Morgunblaðið - 11.09.1982, Síða 21

Morgunblaðið - 11.09.1982, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1982 21 Geimferjan Ariane hrapaði í sjóinn eftir aðeins 13 mínútur Kourou, Frönsku (lUjana, 10. september. AP. EVRÓPSKIR vísindamcnn brjóta nú ákaft heilann um hver skýringin sé á misheppnaðri loftferö gervitunglaferjunnar Ariane, sem hrapaði niður í Atlantshafið með tvö gervitungl innanborðs eftir aðeins 13 mínútur á iofti í sinni fyrstu ferð. Gervitunglaferjan sökk ein- hvers staðar á Atlantshafinu snemma í dag. Talið er að hún hafi komið niður tæpum 5.000 kíló- metrum frá þeim stað, sem hún var send af stað frá. Með Ariane sukku ennfremur allar vonir um áreiðanleik hennar umfram geim- skutlunnar, sem tilraunir hefjast með í nóvember. Er það von ESA að geta undirboðið geimskutluna verulega. Að sögn geimferðastofnunar Evrópu, ESA, var flugtak ferjunn- ar á allan hátt eðlilegt og kom ekkert óvenjulegt í ljós. Það var ekki fyrr en þriðja þreps flaugin brást að allt fór úrskeiðis. Náði ferjan því hvorki tilskilinni hæð né hraða. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort manna skuli leiðangur til að leita að ferjunni undir yfirborði sjávar. Ariane var smíðuð af 10 Vest- ur-Evrópuþjóðum sem í samein- ingu mynda geimferðastofnun Evrópu. Tilraunin, sem mistókst svo hrapallega í dag, átti að vera fyrsta þrepið í þeim áfanga þjóð- anna að koma 200 gervitunglum fyrir til að annast sendingu frétta og veðurfregna auk síma- og skeytaþjónustu. Að sögn yfirmanna ESA er ekki fyrirsjáanlegt hvaða áhrif þetta áfall kann að hafa. Segjast þeir vilja bíða niðurstaða úr rannsókn- um á óhappinu áður en ákveðið verður um framhald geimferjunn- ar. Segja þeir ennfremur, að ef í ljós komi að óhappið hafi verið þess eðlis að auðveldlega megi lag- færa það muni áhrifin ekki verða nein, en öðru máli gegni sé hér um alvarlegan tæknilegan galla að ræða. Kostnaðurinn við tilraunaflugið í dag er talinn nema um 185 millj- ónum Bandaríkjadala. Er þá inni- falinn ýmiss aukakostnaður, sem ekki tengist tilraunafluginu beint. Telja forráðamenn ESA að ekki kosti undir 50 milljónum dala að senda aðra ferju á loft. Trudeau færir 5 ráðherra sína til á milli embætta OtUwa, Kanada, 10. september. AP. MARC Lalone, hönnuður orkumálaáætlunar Kanada, var í dag settur fjármálaráðherra dag þegar Pierre Trudeau, forsætisráðherra, stokkaði upp í ráðherraembættum sín- um. Lalonde tekur við embætti af Allan Maceachen, sem snýr sér að utanríkismálefnum að nýju eftir tveggja og hálfs árs feril í embætti fjármálaráðherra. Heldur hann áfram stöðu sinni sem varaforsætisráðherra. Jean Chretien, sem í embætti sínu sem dómsmálaráðherra barðist ötullegast fyrir nýju stjórnarskránni, tekur sæti orkumálaráðherra. Mark McGuigan færir sig úr embætti utanríkisráðherra yfir í sæti dómsmálaráðherra og tekur við af Chretien. Jack Austin, þing- maður úr Bresku Kólombíu, var settur í embætti félagsmála- ráðherra, sem Chretien hafði áður á sinni könnu. Jafnvel hafði verið búist við enn meiri breytingum að þessu sinni. Trudeau hafði áður gert tvær breytingar á ráðherraliði sínu og hefur sagt að von sé á enn frekari breytingum á næst- unni. Sextán ættingjar handteknir í miklu njósnamáli Seoul, Sudur-Kóreu, 10. septembei \P. SfTJÓRNVÖLD í Suður-Kóreu hafa tilkynnt að upp hafi komist um norður-kóreanskan njósnahring, sem starfað hefur í Suður-Kóreu í aldarfjórðung. Stundaði hann hern- aðarnjósnir