Morgunblaðið - 08.09.1982, Page 5

Morgunblaðið - 08.09.1982, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1982 5 Erró með sýningu í Norræna húsinu: Kominn með málverkasýningu og til að skreppa í réttirnar Erró er staddur bér í landi þessa dagana, og 11. september verður opnuð sýning á verkum hans í Norræna húsinu, og stendur hún til 26. september. Erró hefur sem kunnugt er verið búsettur í Frakklandi mörg undanfarin ár, og hann er tvímælalaust sá íslenskur myndlistarmaður, sem kunnastur er í heiminum nú á timum, í fremstu röð alþjóðlegrar myndlistar. Sýningin nú er hin fyrsta hér á landi síðan 1978, er haidin var yfirlitssýning á verkum hans á Listahátíð í Reykjavík, en það er ekki síst fyrir tilstilli Hrafns Gunnlaugssonar kvikmyndagerðarmanns sem sýningin nú er að verða að veruleika. Erró við eitt verkanna á sýningnnni, Póstlestin, þar sem sjá má Krist í nýstár- legu umhverfi: Á brautarpallinum. „Það er aðeins eðlilegt að ég haldi þessa sýningu hér heima núna, ég vona það minnsta kosti, það má nú varla minna vera en að maður hafi hér sýningu á fjögurra til fimm ára fresti,“ sagði Erró í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins í gær, þar sem unnið var að uppsetningu sýningar- innar í Norræna húsinu. „Aður var miklu lengra milli sýninga minna hér heima,“ sagði hann ennfremur, „en nú er þetta allt orðið svo miklu auðveld- ara, minna verk að fara á milli landa og svo eru svo margir salir hér núorð- ið og mikið um að vera í myndlistinni. Nú í sumar hef ég mestmegnis ver- ið á Spáni — við vinnu, ekki í fríi — þar sem ég hef verið að vinna að seríu eða myndröð um klassísku tónskáld- in, hef gert einar áttatíu myndir og sumar mjög stórar, svona tveggja metra myndir. Ég hef víða leitað mér fanga í þessa syrpu, úr nánasta um- hverfi tónskáldanna, frá heimili þeirra, vinir þeirra koma við sögu og persónulegir hlutir og svo framvegis, og svo hef ég mikið hlustað á tónlist þeirra á meðan ég hef verið að vinna. — Það geri ég svona til að fá tilfinn- ingu fyrir litunum, hvort þeir eigi að vera heitir eða kaldir. — Syrpu af þessu tagi gerði ég einnig á sínum tíma um kunna franska rithöfunda. — Það sem aftur er á þessari sýningu hér, er úr tveimur myndröðum, 1001 nótt og Geimfarar. Geimfararöðin tekur til allra áhafna bandarísku geimfaranna, Mercury, Gemini og Apollo, en þeirri röð hef ég nú alveg lokað, nema þá eitthvað alveg sér- stakt gerist á þeim vettvangi. Myndröðin 1001 nótt er aftur miklu stærra verk, sem ég veit ekki hvort mér tekst nokkru sinni að ljúka, en hugmyndin var sú að gera 1001 mynd, sem síðan yrði gefin út í bók, þar sem skrifaðar væru sögur við eða útfrá hverri einni mynd.“ Erró var spurður hvort hann nýtti eitthvaö íslenskt í myndir sínar, til dæmis í myndraðirnar, en hann sagði það ekki vera, nema ef brygði fyrir landslagi. „Ég hef hins vegar mikinn áhuga á að koma hingað og afla mér efnis,“ sagði hann, „til dæmis á Þjóð- minjasafninu, þar sem mig langar til að taka mannamyndir og nota, taka þessa gömlu karaktera sem þar er að finna og nota í svart/hvítar myndir. En ég hef mikið fengist við þannig myndir nú upp á síðkastið. Málaði til dæmis Khomeni fyrir skömmu i svart/hvítu. — Nei, ég ætla ekki að mála neitt hérna núna, ég hef svo mikið að gera við að ferðast um land- ið, og ætla svo í réttirnar austur á Kirkjubæjarklaustri. — Já, það væri ekki svo vitlaust að nota það í mynd, gera rolluseríu eða réttaseríu!" — Vinnurðu langan vinnudag að list þinni, ertu alltaf að? „Já, ég vinn alltof mikið, satt að segja, tíu, tólf tíma á dag, frá sjö til sjö, og það er of mikið. Mig langar dálítið til að fara að taka því aðeins rólegar. En það er