Morgunblaðið - 08.09.1982, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1982
15
Þing kínverskra kommúnista:
„hreinsamr44 munu
hluta næsta árs
Friðsamlegar
hefjast síðari
Peking, 7. september. AP.
HREINSANIR ÞÆR, sem boðaðar hafa verið í kínverska kommúnista-
flokknum virðast ætla að verða mun friðsamlegri en þær sem áttu sér stað í
menningarbyltingunni á tímum Mao Tse-Tung formanns.
„Komist að rótum meinsins til
að bjarga sjúklingnum" er kjörorð
hreinsananna, sem eru nefndar
„réttlætingarbarátta" af flokkn-
um sjálfum. Munu þær hefjast
síðari hluta næsta árs og standa í
þrjú ár að því er heimildir herma.
Þá er einnig hermt, að tiltölu-
lega fáir muni verða reknir úr
flokknum í samanburði við með-
limafjölda hans. Alls eru 39 millj-
ónir manna flokksbundnar í
kommúnistaflokknum. Að fjórum
árum liðnum verða allir meðlimir
flokksins að sækja um inngöngu í
hann á nýjan leik. Þeir, sem ekki
standast hinar nýju kröfur, sem
til þeirra verða gerðar, fá ekki
inngöngu.
Hreinsanir þessar þykja bera
þess merki að forysta flokksins
standi ekki mjög styrkum fótum
þessa stundina. Vestrænir frétta-
skýrendur líta svo á að ekki séu
fyrir dyrum stórfelldar hreinsanir
á hörðustu stuðningsmönnum Mao
Tse-Tungs heitins eins og Deng
Xiaoping vildi alla tíð, heldur sé
ætlunin að reyna að vinna þá á
band nýja leiðtogans, Hu Yao-
bang, með friðsamlegum hætti.
Það sem hins vegar veldur leið-
togum flokksins áhyggjum eru
þeir stuðningsmenn menningar-
byltingarinnar, sem enn sitja í
valdastólum innan hans. Hafa
blöð lýst yfir áhyggjum sínum
þess efnis, að baráttunni við fjór-
menningaklíkuna sé ekki lokið.
Stuðningsmenn hennar leynist í
öllum skúmaskotum og biði aðeins
færis.
Pandabjarnartvíburarnir rétt eftir fæðingu. Eins og sjá má á myndinni
eru þeir ekki fyrirferðanniklir.
Annar pandabjarnar-
tvíburanna dó í gær
Madrid, 7. september. AP.
ANNAR pandabjarnanna, sem
fæddust í dýragarðinum í Madrid
á laugardag, lést í nótt. Allar til-
raunir til að bjarga unganum, sem
vó aðeins 75 grömm við fæðingu,
reyndust árangurslausar.
Við krufningu á krilinu kom í
ljós að það var kvenkyns. Mikl-
um efiðleikum er bundið að sjá
kyn pandabjarna fyrst eftir fæð-
ingu. Dauði bjarnarins olli
starfsmönnum dýragarðsins sár-
um vonbrigðum þar sem þetta
var í fyrsta sinn sem tvíburar
þessarar tegundar fæðast í dýra-
garði.
Hinum tvíburanum, sem vó
110 grömm við fæðingu, heilsast
vel og vakir móðirin yfir honum.
Það var aðeins fyrir snarræði
starfsmanna og lækna dýra-
garðsins að tókst að halda lífinu
í unganum, sem nú er látinn.
Venjan er sú að pandabirnir
eignast aðeins eitt afkvæmi. Sá
tvíburanna, sem lifir, kom i
heiminn á undan hinum og lét
móðirin, Shao-Shao, vel að hon-
um. Hinn lét hún aftur á móti
algerlega afskiptalausan. Hon-
um var komið fyrir í hitakassa
og þannig tókst að halda í hon-
um lifinu þar til í nótt.
Shao-Shao varð ólétt eftir að
sæði úr karlbirninum Chia-Chia,
sem er í dýragarðinum í Lund-
únum, var komið fyrir í henni.
Var gripið til þess ráðs eftir
árangurslausar tilraunir til að
fá Chang-Chang, karlbjörninn,
sem er í dýragarðinum í Madrid,
til að geta afkvæmi með Shao-
Shao.
Lokadagur kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum í dag:
Mynd Fassbinders
líklegur sigurvegari
— blikur á lofti um framhald hátíðarinnar
Keneyjum, 7. september. AP.
NÚ, Á NÆSTSÍÐASTA degi hinnar árlegu kvikmyndahátíðar í Feneyjum,
Biennalnum, hallast flestir að því að stærstu verðlaunin fari í hendur V-Þjóð-
verja. Verðlaunin verða afhent á lokadegi hátíðarinnar á morgun, miðviku-
dag.
Eftir 13 daga linnulausar
kvikmyndasýningar er síðasta
myndin, sem Rainer Werner Fass-
binder gerði fyrir dauða sinn,
„Querelle", talin mjög sigur-
strangleg. Ennfremur eru mynd-
irnar „The state of things" eftir
Wim Wenders og „Imperatif" eftir
pólska leikstjórann Krzystof Zan-
ussi, sem tók þátt í hátíðinni undir
v-þýskum fána, taldar líklegar til
verðlauna.
Þeir, sem eru taldir líklegastir
til að krækja í verðlaun einstakra
leikara, eru Italirnir Giuliana de
Sio og Michel Placido fyrir hlut-
verk þeirra í myndinni „Sciopen"
og Sovétmaðurinn Michail Ulj-
anov fyrir hlutverk sitt í mynd-
inni „Privatie life“, einu mynd
Sovétmanna á hátiðinni. Þá hefur
nafnið Max von Sydov verið nefnt
fyrir hlutverk i myndinni „The
eagle flight".
