Morgunblaðið - 08.09.1982, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1982
samtíð okkar því til sönnunar.
En látum málið útrætt að sinni.
Þessi hópur, sem sýnir verk sín í
Gallerí Langbrók, er þess vel
virði, að eftir honum sé tekið.
Þarna eru litlir, en mjög smekk-
legir og vel unnir hlutir, sem eru
til sóma fyrir aðstandendur. Það
eru tíu manns sem að sýningu
þessari standa, og mér skilst, að
þarna sé um andófshóp að raæð,
sem hefur það á sinni stefnuskrá
að varðveita sérhannaða hluti og
virða hið góða og mannlega
handverk. Þessi hópur vinnur í
mismunandi efni, og stundum
eru hlutirnir samsettir úr fleiri
efnum. Það eru skýringar á sýn-
ingarskrá, sem segja, hvernig
hver og einn einasti hlutur er
samsettur. Því er óþarft að
endurtaka það hér.
Gallerí Langbrók er enginn
salur. Þar er frekar lítið pláss,
AG.AU.-hópurinn ’82
Myndlist
Valtýr Pétursson
í Gallerí Langbrók stendur nú
yfir sýning á silfur- og gullmun-
um eftir unga finnska listamenn.
Þarna eru afar fallegir og eigu-
legir hlutir, og hver og einn
þeirra er sérhannaður og hand-
unninn, svo sem hér áður fyrr,
þegar vélavinna varla þekktist i
gerð skartgripa og gull- og silf-
ursmíði. Sú var tíðin, að hér á
Islandi voru menn, sem svo færir
voru í sínu fagi, að verk þeirra
voru eftirsótt erlendis, og marg-
ur í nágrannalöndum okkar
þóttist meiri að virðingu, ef
hann átti íslenzka silfursmíð.
Við eigum enn góða listamenn á
þessu sviði, og kunnum því von-
andi að meta það að fá þessa
litlu, en snotru sýningu frá
Finnum.
Sú saga gekk manna á meðal
fyrir nokkrum árum og var höfð
eftir framámanni í finnskum
listiðnaði, að hann hefði opnað
sýningu á finnsku handverki í
Ix>ndon með eftirfarandi orðum.
If somcthing is made in Scand-
inavia, it is designed in Finland,
produced in Sweden, criticized in
Norway and sold in Denmark.
Þótt þessi húsgangur styðjist ef
til vill ekki við raunveruleik-
anna, þá gæti samt sem áður
verið fótur fyrir þessum ummæl-
um.
Það er alkunna, að fáir eru
eins snjallir hönnuðir og Finnar
og mætti nefna þúsund dæmi úr
en afar viðkunnanlegt. Ég verð
að geta þess hér, að mig furðar á
stundum, hvað þessi staður get-
ur tekið mikið magn á sýningar,
og einmitt þannig fór fyrir mér,
er ég leit inn á yfirstandandi
sýningu hjá þeim finnsku.
Ekki ætla ég að vera öllu lang-
orðari um smíðisgripi á þessari
sýningu. Það er vel þess virði að
skoða vinnu þessara Finna, og
það er vel, að svo vandvirkur
hópur gull- og silfursmiða skuli
fara yfir Atlantsála til að kynna
okkur þessi verk. Mér fannst
skemmtilegt að sjá þessa smíðis-
gripi og gera í huganum svolít-
inn samanburð við það sem
okkar fólk er að gera, en ég held
að við megum vel við una, hvað
slíkt varðar. Svo þakka ég fyrir
þessa litlu, en snotru sýningu.
Að marka tóft-
ir til garða
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Páll Líndal: BÆIRNIR BYGGJAST.
432 bls.
Skipulagsstjóri ríkisins og Sögufélag
Rvík. 1982.
»Það hefur vakið nokkra furðu
mína,« segir Páll Líndal í inn-
gangi, »að í allflestum þeim
byggðasögum, sem ritaðar hafa
verið, er skipulags varla getið, og
ekki verður heldur sagt, að blöðin,
sem hafa verið gefin út hér og þar
á landinu, veiti teljandi fróðleik.
