Morgunblaðið - 11.09.1982, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1982
Uni því ekki að sitja
undir slíkum áburði af
■*
hendi yfirboðara míns
— segir prófessor Margrét Guðnadóttir vegna málshöfðunar
hennar á hendur Ingvari Gíslasyni, menntamálaráðherra
„ÉG UNI því ekki að sitja undir
ákæru um óheiðarleik í starfi af
hendi yfirboðara míns. bað er
mergurinn málsins,“ sagði pró-
fessor Margrét Guðnadóttir í til-
efni af því að fyrir skömmu var
þingfest í bæjarþingi Reykjavík-
ur málshöfðun hennar á hendur
Ingvari Gíslasyni, menntamála-
ráðherra. Margrét fer fram á að
umsögn ráðherrans um störf
hennar í greinargerð til Jafnrétt-
isráðs verði sönnuð ellegar
dæmd ómerk. í greinargerðinni
ásakar Ingvar Gíslason Mar-
gréti m.a. um óheiðarleik og
Sýning Errós
opnuð í dag
trúnaðarbrot í starfi að hennar
sögn.
Málsatvik eru þau, að fyrir
rúmu ári var auglýst staða
prófessors í ónæmisfræðum
við læknadeild Háskóla ís-
lands. Tveir sóttu um, karl og
kona. Margrét Guðnadóttir
var oddamaður í dómnefnd
sem komst að þeirri niður-
stöðu að konan væri hæfari
Sex ára drengur
lærbrotnaði
SEX ára gamall drengur lær-
brotnaði þegar hann varð fyrir
bifreið á Njarðargötu skömmu eft-
ir klukkan 15 í gær. Bifreiðinni
var ekið suður Njarðargötu og
hljóp drengurinn í veg fyrir bif-
reiðina, framundan kyrrstæðri
bifreið.
umsækjendi. í læknadeild fékk
konan einnig meirihluta at-
kvæða, þó naumur væri. Ingv-
ar Gíslason, menntamálaráð-
herra, skipar þrátt fyrir þetta
karlmanninn í stöðuna, en
Kvenréttindafélags íslands
kærir skömmu síðar stöðuveit-
inguna fyrir Jafnréttisráði.
I umfjöllun Jafnréttisráðs
er ráðherrann krafinn um
greinargerð, sem hann sendir
ráðinu fyrst sem trúnaðarmál,
en nokkrum mánuðum síðar
sendir hann fjölmiðlum grein-
argerðina. í henni er farið, að
sögn Margrétar, óviðurkvæmi-
legum orðum um störf hennar
og hún m.a. sökuð um óheið-
arleik, trúnaðarbrot o. fl. Mál-
ið hefur eins og fyrr segir ver-
ið þingfest í bæjarþingi. Lög-
maður Margrétar er Ragnar
Aðalsteinsson.
Mynd Mbl. RAX.
DRENGUR varð fyrir bifreið á
móts við húsið Kirkjustræti 8 um
kl. 17 í fimmtudag. Drengurinn
hljóp í veg fyrir bifreiðina.
Meiðsli hans reyndust ekki al-
varleg.
Rannsóknarráð ríkisins:
Ingvar veit-
ir Stein-
grími lausn
í NÝJASTA tölublaði Lögbirt-
ingablaðsins er tilkynnt, að
menntamálaráðuneytið hafi veitt
Steingrími Hermannssyni lausn
frá stöðu framkvæmdastjóra
Rannsóknaráðs ríkisins frá 1.
september 1982 að telja.
I auglýsingunni segir að
Steingrími sé veitt lausn frá
stöðunni að eigin ósk. Vilhjálm-
ur Lúðvíksson hefur gegnt þess-
ari stöðu Steingríms í ráðherra-
tíð hans.
