Morgunblaðið - 11.09.1982, Síða 5

Morgunblaðið - 11.09.1982, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1982 5 JÓN LAXDAL leikari Dytur gesta- leik sinn Der Weltsanger á fjölum Þjóðleikhússins á morgun, sunnu- dag, kl. 20. Þar fer Jón með hlut- verk heimssöngvarans Valgardo Herrlico, sem er eina persóna leiksins. Leikritið Der Weltsánger var frumflutt í Þýskalandi í árslok 1979. Síðan hefur það verið leikið víða í þýskumælandi borgum s.s. Munchen, Ziirich, Hamborg og Basel. Segja má að leikritið fjalli í stuttu máli um dagdrauma, brostnar vonir og einmanaleik- ann. Hér er um að ræða örlög söngvarans Valgardo Herrlico, sem hefst við á háalofti ríkis- Jón Laxdal leikari (f.v.) og Sveinn Einarsson Þjóðleikhússtjóri á blaðamannafundinum i gær. Jón Laxdal í gestaleik á fjöl- um Þjóðleikhússins á morgun óperunnar í smábænum Olten. Þar rifjar hann upp söngferil sinn meðan ómur af óperum Richard Wagners berst til hans úr leikhúsinu. Valgardo er reiður út í heiminn og harmar öldungis gáfna- og hæfiieikaskort manna á hans dögúm. Einnig furðar hann sig á því hvers vegna hann hefði aldrei orðið jafn frægur og Caruso Gigli og fleiri söngvarar, sem mennirnir hófu upp til skýj- anna. Að dómi Valgardos er það ekki vanmat á sjálfum sér sem veldur því að hann gefur sig á vald ein- verunni, heldur óuppgötvaðir sönghæfileikar. En auðvitað get- ur Valgardo ekki leitt rök að þessum hæfileikum, enda vill hann það ekki sökum þess að þá mundi hin mikla von um hann sjálfan ekki rætast. Þegar líður á leikinn sekkur Valgardo sífellt dýpra í eigin hugaróra þangað til dauðinn frelsar hann undan hinni miklu áþján sem þessi von hefur lagt á hann. A blaðamannafundi, sem efnt var til í tilefni gestaleiksins, sagði Jón Laxdal, að kveikjan að samningu Heimssöngvarans væri e.t.v. persónan Garðar Hólm í Brekkukotsannál Hall- dórs Laxness. En þó voru þeir Garðar Hólm og Valgardo Herrlico um flest ólíkir. í raun ættu þeir það einungis sam- merkt að spá í gátur heimsins á háalofti. Jón sagði að líta mætti á Valgardo sem utangarðsmann er hefði kannski af nauðsyn tek- ið þá ákvörðun að hætta að um- gangast fólk, en á sama hátt hefði fólk fundið þá þörf að forð- ast hann. Valgardo væri haldinn þeirri óbilandi trú að hann þyrfti að drekka blóðbergste til að geta starfað. Og meðan hon- um dytti einhver saga í hug héldi hann áfram að lifa. Ef hann hins vegar yrði þurrausinn myndi það leiða til þess að hann dæi. Að lokum má geta þess' að leikritið Der Weltsánger, sem hefur fengið mjög góða dóma erlendis, verður aðeins einu sinni sýnt hér á landi, og fer túlkun Jóns á einsöngvaranum fram á þýskri tungu. Landsþing Sambands ísl. sveitarféiaga: Held áfram starfi og stefnu sambandsins — segir Björn Friðfinnsson, nýkjörinn formaður „ÉG GAF engin kosningaloforrt. En ég reikna með aA halda starfi og stefnu sambandsins m.a. að því að styrkja sveitarfélögin með auknu fræðslu- starfi. Sambandið kemur út á við fram