Morgunblaðið - 11.09.1982, Side 9

Morgunblaðið - 11.09.1982, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1982 9 Umsjónarmaður Qísli Jónsson .____________163. þáttur Hvernig þætti ykkur setning eins og þessi: Hann er vel menntaðri heldur en ég? Fynd- ist ykkur þetta ekki skrýtið? Ég er næstum því viss um að flest ykkar segðu: Hann er bet- ur menntaður en ég. Tilefni þessarar spurningar gafst hér í blaðinu í viðtali ekki fyrir löngu. Viðmælandi blaðamanns tók svo til orða (og það var ekki lagfært), að sumir menn væru langt leiddari en aðrir. Mér hnykkti við. Mér þykir svo sjálfsagt að sagt sé að einhver sé lengra leiddur. Atviksorð og lýsingarorð hafa hæfileika til að stigbreyt- ast, ekki aðrir orðflokkar. Leiddur og menntaður í setn- ingunum hér að framan eru reyndar lýsingarhættir af sögnum, en skilin milli þeirra og eiginlegra lýsingarorða eru óglögg, og lýsingarhættir sagna verða oft að lýsingar- orðum, ef svo má að orði kveða. Einhver maður er séður. Að forminu til er þetta lýs- ingarháttur af sögn, en við skynjum það sem hreint lýs- ingarorð. En það er ekki kjarni málsins hér, heldur hitt, að stigbreyta skal atviksorðið sem á undan fer lýsingarorð- unum í setningum eins og þeirri sem til var vitnað. Við segjum auðvitað að einhver sé lengra kominn, ekki langt komnari, einhver sé verr far- inn, ekki verr farnari og enn annar betur klæddur, ekki vel klæddari. Hóti skárra en slíkar am- bögur er tvöfalt hástig sem ósjaldan heyrist. Stundum fjargviðrast menn yfir kjörum hinna lægst launuðustu. Hér á enn engin stigbreyting að koma á lýsingarháttinn. Við skulum vona að kjör hinna lægst launuðu verði viðunandi. Þá verð ég ennfremur að andæfa nafnorðsmynduninni værukærð. Hana mátti líka lesa hér í Morgunblaðinu fyrir skemmstu. Orðið var haft í niðrunarskyni um það ástand að vera værukær eða fram- takslítill, hvíldargjarn. Betra orð þætti mér værugirni sbr. værugjarn í sömu merkingu og værukær. í sumum handritum Njáls sögu er gamli maðurinn látinn segja um sjálfan sig, að hann hafi lengi værugjarn ver- ið. Lýsingarorðið vær er eitt þeirra stuttu og laggóðu sem mynduð er af þriðju kenni- mynd svokallaðra sterkra sagna. Vær merkir eiginlega sá sem vill vera, því að þriðja kennimyndin af þeirri sögn var einu sinni várum. Þá var hægt að mynda af henni með hljóðvarpi þetta góða lýsingar- orð, og síðan af því hið fallega nafnorð værð. Af lesa kemur auðvitað læs, af meta mætur, af fara fær, af vega vægur, en það þekkjum við best í samsetningum eins og uppvægur, þungvægur og létt- vægur. Ef við getum svarið eið með góðri samvisku, segjum við kannski: Mér er eiður sær, en það orð fellur núorðið saman við sær af sögninni að sjá, t.d. auðsær. Af liggja kemur lýs- ingarorðið lægur. Við tölum stundum um rúmlæg gamal- menni. En í þessu lýsingarorði eru önnur merkingarbrigði. Eggert Ólafsson kvað í Búnað- arbálki: Af bestu rónjfum býr hún rúmid, ad b«ði getum sofið hægt. Ad dökku lídur dagur húmi, dasadur sef, því vel er lægt, í minnar ástar faðmi fús, fram til dagurinn birtir hús. Af geta, sem forðum merkti að fá, kemur lýsingarorðið gæt- ur, svo sem í fágætur, ágætur og torgætur. Af bera höfum við bær, svo sem í léttbær og þungbær, af sofa svæfur; maður er morgunsvæfur eða kvöld- svæfur. Af sitja kemur lýs- ingarorðið sætur. „Setið er nú meðan sætt er,“ sagði einn drauganna á Fróðá, en annar mælti: „Verið er nú meðan vært er.