Morgunblaðið - 11.09.1982, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1982
Réttindanám við Kennaraháskólann:
Nú voru það kennarar
sem settust á skólabekk
Spjallað við prófessor Þuríði J. Kristjánsdóttur um réttindanámið
ÁRIÐ 1979 hófst við Kennaraháskóla íslands svonefnt réttindanám fyrir
kennara við grunnskóla landsins sem höfðu verið réttindalausir árið 1978.
Með lögum nr. 51/1978 um embættisgengi kennara og skólastjóra var skýrt
kveðið á um hvaða skilyrði aðilar þurftu að uppfylla til þess að hljóta skipun
í kennarastöðu, en í ákvæði til bráðabirgða var kveðið á um að þeir sem við
gildistöku laganna höfðu starfað sem settir kennarar við skyldunámsskóla í
fjögur ár eða lengur, en fullnægðu ekki skilyrðum laganna til að hljóta
skipun í stöðu, skuli eiga þess kost að Ijúka námi á vegum Kennaraháskóla
íslands til að öðlast slík réttindi. Af hálfu menntamálaráðuneytisins var
siðan gefin út reglugerð sem hafði að geyma ákvæði um mat á fyrri menntun
og starfsreynslu.
Eins og fyrr segir var það síðan
árið 1979 sem þetta nám hófst við
Kennaraháskólann, en það var
prófessor Þuríður J. Kristjáns-
dóttir sem fengin var til að hafa
umsjón með því og skipuleggja
það. Blaðamaður Morgunblaðsins
fór á fund Þuríðar nú í sumar og
átti við hana spjall um réttinda-
námið.
„Þetta nám fer fram í eitt skipti
fyrir ttll. Þeir sem höfðu verið
réttindalausir árið 1978 og höfðu
verið settir kennarar í fjögur ár
eða lengur áttu rétt á að hefja
þetta nám. í reglugerðinni sem
menntamálaráðuneytið gaf út var
gerð undanþága fyir þá sem höfðu
verið settir í 14 ár eða lengur og
fengu þeir svonefnt gjafabréf án
þess að undirgangast neitt nám-
skeið. Þeir sem höfðu verið settir
skemur en fjögur ár fengu ekki að
gangast undir þetta námskeið,"
sagði Þuríður.
Að tilstuðlan menntamálaráðu-
neytisins gerði Kennarasamband
íslands sér far um að ná til allra
þeirra aðila sem höfðu rétt á þessu
námi, en að sögn Þuríðar var hér
mikið í húfi fyrir fólkið því með
lögunum var kveðið skýrt á um að
réttindalausir kennara áttu ekki
möguleika á því að halda stöðu
sinni ef aðili með réttindi sækti
um. Það voru alls 126 manns sem
hófu námið og af þeim er búið að
útskrifa 45, 65 eru enn í námi. Það
eru ekki nema 13 sem hafa hætt,
en einn nemandi fékk réttindi eft-
ir að námið hófst vegna þess að
hann hafði verið settur í 13 ár og
stundað kennslu við einkaskóla
eitt ár að auki.
Þuríður var spurð hvernig
framkvæmdin á náminu hafi ver-
ið. „Þegar námið byrjaði var sam-
kvæmt reglugerðinni öllum nem-
endunum skipt í fjóra hópa sem
áttu að fara í gegnum þetta með
mismunandi miklu námi. í fyrsta
hópnum voru þeir sem lokið höfðu
háskólanámi í grein og þeir sem
höfðu lokið stúdentsprófi með níu
ára starfsreynslu að auki. Þessir
nemendur þurftu að bæta við sig
30 einingum í uppeldisgreinum, en
þeir luku þessu í fyrra. í öðrum
hópnum voru nemendur sem
höfðu lokið stúdentsprófi og höfðu
átta ára starfsreynslu að baki eða
minna. Þeir þurftu að bæta við sig
30 einingum í uppeldisgreinum og
einni valgrein aö auki, sem gat
verið hvaða grein grunnskóla sem
er. í þriðja hópnum voru þeir sem
höfðu einhverja framhaldsskóla-
menntun aðra en stúdentspróf,
verslunarskólapróf, iðnskólapróf
og svo framvegis. Þessir nemend-
ur tóku 30 einingar í uppeldis-
greinum og tvær valgreinar. í
fjórða hópnum voru þeir sem
höfðu minni menntun og tóku þeir
30 einingar í uppeldisgreinum,
tvær valgreinar og kjarnagrein-
arnar, stærðfræði, íslensku, fé-
lagsfræði og líffræði. Námið hefur
farið þannig fram að kennt hefur
verið á haustin í skólanum eina til
tvær vikur í senn. Síðan hefur tek-
ið við bréfaskóli. Nemendurnir
hafa aftur komið í skólann í janú-
ar í eina viku, en bréfaskólinn síð-
an aftur tekið við. I júní og júlí
hefur síðan verið kennt í skólan-
um í sex vikur í senn og síðan
byrjað aftur um haustið eins og
áður og svo koll af kolli."
