgðaaðgerðir ríkis-
stjórnarinnar. Á þeim ráðstöfun-
Frá og með 1. september nk.
kostar mánaðaráskrift Morgun-
blaðsins kr. 130.- og í lausasöíu
kr. 10.- eintakið. Grunnverð aug-
lýsinga verður frá og með sama
tíma kr. 78.- pr. dálksentimetra.
um er alveg greinilegt að þar er
alls ekki litið til útgerðarinnar.
Það kom fram á fundinum tals-
verð óánægja með það, að bæði
fjölmiðlar og ráðamenn, ráðherr-
ar og aðrir slíkir tala aðeins um
vanda togaranna, en ef við skoðum
þetta lítillega þá öfluðu bátarnir
208.000 lesta fyrstu 7 mánuði síð-
asta árs, en á sama tíma í ár að-
eins 170.000 lesta, þannig að mun-
urinn er 38.000 lestir. Fyrstu 7
mánuði ársins í fyrra öfluðu tog-
ararnir 142.000 lesta, en 97.000
lesta í ár, þannig að munurinn er
aðeins meiri hjá togurunum. Þess
verður síðan að geta að afli togar-
anna hefur heldur skánað hlutf-
allslega og lagast frekar en hjá
bátaflotanum það sem er eftir árs-
ins vegna þess að mesta aflatím-
abil bátanna er í upphafi árs á
vetrarvertíðinni.
Þá má taka olíuverðið til dæmis
og bera það saman við fiskverðið.
1. september 1981 var gasolíuverð
2.80 krónur lítrinn en 1. september
nú verður það 5.20 ef það hækkar
ekki síðasta dag mánaðarins.
Hækkunin nemur því 85,7%. Ef
fiskverðið er svo borið saman 1.
júní 1981 og 1982 kemur í ljós að
það hefur hækkað úr 3.62 krónum
fyrir fyrsta flokk af þorski i 5.28
og er sú hækkun aðeins 45,8%. Á
sama tíma og olía hefur hækkað
mun meira en fiskverð, hefur svo
allur tilkostnaður útgerðarinnar
einnig hækkað hlutfallslega meira
en fiskverðið, sagði Halldór."
Sjá viðtöl á bls. 3.
Tvöfaldur
Vodki í gosi:
Kostar
allt að
91 krónu
ÁFENGI hækkaói i verði i liðinni
viku um 12%, eins og skýrt hefur
verið frá. Morgunblaðið leitaði
upplýsinga um „sjússaverðið" á
veitingastöðum, en það hækkar
nú við hina almennu hækkun.
Sem dæmi má nefna, að ein-
faldur Campari kostaði fyrir
hækkun 25 krónur, en kostar nú
28 krónur. VSOP-koníak hækk-
aði úr 37 krónum í 41 krónu,
einfaldur, og venjulegt viskí
hækkaði úr 27 krónum í 30
krónur, einfaldur.
Þá hækkaði íslenzkt brenni-
vín, einfaldur, úr 21 krónu í 23
krónur, venjuleg vodkategund,
einfaldur, hækkaði úr 28 krón-
um í 31 krónu, genever, einfald-
ur, hækkaði úr 21 krónu í 23
krónur og Baccardi Rum, ein-
faldur, hækkaði úr 27 krónum í
30 krónur.
Þá má nefna, að dýrt kampa-
vín kostar nú upp í 360 krónur
flaskan og rauðvín eins og
Hospice de Beaune kostar nú
392 krónur.
Varðandi verð á gosdrykkj-
um, þá er frjáls álagning á þeim
á veitingastöðum, en sam-
kvæmt upplýsingum Mbl. er
það selt á bilinu 19—29 krónur
glasið.
Tvöfaldur vodka í gosi kostar
því á bilinu 81—91 króna eftir
hækkunina og tvöfaldur
skammtur af brennivíni í gosi
kostar á bilinu 65—75 krónur.
500 krónur
8. febrúar 1980:
Um 125 dollar-
ar, en voru 35
dollarar í gær
ÞKGAK núverandi rikisstjórn tók
við völdum 8. febrúar 1980 feng-
ust um 125 Bandaríkjadollarar
fyrir hverjar 500 íslenzkar krón-
ur. Síðan hefur dollaraverð
hækkað um 257% og þegar dæm-
ið var skoðað í gærdag, þegar söl-
ugengi dollarans var skráð 14,334
krónur, kom í Ijós, að aðeins fást
tæplega 35 Bandaríkjadollarar
fyrir 500 íslenzkar krónur.
Á liðlega tveimur og hálfu
ári hefur íslenzka krónan því
rýrnað um í námunda við 72%
gagnvart Bandaríkjadollar og
má segja að 80 Bandaríkjadoll-
arar af umræddum 125 hafi
hreinlega brunnið upp á þess-
um tíma.
Mjólkurvör-
ur og nauta-
kjöt hækka
NV'I'I' verð á mjólkurvörum og
nautakjöti verður tilkynnt í dag
og tekur það gildi frá og með
morgundeginum, 1. september.
Þegar talað er um mjólkurvör-
ur er átt við mjólk, súrmjólk,
skyr, rjóma og osta svo eitthvað
sé nefnt.
Verð á kindakjöti mun hins
vegar ekki liggja fyrir, fyrr enn
um miðjan mánuðinn, þegar
sláturtíð hefst.
Hækkunin á mjólkurvörum
og nautakjöti er nokkuð mis-
munandi.