“ Þjóðrekur þaðan kvað: llla þykir á Íslandi ert. Samt er ennþá á vaðinu fært. Og við gefumst ekki upp, þó að gutli um hupp; því skal vera, ef okkur er vert. Vegna ruglings í umbroti á síðasta þætti er lokakafli hans endurtekinn hér á eftir: Svo segir í Heimslýsingu: „Á Svíþjóð inni miklu eru Albani. Þeir eru hvítir sem snjór, bæði á hárslit ok á hör- und, þegar er þeir eru alnir. Þeir hafa augu gul í höfði ok sjá betr um nætr en um daga ... Sumir hafa vörrina neðri svá mikla, at þeir kasta henni aftr yfir höfuð sér við sólu ok skúr, meðan þeir sofa. Sumir eru munnvana ok drekka úr pípu. Sumir eru tungulausir ok merkja allt bendingum ... Er sú þjóð, er Hornfinnar heita. Þeim er horn niðrbjúgt í enni, ok eru mannætur. Þar eru menn þeir enn, er haka er gróin við bringu niðr. Þat heita Hund- ingjar. Þeir eru svá við menn sem ólmir hundar." Oft hef ég hugsað um það, hvernig hinir munnlausu fara að því að drekka úr pípu, en merkilegastir eru þó líklega þeir sem hafa svo stóra neðri vör, að hún er þeim ýmist sól- hlíf eða regnhlíf eftir veðri. Símatími kl. 2—4 í dag Torfufell — raðhús Mjög vandaö um 140 fm raöhús á einni hæð. Góöar innréttingar. Skiptist í stofur og þrjú svefnherb. Bílskúr. Ræktuö lóð. Kríuhólar — 4ra—5 herb. Stór 4ra—5 herb. íbúð á 4. hæö í lyftublokk. 3 rúmgóö svefnherb., þar af tvö á forstofugangi ásamt gestasnyrtingu. Góö stofa. Góðir skápar. Gott útsýni. Mjög góö íbúö. írabakki — 3ja herb. Góð 3ja herb. um 90 fm íbúð á 2. hæð. Tvö góö svefnherb. og rúmgóö stofa. Sér þvottaherb. Tvennar svalir. Hamraborg — 3ja herb. — skipti Góð 3ja herb. um 95 fm íbúö á 1. hæð. Bílskýli. Skipti é 2ja herb. íbúö æskíleg. Laus fljótlega. í smíöum Hafnarfjörður — Sér hæð Um 160 fm sérhæö ásamt bílskúr í fallegu húsi í suöurbæ. Hæöin selst fokheld og er til afh. strax. Einnig í sama húsi, tvær fokheldar, um 70 fm kjallaraíbúöir. fbúöirnar eru til afh. strax. Teikningar á skrifstofu. Mosfellssveit — Parhús Mjög fallegt parhús á glæsilegum útsýnisstaö. Húsin sem eru um 210 fm hvert eru á tveimur hæöum og meö innbyggöum bílskúr. Teikn. á skrifstofunni. Eignahöllin 28850-28233 Fasteigna- og skipasala Skúli Ólafsson Hilmar Victorsson viðskiptafr. Hverfisgötu76 EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU Hafnarfjörður Nýkomiö til sölu: Lindarhvammur 6 herb. íbúð á efri hæð og í risi. Góöur bílskúr. Verö kr. 1,5—1,6 millj. Hverfisgata 3ja herb. góö ibúö á, hæö í þri- býlishúsi. Nýir gluggar. Gott út- sýni. Verð kr. 600 þús. Breiðvangur Mjög falleg og vönduö 4ra—5 herb. íbúö 120 fm, á efstu hæö í fjölbýlishúsi. Suðursvalir. Gott geymslurými og mikil sameign. Góöur búlskúr. Skipti á minni íbúö kemur til greina. Fagrakinn 4ra herb. íbúö á neöri hæö í tvíbýlishúsi. Verö kr. 800 þús. Hlíöarbraut Rúmgóö 4ra herb. íbúö á neöri hæö í steinhúsi. Verö 800—850 þús. Stekkjakinn 4ra herb. efri hæö í tvíbýlishúsi. Allt sér. Verö 1—1,1 millj. Mosabarö 4ra—5 herb. íbúö á neðri hæö í tvíbýlishúsi. Allt sér. Fallegur garöur. Krókahraun 3ja—4ra herb. glæsileg íbúö á efri hæö í parhúsi. Stór bílskúr. Breiðvangur 3ja—4ra herb. íbúð 94 fm á efstu hæö í fjölbýlishúsi. Góöur bílskúr og góö geymsla. Opiö í dag frá 1—4 Árnl Gunnlaugsson, hrl. Austurgötu 10, Hafnarfirði, sími 50764 _ FASTEIGNASALA VERÐMETUM EIGNIR OPIÐ14-20 Einnig opiö sunnudag Góð einstaklingsíbúð Lítil og snotur tveggja her- bergja ibúö í blokk í Kópavogi. Suöur svalir. Verö 650 þús. Þingholtin — 3ja herb. Á fyrstu hæö í þriggja hæöa húsi. ibúöin er talsvert endur- nýjuö. Nýtt verksmiöjugler. Danfors. Sér hiti. Stórt svefn- herbergi og tvær samliggjandi stofur. Herbergi í kjallara. Verö 850 þús. Jörfabakki 3—4 svefnh. Falleg ibúö á 3. hæö í 3ja hæöa blokk. í ibúöinni