Morgunblaðið - 08.09.1982, Page 27

Morgunblaðið - 08.09.1982, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1982 27 Páll Líndal Páll Líndal veltir fyrir sér því sem margir sagnfræðingar hafa reynt að svara hvers vegna þétt- býli varð ekki til hér fyrr á öldum eins og í öllum öðrum löndum. Niðurstöðurnar verða svipaðar. T.d. má finna því stað að bændur — og þá einmitt þeir sem máttu sín nokkurs — hafi verið mót- fallnir þéttbýli, hafi talið það mundu draga frá sér vinnufólk. Sjálfsþurftarbúskapurinn íslenski hvatti ekki heldur til starfsgreina- skiptingar. Fiskveiðar voru ekki sjálfstæður atvinnuvegur heldur hliðargrein eins og höfundur minnir á. Og þannig mætti lengi telja. Á hinn bóginn er gaman að velta því fyrir sér hvaða aðstæður eða tilviljanir hefðu getað orðið hér vísir að þéttbýli. »Ef bisk- upsstólarnir,* segir Páll Líndal, »hefðu ekki verið svo í sveit settir, sem raun var á, langt frá sjó ... hefði kannski farið á annan veg.« Þó skipulagsmál hafi í áranna rás ekki losað mikið um málbeinið í íslendingum hafa þó allmargir um þau ritað, fyrr og síðar, þeirra á meðal Bogi Th. Melsteð sagn- fræðingur sem nam og starfaði í Kaupmannahöfn. Hann nefndi rit- gerð sina Að marka tóftir til garða. ekki að koma fram sem konur í stjórnmálum, heldur sem einstakl- ingar. Eg spyr ekki, hvers kyns einstaklingurinn er eða hverrar trúar eða hvaða lit hann hafi, heldur hverrar skoðunar hann sé og hvað hann geti gert. Hitt meginviðfangsefnið í Sögn- um er þjóðernishyggja. íslend- ingar eru sem betur fer að losna úr viðjum sjálfstæðisbaráttunnar, íslenskir sagnfræðingar eru hætt- ir að tárast á Þingvöllum. í þess- um kafla Sagna vakti einkum at- hygli mína greinarstúfur eftir dr. Þór Whitehead prófessor. Hann svarar í henni spurningunni: „Hefur þjóðernishyggjan „skekkt" ..... „ 9 Gísli Brynjúlfsson var síður en svo „fyrirrennari sósíalismans" eins og Gils tiuðmundsson hefur sagt. Hann þekkti samhyggju og hafnaði henni. Annað sjónarhorn Myndlist Valtýr Pétursson Annað sjónarhorn heitir sýn- ing, sem ungur Svisslendingur hefur komið fyrir í Listmunahús- inu við Lækjargötu. Þetta er dá- lítið óvenjuleg sýning í eðli sínu, og hér virðist á ferð maður, sem sér land okkar í nokkuð öðru Ijósi en við erum sjálfir vanir. Það var sagt um Jóhannes Kjarval á sín- um tíma, að hann hefði séð fyrir- myndir sínar fyrst og fremst í nærmynd, en ekki frá víðu sjón- arhorni. Það er að segja, það var hið örsmáa í náttúru landsins, sem heillaði meistarann um tíma, en eins og allir vita átti hann það einnig til að sjá vítt og breitt til fjalls og fjöru. Þessi Svisslending- ur, sem hér er á ferð, virðist einn- ig hafa mestar mætur á nær- myndum úr sjálfri náttúrunni, og stundum verða myndir hans að nokkurs konar abstraktri mynd- byggingu, sem ekki er auðvelt að gera sér fyllilega grein fyrir, hvað er. Sýningin í Listmunahúsinu er skemmtileg og hefur sérstaklega látlausan blæ. Myndefnið er dálít- ið í sömu skorðum, hvað sjón ljósmyndarans snertir, en hann er auðsjáanlega einfari um óbyggðir og villta náttúru, hvort heldur er hér á landi eða í svo fjarlægum slóðum sem Patagoníu. Það var eitt sinn sagt hér á árunum, að það þyrfti útlending til að mynda þá sérstæðu náttúru sem er ís- land, við sem lifum með henni, hefðum ekkert auga fyrir því stórkostlega, sem bæri fyrir augu vor daglega. Þannig gat auðnin í nágrenni Krýsuvíkur orðið að verðlaunamynd á meginlandi