Morgunblaðið - 11.09.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1982
19
Stofnanarölt
„Annars er líka mikið um
sterkari efni á markaðnum hér, að-
allega spítt (amfetamín innsk.),
sem er mjög auðvelt að ná sér í. Það
fréttist fljótt ef eitthvað er til af
slíku — það fer í gegnum svo marg-
ar hendur. Svo er líka algengt að
alls konar rusl sé selt undir fölskum
nöfnum, t.d. þekkist hreint kókain
varla á íslandi. En sýra (LSD) og
spítt eru dýr sparilyf hjá eldra fólk-
inu og lítið um þau meðal yngri
hópanna. Versta dópið er heldur
ekki að finna í okkar hópi, heldur
meðal hinna „duldu“ fíkniefnaneyt-
enda, þeirra sem eru inni á stofnun-
um eða sitja heima hjá sér og
bryðja pillur sem þeir fá í gegnum
lækna. Þú getur hringt í einhvern
lækni, sagst vera Jón sjúklingur og
fengið alls konar lyf þannig. Síðan
er það náttúrulega morfínið, sem er
áberandi „versta" lyfið, því þá eru
menn farnir að sprauta sig. En ég
held að það sé að verða erfiðara að
verða sér út um það, án þess þó að
ég viti það.“
Af hverju reykir þú sjálfur?
„Sjálfsagt af fíkn, mér finnst það
einfaldlega gott. Annars hætti ég
oft um lengri eða skemmri tíma,
eins og ég sagði áðan. Ég er sjómað-
ur að atvinnu og hætti alltaf þegar
ég fer á sjóinn.“
Ef fikniefnalögreglan héldi
fræðslufund um skaðsemi fíkni-
efna, hverja ætti hún þá, að þínum
dómi, að boða á þann fund?
„Sem flesta og sérstaklega fólk
sem hefur lent í svona málum æ
ofan í æ.“
Myndir þú mæta?
„Já, að sjáifsögðu."
En myndi svona fundur hafa
áhrif á þig í þá átt að þú hættir
hassreykingum?
„Tæplega, en það myndu kannski
slæðast einhverjir með, sem væru á
báðum áttum og ef að þeir fengju
þarna einhverja áþreifanlega
úttekt á málunum gæti það gert út-
slagið hjá þeim.“
Þér finnst sem sagt að það eigi að
beina fólki frá hassreykingum, þó
að þú stundir þær sjálfur?
„Já, það á að beina fólki frá öllum
fíkniefnum. Aðferðirnar sem nú er
beitt eru bara allt of einhliða. Sjáðu
til dæmis stofnanameðferð á krökk-
um, hún gengur öll út á að refsa og
hræða. Ef þú gerir þetta, þá ...
o.s.frv.
Þegar fólk er búið að vera mikið
inni á stofnunum, þar sem það er
brotið niður og síðan byggt upp eft-
ir reglum viökomandi stofnana, er
það komið inn í vissan vítahring,
„stofnanaröltið". Fólk fer kannski
inn á Klepp illa farið af fíkniefna-
neyslu og þaðan beint upp á
Silungapoll, til að láta venja sig af
lyfjunum frá Kleppi o.s.frv.
Ungir krakkar, sem lenda inni á
stofnunum kynnast þar afstæðri
veröld. Unglingaheimilið í Kópa-
vogi á samt alveg rétt á sér, það er
eini staðurinn þar sem tekið er á
móti krökkum. En öll meðferð fer
fram innan veggja unglingaheimil-
isins, þegar þú kemur út í þjóðfél-
agið þá er ekkert þar sem samsvar-
ar þessu og eini hópurinn sem þú
þekkir er sá, sem þú hefur kynnst
þarna inni og stór hluti þess hóps
leiðist út í afbrot.
Ég hafði mín fyrstu kynni af
lögreglunni þegar ég var 11 ára
gamall. Ég og annar strákur vorum
með einhver strákapör og kveiktum
í fatarennu við Landspítalann.
Lögreglan fann út hver hafði gert
þetta, ég var tekinn, settur í klefa í
Síðumúlafangelsinu, lokaður þar
inni í sólarhring og svo hafður
„frammi“ í annan sólarhring.
Hinn strákurinn var líka tekinn,
síðast þegar ég frétti var hann ný-
kominn út af Litla-Hrauni. Þegar
ég kom út úr klefanum hitti ég þrjá
eldri stráka á ganginum og það eru
þeir strákar sem ég hef mest um-
gengist síðan. Þegar ég kom aftur í
skólann vissu auðvitað allir hvað
hafði gerst.
