Morgunblaðið - 11.09.1982, Side 31

Morgunblaðið - 11.09.1982, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1982 31 festar ákvarðanir sexmanna- nefndar varðandi búvöruverð. í tíð fyrri ríkisstjórna varð hvað eftir annað dráttur á slíkri staðfest- ingu, jafnvel svo vikum skipti og töpuðu bændur þá ítrekað hundr- uðum milljóna króna. Útflutn- ingsbætur hafa verið greiddar eft- ir því sem reikningar hafa borist og 10% útflutningsbótarétturinn hefur sagt til um. Fyrir síðustu áramót var veitt þýðingarmikil fyrirgreiðsla með fyrirfram- greiðslu útflutningsuppbóta af fjárlögum þessa árs og framleng- ingu afurðalána í Seðlabankanum. Uppgjör við bændur á verðlags- árinu 1980—81 dróst á hinn bóg- inn fram í apríl vegna þess að 20 millj. kr. lán, sem ákveðið var að útvega framleiðsluráði, fékkst ekki fyrr en eftir afgreiðslu láns- fjárlaga á Alþingi. Rétt er að það komi hér fram, að reglur framleiðsluráðs um verð- skerðingu til einstakra bænda við þetta uppgjör, voru ekki bornar undir landbúnaðarráðuneytið. Á þessu ári eru útflutnings- uppbætur i fjárlögum 160 millj. kr. Áætlað er að útflutningsbóta- rétturinn sé verulega meiri en sem þessu nemur og verði útflutnings- uppbætur í heild um 190 til 195 milij. kr. Mér sýnist rökrétt að áætla, að uppgjör fyrir verðlags- árið, sem endaði 31. ágúst sl., geti farið fram nú fyrri hluta vetrar, þannig að fullt verð fáist greitt, þó þannig að hluti af því komi úr kjarnfóðursjóði, sem er eign bændanna og hefur áður verið af þeim tekinn. I áætlunum framleiðsluráðs frá því snemma á þessu ári var gert ráð fyrir því að það vantaði 81 millj. kr. til þess að fullt verð næð- ist á verðlagsárinu. Hinn 8. júlí áætlar framleiðsluráð að það vanti hins vegar 2,8 millj. kr. og er þá búið að reikna inn aukinn út- flutningsbótarétt. Þá er jafnframt gert ráð fyrir því að óráðstafað sé kindakjöti í birgðum, sem svarar 46,2 millj. kr. Kjarnfóðursjóður virðist eiga að geta látið sem svar- ar 20—30 millj. kr. í þetta uppgjör og þegar sala hefur farið fram á kindakjöti, sem svarar þeim birgðum, sem eru til í lok verð- lagsársins, þá ætti þetta uppgjör að geta farið fram. Á þessu ári eru því engin efni til þess að óska eftir því við ríkis- valdið, að aukin fyrirgreiðsla fáist vegna vöntunar á útflutnings- uppbótum, enda eru fjárhæðir frá fyrri árum farnar að leggjast með miklum þunga á ríkissjóð. Á síðari árum hefur hækkun afurðalána landbúnaðarins yfirleitt verið í samræmi við verðlagshækkanir. Rétt er að vekja athygli á því, að nú er í fyrsta sinn veitt afurðalán út á hrossakjöt og lífhross til út- flutnings, sem að sjálfsögðu er réttlætismál. Á liðnum árum hefur stundum orðið misbrestur á því að rekstr- arlán landbúnaðarins hafi hækkað til jafns við verðlagshækkanir. Á árinu 1980 var hækkun rekstrar- lánanna í samræmi við verð- lagsbreytingar og á árinu 1981 var hækkun rekstrarlánanna nokkru meiri heldur en verðlagshækkanir. Á þessu ári hefur á hinn bóginn orðið um verulegar úrbætur að ræða, þannig að rekstrarlán til bænda hafa hækkað um 83,5% og rekstrarlán í heild til landbúnað- arins úr 137,2 millj. 