fyrir hönd sveitarfélaganna í landinu í samstarfi sveitarfélaganna við ríkis- valdið og aðra aðila," sagði Björn Frið- finnsson, framkvæmdastjóri fjármála- deildar Reykjvíkurborgar, í samtali við Mbl. í gær, en hann var kosinn for- maður Sambands fsl. sveitarfélaga á aðalfundi sambandsins sem lauk í gær. Björn er fæddur á Akureyri 1939, og er lögfræðingur að mennt. Áður en hann tók við starfi framkvæmda- stjóra fjármáladeildar Reykjavík- urborgar hafði hann stundað ýmis störf, hann var t.d. bæjarstjóri á Húsavík 1966—67, framkvæmda- stjóri Kísiliðjunnar við Mývatn 1972—76, og fjármálastjóri Raf- magnsveitu Reykjavíkur áður en hann tók við núverandi starfi. Björn er kvæntur Iðunni Steinsdóttur kennara og eiga þau 3 börn. Björn sagði einnig: „Sveitarfélögin eru grundvallareining í stjórnskip- uninni, þau eiga sér lengri sögu hér á landi en ríkisvaldið, þau þurfa hins vegar auðvitað að aðlagast breyttum tímum. Verkefni sambandsins á næstunni verður einmitt að móta þá þróun og má í því sambandi vitna til þeirrar endurskoðunar sveitar- stjórnalaganna sem hafin er og við- ræður við ríkisvaldið um tilfærslu verkefna frá ríkinu til sveitarfélag- anna,“ sagði Björn Friðfinnsson að lokum. Björn var kosinn formaður sam- bandsins í stað Jóns G. Tómassonar, borgarlögmanns, sem verið hefur formaður sambandsins sl. fjögur ár. Aðrir í stjórn voru kosnir: Ingibjörg Björn Friðriksson J. Rafnar, borgarfulltrúi í Reykja- vík, Sigurgeir Sigurðsson, bæjar- stjóri á Seltjarnarnesi, Húnbogi Þorsteinsson, sveitarstjóri í Borg- arnesi, Jónas Ólafsson, sveitarstjóri á Þingeyri, Þórður Skúlason, sveit- arstjóri á Hvammstanga, Helgi M. Bergs, bæjarstjóri á Akureyri, Logi Kristjánsson, bæjarstjóri í Neskaup- stað og Ölvir Karlsson, oddviti Ása- hrepps. Sigurgeir Sigurðsson var á fyrsta stjórnarfundi kosinn varafor- maður sambandsins. Þá var á lands- þinginu kosið fulltrúaráð sambands- ins, en það er skipað 3 fulltrúum úr hverju kjördæmi nema 4 úr Reykja- vík, samtals 25 manns auk stjórnar- innar. KA Kópavogsbúar k\ 14.00 áKópavo- er sérstaKlega oigranesveg' srsastf. 8- - 40.00 og 13.00. st.órnin iídag HOPFERÐABILAR ALLAR STÆRÐIR. TEITOR dQNflSSQN H.F. SIMflR s 4Q237 s 7B588 HRAUN SENDIN AKRYLPLASTMALNING málninghf Kópavogsbúar— Breiðabliksfólk Á morgun sunnudag 12. sept. er fjár- öflunardagur knattspyrnudeildar Breiðabliks. Meölimir knattspyrnu- deildar veróa á feröinni um Kópavog og selja happadrættismiöa. Vinsam- legast takið vel á móti sölufólki okkar og styðjið þannig fjárhagslega við bakið á okkur í hinu viðamikla starfi knattspyrnudeildar. Stjórn knattspyrnudeildar. ISPAN HR ■ EIN ANGRUN ARGLER ■ SMIOJUVEGt 7 - 200 KÓPAVOGI - PÖSTH. 203 Hjólbarðaviðgerð KÓpaVOgS skemmuvegi 6 KÓPAVOGI SÍMI 75135 Þar sem M erþéróhcett NÚ FARA ALLIR TIL AMSTERDAM! TOYOTA P. SAMÚELSSON & CO HF NÝBÝLAVEGI8 KÓPAVOGI SIMI44144 OFURKRAFTUR— ÓTRÚLEG ENDING y VARTA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.