Evrópu, en glanskortið af trénu og Akureyri varð að athlægi á sama stað. íslendingurinn sá landið í draumsýn, en Svíinn sá mikilleik auðnarinnar. Ég minn- ist á þetta hér, vegna þess að mér finnst eins og álíka megi lesa úr myndum Max Schmids. Hann leit- ar fanga í verk sín fyrst og fremst í formum, sem við hin sjáum vart. Þannig getur besta fólki farið, ef ekki er grannskoðað. En nú eru breyttir tímar, og menn eru farnir að líta umhverfi sitt allt öðrum augum en fyrir nokkrum áratug- um. Max Schmid virðist vera afar vandaður ljósmyndari og má lesa það úr verkum hans, að honum er fremst í huga að gera góða og listræna ljósmynd, sem túlkar viðhorf hans til þess, sem hann umgengst. Hann vill auðsjáanlega draga fram þann þátt fyrirmynd- ar sinnar, sem heillar hann, og virðist það snar þáttur í atferli og eðli hans sjálfs. Þetta er vönduð og aðlaðandi sýning, sem ég hafði ánægju af að skoða. Mér færari menn gætu eflaust sagt frá tækni- hlið málsins, en þar vantar mig allt til að geta lagt orð í belg. Þannig voru þeir, aldamótakarl- arnir, forna tungutakið var þeim tamt, eins þó þeir ræddu um eitthvað nýtt og nútímalegt. Eins og víða kemur fram voru þéttbýlisstaðirnir í fyrstunni verslunarstaðir öðru fremur. Á fyrstu áratugum Alþingis í Reykjavík — og raunar allt fram á þessa öld — komu svo til allir þingmenn úr sveitunum — bænd- ur, sýslumenn og prestar. Versl- unarstaður var frá þeirra sjón- armiði séð til að þjóna nærliggj- andi sveitum og skyldi honum val- inn staður með hliðsjón af hversu vel hann gegndi því hlutverki, auk þess sem hafnarskilyrði urðu auð- vitað að vera hagstæð. Að öðru leyti höfðu margir ímigust á þéttbýli, töldu þorpin óreglu- og spillingarbæli. Vafalaust hefur sú hugmynd verið rétt þegar horft var frá hlaði hins kyrrláta sveita- lífs. I síðari hluta þessa rits rekur höfundur skipulagssögu einstakra þéttbýlisstaða og fer þar auðvitað mest fyrir Reykjavík. Þar koma við sögu margir einstaklingar, þeirra á meðal Guðjón Samúels- son sem var lengi húsameistari ríkisins og teiknaði margar opin- berar byggingar. Hann var hug- sjónamaður og langaði að fegra Reykjavík, breyta henni í glæsi- lega borg. Skemmtileg er t.d. hugmynd hans um skipulag á Skólavörðuholti. Uppdrátt hans þar að lútandi gefur að líta á blað- síðu 182. Þar skyldi rísa háborg íslenskrar menningar, meðal ann- ars stórkirkja. Minnir sá upp- dráttur naumast á nokkuð sem fyrir augu ber í Reykjavík nútím- ans. En fyrirmyndirnar leyna sér ekki, þær eru sóttar til evrópskra borga. Ef draumar Guðjóns hefðu ræst væri Reykjavík nú svo ólík því sem hún er sem framast má verða. Uppdrátturinn er frá árinu 1924. Þá var ekki farið að tilbiðja flísarnar úr fúaspýtum danskra selstöðukaupmanna. Ekki veit ég hvort allir hafa gaman af að lesa þetta ýtarlega rit. En gagnlegt hlýtur það að vera fyrir alla þá sem láta sig varða málefni þéttbýlis, hvort heldur skipulag eða annað sem til þeirra telst. Hann sýndi, að varalögregla hefði verið nauðsynleg. En segjum sem svo, að varalögregla hefði verið kvödd til í vinnudeilum. Hvenær hefði hún verið kvödd til? Hún hefði verið kvödd til, ef menn úr verkalýðsfélagi („verkfallsverðir") hefðu reynt með ofbeldi að meina mönnum („verkfallsbrjótum“), sem ráðnir hefðu verið í stað verk- fallsmanna, að vinna. „Verkfalls- verðirnir" hefðu verið ofbeldis- mennirnir, þeir hefðu reynt í eig- inhagsmunaskyni að hindra samninga eða viðskipti frjálsra