Morgunblaðið - 11.09.1982, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 11.09.1982, Qupperneq 12
12 --- MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1982 ---------------------------------------------------- Daihatsu-jeppan- um reynsluekið - Tiltölulega kraftmikill - Ágætir aksturseiginleikar - Þröngur frammi í - Virkar vel í torfærum Ríllinn er knúinn kraftmikilli dísilvél. LiiLlíl Sighvatur Blöndahl JEPPATEGUNDUM fer stöðugt fjölgandi hér á landi, eftir að innflutningur þeirra hafði legið að mestu leyti niðri um árabil. Hér á landi var nánast ekkert flutt inn af öðrum jeppum en amerískum og lítilsháttar af brezkum og japönskum. Á síð- ustu árum hefur gengisþróun Bandaríkjadollars gert það að verkum að amerískir jeppar eru svo óheyrilega dýrir, að venju- legir kaupendur hafa ekki ráð á að kaupa þá. Það var því fyrir tveimur til þremur árum, að veruleg aukning varð á innflutn- ingi á jeppum og pick-up-bílum frá Japan og fleiri löndum, bílar sem voru á mun skaplegra verði en þeir amerísku, en að vísu ekki jafn veigamiklir og öflugir. Einn þessara jeppa er Daihatsu-jepp- inn, en á dögunum reynsluók ég slíkum bíl, knúnum dísilvél. Bíll- inn, sem er af minni gerðinni, kom að ýmsu leyti á óvart, þá sérstaklega fyrir þær sakir, að hann er tiltölulega mjög kraft- mikill af dísiljeppa að vera og hefur ágæta aksturseiginleika. Hurðir Daihatsu-jeppinn er tveggja dyra, auk þess sem stór tvískipt hurð er á afturgafli bílsins. Mjög gott er að ganga um bílinn að aftan og er t.d. mjög auðvelt að flytja ýmiss konar varning í honum. Hins vegar mættu fram- hurðirnar vera eilítið stærri, en þær eru óþarflega þröngar fyrir stærri menn. Rými og sæti Þegar setzt er upp í jeppann vekur það athygli, að framsætin eru vönduð af slíkum bíl að vera. Þau veita góðan bakstuðning og hliðarstuðningur er þokkalegur. Sætin eru með upphækkuðu baki og með ágæta höfuðpúða, sem skyggja mjög lítið á útsýni úr bílnum. Hefðbundnar stillingar eru á sætunum, þ.e. hægt er að færa þau fram og aftur, auk þess sem hægt er að stilla bakið af. Um aftursætin er það að segja, að þau eru í formi tveggja hlið- arbekkja, sem eru af einfaldari gerðinni. í lagi er að sitja í þeim skemmri vegalengdir, en ef farn- ar eru lengri ferðir eru þau ekki vel til þess fallin. Reyndar mætti alveg hugsa sér að kippa þeim úr og setja einn góðan þverbekk, sem myndi gera það að verkum, að fjórir gætu ferðast við ágætar aðstæður. Hins vegar hafa hlið- arbekkirnir ekki eingöngu ókosti, því t.d. má hugsa sér bíl- inn í notkun hjá verktökum og öðrum slíkum, sem flytja vilja mannskapinn stuttar vegalengd- ir. Þá geta fjórir fullorðnir hæglega komið sér fyrir aftur í. Krammi í er rými þokkalegt fyrir fætur, bæði hjá ökumanni og farþega, en hins vegar bíllinn tiltölulega þröngur til hliðanna, sem er dálítið pirrandi, sérstak- lega fyrir ökumann, ef langt er ekið. Rýmið milli sætanna er hins vegar gott. Aftur í er rými fyrir fætur ekki meira en þokka- legt, en hliðarrými er ágætt. Varðandi rými hefur bíllinn einn stóran kost, en það er lofthæðin, sem er óvenjulega mikil í svona litlum bíl. Stórir menn komast hæglega fyrir bæði frammi í og aftur í, án þess að koma í nám- unda við loftið. Mælaborð Mælaborðið í bílnum er af ein- faldari gerðinni og ekkert sér- stakt augnayndi, enda kannski ekki ætlast til þess. Stýrishjólið er einfalt, en hins vegar ágæt- lega staðsett og reyndar er bíll- inn ágætur í stýri. I mælaborð- inu er síðan að sjálfsögðu að finna