Morgunblaðið - 08.09.1982, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 08.09.1982, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1982 Gunnar K. Magnússon hjá Umferðarráði: Um handvömm að ræða hjá hinu opinbera 25 Gunnar Bender hjá Hondaumboðinu um reglugerðir varðandi vélknúin ökutæki: „ÞAÐ ER um sambandsleysi að raeða á milli opinberra aðila, hvað þetta mál varðar. Það er um hand- vömm að raeða hjá yfirvöldum, að það skuli vera leyft að ftytja þessi skráningarskyldu hjól inn án þess að þau séu skrásett. Einhver hlýtur að bera ábyrgð á þeim slysum, sem þegar hafa orðið vegna þessara hjóla,“ sagði Gunnar K. Magnús- son hjá umferðarráði. „Það er því bara um hreina og beina van- rækslu hjá opinberum aðilum að ræða í þessu tilviki.“ Sagði Gunnar, að það þyrfti varla að aðvara foreldra eða beina áskorun til þeirra um það, að þeir láti börn sín ekki vera á þessum hjólum ótryggðum. For- HVAÐ ER það við þessi torfæru- hjól, sem gerir það að verkum, að þau fást ekki skráð hjá Bifreiðaeft- irliti ríkisins? Að sögn Kristjáns Einarssonar hjá Vélhjólaiþrótta- klúbbnum, eru þessi torfæruhjól, þegar þau eru innfiutt, Ijóslaus, hraðamælislaus, speglalaus og háv- aði væri meiri í þeim en öðrum bifhjólum. Þessi hjól væru létt, um 110 kg. Ef það ætti að fara að þyngja þessi hjól, þá myndi ekki nokkur maður kaupa þau, þar sem þá væri ekkert eftir af eiginleikum þeirra til torfæruaksturs. Þessi hjól hentuðu illa til götuaksturs, þar sem þau komast ekki það hratt, aðeins um 120 km. Þau væru betur til þess fallin að vera við- eldrar væru beinlínis að bjóða hættunni heim, ef þau hjálpuðu börnum sínum að eignast þessi torfæruhjól. Þar með væru for- eldrarnir að færa börnin sín upp um fiokk, hvað slysahættu varð- aði, og að því vildu sennilega fæstir foreldrar vera valdir. William Möller, aðalfulltrúi lögreglustjóra, sagði það vera ljóst, að hjólin komu til landsins þannig, án þess að fullnægja kröfum, sem settar eru um vélknúin skrásetningarskyld ökutæki. Guðni Karlsson, forstöðumað- ur Bifreiðaeftirlits ríkisins, sagði, að innflytjendur hefðu ekki haft samband við bifreiða- bragðssnörp þar sem þau væru ekki það hátt gíruð. En eftir aö þau væru komin upp yfir ákveðinn hraða, þá væri miklu betra að vera á venjulegu götuhjóli. Kristján sagði, að þeir hafi ekki fengið neitt ákveði^ æf- ingasvæði til umráða. Reyndar væru þeir með æfingasvæði til bráðabirgða rétt hjá Grindavík- urafleggjaranum. En það væri ekki til frambúðar. Erlendis eru þessi hjól bara á ákveðnum brautum, sem er æf- inga- og keppnissvæði. En hér hefur ekkert fengist í þá veru. Með tryggingar á hjólunum sagði Kristján, að það hefði ekki eftirlitið vegna innflutnings á þessum hjólum. Samræmist það ekki lögum og reglugerð. Ólafur Stefánsson, skrifstofu- stjóri í dómsmálaráðuneytinu,, sagði, að það þyrfti að fá ein- hverja skýringu á innflutningi þessara hjóla eða rekja með hvaða hætti þetta sé gert. Það yrði að játa, að þarna væri um gloppu að ræða í framkvæmd þessarar 16. greinar umferðar- laganna. En þessi gloppa myndi