erfitt, þegar mikið af hugmyndum bíða úrlausnar! — Nei, ég vinn ekki með aðstoðar- mönnum. Ég gerði það aðeins er ég var að vinna að skreytingu á 200 metra stóran vegg í Suður-Frakk- landi. Þá var ég með tvo aðstoðar- menn, leiktjaldamálara frá Parísaróperunni. Þegar ég vinn á vinnustofunni, finnst mér það hins vegar erfitt að hafa aðstoðarmenn, það tekur svo langan tíma að fá þá til að skynja hvað maður er að fara, og svo miklar útskýringar hverju sinni. — En ef það getur gengið, þá er ekk- ert að því að vinna með aðstoðar- mönnum, og það gera margir listmál- arar er ég þekki. — Einn var til dæm- is með fimm Japani í einu, en svo fara þeir eftir dálítinn tíma og byrja að vinna alveg sjálfstætt. Ég þarf helst að hafa næði þegar ég vinn, nema hvað ég hlusta mikið á hljómplötur, og útvarp á meðan ég mála. Ég hlusta til dæmis mikið á BBC World Service, og svo næ ég Þýskalandi, Sovétríkjunum, Kanada og fleiri löndum. Það er mjög gott að fá að heyra hvernig menn sjá hina ýmsu atburði á mismunandi hátt ! heiminum. — Ég hef mikinn áhuga á að mála pólitík og heimsviðburði, Falklandseyjastríðið, Líbanon, og er farinn að huga að því. Nú gerist þetta allt svo hratt, að það gleymist jafn harðan, en með málverki má ef til vill forða því frá gleymsku! — Hvenær mér finnst best að vinna? Ætli það sé ekki í ljósaskiptunum á kvöldin og þegar morguninn er að taka við af nóttunni. Svona á sama tíma og best er að veiða lax, maöur er eins og dá- litið ruglaður og í öðrum heimi á þessum tíma sólarhringsins! — En annars vinn ég allan daginn, finnst best að nota dagsbirtuna.“ — Og verkin, hvert fara þau eink- um? „Mest á svæðið milli Ítalíu og Frakklands, og svo núna í seinni tíð hef ég mikið selt í Danmörku. — Bandaríkin, nei, ekki mikið þangað, þeir hafa ekki kynnst mér neitt þar, eða ég ekki reynt að kynna mig hjá þeim. Geimfaramyndirnar sem ég nota og allt það fæ ég sent, eða þá ég næ í efni þegar ég er þar á ferð. Ég nota blöð og tímarit afar mikið í efn- isleit, ég tel mig vera hálfgerðan blaðamann, því að svo mikið af efni mínu sæki ég í blöðin. — Nú er slíkt orðið svo miklu léttara, áður fyrr urðu menn að ferðast um allan heim til að gera skissur, er þeir svo notuðu stundum allt lífið. Menn ferðuðust um Ítalíu til að ná í verk gömlu meistaranna, en nú er hægt að ná sér í eina bók. — Kannski, ég er þó ekki viss, getum við haft meiri tíma til að hugsa af þessum sökum!“ Guðmundur Guðmundsson, „Erró“, er fæddur í Ólafsvík 19. júlí árið 1932. Hann hóf ungur myndlistarnám hér heima, en hélt síðan til Oslóar og ít- alíu. Eftir 1958 hefur hann lengstum verið búsettur í París. Á Ítalíuárunum tók hann sér lista- mannsnafnið Ferró, en stytti það síð- ar í Erró, eftir stutta búsetu í París. Ástæðuna fyrir styttingunni segir hann vera, að í París hitti hann mál- ara sem hét Ferró að skírnarnafni, svo honum þótti hann eiga meira til- kall til nafnsins. Árið 1965 hélt Erró sína síðustu sjálfstæðu sýningu hér heima. Á ár- unum sem liðu á eftir, eða allt fram að Listahátíð í Reykjavík 1978, voru opnaðar um fimmtíu sjálfstæðar sýn- ingar á verkum hans víða um veröld. Á Listahátíð gaf að líta yfirlitssýn- ingu á verkum Erró; myndir fengnar að láni hjá listasöfnum og einstakl- ingum í ótal löndum. Síöan hefur hróður og frægð Erró vaxið með hverju ári og nýlega var stór sýning á verkum hans á ferð um Japan og önn- ur lönd í Asíu. í tilefni sýningar Errós hér nú hef- ur verið gefin út vegleg sýningarskrá, og þar ritar Hrafn Gunnlaugsson „nokkur örfáein upphafsorð" eða inn- gang. Hrafn segir: „Ég fletti dagblaðinu, hlusta með öðru eyranu á útvarpsfréttirnar, hef auga með geimförum á skjánum, — á gólfinu