Kristján Sigurðsson, forstöðu-
maður Unglingaheimilisins í Kópa-
vogi, frétti af þessu meðan ég „sat
inni“ og sá til þess að mér var um-
svifalaust sleppt. Þannig kynntist
ég Unglingaheimilinu og var þar af
og til fram að 16 ára aldri. Ungl-
ingaheimilið er gott að mörgu leyti,
því eins og ég sagði áðan þá er það
eini staðurinn sem tekur á móti
krökkum, sem lenda í einhverju
svipuðu og því sem ég var að lýsa.
En þegar unglingur kemur þar inn
kemur hann að mörgu leyti inn í
harðan heim og fólkið sem vinnur
þarna er yfirleitt langskólagengið,
hefur vegnað vel í lífinu og þekkir
vandamál þessara krakka, sem það
á að fara að takast á við, bara úr
bókum. Það er allt of mikil ábyrgð
fyrir þetta fólk að eiga að stjórna
lífi þessara krakka."
Hvaða möguleika eiga þeir sem
vilja hætta fíkniefnaneyslu og
breyta um lífsstíl?
„Fíkniefnaneysla er aldrei neitt
eitt afmarkað vandamál, það kemur
svo margt fleira til, ef krakkar eiga
við vandamál að stríða. En það eina
sem þeir, sem eru veikir fyrir vímu-
gjöfum, geta gert er að skera alger-
lega á öll fyrri hóptengsl og það er
hægara sagt en gert að komast út
úr eina umhverfinu sem þeir
þekkja."
H.H.S.
Á þriðjudag:
LOKAGREINAR
Næringargildi ætti að skil-
greina með því að gefa upp hita-
einingar, orkuefni, helstu bætiefni
og trefjaefni. Yrði magn þessara
efna í 100 grömmum gefið upp.
A fæðutegundir sem innihalda
meira en íbætt matarsalt ætti að
greina frá natríuminnihaldi.
Jafnframt þyrfti að gefa upp
magn mettaðrar og fjölómett-
aðrar fitu í feitmeti.
Hér á síðunni er tafla sem sýnir
hvernig mætti hugsa sér skilmerki-
lega merkingu fyrir eitt stk, af
grófu brauði sem er selt í plast-
umbúðum, niðursneitt.
í þessu tilviki er gert ráð fyrir að
magn 14 næringarefna sé skráð á
umbúðir. Ef aðeins væru tekin
lykil-bætiefni (auk orku- og trefja-
efna) mætti einfalda merkinguna.
Hlutverk framleiðenda
Allir framleiðendur matvæla í
luktum umbúðum (og innflytjend-
ur) yrðu að láta efnagreina (eða fá
upplýsingar erlendis frá) þau nær-
ingarefni sem hér um ræðir.
Framleiðendum yrði síðan gef-
inn frestur til þess að skrá þessar
upplýsingar utan á umbúðir. Sömu
sögu væri að segja um innflytjend-
ur á matvælum.
Lokaorð
Þessa dagana er ný ríkisstofn-
un, Hollustuvernd ríkisins, að
taka til starfa. Vil ég eindregið
hvetja til að betri vörumerk-
ingar verði eitt af hennar fyrstu
verkefnum.
Jafnframt þarf að vinna að
endurskoðun á matvælalöggjöf-
inni. En þetta hvorttveggja verð-
ur verkefni fyrir stofnun sem
miklar kröfur verða gerðar til.
Góðar merkingar:
gróft brauð
Upplýsingar um næringargildi:
Þyngd matvöru í g
Fjöldi sneiða í pakka
Hitaeiningar í sneið
í 100 grömmum eru:
hitaeiningar
kolvetni
sykur
fita
hvíta
trefjaefni
A-vítamín
500
25
45
220
41 g
lg
2g
9g
9 g
0% af RDS
Bl-vítamín° 30% af RDS
B2-vítamín° 30% af RDS
níasín 20% af RDS
C-vítamín 0% af RDS
D-vítamín 0% af RDS
kalk° 20% af RDS
járn° 25% af RDS
Fófs 0% af RDS
natríum 540 mg
° hluti af Bl, B2, níasíni, járni
og kalki er íbætt.