Um hið fyrra er það að segja, að
svo virðist sem íslenzk sagnfræði
eða sagnaritun ætli seint að geta
hafið sig upp úr persónusögunni.*
Og satt er það, persónusagan
byggist á svo fornri og rótgróinni
hefð að flestir söguritarar hneigj-
ast ósjálfrátt í þá áttina, jafnvel
þó þeir ætli sér annað. En skipu-
lag — er það ekki hönnun og
stærðfræði? Verður saga þess rak-
in nema með tölum og teikningum
og þá helst á verkfræðistofu?
Þannig hygg ég að söguritarar
þeir, sem skráð hafa sögu ein-
stakra bæja og hlaupið hafa yfir
skipulagsþáttinn, kunni að hafa
litið á málin. Minnum á að hér
hefur aldrei verið skrifað mikið
um framkvæmdir né mannvirki.
Það er huglæga hliðin sem sagn-
fræðingar fást við — og þar með
að sjálfsögðu talin persónusagan.
Þá má skýra þögnina um skipu-
lagssöguna svo að Íslendingum
hafi til skamms tíma þótt skipu-
lag óþarft. í dreifbýlinu skipulagði
hver fyrir sig: sem sagt ekkert
skipulag að nútímaskilningi.
Þótt þessi Saga Páls Líndal sé
engin persónusaga, síður en svo,
vanmetur hann ekki þátt einstakl-
ingsins: »Því meira, sem ég hef
kynnt mér þessi mál,« segir hann,
»því erfiðara verður mér að skilja,
hvernig farið hefði um þessi mál,
ef Guðmundur Hannesson hefði
ekki risið upp með þessari þjóð og
leyst af hendi það starf, sem raun
ber vitni.«
Sagnfræðinemar skrifa um frjáls-
hyggju, þjóðernishyggju og kvennasögu
Bókmenntir
Hannes H. Gissurarson
Sagnir, 3. árg.
Reykjavík 1982.
Sagnfræðinemar í Háskóla ís-
lands hafa gefið út 3. árgang af
tímariti sínu, Sögnum, og er það í
veglegri búningi en fyrri tvö heft-
in. Margar smágreinar eru í heft-
inu. í stuttri grein eftir Gísla
Kristjónsson segir frá stjórnmála-
hugmyndum þeirra Arnljótar
Olafssonar og Jóns Ólafssonar.
Arnljótur gaf út bókina Auðfræði
1880, en hún var að miklu leyti
íslenskun bókarinnar Harmonies
Kconomiques eftir franska hag-
fræðinginn og frjálshyggju-
manninn Bastiat. Jón íslenskaði
síðan Frelsið eftir John Stuart Mill
1886. Báðir mæltu þeir Arnljótur
og Jón fyrir frjálshyggju. En
greinarhöfundur bendir á, að þeir
voru ekki sjálfum sér samkvæmir,
því að fyrir kom, að þeir greiddu
atkvæði á Alþingi þvert á alla
frjálshyggju. Jón greiddi til dæm-
is atkvæði með frumvarpi um
takmörkun á þurrabúðarvist 1887,
en Arnljótur á móti frumvarpi um
löggildingu nýs kaupstaðar á
sama þingi. Þetta var skemmtileg
lítil grein, en forvitnilegt væri að
rekja betur muninn á orðum
þeirra og verkum á fleiri þingum.
Þórunn Valdimarsdóttir ræðir
um stjórnmálahugmynd Gísla
Brynjúlfssonar í annarri grein.
Hún sýnir, að dómar tuttugustu
aldar manna um hann hafa verið
hæpnir. Jónas Jónsson frá Hriflu
sagði, að hann hefði verið áhuga-
lítill um stjórnmál og tekið feginn
við feitu embætti í Danmörku.
Þórunn leiðir rök að því, að svo
hafi ekki verið. Gísli hafði fast-
mótaða stjórnmálaskoðun, þjóð-
lega frjálshyggju nítjándu aldar,
en var ósammála Jóni Sigurðssyni
um rökin fyrir sjálfstæði Islend-
inga. Jón sótti þau í söguna, en
Gísli í samtímaaðstæður. Gils
Guðmundsson sagði, að Gísli hefði
verið „fyrirrennari sósíalismanns
á íslandi og í íslenskum bók-
menntum". En Þórunn sýnir, að
Gísli þekkti hugmyndir
samhyggjumanna og hafnaði
þeim, svo að þetta er fjarri lagi.