situr dóttir mín og flettir ævintýrabók, í næsta herbergi glym- ur pönkrokkið af kassettutæki, á hæðinni fyrir ofan er einhver að æfa sig á píanó, og síminn hringir ... Allar þessar andstæður togast á um athygli mína og mynda þann heim sem ég lifi í og skynja. Þennan heim þekki ég aftur í málverkum Erró. Heim sem steypir stömpum. And- stæður sem togast á og renna í eitt. Heim þar sem ævintýrið getur orðið að raunveruleika. Nýjar fréttir, hversu lygilegar sem þær virtust í gær eru sjálfsagðar í dag, jafnvel gleymdar. Þannig birtast myndir Erró mér. Þær eru hluti af því lífi sem ég lifi; ekki naflaskoðun heldur stórkostleg útvíkkun á skynjun minni á þeirri tilveru sem tíminn hefur búið mér. Þær vekja spurningar og láta mig ekki í friði. Mynd eftir Erró breytist aldrei í veggfóður. Hún æpir frá veggnum og sérhver nýr fundur með henni er opinberun. Þú getur ferðast um víða veröld og litið við á listasöfnum heimsborg- anna, og víðast hvar gefur að líta málverk eftir íslenska málarann Guð- mund Guðmundsson, sem valið hefur sér listamannsnafnið Erró. En eigir þú leið um sali íslenskra safna, þá heyrir það til undantekningar, að til sé verk eftir þennan sama málara. Kannski fáein frá þeim tíma þegar' hann var ungur en naumast nokkurt síðan hann öðlaðist alþjóðlega viður- kenningu og náði valdi meistarans yf- ir list sinni. Það er því mikið fagnaðarundur, að Erró kemur nú heim með heila sýn- ingu sem íslendingum gefst tækifæri til að eignast. Hér er um að ræða verk úr tveim seríum; Geimfarar og Þús- und og ein nótt. Báðar eru þessar seríur lýsandi fyrir yrkisefni Erró. Maðurinn úti í geimnum, þar sem álf- kona vikublaðanna hefur tekið við af fljúgandi englakroppum miðaldamál- verksins, og Þúsund og ein nótt, þar sem raunveruleiki nútímans slær hugarflug ævintýrisins út; fljúgandi töfrateppi eru ekki lengur draumur, mannsandinn hefur gert loftsýnir ímyndunaraflsins að veruleika. Áð baki hverju verki býr ákveðin saga, hugsun sem tengir hina ólíku þætti myndarinnar saman. Þessir þættir eru sóttir í þær brellur sem myndmálið notar til að grípa augað: auglýsingar, fréttamyndir, teikni- myndasögur, veggspjöld o.s.frv., og síðan er gjarnan teflt gegn þeim sí- gildu sjónminjum myndlistarsögunn- ar. Snilli Erró liggur ekki síst í því að magna upp andstæðurnar, og gera úr þeim eina myndræna heild, sem á stundum verður svo kraftmikil að engu er líkara en myndirnar ætli að sprengja utan af sér rammann og myndefnið ryðjist út á veggina; þess á milli skapar hann algera kyrrstöðu, þar sem spennan milli öfganna er sá kraftur, sem heldur öllu i járngreip sinni; atburðir líðandi stundar á leiksviði liðins tíma, auglýsingin sem framlenging ævintýrsins. Ævintýrið sem auglýsingin býr til, plastkonur sem að fegurð og kynþokka, hafa löngu lagt svífandi guði á skýjum að velli, þar fljúga nú geimskip sem halda áfram siglingu sinni í þúsund og eina nótt. Enginn íslenskur málari hefur tekist á við hraða og öfga nú- tímans af meiri dirfsku en Erró, og enginn íslenskur málari hefur þorað að brjóta af sér hlekki heimóttar og átthagafjötra af meira hugrekki en hann. Samt er hann trúr uppruna sín- um í hverju verki. Þess vegna bjóðum við hann vel- kominn heim með þessa einstæðu sýningu." Sýningin er sölusýning, og hún mun sem áður segir standa dagana 11. til 26. september í Norræna hús- inu. — AH Pétur Pétursson Antwerpen, kemur og leikur meö sínum gömlu félögum í landsliðinu. Trabant Vinnum við Þjóðverjana í kvöld? ISLAND — ÞYZKA ALÞÝÐULÝÐVELDIÐ í hörku viöureign á Laugardalsvelli í kvöld kl. 18.15. Wartburg Ingvar Helgason Melavelli v/Rauðagerði KSÍ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.