Morgunblaðið - 11.09.1982, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1982
» 1M2 imiwuái'nn _____________________________1 -30
cktti \j[& „ M.cmrvkv/ikirvdtð V'
o 9-j
... að bjóða henni
í bíltúr i nýja biln-
um.
Með
morgunkaffmu
Flokkast ekki þetta undir afrek
aldarinnar?
HÖGNI HREKKVÍS’
Um gamla turninn
og Austurstræti
Vilhjálmur Bjarnason skrifar:
*í Velvakanda 25. júlí sl. gerir
Sveinn Sveinsson að umtalsefni
staðsetningu gamla turnsins við
enda Austurstrætis. Jafnframt því
bendir hann á tvo staði aðra, ann-
ars vegar við mótin á Kalkofnsvegi
og Hverfisgötu, og hins vegar
ofanvert við Lækjargötu, þar sem
hún mætir Bankastræti.
Eftir að hið fræga útitafl, með
öllu sínu umróti, var staðsett á síð-
arnefnda staðnum, er takmarkað
pláss fyrir turninn, en hefði fyrir
þær framkvæmdir verið nokkuð
góður staður. Ýmsir staðir aðrir
gætu vel komið til greina, og vil ég
benda á norðausturhornið á Lækj-
artorgi upp við grjóthleðslurnar.
Þar væri þeim gamla mikill sómi
sýndur, og væri þá ekki fluttur
burt af Lækjartorgi. En hvað um
það, þá færi hann alls staðar betur
en þar sem hann er nú staðsettur.
Sveinn Sveinsson telur fullvíst
að hann mæli fyrir hönd mikils
meirihluta Reykvíkinga. Þar er ég
honum fullkomlega sammála. Ég
hef átt tal við fjölda fólks um
þetta, og undantekningarlaust hef-
ur það lýst óánægju sinni, og
hneykslast á smekk þeirra, er hlut
áttu að þessu staðarvali turnsins.
Mér finnst að þessar aðfinnslur
byggist aðallega á þeirri staðreynd,
að þegar komið er niður Banka-
stræti, þá lokar turninn útsýni að
stórum hluta Austurstrætis.
Flestar götur í okkar borg eru
ekki langar og enginn stórborg-
arbragur þar á. Gerir ef til vill ekk-
ert til; en að stytta þær í augnsýn
er engin reisn í hugsunarhætti.
Hin glæsilega útsýn frá Banka-
stræti til Austurstrætis, meðan
þær götur óheftar runnu saman í
augnsýn, vakti kennd um glæsi-
legan höfuðstað íslands og hjarta
gömlu Reykjavíkur. Færið því
turninn sem fyrst á annan heppi-
legri stað.
Já, Austurstræti, sem góðskáld-
um hefur orðið að yrkisefni.
Hvernig hefur þar til tekist hjá
Fegrunar- og umhverfismála-
nefnd? Sá hluti Austurstrætis milli
Pósthússtrætis og Lækjargötu sem
gerður var aðeins að göngugötu var
allur hellulagður. Þetta var mjög
snyrtilegt og öllum til sóma. En
fegrunardísirnar höfðu smitast af
nýlist og vildu nú í bessu sambandi
láta ljós sitt skína, borgurunum til
augnayndis. Nú skyldi í alvöru
hresst upp á hinn deyjandi miðbæ
með frumsmíð er sköpuð væri úr
rammíslensku efni, grjóti og mold
— mold og grjóti.
Mörgum bilhlössum af mold var
þá ekið í Austurstræti á hina nýju
göngugötu ásamt tugum — jafnvel
hundruðum tonna af grjóti. Grjót
þetta var til höggvið og notað áður
við gatnagerð, en varð síðar að
víkja fyrir nýrri tækni og lá nú
ónotað víðsvegar um borgarlandið.
Þótti nú sjálfsagt að bjaga þessum
verðmætu „fornminjum" og nota í
upphleðslur utan um moldarhaug-
ana, og þar með slegnar tvær flug-
ur í einu höggi.
Búlkar þessir tveir eru að stærð
hver um sig nálægt 100 fm, og um
45 cm á hæð. Útlínur þeirra hlaðn-
ar með innskotum og útnesjum til
fegurðarauka. Síðan átti gras að
hylja allt sköpunarverkið.
Allt hefur þetta uppátæki verið í
góðri meiningu gjört, þó misjafn sé
smekkur fólks um þessar fram-
kvæmdir. En hver er nú reynslan?
Þarna hefur ekki einu sinni tekist
að láta grasið þrífast. Það er
hörmulegt að sjá þessar moldar-
flatneskjur í Austurstræti um há-
sumar, þegar skrautblóm og allur
gróður jarðar skartar sínu feg-
ursta. Ég er þess fullviss, að hvergi
í borgarlandinu finnst þvílíkur
andstyggilegur óræktarblettur.