Kvikmyndahátíðin í ár hefur átt
í miklum fjárhagskröggum og eru
jafnvel blikur á lofti um framhald
hennar. Rúmlega milljón dala rík-
isstyrkur á elleftu stundu gerði
kleift að halda hana í ár. Þetta er
elsta kvikmyndahátíð í heiminum
og helsti keppinautur Cannes-
hátíðarinnar, sem einnig er haldin
árlega. Framkvæmdastjóri kvik-
myndahátíðarinnar, Carlo Lizz-
ani, hefur sagt að hann muni ekki
koma nálægt henni á næsta ári og
er sársvekktur yfir skilningsleysi
þvi sem hann segir mæta henni.
Páfi frestar för
sinni til Spánar
Yatikaninu, 7. september. AP.
JÓHANNES Páll páfi II hefur
ákveðið að fresta för sinni til Spánar
þar til kosningarnar þar í landi, sem
verða 28. október, eni afstaðnar.
Segir svo i opinberri tilkynningu frá
Vatikaninu í dag.
Verður för páfa frestað þar til í
byrjun nóvember og dvelst hann á
Spáni í vikutíma. Trúarbrögð
leika stórt hlutverk í kosningabar-
áttunni á Spáni, sem og víðar í
löndum Suður-Evrópu og mun það
hafa átt þátt í því að páfi frestaði
för sinni.
Sophia Loren um fangelsisdvöl sína:
„Þetta var hræðileg reynsla, sem
ég vildi aldrei upplifa aftur"
urlandsins til þess að heim-
sækja ættingja sína.
Að sögn Sophiu var henni
aðeins leyfilegt að hringja
tvisvar sinnum á 15 daga
fresti. Sagðist hún ekki hafa
vitað þetta og notað bæði sím-
töl sín sama daginn. „Það
versta við þetta allt saman er
einmanaleikinn sem heltekur
mann. Rimlarnir og járnbenta
hurðin auka enn frekar á þá
tilfinningu. Þetta var hræði-
leg reynsla, sem ég vildi aldrei
upplifa aftur," sagði Sophia að
lokum.
Lundúnum, 7. september. AP.
SOPHIA LOREN, kvikmyndaleikkonan heimskunna, segir í viðtali
við breskt tímarit, sem kom út í dag, að 17 daga dvöl hennar í
fangelsi vegna vangoldinna skatta hafí verið „helvíti líkust og
hræðileg reynsla“.
Þvert ofan í þær fregnir
sem bárust á meðan hún var í
haldi, segir Sophia, að hún
hafi alls engra forréttinda
notið innan fangelsisveggj-
anna og hafi hlotið nákvæm-
lega sömu meðferð og aðrir .
„Það var í einu og öllu farið
eftir reglum fangelsisins og
hvergi brugðið út af þeim. Ef
ég hefði getað gert mér í hug-
arlund hversu hræðilegt þetta
væri hefði ég aldrei stigið fæti
niður á Italíu," segir leikkon-
an í viðtalinu.
Sophia Loren var ákærð
fyrir skattsvik árið 1980 en fór
ekki í fangelsi fyrr en hún var
handtekin á Leonardo da
Vinci-flugvellinum í Róm á
leið sinni frá Sviss. Sagðist
hún hafa snúið aftur til föð-
Alberto
Balsam
Smukkere hár
pá et minut
Fallegra hár með Aiberto
Balsam.
Skip Sambandsins
munu ferma til íslands
á næstunni sem hér
segir:
GOOLE:
Arnarfell ......... 20/9
Arnarfell ......... 4/10
Arnarfell ........ 18/10
Arnarfell ......... 1/11
ROTTERDAM:
Arnarfell ......... 22/9
Arnarfell ......... 6/10
Arnarfell ........ 20/10
Arnarfell.......... 3/11
ANTWERPEN:
Arnarfell ......... 9/9
Arnarfell ........ 23/9
Arnarfell ........ 7/10
Arnarfell ....... 21/10
Arnarfell ......... 4/11
HAMBORG:
Helgafell ........ 10/9
Helgafell ........ 1/10
Helgafell ....... 22/10
Helgafell ........ 12/11
HELSINKI:
Disarfell ........ 13/9
Dísarfell ....... 11/10
Dísarfell ....... 4/11
LARVIK:
Hvassafell ....... 13/9
Hvassafell ....... 6/10
Hvassafell ...... 18/10
Hvassafell ....... 1/11
GAUTABORG:
Hvassafell ....... 14/9
Hvassafell ....... 5/10
Hvassafell ...... 19/10
Hvassafell ....... 2/11
KAUPMANNAHÖFN:
Hvassafell ....... 15/9
Hvassafell ........ 4/10
Hvassafell ....... 20/10
Hvassafell ........ 3/11
SVENDBORG:
Helgafell ........ 13/9
Hvassafell ....... 27/9
Helgafell ........ 5/10
Dísarfell ....... 15/10
Helgafell ....... 25/10
AARHUS:
Helgafell ........ 14/9
Helgafell ........ 6/10
Helgafell ....... 26/10
GLOUCESTER MASS.:
Jökulfell ......... 9/9
Skaftafell ....... 4/10
Skaftafell ....... 2/11
HALIFAX, KANADA:
Skaftafell ....... 6/10
Skaftafell ....... 5/11
m
SKIPADEILD
SAMBANDSINS
Sambandshúsinu
Pósth. 180 121 Reykjavík
Sími 28200 Telex 2101