varla leiða til fjárhagslegrar ábyrgðar kerfisins. Það þyrfti að gera eitthvað til þess að setja þessu fastari skorður. Ólafur benti á, að beltabifhjól hefðu verið flutt inn til að byrja með án þess að nokkur væri spurður. Hefðu þau átt að flokk- ast undir bifreiðir. En síðan voru sett sérstök lög um þau, og þau skráð með sérstökum ákvæðum. Oft kæmi reglugerð ekki fyrr en eftir á í tilvikum sem þessum og þetta þyrfti að athuga nánar með torfæruhjólin. fengist neinn til að tryggja öku- mann. Aðeins í keppni er unnt að kaupa tryggingar á áhorfend- um, en komi eitthvað fyrir öku- manninn á hjólinu, fær hann engar bætur. Þurfi þeir að greiða í iðgjald af einni svona keppni um 10 þúsund krónur og alls staðar sama fyrirgreiðsla hjá tryggingarfélögunum, ef fyrirgreiðslu skyldi kalla. Kristján sagði, að Bifreiðaeft- irlitið hefði aldrei gert athuga- semd vegna notkunar á hjólun- um, en þeirra helsta baráttumál væri að fá þetta viðurkennt sem íþrótt. Þá væru betri horfur með tryggingar á ökumanni og öðru, sem íþróttinni viðkæmi. Hafsjór ÞAÐ 8EM í umferðarlögum stend- ur varðandi skráningarskyldu vélknúinna ökutækja er í 16. grein. Þar segir. „Innfiytjendum skráningarskyldra vélknúinna ökutækja er skylt að senda Bif- reiðaeftirliti ríkisins nákvæma lýs- ingu og myndir af nýjum gerðum vélknúinna ökutækja, sem þeir ætla að fiytja til landsins. Tollstjóranum er óheimilt að tollafgreiða skráningarskylt vélknúið ökutæki, nema Bifreiða- eftirlit ríkisins hafi gefið yfirlýs- ingu um, að sú gerð ökutækja full- nægi ákvæðum íslenzkra laga.“ I framhaldi af annarri málsgrein 16. greinarinnar var haft samband við tollstjóra Björn Hermannsson og hann spurður hvort það sam- ræmdist þessari 16. grein að toll- afgreiða þessi torfæruhjól, þar sem það vanti yfirlýsingu frá Bifreiða- eftirliti ríkisins um að hjólin full- nægi ákvæðum íslenzkra laga. „Við lítum svo á, að það sé ekk- ert innflutningsbann á þessum tor- færuhjólum hjá okkur,“ sagöi Björn Hermannsson tollstjóri. Hafsjór af dellu Um það, hvers vegna innflytj- endur skráningarskyldra vélknúinna ökutækja hafi ekki samband við Bifreiðaeftirlit ríkisins til þess að sýna myndir af hjólunum, þar sem í 16. grein umferðarlaganna er sagt, að þeim sé skylt að gera það, var haft samband við Gunnar Bernhard eiganda Honda-um- boðsins. Sagði Gunnar, að þeir hjá Honda-umboðinu hefðu gert þetta frá 1963. En þá voru það engir, sem fylgdu þessu út í ystu æsar, svo þeir hættu því. Það af dellu þarf að panta hjólin með 6—8 mánaða fyrirvara, og nýtt módel fengju þeir ekki fyrr en í júlí ef fyrst ætti að fá myndir af hjól- inu og sýna Bifreiðaeftirlitinu og panta síðan. Þá væri töluvert liðið á það ár, sem nýja módelið hefði verið í framleiðslu og það því varla nýtt lengur. Einnig sé nauðsynlegt að kynna vöruna á markaðnum áður en hún sé seld. „En það eru nú svo mörg ákvæði til í reglugerðum, sem myndu banna allan innflutning á fleiri hjólum en torfæruhjól- um. T.a.m. erum við með þríhjól, sem kemst yfir mýrlendi, sand- bleytu, snjó og annað þar sem þau eru á það