Morgunblaðið - 11.09.1982, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1982
35
Ingileif Auðuns-
dóttir - Minning
Kædd 14. janúar 1905
Dáin 31. ágúst 1982
I dag verður jarðsungin frá Ak-
ureyjarkirkju í Vestur-Landeyjum
frú Ingileif Auðunsdóttir, fyrrum
húsmóðir að Grímsstöðum í
Vestur-Landeyjum, en hún lést í
Borgarsjúkrahúsinu þann 31. ág-
úst sl. eftir stutta legu þar.
Ingileif Auðunsdóttir fæddist
14. jan. 1905 í Hólminum í Aust-
ur-Landeyjum, og var því á 78.
aldursári þegar hún lést. Foreldr-
ar hennar voru Guðrún Gísladótt-
ir og Auðunn Jónsson, en þau áttu
heima í Hólminum í Austur-
Landeyjum og munu hafa flutt
búferlum til Vestmannaeyja þegar
Ingileif var á 3. ári. En Ingileif
komst ekki með þeim strax og var
þá til bráðabirgða til heimilis að
Arnarhóli í V-Landeyjum, en þar
bjó þá föðursystir hennar, Katrín
Jónsdóttir, og maður hennar, Jó-
hann Tómasson.
Það átti síðan að flytja stúlku-
barnið frá Landeyjasandi til Eyja.
Þrívegis var farið með barnið
niður á sanda — til báts er skyldi
flytja hana til foreldra sinna í
Vestmannaeyjum og jafnoft varð
að hætta við það vegna veðurs.
Húsmóðirin á Arnarhóli, Katrín, á
þá að hafa sagt: „Þetta barn á ekki
að fara frá okkur." Ingileif ólst svo
upp á Arnarhóli þar til hún var
komin yfir tvítugsaldurinn.
Systkini Ingileifar voru sjö og
var hún sjötta barnið í röðinni en
Guðlaug var yngsta systirin og er
nú ein systkinanna eftir á lífi.
Uppeldissystkini Ingileifar voru
fjögur en tvö þeirra eru á lífi,
Magnþóra og Sigríður, sem er orð-
in háöldruð.
Ingileif giftist Sigurjóni Guð-
mundssyni frá Hemlu þann 6. júní
1928, og hófu þau búskap það ár að
Grímsstöðum, Vestur-Landeyjum.
Þau eignuðust fjögur börn: Andrés
Guðjón, sem nú býr að Grímsstöð-
um, tók við búi eftir foreldra sína;
Sverri, sem á heima í Þorlákshöfn
og er byggingafulltrúi þar; Katr-
ínu, sem á heima í Reykjavík, hús-
frú, starfar hjá Rafmagnsveitu
Reykjavíkur, og Ingólf, sem búið
hefur á Neskaupstað en er nú
fluttur til Reykjavíkur og starf-
rækir matvöruverslun.
Þau Ingileif og Sigurjón bjuggu
allan sinn búskap að Grímsstöð-
um. Frumbýlingsárin hafa verið
erfið — þar var allt sandur og
mikið vatn — má segja að mikill
hluti lands hafi verið undir vatni,
enda rann Þverá þá óhindruð yfir
bakka sína og flæddi um allt —
það var sem sagt ekki álitlegt að
hefja búskap og erfitt líf þar í
fyrstu. En með dugnaði og elju,
sem einkenndi þessi hjón, tókst
þeim að yrkja jörðina og hafa
lífsviðurværi sitt af. Seinna var
Þverá heft í einn farveg og dró þá
strax úr vatnselgnum á jörðinni
og land kom undan vatni og þorn-
aði til. Smám saman komust svo
börnin á legg en þau voru sérlega
samhent og ákveðin í að aðstoða
foreldra sína við búskapinn. Þessi
samheldni og samvinna varð til
þess að jörðin varð meiri og betri
með hverju árinu sem leið, þangað
til loks að hún er nú orðin að grös-
ugu býli og er nú mjög búsældar-
legt þar um að litast.
Mörg aðkomubörn dvöldu hjá
þeim hjónum á Grímsstöðum á
sumrin og létu þau jafnan mjög
vel af dvöl sinni hjá þeim og vildu
gjarnan koma aftur og aftur.
Hjónin bjuggu þar þangað til
Sigurjón lést þann 15. febr. 1959,
en Ingileif bjó þar þó enn um 2ja
ára skeið með Guðjóni syni sínum.
Arið 1961 brá hún búi og yfirgaf
staðinn og flutti til Reykjavíkur,
en sonur hennar, Guðjón, tók við
búinu. I Reykjavík fór Ingileif að
vinna við saumaskap hjá fyrirtæki
Andrésar frá Hemlu og seinna
víðar.
Árið 1975 hætti Ingileif vinnu
utan heimilisins sökum aldurs og
heilsubrests og fluttist þá á heim-
ili dóttur sinnar, Katrínar, og
tengdasonar að Gilsárstekk 1 í
Reykjavík.
Þar bjó hún notalega um sig á
neðri hæðinni í húsinu og átti þar
heima til dauðadags.
Barnabörn Ingileifar eru nú tólf
á lífi — eitt lést af slysförum fyrir
tæpum níu árum.