eru 3 svefnh- erbergi og stofa. Gott þvotta- hús innaf eldhúsi. i kjallara er 1 aukaherbergi meö gluggum og mætti nota það sem einstakl- ingsherbergi. Gott útivistar- svæöi fyrir börn. Verð 1150 þús. Vesturgata — 90 fm 4ra herbergja íbúö á efri hæö. Þarnfnast lagfæringar. ibúöar- hæf. Laus strax. Sér inngangur. Lyklar á skrifstofunni. Verö 850 þús. Tvílyft timburhús — Vesturbær Húsiö er tvær hæöir og kjallari. Járnklætt. Bílskúr meö vatns- lögn og 3ja fasa rafmagni. íbúðir óskast ATH.OPIÐIKVOI.D 29766 OG 12639 GRUNDARSTIG 11 EIGÍMASALAN REYKJAVIK OPIÐ KL. 1—3 ÁLFASKEIÐ M/BÍLSK. 2ja herb. 67 fm góð íbúð a 3ju hæð i \ fjölbylish Suður svalir. Gott útsýni. j Ðilskur ÁLFTAHÓLAR 3ja herb. ibúö á 1. hæð i fjölbýlishúsi. < Góö ibúö. Góö sameign. Verö um 900 j þús. j V/BREIÐVANG — j M/BÍLSK. 5 herb. ca. 130 fm mjög góð nýleg ibúð í fjölbýlishúsi. Sér þvottaherb. i íbúöinni. Ibuðin er ákv. i sölu og er til afh. nú þegar. Skipti mögul. á minni eign. NORÐURBÆR HF. Ca. 130 fm mjög góö 5 herb. ibúö i fjölbýli. Mjög góö ibúö meó sér þvotta- herb. innaf eldhusi. Mikiö útsýni. Akv. sala. LEIRUBAKKI 4— 5 herb. mjög góö ibúó á hæö í fjöl- bylishúsi Sér þvottaherb innaf •JdJi * Herb. i kjallara fylgir. Skipti ••„.Jy a góðri 3ja herb. íbúð. HRAUNBÆR HAGSTÆÐ KJÖR 5— 6 herb. ibúð á 1 hæð. íbúóin sem er um 140 fm er meö 4 svefnherb. m.m. Öll í mjög góöu ástandi. Mögul. á hagst. skiptingu á útb. SÉRHÆÐ M/BÍLSKÚR SALA — SKIPTI 5 herb. 130 fm góö ibúö á 1. hæö á góöum staö í Hliöahverfi. Bilskúr fylgir. Bein sala eðe í skipti á minni eign. Ath.: Fjöldi annarra eigna á aöluakré. EIGIMASALAM REYKJAVIK Ingólfsstrætí 8 Sími 19540 og 19191 Magnús Einarsson, Eggert Elíasson. HUSEIGNIN Sími28511 Opið í dag frá kl. 10 Verómetum eignir samdægurs Álfheimar — 5 herb. Mjög góð 120 fm íbúö viö Álfheima 5. hæð. 3 svefnherb., 2 stofur. Laus strax. Lyklar á skrifstofu. Gaukshóiar — 3ja herb. vönduö 85 fm íbúð á 1. hæö. Flísar á baöi. Verð 900 þús. Einbýli — Garðabæ Glæsilegt einbýlishús viö Eskiholt í Garðabæ á 3 hæöum, 320 fm, 5 svefnherb. Mjög gott útsýni. Stór lóð. Aö hluta til ófullgert. Teikn- ingar á skrifstofu. Veró 2,7 millj. Raðhús — Mosfellssveit — Verð 1400 þús. Vandaó raóhús 2 hæðir og kjallari. Til sölu eru efri hæöirnar sam- tals 145 fm meö innbyggöum bíiskúr. Tvennum stórum svölum. Ræktuöum garöi. Mjög gott útsýni. Forkaupsréttur 4ra herb. ibúð í kjallara. Verö 1400 þús. Ásvallagata — 3ja herb. Mjög vönduö og skemmtileg 3ja herb. íbúö á jaröhæö viö Ásvalla- götu. Allt nýjar innréttingar. Hlutdeiid í garöi, 75 fm. Sér hiti. Verö 800—830 þús. Einbýlishús — Garðabæ Höfum í einkasölu vandaö einbýlishús viö Holtsbúö. Efri hæö úr timbri, neöri hæðin steypt. I'búöarrými ca. 180 fm + 43 fm bílskúr, 1200 fm lóö. 2ja herb. íbúö í kjallara. Verö 2—2,1 millj. Holtsgata — Vesturbær — 4ra herb. Mjög góö 4ra—5 herb. 116 fm á 4. hæö viö Holtsgötu. Mjög gott útsýni yfir vesturbæinn. 3 svefnherb. Samliggjandi stofur. Steinhús. Verö 1100 þús. Barmahlíð — 4ra herb. mjög góð 90 fm íbúö í kjallara. Sér inngangur. Verð 900 þús. Kambasel — 4ra—5 herb. 3 svefnherb., 2 stofur. Suðursvalir. 120 fm. Aö hluta til ófullgerö 1050—1100 þús. Breiðvangur — 4ra herb. með bílskúr 120 fm á 3. hæö viö Breiövang. 4 svefnherb., 2 stofur, búr innaf eldhúsi. 32 fm bílskúr. Verö 1250 þús. Vesturbær — 2ja herb. — Blómvallagata mjög skemmtileg toppíbúö viö Blómvallagötu á 4. hæö. Rúmlega 60 fm. Herb., stofa, nýtt eldhús. Allt nýtt á baði. Nýtt tvöfalt gler. Verð 680—700 þús. r

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.