Morgunblaðið - 08.09.1982, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 08.09.1982, Qupperneq 1
56 SÍÐUR 197. tbl. 69. árg. MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Schliiter myndar minnihlutastjórn Kaupmannahöfn 7. september, frá frétta ríUra Mbl. Ib Björnbak og AP. MARGRÉT Danadrottning gaf í dag formanni íhaldsflokksins, Poul SchKit- er, grsnt Ijós á myndun fjögurra flokka minnihlutastjórnar. Myndun þessarar ríkisstjórnar, sem taka mun við af minnihluta- stjórn Anker Jörgensen, er sögu- leg hvað það snertir að þetta er í fyrsta skipti á þessari öld sem íhaldsflokkurinn stendur að myndun stjórnar og persónulegur sigur fyrir Poul Schliiter. Stjórnarmyndun þessi nú kem- ur nokkuð á óvart þar sem talið Poul Schliiter formaður flokksins og tilvonandi forsætisráð- berra. var að Venstre-flokkurinn myndi ekki sætta sig við að forsætisráð- herraembættið lenti í höndum íhaldsflokksins, en þeir hafa nú viðurkennt að Poul Schluter nýtur mikils trausts bæði meðal al- mennings og leiðtoga Sósíaldemó- krata sem er stjórninni mikils virði. Sósíaldemókrataflokkurinn er stærsti flokkur Danmerkur með 60 þingsæti af 179, en Anker Jörg- ensen ákvað síðastliðinn fimmtu- dag að segja af sér embætti þar sem fjárlagafrumvarp hans fékk ekki atkvæði neins annars flokks á þinginu. Poul Schluter og Henning Christophersen, leiðtogi Venstre- flokksins, komu sér saman um myndun þessarar minnihluta- stjórnar síðla í gærkvöldi, en hún mun njóta stuðnings Mið-Demó- krataflokksins og Kristilega þjóð- arflokksins og einnig sækja stuðn- ing til Framfaraflokks Mogens Glistrup og Radikalaflokksins. Hin nýja stjórn mun taka við völdum á föstudag, en hennar bíða gífurlegir efnahagserfiðleikar til lausnar og eru fréttaskýrendur í Danmörku varfærnir er þeir tjá sig um líkur hennar til lausnar vandanum. Líbanir ítreka kröfu um að allur erlendur herafli verði á brott Beirút, Fez, Damaskus, 7. september. AP. LÍBÖNSKUM herdeildum var í dag fagnað ákaft af borgurum er þeir tóku yfír gæslu sem áður var í höndum vopnaðra sveita vinstrimanna, í þeim tilgangi að koma í veg fyrir hugsan- lega árás ísraela. í framhaldi af því mun síðan líb- anski forsætisráðherrann, Shafik Wazzan, hafa sótt heim bandaríska sendiherrann í Beirút og farið fram á að stjórnvöld í Washington beiti áhrifum sínum og þrýsti á að Isra- elar dragi herlið sitt til baka sem fyrst frá Beirút, en það er í sam- ræmi við þá samninga er bundu endi á stríðið og sérlegur sendimað- ur Bandaríkjanna í þessari deilu, Philip F. Habib, átti sinn þátt í að móta. Á meðan sitja leiðtogar Araba- ríkjanna á fundi í Fez í Marokkó og hugleiða hugsanlegar friðartillögur í Miðausturlöndum í fyrsta skipti frá stofnun ríkis ísraels. Fundurinn hófst formlega í gær, mánudag, en ekki hafa verið gefnar út neinar upplýsingar um það hvernig viðræður þar hafa snúist, en talið er fullvíst að innrás ísraela í Líbanon og eftirleikur hennar sé aðalumræðuefnið. Líbanon hefur farið fram á það við fundinn að krefjast þess að aílur erlendur herafli verði á brott frá Líbanon án tafar, en tillögum Reag- an Bandaríkjaforseta varðandi framtíð Palestínumanna á bökkum ánnar Jórdan hefur verið vel tekið af mörgum Arabaríkjum sem þekkt eru fyrir hógværð, en þeim hefur verið hafnað af ísraelsstjórn og Arabaríkjum þeim er eru harðari í afstöðu sinni. Haft er eftir einum helsta sam- starfsmanni Yasser Arafat í dag að leiðtogafundur Araba ætti að „taka ákvörðun, ekki um að viðurkenna Ísraelsríki, heldur eyða því“, en yf- irlýsing þessi mun vera lýsandi fyrir öfgastefnu innan PLO gagn- vart ísrael og birtist í blaðinu A1 Qabas í Kuwait. Svissneskur lögreglumadur sést hér fara með fulla körfu matar að pólska sendiráðinu, klæddur skotheldum fatnaði frá toppi til táar. Taka pólska sendiráðsins í Bem: Framlengdu frestinn um 48 klukkustundir Bera, Virsjá. 