Meðfylgjandi mynd er tekin í ág-
ústbyrjun. Hvað erum við að sýna
„Mér finnst að þessar aðfinnshir
byggist aðallega á þeirri staðreynd,
að þegar komið er niður Banka-
stræti, þá lokar turninn útsýni að
stórum hluta Austurstrætis.”
með þessu? Já, mold og grjót. Þessi
framkvæmd var mistök, sem verð-
ur að bregðast við á viðeigandi
hátt, því að eins og það hefur staðið
undanfarið, er það borginni til
stórrar vansæmdar. Þessar upp-
hleðslur eru alltof stórar að flat-
armáli, til að unnt sé að þekja þær
með skrautblómum og öðrum
gróðri, enda tilgangslaust á þessum
stað, þar sem spellvirkjar hafa
þessar upphleðslur sér til þæginda,
og svala þar jafnframt skemmdar-
fýsn sinni. Hreinlegast væri að
moka öllu þessu upphleðsludrasli í
burtu. Það er betra hreint skafið en
illa grafið, segir máltækið.
Ég vonast fastlega til, að okkar
nýi og ágæti borgarstjóri sjái svo
um, að Austurstræti gefi framvegis
aðra landkynningu en þá, er að
undanförnu hefur svo dapurlega
blasað við hvers manns augum."
að sjá þessar moldarflatneskjur í Austurstræti um hásumar, þegar skraut-
blóm og allur gróður jarðar skartar sínu fegursta. Ég er þéss fullviss, að
hvergi í borgarlandinu finnst þvílíkur andstyggilegur óræktarblettur. Með-
fylgjandi mynd er tekin í ágústbyrjun.
Þessir hringdu . .
Finnst einhver sem
vísað getur leiðina?
Ellilífeyrisþegi hringdi og hafði
eftirfarandi að segja: — Af því
að það er ár aldraðra langar mig
til að minnast á það sem er
einna eftirminnilegast frá árinu.
Það eru þessar 13—60% verð-
lagshækkanir á því sem ellilíf-
eyrisþegar þurfa að kaupa til
þess að framlengja lífið frá degi
til dags. í því sambandi langaði
mig að spyrja, hvort ekki finni’st
sá er geti bent okkur á, hvernig
við eigum að mæta þessari verð-
hækkanaskriðu. Mér virðist eins
og vörur hækki frá degi til dags.
Ég fór í búð í gær og ætlaði að
kaupa súpupakka, en þá kostaði
hann 13 krónur. Mér þótti varan
hafa hækkað meira en lítið, því
að aðeins sex dögum áður hafði
ég keypt sams konar súpupakka
fyrir 4 krónur. Ég legg ekki
meira á þig svona í svipinn.
Þetta er matvara sem maður
getur ekki sloppið við að kaupa,
ef maður á að framlengja lífið
eitthvað. Ég má kannski í viðbót
minna á símahækkanir og hækk-
anir á rafmagni og hita. Er ekki
einhver svo góðviljaður að hann
vilji benda okkur ellilífeyrisþeg-
unum á það, hvernig við eigum
að mæta þessari kjaraskerðingu.
Þorsteinn Matthíasson
Gott útvarpserindi
Lára Pálsdóttir hringdi og
hafði eftirfarandi að segja:
— Mig langaði til að minnast á
og þakka fyrir skemmtilegt er-
indi sem haldið var í útvarps-
þættinum „Um daginn og veg-
inn“ á mánudagskvöld. Flytjand-
inn var Þorsteinn Matthíasson
og kom víða við. Það hefði verið
gaman að fá þetta erindi á prent.
Eg hef heyrt marga segja það
sama, t.d. á mínum vinnustað.
Þetta voru sannarlega orð í tíma
töluð, í öllu þessu stressi og
amstri, þegar enginn hefur tíma
til neins. Hafi Þorsteinn kærar
þakkir fyrir erindið.
Hvar á að fá
mismuninn?
1053-9013 hringdi og hafði eft-
irfarandi að segja: — Fyrir
skömmu var rætt um vasapen-
inga okkar gamla fólksins í sjón-
varpsþætti. Forstjóri Hrafnistu
talaði um að þarna væri um að
ræða rúmar 700 krónur. Ég tel
mig samt hafa góðar heimildir
fyrir því, að samkvæmt lögum,
sem tóku gildi 1. júlí í sumar,
beri hverjum vistmanni á elli-
heimili að fá til eigin ráðstöfun-
ar 1.440 krónur. Því spyr ég:
Hvar á að fá mismuninn?