1981 í 251,6 millj. 1982 eða um 83,3%. Á sama tíma hefur verðlag búvara hækkað um 47,7%, þannig að hér er um verulega hækkun rekstrarlánanna að ræða. Forðumst óþarfa svartsýni Góðir fundarmenn. Árferðis- sveiflur hafa reynst landbúnaðin- um þungar í skauti á undanförn- um árum. Reynt hefur verið að draga úr áföllum af þeirra völdum með opinberri aðstoð. Sú aðstoð mun þó ekki leysa okkur undan því, að allra veðra er von í okkar landi. Fjárhagsstaða bænda er misjöfn og ég tel þýðingarmikið viðfangsefni bændasamtakanna og stjórnvalda, að gera sér grein fyrir því, hvernig á þeim málum skuli tekið. Við eigum við vanda- mál að etja í framleiðslu og mark- aðsmálum. Því ástandi megum við ekki mæta með því að leggja árar í bát, heldur með nýrri sókn í sölu- starfsemi. Við þurfum að nýta þekkingu, hugkvæmni og dugnað þeirra, sem starfa í fyrirtækjum landbúnaðarins og innan samtaka hans, en einnig einstaklinga, sem vilja leggja okkur lið. Við þurfum að beita nýjum vinnsluaðferðum, nýrri sölutækni. Við þurfum að sýna nýtt svipmót á markaðsvör- um okkar. Við höfum á síðustu vikum stigið nokkur ný skref í þessu efni, sem vonandi er upphaf af langri ferð. Við skulum forðast yfirlýsingar, sem gætu leitt til óþarfa svartsýni, og enn frekar að leggja of sterk vopn í hendur þeirra, sem telja ákjósanlegt að draga úr aðstöðu og möguleikum bændastéttarinnar. Við eigum væntanlega mikla þróunarmögu- leika í nýjum greinum, sem munu styrkja stöðu okkar og framtíð. Þetta eru greinar eins og loðdýra- ræktv fiskrækt, fiskeldi og nýting hlunninda. Við eigum einnig ónot- aða möguleika í garðyrkju og yl- rækt, þótt um öra þróun hafi verið að ræða í þeim greinum síðustu árin. Við eigum mikla möguleika til að bæta fóðuröflun okkar og efla fóðuriðnað. Við þurfum að bæta skilyrði landbúnaðarins varðandi opinber gjöld til samræmis við aðrar atvinnugreinar, en landbún- aðurinn á nú fulltrúa í nefnd, sem vinnur að endurskoðun tollskrár. Við þurfum að starfa eftir heild- arskipulagi og meginlínum en forðast ofskipulag, er bindi hend- ur bænda til athafna og við þurf- um að beina leiðbeiningarþjónust- unni í vaxandi mæli að hagfræði- legum efnum, sem nærri lætur að hafi verið vanrækt á liðnum árum. Þrátt fyrir margháttuð vanda- mál, sem við er að fást í landbún- aði sem í öðrum atvinnugreinum, stendur landbúnaðurinn föstum fótum í íslensku þjóðlífi. Land- búnaðurinn er kjölfesta byggðar og athafna um allt strjálbýli landsins. Framtíð hans og framtíð þjóðarinnar eiga því ótvírætt samleið. Ég þakka forystumönnum stétt- arsambandsins og starfsmönnum bændasamtakanna gott samstarf á þessu ári. Ég flyt fundinum árn- aðaróskir og vænti þess, að störf hans megi verða landbúnaðinum til heilla og þjóð okkar til farsæld- ar. frá í ævisögu Alberts er hann reit, að skírnarfonturinn 1827 hafi verið, (þýðing H.K.) „ákvarðaður sem gjöf til feðraeyju hans, til þess Islands, sem gaf honum það nafn, sem nú er nefnt með svo mikilli virðingu í ver- öldinni — skuli líka eiganst eitt af verkum hans.