Leiðrétting
í FRÉTT Mbl. í gær þar sem sagt
er frá tónlistarhátíð Ung Nordisk
Musik í Reykjavík dagana 19. til
26. september nk. urðu þau mistök
að rangt var farið með faðerni
Guðmundar Emilssonar sem
stjórna mun Sinfóníuhljómsveit
íslands á hátíðinni. Guðmundur
var ranglega sagður Einarsson. Þá
urðu og þau mistök við frágang
myndatexta með fréttinni, að
Hjálmar Ragnarsson er sagður
vera Snorri Sigfús Birgisson. Eru
viðkomandi beðnir velvirðingar á
þessum mistökum.
Fyrirframsala tryggð á 190—
200 þúsund tunnum af saltsíld
„Samsvarar þó aðeins rúmlega helmingi væntanlegs vertíðarafla,“ segir Gunnar Flóvenz
í DAG verður opnuð I Norræna
húsinu sýning á verkum Errós,
Guðmundar Guðmundssonar.
Erró hefur aflað sér heims-
frægðar fyrir myndlist sína og
hann hefur sýnt verk sín mjög
víða. Síðast sýndi hann hér
heima 1978. A sýningunni í
Norræna húsinu er verk úr
tveimur myndaröðum sem
heita 1001 nótt og Geimfarar.
Sýning Errós verður opin til
26. september.
„FYRRIHLUTA sumars tókust
samningar um fyrirframsölu á
190—200 þúsund tunnum til Sov-
étríkjanna og Svíþjóðar, en það
eru um 10—20 þúsund tunnum
meira en saltað var á allri ver-
tiðinni í fyrra. Síðan hafa engar
viðbótarsölur tekizt. Ástæðurnar
eru fyrst og fremst þær að miðað
við núverandi kringumstæður hér
heima og háa tolla í löndum Efna-
hagsbandalagsins er útilokað að
framleiða hér saltaða sild fyrir það
verð sem keppinautarnir bjóða,
auk þess sem markaðurinn fyrir
saltaða síld er mjög takmarkaður
og langtum minni en t.d. fyrir
frysta og ferska síld,“ sagði Gunn-
ar Flóvenz, framkvæmdastóri
Síldarútvegsnefndar, er Morgun-
blaðið ræddi við hann í tilefni
fréttar frá Noregi um offramboð
og sölutregðu á síld á Evrópu-
mörkuðum.
Þá spurðist Mbl. fyrir um það
hvernig gengi að tryggja sölu á
væntanlegum afla á síldarvertíð-
inni í haust.
„Á síðasta ári voru saltaðar
hér á landi 183 þúsund tunnur
og vorum við Islendingar þá
langstærstu framleiðendurnir,
ef Sovétríkin, Pólland og Aust-
ur-Þýzkaland eru undanskilin,
en framleiðslutölur þessara
landa liggja enn ekki fyrir.
„Sjávarútvegsráðuneytið hef-
ir heimilað veiðar á 50 þúsund
lestum á komandi vertíð og er
það 12 þúsund lestum meira en
veiddist á vertíðinni í fyrra. Það
magn af saltaðri síld sem við
höfum samið um sölu á svarar
til 26—27 þúsund lesta af síld
íslenzkt nútímatónverk hlvtur góða dóma í Bandaríkjunum:
Var tjáð í menntamálaráðuneytinu að ekki væru
til peningar svo ég gæti verið viðstödd
— segir höfundurinn, Karólína Eiríksdóttir, en fjarvera
hennar við flutning verksins vakti þar athygli og spurningar
„ÉG veit nú lítið um hvernig staðið var að vali tónverkanna og af hverju
mitt verk, Sonans, varð fyrir valinu. Það sem ég veit um þetta frétti ég á
skoLspónum. Það er ekki mitt að svara því af hverju ég var ekki þarna.