Hvers eðlis eru þau réttindi sem
þessir nemendur fá að loknu
námi?
„Þessir nemendur fá ekki Bach-
elor-Education próf eins og nem-
endur frá Kennaraháskólanum fá.
Það má segja að þessi menntun sé
nokkurs konar millistig milli
gamla kennaraprófsins og kenn-
araprófsins núna. Uppeldisfræði-
menntunin í þessu námi gefur
mönnum sem hafa réttindi í grein,
til dæmis smiður sem vill kenna
smíðar á framhaldsskólastigi, full
réttindi, en námið eitt dugir þó
ekki til kennararéttinda á fram-
haldsskólastigi. Þetta fólk fær full
réttindi til kennslu á grunnskóla-
stigi, en eins og áður sagði dugir
uppeldisfræðimenntunin ekki ein
sér, en hún sem slík nægir þeim
jafnframt réttindum í grein til að
kenna hvar sem er og að því leyti
standa þau betur að vígi en fólk
með gamla kennaraprófið. Það er
svolítið sérstakt við þetta nám, að
fólkið fær prófskírteinin sín um
leið og það skilar inn lokaritgerð.
Var sá háttur tekinn upp því hér
er nokkuð í húfi fyrir fólkið. Ann-
ars vegar verður um að ræða
launahækkun þegar réttindin eru
fengin og hins vegar á þetta fólk
undir högg að sækja því það er
réttindalaust þar til það hefur
fengið skírteinið í hendurnar.
Réttindanáminu lýkur vorið 1983
og eiga þá allir að vera búnir að
ljúka náminu.
Nú hefur þú haft veg og vanda
af því að skipuleggja námið, kennt
á því auk þess sem þú starfar sem
Hér sitja grunnskólakennarar á skólabekk og leggja stund á kennslufrætti undir handleittslu Hrólfs Kjartanssonar. KÖE.
„Það sem virtist torf varð að valllendis-
ekrum í höndum frábærra kennara“
- sagði Hulda Sig-
mundsdóttir aldurs-
forseti í réttinda-
náminu
„ÞAÐ KK ákaflega ólíkt að hefja
nám á því herrans ári 1980 eða 1938 í
gjörólíkum skólum, enda mikið vatn
runnið til sjávar síðan ég lauk prófi
frá Verslunarskóla Islands 1941
ta'pra 18 ára,“ sagði Hulda Sig-
mundsdóttir kennari frá Þingeyri er
hún var spurð hvernig væri að hefja
nám á efri árum eftir langt hlé frá
skólagöngu. Hulda er á sextugsaldri
og er elst i hópi þeirra nemenda sem
réttindanámið hafa stundað.
„Þegar ég lauk verslunarskóla-
prófinu hélt ég að ég hefði lært
eitthvað sem mundi duga mér
ævina á enda og kannske hefði það
gert það við óbreyttar aðstæður.
Árið 1972 varð ég að stokka upp
spilin og fara að búa mig undir að
verða fær um að sjá mér farborða
upp á eigin spýtur. Eftir ýmsar til-
raunir endaði ég við kennslu í
grunnskóla Þingeyrar ásamt fleiru
en réttindalaus. Er þetta nám kom
til var full ástæða til að reyna að
hefja það vitandi að þetta gæti ver-
ið tilraun sem gat runnið út í sand-
inn, en sem betur fer óafvitandi um
hve mikið og strangt nám beið mín.
Mér er efst í huga þakklæti til alls
og allra sem gerðu mér fært að tak-
ast á við þetta og studdu við bakið á
mér með ráðum og dáðum. Vonandi
auðnast mér að halda heilsu og
Ijúka þessu námi og halda út enda-
sprettinn, því það hefur verið
ævintýri líkast að eignast á nýjan
leik skólasystkini, marga kunningja
og nokkra góða vini að ógleymdu
undrinu að vera sest aftur á skóla-
bekk á mínum aldri.
Fannst þér orðin þörf á að setja
þessi lög um réttindi kennara og
skólastjóra?