Athugið: í einni sneið er Vs af
þessum skömmtum.
fófs: fjölómettaðar fitusýrur
RDS: ráðlagður dagskammtur.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir JOHN ENDERS
Skæruliðar herja í Perú
Gremin sem her fer a eftir kemur frá John Enders fréttamanni AP-
fréttastofunnar í Perú:
Stjórnvöld og lögregla í Ayacucho-héraði í Perú segjast eiga í mjög
skæðri styrjöld við skæruliða og viðurkenna að í vök sé að verjast.
Skæruliðahreyfingin kallar sig „Sendero Luminoso" (skínandi braut) og
kveðst skipuð maóistum, sem hafi sett sér að steypa af stóli hinni
borgaralegu stjórn landsins, sem aðeins hefur setið í tvö ár. Skæruliðarn-
ir ráðast venjulega til atlögu að kvöldlagi, stundum með sjálfvirka riffla
að vopni og stundum dínamít sem
grenndinni.
Dínamítið er það sem
veitir þeim vald,“ segir
hattsettur lögregluforingi í
þeirri deild innan þjóðvarðliðs-
ins sem hefur það sérstaka verk-
efni að bæla niður uppreisnar-
starfsemi, en deildin nefnist í
daglegu tali „Sinchis".
„Sinchis" liggur á hinn bóginn
undir ásókunum um að ganga
hart fram í því að uppræta
skæruliðana, sem þeir segja að
séu hryðjuverkamenn. Fram að
þessu hefur forseti landsins,
Fernando Belaunde Terry, ekki
séð ástæðu til að skikka herinn
til liðs við lögregluna í barátt-
unni gegn skæruliðunum, en
margir eru þeirrar skoðunar að
þess sé ekki langt að bíða að svo
verði.
„Við þurfum fleiri menn, meiri
vopn. Við munum láta einskis
ófreistað til að útrýma þessu
fólki,“ segir Vega Riojo yfirmað-
ur lögreglunnar í Ayacucho. Rík-
isstjórnin hefur að undanförnu
verið að efla mjög bækistöðvar
þjóðvarðliðsins í Ayacucho, auk
þess sem fjölgað hefur verið í
„lýðveldisverðinum" sem er enn
önnur lögregludeild sem ekki er
undir stjórn hersins.
A meðan þessu vindur fram
láta flug- og landher lögreglunn-
ar í té margvíslega aðstoð í bar-
áttu hennar gegn skæruliðum.
Stjórn Belaundes segir upp-
reisnarmenn vera óbreytta
glæpamenn og hryðjuverkamenn
og forsetinn hefur farið fram á
það viö þingið að það taki aftur
upp dauðarefsingu fyrir hryðju-
verk.
Flokkar Sendero-manna hafa
sagzt vera valdir að nærri þrjú
þúsund árásum á stöðvar lög-
reglunnar hér og þar í þessum
landshluta, en í þessum árásum
hafa verið myrtir lögreglumenn
og fólk sem skæruliða grunar
um að segi til þeirra, auk þess
sem spjöll hafa verið unnin á
hefur verið stolið úr námunum í
Beleunde Terry, forseti Perú, sem
tók við völdum fyrir tveimur árum,
eftir fyrstu frjálsu kosningarnar í
landinu i þau tólf ár sem herfor-
ingjastjórn var við völd.
mannvirkjum. Yfirvöld í landinu
telja að á þessu ári hafi 76
manns látið lífið í átökum þess-
um, flestir lögreglumenn eða
meintir söguberar, sem hafa ver-
ið „teknir af lífi“ eftir því sem
skæruliðar segja, eftir að hafa
verið sekir fundnir fyrir bylt-
ingarsinnuðum „alþýðudómstól-
um“.
Um þessar mundir líður vart
sá dagur að ekki berist fregnir af
hryðjuverkum, og til eru þau
svæði þar sem „Senderos" eru
sagðir allsráðandi. í Lima, höf-
uðborg landsins, er yfirlýst
neyðarástand, sem felur það í
sér að stjórnvöld hafa meira
svigrúm en ella til að handtaka
fólk, gera húsleit og taka sér ým-
iss konar vald annað ef þurfa
þykir. í Ayacucho og fjórum öðr-
um héruðum hefur verið lýst yfir
samskonar ástandi.
