Morgunblaðið - 08.09.1982, Page 7

Morgunblaðið - 08.09.1982, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1982 Hugheilar þakkir til bama minna, tengdabama, allra ættingja og vina, sem glöddu mig meö gjöfum, skeytum, blómum og heimsóknum á 80 ára afmæli mínu, 27. ágúst sl. Guðsblessun fylgi ykkur. Ágúst Lárusson frá Kötluholti. Innilegar þakkir færi ég bömum mínum, tengdaböm- um, bamabömum og öllum ættingjum, vinum og sam- starfsfólki fyrir ógleymanlegan stórhug í gjöfum, skeyt- um og blómum á 60 ára afmæli mínu. GuÖ blessi ykkur öll í lífi og starfi. Guðbjörg Einarsdóttir, Hörgatúni 7. Innilegar hjartans þakkir færi ég öllum bömum mín- um, tengdabörnum, barnabömum og barnabarnaböm- um og öllum elskulegum ættingjum og vinum fyrir ógleymanlegar stórgjafir, skeyti og blóm á 90 ára af- mæli mínu. Guð blessi ykkur öll um ókomin ár. Jón S. Steinþórsson. Hugheilar þakkir sendi ég ykkur öllum, er glöddu mig á 80 ára afmœli minu meö heimsóknum, gjöfum og heilla- skeytum. GuÖ blessi ykkur öll. Jónína Guðbjartsdóttir, Ásbyrgi, ísafirði. Innilegar þakkir sendi ég öllum sem glöddu mig meö gjöfum, blómum og skeytum á 70 ára afmæli mínu 28. ágúst. Guð blessi ykkur öli Sigurður Guðjónsson, Garðabraut 8, Akranesi. Samtalstímar í ensku, þýzku, frönsku og spönsku. Einstakt tækifæri — hringiö milli 1 og 5 í síma 10004 eöa 11109. Málaskólinn Mímir. Hádegi á Mótel Holti. Líttu inn, þaö er auðvelt aö gera hádegið þægilegt og afslappað, alla daga vikunnar og mun ódýrara en þú heldur. liótel Holt býður Ijúffengan mat á góðu verði. Sem dæmi: Hádegisverður frá kr. 95.- Einnig þykir okkur rétt að minna á nýja forréttamatseðilinn. HAFÐU ÞAÐ FYRSTA FLOKKS - ÞAÐ KOSTAR EKKERT MEIRA Verið velkomin. itk Bergstaðastræti 37 HíSSS? Borðapantanlr i sima 25700 7 „Afsal samningsréttar“ „Allir hljóta aö sjá, aö verkalýöshreyf- ingin getur ekki lengur unað því, aö láta þá aöför, sem ríkisvaldiö hefur gert að hinum frjálsa samningsrétti hennar á mörgum undanförum árum, viögangast hindrunarlaust í framtíöinni. Slíkt jafn- gildir því, að verkalýösfélögin afsali sér samningsréttinum. Og hvað er þá eft- ir?“ (Magnús L. Sveinsson, formaöur VR, í leiöara VR-blaðsins). Ovirk hreyfing I gnmdvail- arhlutverki Magnús L. Sveinsnon ritar leiðara VK-blaðsins. I»ar segir: „Enda þótt að sú mikla kjaraskerðing, sem felst í nýsettum bráða- hirgðalögum ríkisstjórnar- innar um efnahagsaðgerð- ir, sé mjög alvarleg , þá er þó annað enn alvarlegra við setningu þessara laga. I>að er sú staðreynd, að með þessum lögum, sem eru framhald af siendur- teknum aðgerðum af þessu tagi mörg undanfarin ár, hefur rikisvaldið í reynd svipt stéttarfélögin hinum frjálsa samningsrétti sín- um. En það er sá grund- vallarréttur, sem verka- lýðshreyfingin byggir til- veru sina á. I>að þarf orðið að fara mörg ár aftur í tímann til að finna kjarasamninga, sem launþegahreyfingin hefur gert, sem ekki hafa verið ógiltir af ríkisvaldinu fljótlega eftir gerð þeirra. I>að er því orðin regla en ekki undantekning, að ríkisvaldið ógildi nýgerða kjarasamninga verka- lýðshreyfíngarinnar. Menn hljóta að spyrja: llvaða tilgangi þjónar það fyrir forustu verkalýðs- hreyfingarinnar, að sitja langtímum saman, oftast svo mánuðum skiptir, við samningaborð með vinnu- veitendum og gera að lok- um við þá samninga, sem oftast hafa verið knúðir fram með verkfallsaðgerð- um, vitandi það, að samn- ingarnir verða ógiltir af ríkisvaldinu með lögum fljótlega eftir undirritun þeirra? KíkLsvaklið hefur með þessum aðgerðum sínum bæði lítilsvirt verkalýðs- hreyfinguna í landinu og gert hana algjörlega óvirka í grundvallarhlutverki hennar, sem hún var upp- haflega stofnuð til, þ.e. að semja um kaup og kjör fé- laga sinna. Þetta eru þær staðreynd- ir, sem nú blasa við verka- lýðshreyFingunni og hún verður nú þegar að taka af- stöðu til. I>að er ekki svo, að hægt sé að