“ Nafnið sem Island gaf honum var Albert Thorvaldsen, eins og skírn- arfonturinn — skírnarsáttmáli Al- berts vitnar bezt um. Menn spyrja, af hverju gat Kristján Eldjárn ekki þessa í sýn- ingarskránni, fyrst hann var að hafa umsagnir um Albert eftir J.M. Thiele? Öll lífsganga feðganna Gott- skálks og Alberts einkennist af ljúfmannlegri framkomu, trúrækni, látleysi og heiðarleika. Þeir sem þekktu þá bezt vitna þetta og báru þeim ennfremur vitn- isburð um órofa tryggð og vinfestu. Listaverk Alberts bera honum fagurt vitni, uppistaðan í mynd- túlkun hans er ljúfmennska, heið- arleiki og guðrækni, jafnvel þegar hann mótar hetjur fornaldarinnar bera þær hreinleikanum vitni. Enginn listamaður hefur dáð veglyndið meira en Albert Thor- valdsen, enginn hefur náð lengra, eða gert fleiri listaverk í sambandi við kristna trú, línur, form og fell- ingar lýsa upp lífsskoðun friðarins, veglyndið og mikilvægi þess að breiða út kenninguna um ást og frið meðal manna. I þessum hópi hugsjónamynda talar Kristsmynd Thorvaldsens skýrustu máli, en hún túlkar ein- mitt hvað bezt takmarkalausa ást Krists til allra manna. Listsýningin nú á Kjarvalsstöð- um á verkum Alberts Thorvaldsens olli mér vonbrigðum, hún var svo ótrúlega smá í sniðum miðað við hvað margir stórir aðilar styrktu hana. Ekki gaf hún heldur rétta innsýn í líf og starf Alberts Thor- valdsens hún einkenndist ekki af hinu sanna eðli veruleikans heldur af dönsku prjáli. Ekki bætti úr skák, að sýningar- skráin var niðurlægjandi fyrir okkur Islendinga, hún virðist gerð til að villa um sögulegar íslenzkar heimildir, einkanlega í sambandi við skírnarfontana, fæðingarstað, nafn og erfðaskrá Alberts Thor- valdsens. Það virðist ekki hafa verið nein tilviljun að Bing & Gröndal sýning var á Kjarvalsstöðum á undan sýn- ingu á verkum Alberts Thorvald- sens, og virðist svo sem Thor- valdsens-sýningin hafi erft ýmsa muni sína frá þeirri sýningu. Breiðholtsbúar í dag opnar Aad Groenweg (sem áður rak Alaska í Breiðholti) nýja blómaverslun aö Arnarbakka 2, Breiöholti. Viö önnumst blómaskreytingar viö öll tækifæri og leggjum áherslu á góða þjónustu. Opið alla daga vikunnar frá 9—21. BREIÐHOLTSBLÓM ARNARBAKKA 2 SÍMI 79060 PÓSTHÓLF 9092 129 REYKJAVÍK. Innritun fer fram sunnudaginn 12. sept. kl. 13.00—14.00 og þriðjud. 14. sept. kl. 20.00—21.00 í íþróttahúsinu Ásgaröi s. 53066. Innritað er í yngri og eldri byrj- endaflokk, framhaldsflokk og Old boys leikfimi. Karatedeild Stjörnunnar Kýr óskast! Uppl. í síma 91-75849. Nýtt bliw Bliw er hentug sápa, sem vegna umbúöanna er mjög hentug í notkun. Hún er drjúg, þar sem hún liggur ekki á vaskinum og leysist upp. . _ , _ Heildsölubirgðir: KaUpSel Sf. Sími 27770. Vantar ykkur skjól yflr bátinn? Viljiö þiö eignast bestu aöstööu á landinu? Þetta skýli er til sölu. Dráttarbraut — bryflflja - rafmagnsspil — 2000 lítra olíutankur + önnur aðstaða. (Til athugunar aö taka vagn upp í.) Upplýsingar í síma 52048. Tónlistarskólinn í Sandgerði Síöasti innritunardagur veröur mánudaginn 13. sept. aö Hlíðargötu 20 frá kl. 11 —15. Forskóli veröur fyrir börn á aldrinum 6—9 ára. , Skólastjóri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.