Morgunblaðið - 08.09.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.09.1982, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1982 Varð fyrir torfæruhjóli: Engar bætur, þar sem hjólið var ótryggt SPURNING vaknar óhjákvæmi- lega, hvað verður ef slys hlýzt af völdum torfæruhjóla. Hver er ábyrgur fyrir bótum. Sá sem ók viðkomandi hjóli eða ríkið, þar sem hleypt hafi verið inn í landið, í gegnum toll, skráningarskyldum hjólum, sem ekki er unnt að skrá, þar sem þau fullnægja ekki þeim öryggiskröfum, sem settar eru um bifhjól. Nú þegar hefur eitt slys hlotizt af völdum torfæruhjóls, ek- ið var á dreng fyrir þremur árum. Hann mun hljóta ævilöng örkuml eftir slysið. Fótur hans er 4 cm styttri eftir slysið og einnig skakk- ur. Að sögn Dagnýjar Karlsdótt- ur, móður þessa pilts sem heitir Axel og er þroskaheftur, þá voru drengir á torfæruhjólum í gryfj- unum í kringum Húsasmiðjuna í Kópavogi á tryllingi þar. Var Axel úti við, fyrir utan hús þeirra Hlíðarenda í Kópavogi. Lá stígur upp með húsinu, þar sem þeir voru vanir að fara um til þess að þurfa ekki að aka um götu, enda vissu þeir full vel, að þeir voru ólöglegir. Ætlaði þá Axel, þegar hann sá viðkomandi koma, að fara út á Hlíðarveginn til þess að víkja fyrir torfæru- hjólinu, og hleypa viðkomandi upp stíginn með húsinu. En öfugt miðaða við fyrri ferðir, þá hélt ökumaður torfæruhjólsins áfram út Hlíðarveginn og lenti á Axel. Á svo mikilli ferð var hjól- ið, að hjálmur ökumannsins sprakk. Var Axel í 4 mánuði á spítala því hann lærbrotnaði illa og er enn, eftir 3 ár, með nagla í fætinum, sem væntanlegar verð- ur tekinn í burtu. Sagði Dagný, að það væru ófáar ferðirnar, sem hún þyrfti að fara með Axel til þess að kaupa á hann skó. Fengi hún læknisvottorð í eitt ár í senn upp á það, að hún mætti kaupa tvenna skó. Kostaði þetta 4 ferð- ir, eina í Tryggingastofnunina, aðra til þess að kaupa skó. Fara síðan til skósmiðsins til þess að athuga, hvort unnt sé að láta setja undir skóinn og ef það er í lagi, þá að sækja skóna. En þetta gæti Axel ekki gert sjálfur. Sagði Dagný, að Axel væri alltaf þreyttur í fætinum og væri ekki enn orðinn góður, þótt þetta hafi gerst fyrir 3 árum. Erling Bang, faðir Axels, sagði, að hjólið hefði verið flutt inn í landið sem búslóð. Þegar lögreglan tók það í sínar hendur eftir slysið, þá skipaði dómari afhendingu á því aftur til eig- anda, þar sem hann væri réttur eigandi að því, jafnvel þó ljóst væri að hjólið hefði valdið þess- um skaða og væri ólöglegt. Því væri spurning, hver bæri bóta- skyldu. Hver væri ábyrgður? Væri það viðkomandi, sem hefði ekið hjólinu? Viðkomandi toll- vörður, sem hefði tollað hjólið? Eða ríkið, þar sem það bæri ábyrgð á gerðum sinna starfs- manna og þar ekki farið að sam- kvæmt 16. grein umferðarlag- anna. Það hefði komið í ljós, að enginn greiðandi væri fyrir hendi. Því hefði ekki verið annað til ráða en að fara með málið í dóm og sjá, hverjum bæri að greiða bætur í þessu tilviki. Enn væri ekki komin niðurstaða í þessu máli. Væri þetta fyrsta mál sinnar tegundar hér á landi fyrir dómstólum og því erfitt að segja, hverjar niðurstöður yrðu. Erling sagðist vera ábyrgur gagnvart sínum lögfræðingi. Hann þyrfti að greiða honum þóknun fyrir vinnu í þessu máli. En ekki væri ljóst, hvórt hann fengi nokkuð út úr þessu nema kostnað, þar sem óvíst væri, að lögfræðingurinn gæti innheimt neitt hjá ökumanninum, þar sem hann væri ekki á landinu. Stríö og friður IV. grein: Er vonin ein eftir? — eftir Guðmund Heióar Frímannsson Verður