breiðum gúmíum, að þau fljóta vel. Bifreiðaeftirlit- ið hafi krafizt bremsuljósa, stefnuljósa, framljósa, spegla o.s.frv., auk aurgúmís. Það var hlegið að okkur erlendis hjá framleiðanda, þegar við bárum okkar upp við þá vegna þessa. Þetta er farartæki, sem fellur ekki inn í vegakerfið. En allt þetta beinlínis bannar innflutn- ing á þessu, þar sem það er ekki gerlegt að framkvæma aliar þær athugasemdir sem Bifreiðaeft- irlitið gerir," sagði Gunnar. Innflytjandi er ekki að fara á bak við lög með þessu. Heldur er hér um hafsjó af dellu að ræða, sem reglugerðir og lög kveða á um. Benda má á, að það var krafist númeraplötu bæði að aft- an og framan. En eftir að Bif- reiðaeftirlitinu var bent á, að það væri beinlínis hættulegt að hafa númeraplötu að framan, þá var horfið frá því. Bifreiðaeftir- litið er vankunnandi í búnaði bifhjóla," sagði Gunnar að lok- um. Kristján Einarsson hjá Vélhjólaíþróttaklúbbnum: Þá myndi enginn kaupa þessi hjól brezku, að berjast fyrir því, að þeim yrði komið undir eina alþjóð- lega stjórn. Russell var svo ákafur talsmaður þess, að öll kjarnorku- vopn yrðu á einni hendi, að hann lagði það til, þegar Bandaríkja- menn réðu einir yfir slíkum vopn- um, að þeir kæmu í veg fyrir, að Sovétmenn byggju þau til, með því að hóta þeim kjarnorkustríði. Og Russell vissi, að hótun hlýtur að fylgja vilji til að framkvæma hana. Hugmynd Russells um al- þjóðastofnun, sem ein hefði vald og afl til þess að koma í veg fyrir, að nokkur annar kæmi sér upp kjarnorkuvopnum, er eina raun- hæfa lausnin á þeim vanda, sem skapast af því, að sífellt fleiri lönd geta smíðað kjarnorkuvopn. En Russell gerði aldrei viðhlítandi grein fyrir því, hvernig slík stofn- un væri saman sett og hvort það fylgdi ekki jafn mikil hætta slíku alræðisvaldi og því, að tvö eða fleiri lönd hefðu slík vopn. Það er raunar erfitt að sjá, hvernig slík greinargerð liti út. Og er nokkur vissa fyrir því, að ríki veraldar- innar muni sætta sig við þá skerð- ingu á sjálfstæði, sem slík ráðstöf- un hefði í för með sér? Önnur tillaga er, að Vesturveld- in lýsi því yfir, að þau muni aldrei grípa til kjarnorkuvopna að fyrra bragði. Rússar hafa lýst ‘þessu yfir. Sé þessi tillaga skoðuð ögn nánar, ætti að sjást, hve hún er fánýt. I fyrsta lagi er ekki nokkur leið til að sjá svo um, að slíkum yfirlýsingum sé framfylgt. í öðru lagi jafngildir slík yfirlýsing því, að aldrei yrði gripið til kjarnorku- vopna, ef engin kjarnorkuvopn verði notuð að fyrra bragði. En þá er forsendan horfin fyrir ógninni, sem hefur verið aðalleiðin til að koma í veg fyrir kjarnorkustríð. Og til hvers að framleiða vopn, sem lýst er yfir fyrirfram, að aldrei verði notuð? í þriðja lagi er líklegt, að yfirlýsing af þessu tæi auki líkurnar á stríði með hefð- bundnum vopnum. Það er minni áhætta að hefja slíkt stríð, ef vit- að er, að ekki verður gripið til kjarnorkuvopna á móti. Sovét- menn hafa mikla yfirburði í Evr- ópu í hefðbundnum vopnabúnaði. Þriðja tillagan er frysting kjarnorkuheraflans, eins og hann stendur núna, stöðvun á fram- leiðslu, tilraunum