manna, þ.e. „verkfallsbrjótanna" og vinnuveitendanna. Þetta þorir enginn að segja, og þess vegna hefur greinarhöfundur líklega ekki hugsað út í það. Valdimar U. Valdimarsson segir frá verslun íslendinga við Kreml- verja á árunum 1953—1956 og leiðir rök að því, að hún hafi breytt einhverju um atkvæða- greiðslur Islendinga á allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna. Þetta leiðir athyglina að því, ef satt er, að Islendingar hljóta að gæta sín á því að verða ekki of háðir Kremlverjum í verslunarmálum. Ég tek því undir viðvaranir Morg- unblaðsins við „Rússasamningn- um“ svonefnda, sem mjög hefur verið deilt um síðustu vikurnar. Við getum ekki farið of varlega í viðskiptum við alræðisherra, hvort sem um er að ræða Hitler í Þýskalandi (en kafli dr. Þórs Whiteheads í bók hans, Ófriði í að- sigi, um tilraunir Þjóðverja til að gera Islendinga háða sér, er mjög fróðlegur) eða Bresnéf í Ráðstjórnarríkjunum. Margar fleiri fróðlegar greinar eru í heftinu, og það ber ánægju- legt vitni um lifandi áhuga sagnfræðinema á sögu okkar, um kredduleysi þeirra og gagnrýni í hugsun. mynd okkar af íslandssögunni?" — og bendir á fjögur dæmi um það. Eitt er, að Islendingar hafa tilhneigingu til að kenna útlend- ingum um allt, sem miður fer, og landráðsbrigsl eiga því auðveldari aðgang að þeim en flestum öðrum. Annað er, að þeir hafa lagt áherslu á hlut stjórnmálamanna að þróuninni, en ekki hirt um hlut framkvæmdamanna, og þeir hafa ekki heldur greint skilyrðin, sem sagan, náttúran og nágrannarnir setja tilveru okkar. (Þetta er enn áberandi. Dagblöðin hafa löng við- töl við lífsþreytta stjórnmála- menn, en segja aldrei frá þeim ævintýrum sem gerast úti í at- Arnljótur Ólafsson skrifaði bók sína, Auðfræði, upp úr bók eftir franska frjálshyggjumanninn Bastiat. En hann var ekki sjálfum sér sam- kvæmur. vinnulífinu, frá hávaðalausum til- raunum manna til að fullnægja þörfum hvers annars á markaðn- um). Þriðja dæmið um þetta er, að þeir hafa einblínt á fornöldina, en ekki haft yfirsýn yfir alla okkar sögu, og hið fjórða er síðan, að þeir hafa sagt sögu okkar í ein- angrun, en ekki með hliðsjón af því, sem var að gerast annars staðar. Ástæða er til að geta tveggja annarra greina. Þorleifur Óskarsson segir frá frumvarpi íhaldsflokksins um varalögreglu 1925 og telur, að því hafi verið stefnt gegn verkalýðshreyfing- unni. Þetta er mjög villandi. Sann- Dr. Þór Whitehead prófessor nefnir nokkur dæmi um það, að þjóðernis- hyggja hafi ruglað dóma Islendinga um fortíð og samtíð. leikurinn er sá, að ríkisvald var og er enn mjög veikt á íslandi, miklu veikara en i nágrannalöndunum, og hafa valdsmenn stundum haft af því miklar áhyggjur, eins og sjá má í skjölum. I þau þrjú skipti, sem öflug varalögregla hefði kom- ið í góðar þarfir, í „Drengsmálinu" 1921, í „Gúttóslagnum" 1932 og í óeirðunum við Alþingishúsið 1949, var ekki um árekstur ríkisins við verkalýðshreyfinguna að ræða, heldur árekstur þess við ofbeld- ismenn, sem fóru ekki að lögum. „Gúttóslagurinn" var alvarlegast- ur, því að í honum tapaði lögregl- an og bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins voru beittir ofbeldi. Það er mjög villandi, sem sagt er í einni greininni, að stjórn Ihalds- flokksins hafi ætlað að berja á verkalýðshreyfingunni með frum- varpi sínu um varalögreglu 1925. Jón Þorláksson var formaður íhalds- flokksins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.