Þegar ég frétti i sumar að verk mitt yrði þarna hafði ég samband við
menntamálaráðuneytið til að athuga, hvort mér yrði ekki boðið að vera
viðstödd, en mér var sagt að ekki væru til peningar til slíks,“ sagði
Karólína Eiríksdóttir tónsmiður, er Mbl. bar undir hana frétt frá Wash-
ington í Mbl. í gær. í fréttinni kemur fram að verk hennar, Sonans, í
flutningi kammersveitarinnar New World Players í salarkynnum banda-
risku vísindaakademíunnar í Washington hafi vakið mikla athygli, en
fjarvera Karólinu sjálfrar hafi ekki vakið minni athygli.
í upphafi fréttar Mbl. í gær er hvort flutningur verksins hefði
haft eftir stjórnanda hljómsveit-
arinnar, Róbert Kleiman:
„Hvernig stendur á að Karólína
Eiríksdóttir er ekki hér? Hún
hefði átt að vera hér. Verk henn-
ar hefur aldrei verið flutt á sama
hátt og í kvöld og slíkir tónleikar
verða ekki haldnir aftur." Karó-
lína var spurð í tilefni þessa,
verið á óvenjulegur. Hún svar-
aði: „Ég veit ekkert um flutning-
inn og veit heldur ekki hvað
hann á við. Þetta hafa náttúru-
lega verið sérstakir tónleikar
þar sem flutt var norræn nú-
tímatónlist frá öllum Norður-
löndunum að viðstöddum þjóð-
höfðingjum þeirra."
Karólína Eiríkadóttir
Karólína samdi verkið Sonans
á árunum 1980 til 1981, er hún
fékk níu mánaða listamanna-
starfslaun. Verkið var frumflutt
á íslandi í október 1981. Aðspurð
sagði hún að nafnið Sonans væri
dregið af seinni hluta margra al-
þjóðlegra orða sem hefðu mein-
ingu í sambandi við hljóð. Karó-
lína hefur nú þegar samið átta
nútímatónlistarverk, þar af eitt
annað hljómsveitarverk. Þá hef-
ur hún og samið verk fyrir leik-
hús. Auk tónsmíða kennir hún
við Tónlistarskóla Kópavogs.
Karólína var að lokum spurð
hvað væri á dagskrá hjá henni
núna. „Þessa stundina er ég að
undirbúa tónlistarhátíð sem
verður hér eftir viku. Þá er næst
á dagskrá hjá mér að semja verk
fyrir Nýju íslenzku hljómsveit-
ina eins og hún heitir og verður
það flutt í aprílmánuði."
upp úr sjó, eða aðeins rúmlega
helmings vertíðarkvótans. Eg
tel litlar líkur á því að frekari
sölur takizt á saltsíld og verður
því að leggja stóraukna áherzlu
á frystingu þegar í byrjun ver-
tíðar ef nýta á allan síldarafl-
ann til manneldis, í stað þess að
bíða með aðalfrystinguna þar til
söltun er lokið, eins og gerðist í
fyrra. Vegna aukins kvóta í ár
gætu slík vinnubrögð hugsan-
lega skapað öngþveiti hjá flot-
anum varðandi löndunarmögu-
leika síðari hluta vertíðarinnar.
Mér er þó ekki kunnugt um að
neinar teljandi sölur hafi tekizt
ennþá á frystri síld. Þess ber þó
að geta að frysta síld er unnt að
framleiða án fyrirfram samn-
inga, en ég hygg að engum komi
til hugar að salta án þess að sal-
an sé tryggð fyrirfram. Ástæð-
urnar fyrir því eru marg-
víslegar, svo sem takmarkað
geymsluþol, margskonar verk-
unaraðferðir o.fl. Þessar stað-
reyndir valda því að sölumál
söltuðu síldarinnar eru óvenju
flókin. Vegna offramboðs á salt-
aðri síld á mörkuðum í
sölum til Austur-Evrópulanda
en nýjar og vafasamar söluað-
ferðir Breta, Norðmanna og
Kanadamanna til þessara landa
hafa sett alverlegt strik í þann
reikning," sagði Gunnar. Hann
kvaðst ekki reiðubúinn að tjá sig
um það mál, frekar, að sinni.
INNLEN-T