Morgunblaðið - 08.09.1982, Qupperneq 32
STEINAKRÝL
- málningin sem andar
Sími á ritstjórn og skrifstofu:
10100
MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1982
Mörg æðstu
störf hjá borg-
inni sameinuð
Veruleg hagræðing og markvissari
skipun embætta, segir Davíð Oddsson
TILLAGA fra borgarstjora um breytingar a stjórnsýslu og tilfærslur embsett-
ismanna innan borgarkerfisins var lögð fram á fundi borgarráðs i gær.
Samkvæmt tillögum þessum verður breyting á nokkrum embættum innan
borgarkerfísins og færast nokkrir æðstu embættismenn innan borgarkerfis-
ins á milli starfa.
I fyrsta lagi eru breytingarnar
þær að í fjármáladeild verður sam-
einuð hagsýsludeild og embætti
borgarhagfræðings og niður fellur
hið gamla embætti borgarhagfræð-
ings og embætti hagsýslustjóra.
Þessi enibætti verða sameinuð í
embætti framkvæmdastjóra fjár-
mála- og hagsýsludeildar. í öðru lagi
lúta breytingarnar að því, að skipta
upp embætti borgarlögmanns, þann-
ig að undir hið gamla embætti falli
öll málflutningsstörf á vegum borg-
arinnar og fyrirtækja borgarsjóðs.
breytingar þessar þýddu að mörg
æðstu störf í borgarkerfinu yrðu
sameinuð, en undir þessi embætti
heyrði margt starfslið og myndu
breytingarnar þýða einföldun
stjórnkerfisins og fækkun starfs-
manna þegar fram í sækti. Þó væri
ekki gert ráð fyrir beinum uppsögn-
um. Davíð taldi að í þessum breyt-
ingum fælist veruleg hagræðing og
markvissari skipun embætta og
einnig væri þetta liður í tilfærslu
æðstu embættismanna innan borg-
arkerfisins.
Kguert JónMHon Jón (,. Krúftjánmon Hjorleifur B. Kvaran
Kröflusvæðið:
Mvndin var tekin fyrir skömmu i Bjarnarflagi, en þar hafa verið nokkrar
hræringar síðustu daga, en nú hefur dregið úr landrisi og skjálftum á
þessu svæði.
Dregiö hefur
úr landrisi
IINDANFARNA daga hafa jarð-
skjálftar mælzt við Kröfluvirkjun,
kringum Leirhnjúk og suður í Bjarn-
arflag. Síðasta sólarhring hægði
landris mjög á sér svo og skjálfta-
virkni, að sögn Hjartar Tryggvason-
ar umsjónarmanns mælitækja við
Kröflu, er Mbl. ræddi við hann seint
i gærkvöldi.
Sagði Hjörtur, að ekki væri Ijóst
hvað það boðaði, en venjulega væri
það undanfari einhverra umbrota.
Sagði Hjörtur, að fólk væri ofurlítið
órólegt vegna þessa, en væri þó enn
við vinnu í Kröfluvirkjun. Almanna-
varnanefnd Mývatnssveitar og
starfsmenn Kröfluvirkjunar væru
því í viðbragðsstöðu og fylgzt væri
með mælum allan sólarhringinn.
Engu frestað nema beiðni
komi frá stjórnvöldum
— segir Kristján Ragnarsson vegna áskorunar Útvegs-
mannafélags Þorlákshafnar um frestun á stöðvun flotans
„ÞAÐ ER MJÖG örðugt að breyta þessari ákvörðun vegna þess, að menn
eru byrjaðir að haga rekstri skipa sinna með hliðsjón af þessu stoppi. Því er
þetta mjög örðugt og meðan engin beiðni um frest hefur borizt frá stjórn-
völdum verður engu frestað," sagði Kristján Ragnarsson, formaður og
framkvæmdastjóri LÍÚ, meðal annars er Morgunblaðið bar undir hann
áskorun Útvegsmannafélags Þorlákshafnar um að fresta stöðvun flotans.
Morgunblaðið innti Steingrím Hermannsson einnig eftir því í gær, hvort til
þess kæmi, að ríkisstjórnin óskaði sams konar frests, en hann vildi ekki tjá
sig um það.
Morgunblaðinu hefur borizt sam-
þykkt, sem Útvegsmannafélag Þor-
lákshafnar samþykkti á fundi sín-
um síðastliðinn mánudag og er hún
á þessa leið:
„Útvegsmannafélag Þorlákshafn-
ar skorar á stjórn og trúnaðar-
mannaráð LÍÚ, að veita 7 daga
lengri frest áður en til stöðvunar
flotans kemur, í trausti þess að það
leiði til farsællar lausnar á þessu
máli.
Þá sagði Kristján Ragnarsson
ennfremur eftirfarandi: „Okkur
barst þessi samþykkt í morgun og
kom þetta nokkuð á óvart, því það
var margrætt hvenær stöðva bæri
flotann. Formaður Útvegsmannafé-
lags Þorlákshafnar á sæti í trúnað-
armannaráði LÍÚ og greiddi sam-
þykkt þess og stjórnarinnar um
stöðvun flotans atkvæði. Þessi af-
staða hefur verið borin undir fjöl-
marga og virðast þeir sammála um
það að það komi ekki til að breyta
þessari dagsetningu að óbreyttum
aðstæðum. Til þess að svo verði,
verðum við að sjá að það sé verið að
fjalla um málið af alvöru og fá
sannfæringu fyrir því að það hefði
einhvern tilgang að fresta þessu.
