Morgunblaðið - 08.09.1982, Side 2

Morgunblaðið - 08.09.1982, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1982 Framkvæmdastjóm VMSÍ: Skorar á málsaðila að koma í veg fyrir stöðvun fiskiflotans „Mótmælir harðlega“ vísitöluskerðingu bráðabirgðalaganna MORGUNBLAÐINU barst í gær eftir- farandi frá framkvæmdastjórn Verka- mannasambands íslands: „Framkvæmdastjórn Verka- mannasambands íslands sem kom hingað til fundar í dag vekur athygli á því alvarlega ástandi, sem hlýtur að skapast ef hótun LÍÚ um stöðvun fiskiskipaflotans kemur til fram- kvæmda. Slíkt myndi hafa í för með sér stórfelldara atvinnuleysi verka- fólks en hér hefur þekkst um árabil. Verkamannasamband Islands skorar því á alla þá aðila, sem málið snertir, að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að slíkt ástand skapist. Framkvæmdastjórn Verkamanna- sambands íslands mótmælir harð- lega þeirri vísitöluskerðingu er rík- isstjórnin fyrirhugar samkvæmt nýsettum bráðabirgðalögum. Afskipti ríkisvaldsins af gerðum kjarasamningum eru ætíð vítaverð og eru í raun stórhættulcg því þau minnka traust almennings á heið- arlegum samskiptareglum og gerð kjarasamninga. Bendir fundurinn á að laun verka- fólks eru ekki orsök þess efnahags- vanda, sem nú blasir við, heldur óráðsía, röng fjárfesting og margra ára óstjórn. Kaupmáttur launa verkafólks hefur farið rýrnandi á undanförnum árum og mun verkafólk ekki þola enn frekari skerðingu. Því telur fundurinn nauðsynlegt við lausn efnahagsvandans að þeir betur settu verði sóttir til ábyrgðar í stað þess að ráðast á lífskjör láglaunafólks." Betri inngangur í Dimmuborgir Inngangurinn í Dimmuborgir í Mývatnssveit hefur verið lagfærður og m.a. gerðar þar tröppur, sem sjást til hægri á myndinni. n>ukur snorruon Varðarfundur í kvöld ki. 20.30: Rætt um efna- hagsráðstafan- irnar og stjórn- málaviöhorfið Land.smálafélagið Vörður heldur í kvöld fund um efnahagsráð- stafanir ríkisstjórnarinnar og stjórnmálaviðhorfið. Geir Hall- grímsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, flytur framsöguræðu, en að henni lokinni verða umræður. Fundurinn í kvöld hefst klukk- an 20.30 og verður í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Arni Sigfússon, framkvæmda- stjóri Fulltrúaráðs Sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík, sagði í samtali við Morgunblaðið, að nú væri nauðsynlegt að ræða þau vandamál sem að steðja. Vert væri að fjalla um hver áhrif efnahagsstefna ríkisstjórnarinn- ar hefði og hvort sú stefna væri likleg til að skila árangri. Eðli- legt væri að sjálfstæðismenn ræddu þessa hluti nú. Steingrímur Hermannsson: Bankamenn að hefja samningaviðræður REIKNAÐ er með að samningavið- ræður bankastarfsmanna og at- vinnurekenda þeirra hefjist á ný nú í vikunni, en í gær kom samninga- nefnd bankanna, þ.e. atvinnurek- enda, saman til fundar. Bankastarfsmenn lögðu fram kröfugerð sína sl. vor þegar þeir sögðu upp samningum. I sumar hafa starfað nefndir á vegum bankamanna og fjallað um ýmis sérmál svo sem varðandi hug- myndir um rétt og aðild starfs- manna að tæknivæðingu bank-‘ anna og fleira. Þá hafa menn einn- ig beðið átekta á meðan hin stóru Benedikt Gröndal sendi- herra í Svíþjóð BENEDIKT Gröndal fyrrverandi ráðherra og formaður Alþýðuflokks- ins hefur nú látið af þingmennsku fyrir Alþýðuflokkinn. Hefur hann tekið við stöðu sendiherra íslands í Svíþjóð og afhenti Karli XVI Gustav konungi Svíþjóðar trúnaðarbréf sitt sem sendiherra 2. september síðast- liðinn. Varamaður Benedikts á Alþingi og sá, sem tekur við þingmennsku af honum, er Jón Baldvin Hanni- balsson, ritstjóri Alþýðublaðsins. Þad gengur vel að vinna að úrlausn fyrir útgerdina — funda með fulltrúum útgerðarinnar 1 dag verkalýðssamtök landsins og stjórnvöld hafa tekist á um launa- og kjaramálin. „ÞAÐ gengur vel að vinna að úr- lausnum fyrir útgerðina, en þvi verð- ur ekki lokið fyrir 10. september. Það er útilokað því margir aðilar þurfa að fjalla um þetta ef gera á eitthvað meira en áður hefur verið um talað og það er nú meiningin að reyna að gera eitthvað meira,“ sagði sjávarútvegsráðherra, Steingrímur Hermannsson, er Morgunblaðið innti hann eftir því í gær hvernig gengi að leysa vanda útgerðarinnar. Hve miklar fjárhæðir þarf að þínu mati til að leysa vandann? „Ég vil ekkert segja um það, en með bráðabirgðalögunum voru um 120 milljónir fluttar til útgerðar- innar. Útgerðin hefur talið sig þórfa um 500 milljónir en ég vil ekkert um það segja nú hve mikið hún þarf að mínu mati. Ég var að skoða afkomutölur og á árunum 1974, 75 og 76 var útgerðin rekin með 13, 14 og 12% halla. Það er því meðal annars þessi uppsafnaði vandi, sem verið er að stríða við þegar afli dregst saman. Að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um málið," sagði Steingrímur. Rétt er að geta þess að nú fyrir hádegi ganga fulltrúar útgerðar- innar á fund sjávarútvegsráð- herra og fyrir hádegið kemur einnig framkvæmdastjórn Sjómannasambands íslands sam- an til framhaldsfundar. Hún fundaði í gær um stöðuna í sjávar- útveginum en niðurstaða um mál- ið náðist ekki. Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambandsins, vildi ekki tjá sig um málið í gær. Staða fræðslustjóra í Reykjavík: Afgreiðslu frestað FRÆÐSLURÁÐ Reykjavíkur frest- aði á mánudag að taka afstöðu til umsækjenda um stöðu fræðslustjóra Reykjavikur, en tvær tillögur komu fram í ráðinu, önnur ura Sigurjón Fjeldsted skólastjóra og hin um Ás- laugu Brynjólfsdóttur. Fjórir fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins í ráðinu gerðu tillögu um að mælt yrði með Sigurjóni Fjeldsted, en fulltrúi Framsókn- arflokksins gerði tillögu um Ás- laugu Brynjólfsdóttur. Á fundin- um óskaði fulltrúi Alþýðubanda- lagsins eftir leynilegri atkvæða- greiðslu, en fulltrúi Alþýðuflokks- ins bað um að málinu yrði frestað og var það samþykkt. Mál þetta verður tekið fyrir að nýju næst- komandi mánudag. Ekki farið eftir reglu- gerð um eyðingu máva? — Liðlega tvö þúsund mávar drápust eftir að eitrað var fyrir þeim í Gufunesi „ÉG HARMA aft Labradortíkin skuli hafa drepist. Við gerðum tilraun meft að eitra með phenemali fyrir mávum á öskuhaugunum í Gufunesi. Við eitruðum tvivegis með þvi að dreifa eitruðu agni. í fyrra sinnið drápust 816 fuglar og 1277 í seinna skiptið. Reynslan sýnir hins vegar, að varhugavert er að nota eitrið nærri þéttbýli," sagði Sveinn Einarsson, veiðistjóri, í samtali við Mbl., en svo sem fram kom í blaðinu i gær, drapst Labradortík eftir að eigandi hafði farið með hana til æfinga í Geldinganesi. Hundruð máva iágu þá dauðir, eða voru að drepast eftir að hafa étið eitraða bita á haugunum, en hrakist til Geldinganess. Mbl. er kunnugt um, að tveir fræðingur, en hann býr í ná- hundar veiktust hastarlega í nágrenni öskuhauganna og lá annar þeirra í dái í þrjá sólar- hringa. „Við skiljum vel nauð- synina að fækka mávum, því stundum er eins og dragi ský fyrir sólu þegar mávagerið hefur sig til flugs. En það sem okkur finnst ámælisvert er hvernig að málum var staðið. Ekkert sam- ráð var haft við íbúa í nágrenn- inu. Þeir voru ekki látnir vita, að eitrað hefði verið fyrir mávum," sagði Ragnar Tómasson, lög- grenninu. Aðspurður sagði Sveinn Ein- arsson, að hætta stafaði af eitr- inu ef fuglarnir ældu eitruðum bitum, eða aðrir vargar rifu þá á hold, því eitrið væri í iðrum fugl- anna. Hann sagði, að í einu og öllu hefði verið farið eftir reglu- gerðum um útrýmingu svartbaks og skaðlegra mávategunda. í reglugerð frá 11. apríl 1973 um eyðingu svartbaks og hrafns er gert ráð fyrir að tríbrómetan- ól skuli notað. Sérstakt ákvæði er um, að notkun phenemals skuli bönnuð í árslok sama ár. Þann 12. júní 1981 var gefin út reglugerð um breytingu á reglu- gerðinni frá 1973. Veiðistjóra var heimilað að nota í tilrauna- skyni phenemal til fækkunar svartbaki og öðrum skaðlegum mávategundum. Skýrt er tekið fram, hvernig standa skuli að eyðingu svart- baks í reglugerðinni frá 1973. Eitra skuli í egg um gat og beri að gæta ýtrustu varúðar. Stranglega sé bannað að setja eitrið í annað en egg. Þá skuli tafarlaust grafa eða urða fugla, sem drepast af áti eggja. Þá eru ákvæði um, að staðir þar sem eitrað hefur verið skuli auð- kenndir svo þeim sem kunna að eiga leið um, sé ljóst, að von sé eggja eða fugla, sem drepist hafi af áti þeirra. Harður árekstur Akureyri, 7. Heptember. AFAR harður árekstur tveggja fólksbíla varð á mót- um Hrafnagilsstrætis og Þór- unnarstrætis um klukkan 17 í dag. Þrennt var flutt á slysadeild, en meiðsli fólks- ins eru ekki talin alvarleg. Bíllinn, sem kom norðan Þór- unnarstræti, lenti á miðjum bílnum, sem kom austan Hrafnagilsstræti, sem er aðal- braut, þannig að hinn síðar- nefndi kastaðist út af götunni og skall flatur á norðurvegg hússins númer 93 við Hrafna- gilsstræti. Báðir bílarnir eru stórskemmdir. Þessi gatnamót eru mikill slysastaður þó að engin hús skyggi á útsýni ökumanna nema þetta eina, sem fyrr var nefnt. Það er margra manna mál, að mikil þörf sé á götuvitum á þessum hættulega stað, ekki sízt vegna mikils fjölda skóla- fólks, sem þar gengur á leiðinni úr og í skóla. Sv.P.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.