7. september. AP. MENN ÞEIR ER hafa haft pólska sendiráðið í Sviss á valdi sínu á annan sólarhring lengdu i kvöl frest þann er þeir hafa gefíð pólskum yfírvöldum til að afíétta herlögum þar í landi um 48 klukkustundir, en þeir höfðu áður tilkynnt að þeir myndu sprengja sjálfa sig og gísla sina í loft upp klukkan 10 i fyrramálið. Svissnesk lögregla stækkaði i kvöld það svæði er hún hafði áður lokað af vegna öryggisástæðna kringum pólska sendiráðið og er talið líklegt að það hafí verið gert vegna hugsanlegrar innrásar í sendiráðið til að frelsa hina níu gísla sem enn eru þar i haldi hjá vopnuðum mönnum er segja sig vera pólska andkommúnista og krefjast þess að bundinn verði endi á herlögin í Póllandi. Herstjórnin í Póllandi sendi síðan í kvöld svissneskum yfirvöldum beiðni um að fá að senda „sérstakan hóp“ til Bern til að hjálpa til við frelsun gíslanna sem haldið er í pólska sendiráðinu þar af vopnuðum andkommúnistum, en ekkert hefur heyrst um viðbrögð svissnesku stjórnarinnar við tilboði þessu. Mennirnir, sem munu vera fjórir, létu í dag lausar tvær eldri konur, en talsmaður stjórnarinnar í Sviss í þessu máli vildi ekki tjá sig frekar um það hvort hann teldi þetta vera merki þess að staðan í málinu væri eitthvað að breytast. Frá Varsjá hafa borist þær fregn- ir að þarlend yfirvöld hafi tilkynnt „að þau hafi gefið leyfi sitt fyrir því að svissnesk lögregla fari inn í land- helgi sendiráðsins" og munu þau Hér sést hvar konurnar tvær er settar voru lausar i dag ganga á brott frá pólska sendiráðinu, en þar eru enn níu manns í haldi. hafa lagt áherslu á að þessu umsátri lyki sem fyrst. Einnig munu pólsk yfirvöld hafa líkt mönnum þessum er sendiráðið tóku í gær við öfga- menn úr röðum óháðu verkalýðsfé- laganna Samstöðu. Einn leiðtoga Samstöðu sem er í útlegð hefur í því sambandi tilkynnt að hún sé í engu viðriðin mál þetta og bætti því við að sendiráðstaka þessi sé verk hryðjuverkamanna sem vinni gegn hagsmunum pólsku þjóð- arinnar. Þessi gíslataka eru fyrstu mót- mæli þessarar tegundar við herlögin í Póllandi. Lögreglumenn og sérþjálfaðar sveitir búnar alvæpni vakta svæðið sem sett hefur verið í herkví. Pólska stjórnin hefur skipulagt sveitir manna sem hafa það hlutverk að verjast árásum sem þessum á sendiráð landsins erlendis, en það var gert samkvæmt skipun Jaruz- elski eftir að kunnugt varð um sendi- ráðstökuna í Bern. Hundur stökk yfir Berlínarmúrinn Berlín, 7. september. AP. HUNDUR sem stökk yfir Berlín- armúrinn og var „handtekinn" af austur-þýsku lögreglunni var skil- að til eigenda sinna í Vestur- Berlín í dag og var hann þá við „ágæta heilsu“ að þeirra sögn. Hundurinn, Ninja, mun hafa tekið undir sig heljarstökk er hann var staddur á útsýnispalli nokkrum í Vestur-Berlín á sunnudag með þeim afleiðingum að hann lenti í eystri borgar- hlutanum og þangað var hann síðan sóttur í dag með mikilli viðhöfn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.