Gísli reit í Norðurfara: „Það er yf-
ir höfuð villa samlagsmanna, að
þeir vilja berja það blákalt fram
með lögum, sem enginn getur bú-
ist við nema af frjálsum vilja
manna, og sem verður að spretta
af bættu hugarfari, slíku sem
kristindómurinn vill skapa."
Greinar þeirra Gísla og Þórunn-
ar eru til marks um það, að mikið
efni liggur enn óhreyft um stjórn-
málahugmyndir Islendinga á
nítjándu og tuttugustu öld. Margir
menntamenn þekktu frjálshyggju,
og er full ástæða til þess að sýna
þeim ræktarsemi. Hvers vegna
gefur Almenna bókafélagið ekki
út stjórnmálaritgerðir þeirra Jóns
Þorlákssonar, dr. Magnúsar
Jónssonar prófessors og Árna
Pálssonar prófessors? Allir skrif-
uðu þeir af miklum skilningi um
frelsi og ríkisvald, um frjáls-
hyKKju og samhyggju, og allir
skrifuðu þeir á þeirri kjarnmiklu,
hreinu og beinu íslensku, sem
gaman er að lesa. Og hvers vegna
eru frjálslyndir sagnfræðingar
ekki fengnir til að kanna rit þeirra
Jóns Sigurðssonar, Arnljóts
Ólafssonar, Jóns Ólafssonar, Gísla
Brynjólfssonar og Hannesar Haf-
steins, sem allir urðu fyrir áhrif-
um af frjálshyggjumönnum
átjándu og nítjándu aldar?
Þetta hefti Sagna er helgað
tveimur meginviðfangsefnum.
Annað er kvennasaga. Eg efast
ekki um, að margt er merkilegt í
sögu kvenna, og konur hafa ýmsar
legið óbættar hjá garði. Kvenna-
saga getur því bætt ýmsu við
þekkingu okkar. En nokkurra öfga
gætir með sumum konum. Þær
segja, að konur hafi frá upphafi
verið kúgaður minnihluti, „karl-
veldi“ og „kapitalismi" hafi kreppt
að þeim. Tvær bekkjarsystur mín-
ar í sagnfræði, sem báðar eiga efni
í þessu hefti Sagna, eru fulltrúar
þessara ólíku sjónarmiða. Sigríður
Erlendsdóttir cand. mag. hefur
rannsakað atvinnusögu kvenna af
mikilli alúð og bætt ýmsu við
þekkingu okkar. Það er gott til
þess að vita, að hún hafi verið
fengin til að kenna kvennasögu í
Háskóla Islands. En Kristín Ást-
geirsdóttir cand. mag. er fulltrúi
öfganna. Hún segir í grein sinni,
að kenna megi „kapitalismanum"
um kúgun kvenna. En njóta konur
meira trausts í sameignarríkjun-
um en séreignarríkjunum? Hvað
um Margréti Thatcher, leiðtoga
íhaldsflokksins breska og einn
ágætasta stjórnmálamann okkar
daga? Hvað um Sjálfstæðisflokk-
inn, sem hefur átt í sínum röðum
forystumenn eins og Ingibjörgu H.
Bjarnason og Auði Auðuns? Hvað
um Kúgun kvenna eftir frjáls-
hyggjumanninn John Stuart Mill,
en það rit var gefið út á íslensku
árið 1900? Ég held, að konur eigi
Rök eru færð fyrir því í einni greininni í heftinu, að verslun íslendinga við
Kremlverja 1953—1956 hafi breytt einhverju um atkvæðagreiðslur okkar á
þingi Sameinuðu þjóðanna. íslendingar hljóta að gæta sín á því að verða ekki
háðir Kremlverjum eða öðrum alræðisherrum, og því eru viðvaranir Morgun-
blaðsins við „Rússasamningnum" réttmætar.