Við höfum ekki séð það enn.“
Sjá vióul vió Steingrím Hermannsson á bls. 2.
Guðmundur J. á fundi með hafnarverkamöimum:
„Skuldbind mig ekki til að greiða at-
kvæði á móti bráðabirgðalögunum“
GUÐMUNDUR J. Guðmundsson skýrði frá afstöðu sinni til bráðabirgðalaga
ríkisstjórnarinnar á fundi með hafnarverkamönnum í hádeginu í gær. Þar
sagði hann m.a.: „Ég skuldbind mig ekki til að greiða atkvæði á móti
bráðabirgðalögunum þegar þing kemur saman. Guðmundur kvað ástæðu
þess að hann hafi í fyrsta sinn lýst yfir afstöðu sinni til pólitískra aðgerða á
vinnustaðafundi þá að í fjölmiðlum hefði verið greint frá að undanförnu
áskorunum verkafólks um að hann greiddi atkvæði á móti lögunum. Samt
hefði engin áskorun þess efnis verið send til hans sjálfs. Því hefði hann þurft
að kynna sér þær í blöðum.
Guðmundur J. Guðmundsson á fundi með hafnarverkamönnum í gær.
Ljóflmjnd K.E.
en jafnframt stofnað embætti fram-
kvæmdastjóra lögfræði- og stjórn-
sýsludeildar og undir það falli al-
menn lögfræðistörf, önnur en þau
sem falla undir embætti borgarlög-
manns, þ.e. almennar lögfræðilegar
athugasemdir, umsagnir og álits-
gerðir, auk þess sem stjórnsýsla
ýmisskonar, samkvæmt nánari
ákvörðun borgarstjóra, fellur undir
þetta embætti. I þriðja lagi fellur
embætti vinnumálastjóra niður, en
þess í stað stofnað embætti starfs-
mannastjóra með víðtækara starfs-
sviði, sem annast öll mál starfs-
manna, þ.á m. launamál, ráðninga-
mál, símenntun, endurmenntun og
fleira. Lóðanefnd verður lögð niður
og verkefni hennar falin embætti
skrifstofustjóra borgarverkfræð-
ings.
I framhaldi af tillögu um þessar
breytingar var gerð tillaga um eftir-
farandi breytingar á mannaráðning-
um: Jón G. Tómasson, sem verið hef-
ur borgarlögmaður, verður borgar-
ritari í stað Gunnlaugs Péturssonar,
sem óskað hefur eftir lausn frá emb-
ætti fyrir aldurs sakir. Magnús
Óskarsson, vinnumálastjóri, verður
borgarlögmaður. Björn Friðfinns-
son, fjármálastjóri, verður
framkvæmdastjóri lögfræði- og
stjórnsýsludeildar, Eggert Jónsson,
borgarhagfræðingur, verður fram-
kvæmdastjóri fjármála- og hag-
sýsludeildar, með embættistitlinum
borgarhagfræðingur. Jón G. Krist-
jánsson, skrifstofustjóri borgarverk-
fræðings, verður starfsmannastjóri
og Hjörleifur B. Kvaran verður
skrifstofustjóri borgarverkfræðings.
Davíð Oddsson borgarstjóri sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær, að
Á fundinum, sem um 50 manns
sátu, kvað Guðmundur efnahag
þjóðarinnar mun verri en 1978
þegar ríkisstjórn Geirs Hall-
grimssonar ákvað að gera ráð-
stafanir sem m.a. lutu að launa-
skerðingu. Ennfremur væri nú
ætlunin að skerða einungis einu
sinni verðbætur á laun um helm-
ing eða 1. des. nk., en 1978 átti að
gera slíkt hið sama á þriggja mán-
aða fresti. Þá hefðu þjóðartekjur
farið vaxandi á árinu 1978 og verð
á útflutningsvörum verið gott. Á
þessu ári væri hins vegar gert ráð
fyrir að þjóðartekjur minnkuðu
um 5—6%. Einnig kæmi til loðnu-
bresturinn og 16—17% minni
þorskafli en í fyrra. Af þeim sök-
um hefði verið nauðsynlegt að
grípa til þessara aðgerða.
Ekki kvaðst Guðmundur vera
viss um hvort Alþingi samþykkti
bráðabirgðalögin, en ef breytingar
yrðu á þeim mundi hann endur-
skoða afstöðu sína. Síðan kvaðst
Guðmundur óttast ef hann greiddi
atkvæði á móti lögunum að að-
gerðir sigldu í kjölfarið sem væru
verkafólki í óhag. Hann hefði t.d.
enga tryggingu fyrir því að vísi-
talan yrði þá ekki skert meir en
bráðabirgðalögin segðu til um.
Guðmundur kvað ennfremur
bæði Sjálfstæðis- og Alþýðuflokk
ekki vera á móti kjaraskerðing-
unni, sem fælist í þessum bráða-
birgðalögum. Og vildu sjálfstæð-
ismenn jafnvel ganga lengra i
þessum efnum.
Ennfremur sagði Guðmundur
að þeir erfiðleikar sem steðjuðu
nú að þjóðinni ættu ekki aðeins að
bitna á verkafólki heldur líka á
öðrum. Og fyrir því mundi hann
beita sér.
Nokkuð var um framíköll með-
an Guðmundur flutti tölu sína og
mátti glögglega ráða að margir
fundarmanna voru ekki á sama
máli og hann.