afsaka þess- ar aðgerðir með þvi að um- samdir launataxtar séu svo háir, að þeir séu að sliga þjóðfélagið. Launin, sem samið var um í vor eru ekki hærri en svo, að stór hhiti launþega verður Ld. að taka laun samkvæmt launatöxtum sem í ágúst- mánuði eru um 8.000 krón- ur á mánuði. Allir hljóta að sjá, að verkalýðshreyfíngin getur ekki lengur unað þvi, að láta þá aðför, sem rikis- valdið hefur gert að hinum frjáLsa samningsrétti henn- ar á mörgum undanförum árum, viðgangast hindrun- arlaust í framtíðinni. Slíkt jafngildir því, að verka- lýðsfélögin afsali sér samn- ingsréttinum. Og hvað er þá eftir? Þetta er stærsta vanda- málið, sem verkalýðshreyf- ingin stendur nú frammi fyrir. Og það dugar ekki að slá því á fresL að taka á þessum vanda." Tekið undir með Morgun- blaðinu Ouðmundur G. I*órar- insson, alþingismaður, tek- ur hraustlega undir gagn- rýni Mbl. á þróun húsnæð- islánakerfisins í höndum Svavars Gestssonar, for- manns Alþýðubandalags- ins, en Bygginarsjóðurinn, sem lánsfjármagnar hið al- menna húsnæðislánakerfí, hefur verið sviptur helztu tekjustofnum sinum. Þingmaðurinn bendir réttilega á að 1976—80 var lokið við um 2.200 íbúðir á ári. 1981 var þessi tala komin niður í 1.575, eða 660 ibúða fækkun frá 1980. Nú stefnir í neyðarástand sem að óbreyttu á eftir að bitna harkalega á þjóðinni næstu árin. Meðal efnispunkta sem hann nefnir eru þessir: • 1. Samkvæmt áætlun- um þarf að byggja um 2.100 íbúðir á ári út áratug- inn. • 2. Á árunum 1980 og 1981 var byrjað á mun færri íbúðum en undanfar- in ár. • 3. A næstu árum þurfa stærstu árgangar í sögu landsins að fá húsnæði. • 4. Framboð á leigu- húsnæði hefur stórlega dregizt saman. • 5. Byggingarsjóður á í vaxandi erfíðleikum vegna fjárskorts. • 6. Samdráttur í hús- byggingum í nokkur ár leiðir til neyðarástands á húsnæðismarkaði. • 7. Ilng hjón, sem basla sjálf við að byggja fá að- eins um 17% byggingar- kostnaðar lánaðan til 26 ára, en í verkamannabú- stöðum eru tánuð 90% til 42 ára. Hér er „mesti að- stöðumunur, sem um getur í þjóðfélagi okkar i dag". I'annig tekur þingmað- urinn undir alla helztu gagnrýnisþætti Mbl. Arangurinn af húsnæðis- stefnu Alþýðubandalagsins er á góðri leið með að verða hinn sami og í sósíal- istarikjum A-Evrópu. HVER ER SKATTALEG MEÐFERÐ VAXTA OG VERÐBÓTA? SVAR: Áöur fyrr mátti draga vexti f rá tekjum fyrir álagn- ingu skatta. Gátu menn valiö um aö draga frá reiknaða vexti eða greidda. Þegar vextirnir hækkuðu vegna verðbólgunnar fór þessi frá- dráttur aö skipta verulegu máli þannig að þeir, sem skulduöu mikið, greiddu nær enga skatta. Nú er þessum frádrætti þannig háttað, að menn geta áfram dregið frá skatti greidda eða reiknaða vexti, en einungis greiddar verðbætur, og það bara af fasteignaveðskuldum til lengri tíma en tveggja ára. Þó er heimilt að draga frá skatti alla vexti og verðbætur fyrstu þrjú árin eftir íbúðakaup eða fyrstu sex árin eftir að smiði íbúðarhúsnæðis er hafin. Hinsvegar nýtist skattafrádrátturinn ekki nema fáum, þar sem menn mega hvort sem er draga 10% af tekjum frá skatti. Dæmi. Maður tók verðtryggt lán 31.12.1979 að upphæð 3 milljónir gkr. til 25 ára. Fyrsta árið greiddi hann 750 nýkr. í vextir, 1200 í afborgun og 1.005 í verðbætur. Frá skatti gat hann hugsan- lega dregið 1.755 nýkr. Næsta ár greiðir hann vexti 720, afborgun 1200 og verðbætur 2.393 nýkr. Frádráttur hugsanlega 3.113 nýkr. Á þessu ári mun hann fyrirsjáanlega greiða vexti 770, afborgun 1200 og verðbætur 4.650 nýkr. Frá- dráttur hugsanlega 5.420 nýkr. Ofangreindar tölur koma því aðeins til frádráttar tekjum, að þær ásamt öðrum frádrætti fari yfir 10% af tekjum. Gróft reiknað geta menn notfært sér skattafrá- drátt vegna vaxta og verðbóta af skuldum, sem eru umfram árstekjur þeirra. 97?| SAMBAND ALMENNRA LANDSSAMBAND tíh ILÍFEYRISSJÓÐA LÍFEYRISSJÓÐA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.