„Ég tel þessa lagasetningu eiga
fullan rétt á sér, þó ég sé ekki búin
að sjá að hún ein sér leysi vanda
skólanna í dreifbýlinu — svo lengi
sem allir vilja búa á Suð-vestur-
horni landsins innan Stór-Reykja-
víkursvæðisins og kenna þar. Að
vísu hefur nokkur hópur fólks kosið
að flytja út á landsbyggðina og
reyna þar krafta sína við kennslu
og annað, en hve lengi situr það
kyrrt og hve tíð verða kennara-
skiptin? Því er ekki að neita að að-
stöðumunur er talsverður milli
skóla bæjanna og dreifbýlisins og
af augljósum ástæðum. Því þar sem
fjöldinn er verður fjármagn til
skólamála meira. Einn stóran kost
hefur þó sá skóli sem ég þekki best,
fram yfir stærri skólana, hve bekk-
ir eru fámennari, samskiptin per-
sónulegri og nánari kynni milli
kennara, foreldra og nemenda.
Þrátt fyrir þorpsbraginn sem sumir
gera sér tíðrætt um, bæði í ræðu
sem riti, þá ríkir stórhugur enn sem
fyrr þegar skólar eru byggðir."
Hvaða gildi hefur réttindanámið
fyrir þig?
„Fyrir mig persónulega hefur
þetta nám haft mikið gildi og lær-
dómsríkt er að hafa fengið tækifæri
til að kynnast nýjum og áður
óþekktum vinnubrögðum undir
handleiðslu úrvals kennara, bæði í
íslensku, ungbarnakennslu og upp-
eldisgreinum sem ég bjóst aldrei
við að yrði skemmtilegt eða áhuga-
vert námsefni, en það hefur opnað
bæði mér og öðrum innsýn í lítt
þekkta heima. Það sem ég hélt að
væri torf varð í höndum frábærra
kennara að valllendisekrum, sem
vonandi kemur okkur að gagni í
samskiptum við börn og unglinga."
Aðspurð sagði Hulda að þetta
hefði verið strangt nám, en fjöl-
breytt og skemmtilegt. „Allt nýtt og
áður óþekkt námsefni hlýtur að
vera erfitt og þá einnig líka hvernig
hefur þurft að haga þessu námi —
þar á ég við heimanámið á vetrum
I’rófessor Þuríður J. Kristjánsdóttir
hefur haft umsjón mett og skipulagt
réttindanámið.
fastur kennari við Kennarahá-
skólann. Hefur þetta ekki verið
annasamt tímabil?
„Jú, enda er þetta nokkuð flók-
inn skóli. Þegar ég tók það saman
í vetur hvað margir kennarar hafi
komið við sögu á þessu námskeiði
komst ég að þeirri niðurstöðu, að
þeir voru komnir á annað hundr-
að. Það eitt sýnir að þetta er viða-
mikið fyrirtæki. Það hefur einnig
verið nokkurt streð að standa að
svona bréfaskóla og hafa samband
við fólk í öllum landshlutum. Ég
hef stundum orðið svolítið smeyk.
Núna í janúar var ég búin að kalla
inn allt fólkið frá öllum stöðum af
landinu og allt var á kafi í snjó. Ég
var hrædd um að fólkið gæti
teppst á leiðinni hingað eða þá á
leiðinni heim. ALlt fór þó vel að
lokum, en í haust ætlum við að
stefna að því að auka aðeins við til
þess að geta sleppt þessari viku í
janúar."
Nú eru þarna nemendur á öllum
aldri og margt fólk sem er að
hefja nám eftir langt hlé ólíkt því
sem gerist í venjulegum skóla-
bekk.
Hvernig hefur sambandið við
nemendurna gengið?
„Þetta eru sérlega skemmtilegir
nemendur enda hef ég eignast
þarna stóran kunningjahóp. Þetta
eru orðin miklu persónulegri
tengsl en eru í venjulegu námi,
fólkið áhugasamara og þakklátara
fyrir að fá tækifæri til að öðlast
þessi réttindi. Ég dáist að því hvað
það hefur haldið þetta út því
margt af þessu fólki stundar fulla
kennsiu með og heimilisstörf að
auki,“ sagði Þuríður, en sjálf byrj-
aði hún að kenna árið 1948 og hef-
ur allar götur síðan verið viðloð-
andi menntastofnanir, ýmist sem
kennari eða þá sjálf á skólabekk.
Þuríður lauk doktorsprófi í
uppeldislegri sálarfræði frá há-
skóla í Bandaríkjunum.
„Það hefur veriö ævintýri líkast að
eignast á nýjan leik skólasystkini,“
sagði Hulda Sigmundsdóttir.
jafnhliða fullri vinnu. Sest er niður
við að lesa eða gripið í það öðru
hvoru — síðan rignir yfir mann
verkefnum sem leysa skal fyrir
ákveðinn tíma og þá dembi ég mér í
skriffinnsku — kannski eina helgi
eða rúmlega það — síðan hefst
kennsla í skólanum og verkefnagerð