kjarnorkustríð? Ég veit það ekki frekar en nokkur annar maður í veröldinni. Ef það verður, leiðir það til algerrar eyðilegg- ingar? Það virðist nánast óhjá- kvæmilegt, en í rauninni er afar erfitt að segja nokkurn skapaðan hlut af viti um kjarnorkustríð af þeirri einföldu ástæðu, að slíkt stríð hefur aldrei verið háð, og það eru svo ótrúlega margir óvissu- þættir, sem slík spá byggist á. Það hefur að vísu áður komið fyrir í sögunni, að öðrum stríðsaðilanum hefur verið algerlega eytt. í þriðja púnverska stríðinu 194—146 fyrir Krist jöfnuðu Rómverjar borgina Karþagó við jörðu í bókstaflegum skilningi þeirra orða. En reglan hefur verið sú, að stríð hafa ein- ungis haft í för með sér eyðilegg- ingu og dauða fyrir hluta af íbúum hvers lands. Nu er fyrirsjáanlegt, að kjarnorkustríð getur eytt stærstum hluta mannkyns. Það setur eðlilega að sumum hroll, þegar þeir hugsa til þess, að svo geti farið fyrirvaralaust. Og síðan staðhæfa þeir, að vopnakapp- hlaupið hljóti óhjákvæmilega að leiða til kjarnorkustyrjaldar og gleyma því, að vopn hefja ekki styrjöld. Einungis menn gera það. Fyrir um það bil tuttugu árum þótti mörgum mætum manni horfa kvíðvænlega í veröldinni, eins og löngum vill henda. C.P. Snow, enski rithöfundurinn, stað- hæfði árið 1961: „Innan tíu ára í mesta lagi fer einhver af þessum sprengjum af stað. Það er full- víst.“ (I B. Russell: Has Man a Future, Harmondsworth, 1961, bls. 100.) Engum þótti ástæða til að rengja þetta. Nú er árið 1982. Enn hefur engin af þessum sprengjum farið af stað. Auðvitað vitum við ekki, og getum ekki vit- að, hvort við sjáum sólina næsta vor. Algert framtíðaröryggi er ekki til. En það er samt ástæðu- laust að örvænta. Forsenda alls þess, sem sagt er um möguleika og líkindi á kjarn- orkustríði, er, að enginn maður með fullu viti hæfi slíkt stríð. Ef hann gerði það, fyrirfæri hann sjálfum sér, vegna þess að gagnað- ilinn gæti tortímt honum. Þetta er ógnarjafnvægið, sem svo er nefnt. Og það hefur dugað fram til þessa. Allur varnarviðbúnaður vest- rænna þjóða miðar að því að koma í veg fyrir kjarnorkustríð. Ógnin hefur reynzt vel til þessa. En það er engin trygging fyrir því, að ekki komist einhvern tíma til valda maður, sem ekki er með fullu viti. í gegnum tíðina hafa menn látið sér detta í hug ýmsar leiðir til að forðast kjarnorkustríð aðrar en ógnina. Ein nýleg tillaga er, að Vesturlönd afvopnist einhliða. Ég held, að það blasi við öllum, sem eitthvað vilja hugleiða öryggis- mál, að þessi hugmynd er fífla- gangur. Það væri rétt eins og menn ætluðu að ganga á hólm við Djengis Kan og byrjuðu á því að kasta frá sér öllum vopnum alveg óháð því, hvort hann gerði það líka. Énda vilja flestir talsmenn friðarhreyfingarinnar ekki kann- ast við þessa hugmynd. Ef menn vilja í eitt skipti fyrir öll útiloka möguleikann á kjarn- orkustríði, þá ætti að afmá kjarn- orkuvopnin af yfirborði jarðar endanlega. Þá væri ekki lengur nein hætta á slíku stríði. Ein eins og menn sjá í sömu andrá og þetta er nefnt, þá er þessi hugmynd pólitískir dagdraumar. Annar dagdraumur, sem menn láta stundum eftir sér í dagblöðum á íslandi, er að tala um frið án vopna. Þessi merkingarlausa krafa hefur sézt í dagblöðum síð- ustu mánuðina. Ef orðin eru bókstaflega skilin, þá gildir sama um boga og örvar og kjarnorku- vopn. Þessi hugmynd er því ekkert annað en vísbending um dalakofa- tilhneiginguna, sem er flótti frá raunveruleikanum, sérstaklega raunveruleika vopnanna. Aðferð hennar til að leysa stríðsvanda nútímans er að ímynda