og dreifingu kjarnorkuvopna. Og vopnakapp- hlaupið snarstöðvast. En frysting byggist á samningum, og tals- menn hennar leggja til, að hún verði gagnkvæm og hægt sé að framfylgja henni. En á þessari til- lögu er tveir meinbugir. (Sjá The Economist, 3. júlí 1982, bls. 17—18.) I fyrsta lagi krefðist frysting stöðvunar á framleiðslu efna í kjarnorkuvopn, á flugpróf- un flauganna, sem bera þau, á kjarnorkusprengingum í hernað- arskyni og á framleiðslu nýrra kjarnorkuvopna. Þessari stöðvun er ekki hægt að framfylgja nema að fá að fylgjast með öllu og fara hvert á land, sem er, bæði í Bandaríkjunum og Ráðstjórnar- ríkjunum. Þetta hafa Rússar aldrei viljað leyfa. í öðru lagi myndi frysting núna gefa Rússum forskot. Vesturveldin hafa enn ekki flaugar til að mæta SS-20-flaug- unum, og stærra hlutfall af lang- drægum, rússneskum flaugum á landi er af nákvæmustu og skað- vænlegustu gerð en af bandarísk- um. Niðurstaða þessara hugleiðinga er sú, að málstaður friðarins sé allur annar en málstaður frið- arhreyfingarinnar, og það er ekki vænleg leið til að stuðla að friði að styðja hana. Höfuðástæðan til þess er, að hún neitar að fallast á vissar staðreyndir líðandi stundar um veröldina og vopnin, sem í henni eru. Friður í sínum óbrotnasta skiln- ingi er, þegar ekki eru mannskæð átök milli manna eða milli þjóð- ríkja. í þessum skilningi geta menn búið við frið og verið kúgað- ir. Þess konar ástand hefur ríkt í Austur-Evrópu eftir heimsstyrj- öldina siðari. Slíkur friður er ekki eftirsóknarverður. Vestur-Evrópa hefur búið við frið og frelsi. Eg held, að það hljóti að vera eftir- sóknarvert, að svo sé áfram. Ógn kjarnorkuvopnanna og hefðbund- inn herafli hefur nægt til að bægja innrásum frá. Ég hef enga patentlausn á því að koma í veg fyrir kjarnorkustríð, einungis íhaldsúrræði. Stefna Vesturlanda hefur dugað til að halda frið í 30 ár rúmlega. Það er ástæðulaust að kasta þeirri stefnu fyrir róða, sem hefur reynzt vel. Það hafa engir þeir atburðir gerzt, sem knýja á um breytingar. Reagan, Bandaríkjaforseti, hef- ur lýst því yfir, að tilgangur sinn með Start-viðræðunum, sé að koma á jafnvægi á milli risaveld- anna með sem fæstum mögulegum vopnum. Það er kannski ekki ástæða til að taka of mikið mark á svona yfirlýsingum, né gera sér of miklar vonir um þessar viðræður. En þær eru þó eina leiðin, sem í reynd er möguleg um þessar mundir. Það mætti gjarnan reyna að sjá til þess, að hann stæði við orð sín. Veröldin væri þá ekki eins háskasamleg og áður. Það er hins vegar óraunsæi að halda, að hásk- inn hverfi einhvern tíma. Guðmundur lleiðar Frímannsson Fundur í Valhöll í kvöld Landsmálafélagiö Vöröur boöar til fundar Háaleitisbraut 1, í kvöld kl. 20.30. Dagskrá: Efnahagsráöstafanir ríkisstjórnarinnar og stjórnmálaviöhorfiö Framsögumaöur: Geir Hallgrímsson, formaöur Sjálfstæöisflokksins. Almennar umræöur. Fundarstjóri: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi. Allt sjálfstæöisfólk velkomiö í Valhöll, Landsmálafélagiö Vöröur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.