Þótt erfitt sé að fá það stað-
fest telja margir að í Ayacuchc-
héraði einu séu skæruliðar ná-
lægt einu þúsundi, auk þess sem
ætla má að þeir eigi sér fjölda
stuðningsmanna sem aðstoða þá
eftir föngum, bæði í Lima og
öðrum helztu borgum landsins.
Gegn þessum þúsund skærulið-
um munu vera jafnmargir lög-
reglumenn í fjallahéruðunum í
Ayacucho um þessar mundir.
„Þeir leynast í skjóli nætur,"
segir Vega Riojo og vitnar þá til
þeirrar aðferðar skæruliða að
ráðast til atlögu þar sem bæki-
stöðvar lögreglunnar eru illa
varðar, auk þess sem þeir gera
sér sérstakt far um að sprengja í
loft upp raflínur og fjarskipta-
búnað á afskekktum stöðum.
Vega Riojo, sem er 34ra ára og
yngsti lögregluforingi sem hefur
verið settur yfir heilan lands-
hluta, segir að skæruliðarnir séu
upp til hópa „unglingar sem hafa
ekki fundið sér hlutverk í þjóð-
félaginu". Hann vísar á bug
staðhæfingum mannréttinda-
samtaka og andstæðinga stjórn-
arinnar um að lögreglan mis-
þyrmi skæruliðum sem hafa ver-
ið teknir til fanga. Samt viður-
kennir hann, ásamt öðrum lög-
regluforingjum í Ayacucho, að
fangar séu yfirheyrðir sem
gaumgæfilegast.
En foringjar í 9. deild þjóð-
varðliðsins í Ayacucho kveða
skýrar að orði: „Við beitum nú-
tímalegum aðferðum við yfir-
heyrslur, og hvers konar aðferð-
um öðrum,“ sagði höfuðsmaður í
aðalbækistöðvunum. „En þeir
eru mjög harðir af sér og hafa
hlotið hugmyndafræðilega þjálf-
un. Þeir gefa einfaldlega ekki
upplýsingar."
Lögreglan kveðst ekki hafa af
því áhyggjur að hún geti ekki att
kappi við skæruliða þegar til
lengdar lætur vegna þess hversu
fjölmennir þeir kunni að verða,
heldur fremur af því að þeir
verði sífellt öruggari í því að
gera skyndiárásir. Á síðustu vik-
um hafa nokkrir gagnfræðaskól-
ar fengið „heimsóknir" frá
skæruliðum. Yfirleitt eru þeir
með andlitsgrímur þegar þeir
prédika yfir nemendum og kenn-
urum hver sé tilgangur þeirra
um leið og þeir óska eftir stuðn-
ingi við málstaðinn. Að sögn
Enrique Moya Bendezu, háskóla-
rektor í Huamanga, verða marg-
ir við þessum beiðnum og láta
ýmist í té peninga eða hjálpa til
við aðgerðir, en margt bendir til
þess að margir skæruliðanna séu
úr hópi skólagenginna manna.
Flugleiðir opna söluskrifstofu
FLUGLEIÐIR hafa opnað sölu-
skrifstofu að Álfabakka 10 í Breið-
holti. Skrifstofan er til húsa í hinu
nýja útibúi Landsbankans í Mjódd-
inni, segir í frétt frá Flugleiðum.
Söluskrifstofan veitir margs
konar ferðaþjónustu og það spar-
ar viðskiptavinum tíma og fyrir-
höfn að geta keypt erlendan
gjaldeyri á sama stað og farseðl-
ana. Þessi nýja söluskrifstofa
Flugleiða er ekki síst til hagsbóta
fyrir íbúa Breiðholtshverfa og
Kópavogs. Opnun hennar er þátt-
ur í viðleitni Flugleiða til að bæta
stöðugt þjónustuna.
Fyrir skömmu var söluskrif-
stofan að Hótel Esju færð til á
jarðhæð hótelsins og er nú í stóru
og rúmgóðu húsnæði. í vor var
lokið umfangsmiklum endurbót-
um á söluskrifstofu Flugleiða í
Lækjargötu.
Söluskrifstofan í Breiðholti er
opin kl. 9.15—16.00 virka daga og
auk þess er einnig opið milli
klukkan 17.00 og 18.00 á fimmtu-
dögum.
Gerður Gunnarsdóttir annast
umsjón söluskrifstofunnar.
Gerður Gunnarsdóttir (tv.) afgreiðir viðskiptavin i söhiskrifstofu Flugleiða í
Álfabakka 10.