hraðamæli, sem er á vinstri væng borðsins. Fyrir ökumann er hann ágætlega stað- settur. Síðan er að finna benzín- mæli, vatnshitamæli, hleðslu- mæli og klukku. Þá eru almenn aðvörunarljós fyrir olíu, hleðslu, handbremsu, svo eitthvað sé nefnt. Síðan er að finna á hægri væng borðsins stjórntæki mið- stöðvarinnar, sem virkar ágæt- lega, en hún er þriggja hraða. Loks eru sérstakir rofar fyrir þurrkur og aðalljós. Þeir mættu að ósekju vera þægilegar stað- settir. Hægra megin í stýrishjól- inu er stefnuljósarofann að finna og kemur það svolítið spánskt fyrir sjónir, því yfirleitt er hann vinstra megin í stýri- hjólinu. Pedalalar/skipting Pedalar bílsins eru vel stað- settir, ágætlega langt er á milli þeirra, þannig að ekki skapast Daihatsu Gerð: Daihatsu jeppi Framleiðandi: Daihatsu Motor Co. Framleiðsluland: Japan. Innflytjandi: Brimborg hf. Verð: 185.000- Afgreiðslufrestur: Til á lag- er. Lengd: 3.550 mm Breidd: 1.490 kg. Hæð: 1.870 mm Hjólhaf: 2.025 mm Þyngd: I.255 kg. Buröargeta: 420 kg. Vél: 4 strokka, 2.530 rúm- sentimetra, 66 hestafla dís- ilvél. Gírskipting: 4ra gíra, hátt og lágt drif, framdrif. Bremsur: Boröabremsur. Fjöðrun: Fjaörir. Hjólbarðar: 6.00 — 16 — 4PR. mikil hætta á, að stíga á tvo þeirra samtímis. Benzíngjöfin er létt og þægileg, en að ósekju mætti vera lítilsháttar hliðar- stuðningur við hana, þegar langt er ekið. Bremsur virka vel og kúplingin slítur á góðum stað og ástigið á hana er tiltölulega létt. Bíllinn er fjögurra gíra og síðan að sjálfsögðu með hátt og lágt drif, auk þess að vera með drif á öllum hjólum. Gírstöngin er vel staðsett og mjög létt er að skipta bílnum, sem er kostur. Skipting- in er þó ágætlega þétt, þ.e. eng- inn losarabragur er á henni. Um drifskiptinguna, þ.e. þegar skipta á í framdrif og síðan úr háa í lága, þá er sú stöngin til- tölulega óþjál. Þar mætti verða bragarbót á. Bíllinn virkar hins vegar mjög vel í gírunum og er reyndar óvenjulega kraftmikill af dísiljeppa að vera. Innanbæj- ar er 1. gírinn kannski óþarflega hægur, en það er líka mikill kostur, þegar komið er út fyrir veg í torfærur. Bíllinn vinnur svo mjög vel í 2., 3., og 4. gír og er óvenjulega lipur í innanbæj- arumferðinni, auk þess sem beygjuradíusinn er alveg þokka- legur. Aksturseiginleikar Á malbikinu hefur bíllinn al- veg ágæta aksturseiginleika, er tiltölulega mjúkur og svarar vel. Tiltölulega auðvelt er að aka honum rösklega og reyndar kom það á óvart, hversu hratt er hægt að aka honum, án þess að verða tilfinnanlega var við það. Úti á mölinni er bíllinn alveg þokkalegur, reyndar kom það á óvart hversu þýður hann er og lipur, sé það haft í huga, að um stuttan jeppa á fjöðrum er að ræða. Oft hafa þeir tilhneigingu til að taka völdin af ökumönn- um, lendi þeir á ósléttum vegum, en Daihatsuinn er að mestu laus við þá tilhneigingu, sem er mik- ill kostur. Þegar komið er út fyrir veg, virkar bíllinn mjög vel. Auðvelt er að láta hann malla rólega yfir torfært land, en eins og áður sagði vantar kraftinn ekki. Niðurstöður Þegar á heildina er litið, eftir að hafa reynsluekið Daihatsu- jeppanum, er ekki hægt að segja annað en að hann fái bærilega einkunn. Hann hefur ágæta aksturseiginleika, virkar vel í torfærum og er tiltölulega kraft- mikill, auk þess að hafa gott loftrými. Gallarnir eru hins veg- ar þrengsli frammi í og leiðin- legir hliðarbekki aftur í. Þægilegt að ganga um afturdyr bílsins. Mælaborðið er af einfaldari gerðinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.