Eftir að hún flutti til Reykja-
víkur fór hún ávallt í „orlofsferð-
ir“ á sumrum til barna sinna og
vinafólks austur í Rangárvalla-
sýslu og víðar.
Undirritaður kynntist Ingileif
og fjölskyldu hennar á heimili
þeirra að Grímsstöðum í V-Land-
eyjum í júlímánuði sumarið 1955.
Fyrstu kynnin segja mikið og
maður býr lengi að þeim. Það var
einkennandi fyrir heimili hennar
að Grímsstöðum og nánasta um-
hverfi þar, hvað allt var hreinlegt
og snyrtilegt. Reisn hennar,
myndugleiki og góður þokki voru
afgerandi. Hún var starfsöm og
dugleg kona og vannst allt vel.
Hún var vandvirk og vildi hafa
hlutina í lagi — vildi ekki hafa
nein vettlingatök á hlutunum né
að störfin væru unnin með hang-
andi hendi. Ánægðust var hún
þegar eitthvað var verið að fram-
kvæma í kringum hana — hey-
skapurinn í fullum gangi, verið að
byggja eða dytta að húsinu eða yf-
irleitt framkvæma eitthvað þarft
og gott.
Ingileif var ákveðin — stóð fast
á sínu — en tók þó jafnan tillit til
skoðana annarra. Hún var skap-
mikil en ávallt sanngjörn og mild í
hjarta, tilfinningarík og í reynd-
inni næm og viðkvæm og alltaf
var hún góð við börn. Rausnarleg
var hún í gjöfum sínum, og nutu
m.a. barnabörn hennar þess.
Seinni árin gekk hún ekki heil
til skógar, átti við nokkra van-
heilsu að stríða, m.a. varð hún að
láta gera annan fótinn að staur-
fæti sökum erfiðleika í hnjáliðn-
um.
Við heimilisfólkið á Gilsárstekk
1 höfðum ánægju af dvöl hennar
hjá okkur — hún var jafnan góður
félagi og vinur. Það voru ófáar
stundir sem við sátum saman á
neðri hæðinni og röbbuðum um
heima og geima. Á heimili hennar
ríkti ávallt góður andi — og það
var ávallt gott að heimsækja hana
— gestrisni hennar var alkunn.
Við missum öll mikið við fráfall
hennar.
J.H. Parket
auglýsir:
Er parketið
orðið ljótt?
Pússum upp og lökkum
PARKET
Einníg pAssum við
upp og lökkum
hverskyns viðargólf.
UppLisima 12114.
Við munum öll sakna Ingileifar
og minnast hennar með virðingu
og ánægjutilfinningu. Fari hún vel
á vegferð sinni handan jarðnesks
lífs, í fylgd með manni sínum,
besta vininum sem hún átti. Börn
hennar öll, tengdabörn og barna-
börn sameinast um að senda henni
hlýjar kveðjur í veganesti yfir
landamærin til fyrirheitna lands-
ins — við þökkum henni sam-
fylgdina og biðjum góðan Guð að
annast hana.
F'ari hún í friði.
Kinar I. Sigurðsson,
Gilsárstekk 1.
Þú þarft lítió annaó en
skrúfjám, hamar og hallamál...
...smíóaefniö
færóu hjá okkur
Límtré
Viðarþiljur
Fjökii mismunandi tegunda
Smíðisplötur
Spónlagdar eda piasthudadar
Skápahurðir
Fyrir badherbergi, eldhus,
svetnherbergi eda forstofu.
Tilbúið skúffuefni
Tilbúnir fataskápar
Með róttu smtöaefni I tilbúnum stöðludum stærðum er smíðavinnan I senn ódýr,
einföld og ánægjuieg. Við bjóðum þór mikið úrval hentugra og skemmtilegra
efna á vægu verði og minnum á tvöfalda ánægjuna afþvi að smíða hlutina
nákvæmtega að eigin hentugleika og spara um leið drjúgan skilding.
Uttu vlð í nýjum afgrelðsluaal - fullum af skemmtilegu smfðaefni.
HJOltXIW 'V Skúlatúni 4 Sími 25150
FALLEGIR FYLGIHLUTIR
EN FÁNÝTIR EINIR SÉR
____því hvað er húnn án HURÐAR_
VIÐ BJÓÐUM ÓTRÚLEGT ÚRVAL INNIHURÐA
1. Vönduð framleiðsla
2. Stuttur afgreiðslufrestur
3. Fastur afgreiðslutími
4. Mjög hagstæð greiðslukjör
5. Ókeypis heimsending í
Reykjavík
6. Setjum pantanir á bíla og
skip
7. Máltaka á Suðurnesjum
8. Sérhannaðar hurðir samkv.ísl.
gæðakröfum
9. Utsölustaðir í Reykjavík og
Kópavogi.
SlÐAST EN EKKI SlST: ALLAR HURÐIR
ENN Á GAMLA VERÐINU EF PANTAÐ
ER STRAX. VERULEGUR VERÐMUNUR.
Trésmiðja Þorvaldar Ólafssonar hf.
Iðavöllum 6, Keflavík Sími: 92-3320