sér, að engin vopn séu til í veröldinni, þá muni allur vandi leysast og allir geta unað sælir við sitt í grænum dal undir bröttum fjöllum í friði frá skarkala heimsins. Fyrir alla aðra er vandinn jafn brýnn og fyrr. Aðrar leiðir hljóta að vera vænlegri til að koma í veg fyrir kjarnorkustríð. Fyrst ómögulegt er í eitt skipti fyrir öll að losa sig við stríð, þá er rétt, að menn átti sig á einni stað- reynd um vopn: Þau geta tryggt frið. Á hverjum tíma í sögunni hafa verið til ríki, sem hafa hneigzt til að þenjast út. Til þess að geta það, þurfa þau að ráðast á önnur ríki. Éf þau ríki hafa ekki styrkar varnir og vilja til að vera sjálfstæð, þurfa þau ekki að spyrja að örlögum sínum. Halda menn, að Rússar hefðu leyft Finnlandi að halda sjálfstæði sínu, ef þeir hefðu ekki verið til- búnir að berjast til að halda því, eins og kom í ljós í Vetrarstríð- inu? Bolsévikkarnir hafa náð öll- um þeim svæðum undir sig, sem rússnesku keisararnir réðu, nema Finnlandi. Hvort ríki ræðst í stríð, stjórnast af mati valdsmanna á því, hvort það svari kostnaði, að gefnum þeim markmiðum, sem þeir setja sér. Kjarnorkuvopn hafa í sjálfu sér ekki breytt öðru en því, að kostnaðurinn af kjarn- orkustríði er svo óendanlega miklu meiri en hugsanlegur vinn- ingur, að það hvarflar ekki að nokkrum manni að hefja slíkt stríð. Vopn tryggja frið með þeim hætti að gera hugsanlegum árás- araðila ljóst, hvaða afleiðingar árás hefði í för með sér. Af því að draumórar um vopnleysi eiga sér enga stoð, er sá möguleiki vænleg- astur að láta vopnin fæla frá árás- um; þær kosti of mikið. Það hefur tekizt á Vesturlöndum siðustu áratugina. Ein grilla, sem virðist hafa náð tökum á mörgum upp á síðkastið, er, að samband sé á milli framlaga til vopnaframleiðslu og þróunar- aðstoðar og eymdarinnar í þriðja heiminum. Fé, sem fer í vopn, stuðli beinlínis að því með ein- hverjum hætti, að sumir jarðarbú- ar lifi við hungur og skort. (Sjá t.d. ályktun Prestastefnunnar um friðarmál, grein eftir Níels P. Sig- urðsson hér í blaðinu 23. júlí, Öryggi og afvopnun, ræða Tómas- ar A. Tómassonar á auka-alls- herjarþingi SÞ um afvopnunar- mál, Tíminn 26. júní.) Af þessu hlýtur að mega draga þá ályktun, að verði dregið úr framlögum til varnarmála, mætti setja fé í þróunaraðstoð. Það hef- ur jafnvel frétzt, að utanríkis- ráðherra Danmerkur hafi stað- hæft, að ekki megi líta á öryggis- hagsmuni einungis í Ijósi austurs og vesturs. Þróunaraðstoð verði að teljast framlag til öryggismála. Það hefur hins vegar enginn skýrt, hvernig þau framlög haldi Var- sjárbandalaginu í skefjum. En að- alatriðið er hins vegar hitt, að sé hugað nánar að þróunaraðstoð og öryggismálum, kemur í ljós, að ekkert samband er þar á milli. í fyrsta lagi er óljóst, hvort þróun- araðstoð, eins og hún hefur verið veitt, er hjálp við þriðja heiminn. í öðru lagi er ekkert sjálfsagt mál, að fé, sem spara mætti í öryggis- málum, færi til þróunaraðstoðar, og getur vart talizt æskilegt, ef fyrra atriðið er rétt, sem ég nefndi. Það er á hinn bóginn rétt í staðhæfingum af þessu tæi, að veröldin er ekkert sérstaklega mannúðlegur staður, en það þarf meira en góðan vilja til að bæta hana. En það er margt fleira, sem menn hafa látið sér til hugar koma, til að koma í veg fyrir kjarnorkustríð, og er rétt að nefna sumar af þeim hugmyndum. Bertrand Russell var einn þeirra, sem fyrstur kom auga á hættuna, sem stafaði af kjarn- orkuvopnum, og hóf þegar árið 1945 í ræðu í öldungadeildinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.