og sendi upplýsingar til yfirvalda sinna allan þann tíma. Alls munu 16 manns koma fyrir rétt vegna þessa máls og eru allir hlutaðeigandi, ættingjar Song Chang-Sup, fyrrum háttsetts manns innan kommúnistaflokks- ins. Chang-Sup þessi hélt norður yf- ir landamærin skömmu áður en Kóreustríðinu lauk 1953 og varð yfirmaður stofnunar þar í landi, sem hafði eftirlit með upplýs- ingaleka til Suður-Kóreu. Hann fór síðan suður yfir landamærin á nýjan leik 1957 og hóf skipulagn- ingu njósnahrings þar. Voru kona hans, sem hafði aldrei farið frá Suður-Kóreu, og tveir ættingjar hans höfuðpaur- arnir í þeim hring. Eiginkonan, sem talið var að hefði verið Norður-Kóreumönnum innan handar í stríðinu, gerðist síðan meðlimur í lýðræðislega repúblik- anaflokknum, sem fyrrum forseti landsins Park Chung-Hee var í, og komst í miðstjórn þess flokks. Mest fyrir hennar tilstilli komst njósnahringurinn í alls kyns hern- aðarskjöl og leyniskýrslur og sendi upplýsingar sínar með dulmáli í gegnum útvarpssenda til Norður-Kóreu, sem loksins nú, 25 árum síðar, hefur tekist að koma í veg fyrir. Danmörk: „Nú verður skemmtilegra að vera Dani en ádur“ Schliiter afhenti ráðherralista sinn í gær Kaupmannahöfn 10. aept. AP. POUL Schlúter gekk í dag á fund Margrét- ar Danadrottningar og afhenti henni ráð- herralista sinn. SchlUter er fyrsti forsætis- ráðherra úr flokki íhaldsmanna í áttatíu og eitt ár. í stjórninni eiga sæti tuttugu og einn ráðherra úr fjórum flokkum. Utanrík- isráöherra verður Uffe Ellemann Jensen, Henning Christophersen verður fjármála- ráðherra, og efnahagsmálaráðherra verður Anders Andersen, allir úr Venstre. Meðal annarra ráöherra má nefna Mimi Jacobsen úr flokki Miðdemókrata sem verður menn- ingarmálaráðherra, Erik Ninn Hansen, úr flokki íhaldsmanna sem veröur dóms- málaráöherra og félagsmálaráöherra verö- ur Palle Simonsen úr flokki íhaldsmanna. Poul Schliiter hét því ettir aö hafa svariö embættiseið fyrir ríkisstjórnina aö „koma á aö nýju jafnvægi í dönsku efnahagslifi". Hann nefndi þrjár meginaöferöir til aö ná þvi marki, aö draga úr opinberum útgjöldum án þess aö draga úr framlögum til félagsmála, bætt yröi samkeppnis- aöstaöa dansks iönaöar og dregið yröi stórlega úr yfirbyggingu og skriffinsku innan ríkisbáknsins. Shluter sagöi aö þegar stjórn sín fengi að sýna hvaö í henni byggi myndi „veröa skemmtilegra og auöveldara aö vera Dani en undanfarin ár“. i fréttaskeyti AP er bent á aö Danmörk hafi þannig oröiö fimmta og síöasta Noröurlandiö til aö fá hægristjórn, enda þótt skoöanakannanir í Svíþjóö bendi til aö jafnaöarmenn kæmust þar aftur til valda ef kosningar væru haldar nú. Þá segir í fréttaskeyti frá Ib. Björnback, frótta- ritara Morgunblaösins í Kaupmannahöfn, aö um tíma hafi veriö á sveimi orörómur um, aö stjórnin hygöist lækka gengið, en þaö hafi síöan komið skýrt fram í dag viö embættistöku stjórnarinnar aö svo væri ekki. Schluter sagöi aö tiltrú á verö- gildi dönsku krónunnar væri bæöi innanlands og utan. Danska þingiö kemur saman þann 5. október nk. og ríkisstjórnin mun nota tímann aö sögn forsætisráöherra til aö móta endanlega stefnu sína, einkum og sér í lagi í efnahagsmálum. Utanríkisráöherra nýju dönsku ríkisstjórnarinn- ar, Uffa Ellemann Jensen. Borðplatan er úr harðplasti í tveimur litum 'hvítu og svörtu, henni má snúa við með einu handtaki. Glæsileg borð. Sendum gegn póstkröfu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.