Morgunblaðið - 11.09.1982, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1982
41
Verðtrygging lána:
Hefur ekki afgerandi áhrif á
það hvort Arnór verður „öreigi“
°K inT Kli ‘inm nn">K
r
ie,kn» uf **"> ad
x^zr:,g^
hu"'lrudhu.'ul'U tonZ>.r—Mi
l ^rKWft-Sfc
l;,r uHra . r Aíi^,.
rfte^-^Tí
■ «SS5,”Í S fe',6naU9mynd" um I
hækhar En nu hækk^. Vaf'f V'ð að VOfuve /
a6,a, minna Hvernra aj1*™' VOrUf me,fa
Wgunao Pað ef oS,90!"*'’" mæ" ve I
~i=s=£5f*£«3?. ~aLL:
með ivö Bc /
„Sem svar við fyrirspurn Arn-
órs Ragnarssonar í Velvakanda, 3.
september sl., þar sem spurt er
um, hvort verðtrygging lána geri
menn að öreigum, ef þeir byggja
hús úti á landi, skal eftirfarandi
tekið fram:
I dæmi sínu gerir Arnór ráð
fyrir því, að hann byggi hús í
kauptúni úti á landi. Verðmæti
hússins sé 1 milljón kr. og hann
hafi tekið verðtryggð lán að upp-
hæð 300.000 kr. frá lífeyrissjóðum
og Húsnæðisstofnun ríkisins.
Hann gerir síðan ráð fyrir því, að
verðbólgan sé 50% á ári, en verð-
gildi húsnæðisins hækki hins veg-
ar aðeins um 30—35% á ári.
Ef húsnæðið hækkar um 30% á
ári, eru eftirstöðvar lánanna, að
viðbættum verðbótum, um nokk-
urt árabil, hærri en verðmæti
hússins. Hækki húseignin um 35%
er verðmæti hússins alltaf hærra
en eftirstöðvarnar. Hér er miðað
við 25 ára lánstíma.
Verðtrygging lána hefur sem
slík ekki afgerandi áhrif á það,
hvort Arnór verður „öreigi", ef
hann byggir hús við þessar að-
stæður. Leggi hann fram allt sitt
fé sjálfur, rýrnar eign hans að
verðgildi um 13,3% á ári, ef al-
mennt verðlag hækkar um 50% en
húseignin um 30%. Eftir 5 ár er
verðgildi eignarinnar um 49% af
upprunalegu verðgildi, eftir 10 ár
23% og eftir 20 ár aðeins 6%.
Taki Arnór verðtryggt lán, til
þess að byggja hús sitt, má segja
að hans eigið fé rýrni tiltöiulega
enn örar og sú hætta vofir yfir
lánveitendum, að þeir tapi ein-
hverju af fé sínu við slíkar að-
stæður.
Tilgangur lífeyrissjóðanna með
útgáfu bæklings og auglýsinga í
blöðum er fyrst og fremst að
fræða almenning um verðtryggð
útlán sjóðanna. Hins vegar verður
hver og einn sjóðfélagi að vega og
meta það sjálfur, hvort hann býr
við slíkar aðstæður að verjandi sé
fyrir hann að taka verðtryggt líf-
eyrissjóðslán. I því sambandi
skiptir auðvitað meginmáli að
andvirði lánsins sé varið í skyn-
samlegar fjárfestingar.
Á hitt ber ennfremur að líta, að
jákvæð ávöxtun á fjármagni líf-
eyrissjóðanna er grundvöllur fyrir
verðtryggðum lífeyrisgreiðslum
til sjóðfélaga. Ef minnka á verð-
tryggingu á útlánum lífeyrissjóð-
anna, hefur það óhjákvæmilega í
för með sér skerðingu á bóta-
greiðslum sjóðanna.
Landssamband lífeyrissjóða
Samband almennra lífeýrissjóða.**
Skrifið eða hringið
til Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem
hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til
fostudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er
þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla
og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer
og heimilisfong verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar
óski nafnleyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan
höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í
dálkunum.
Spái að námsárangur yrði betri
Húsmóðir i Kópavogi skrifar:
„Velvakandi.
Eg var að lesa um heimsókn for-
seta íslands, Vigdísar Finnboga-
dóttur, í fiskvinnsluverksmiðju
Sölumiðstöðvar hraðfrystihús-
anna í Cambridge í Bandaríkjun-
um. Vakti einkum hrifningu henn-
ar þar að útbúnir voru sérstakir
fiskréttir sem seldir voru í skól-
ana.
Mér datt svona í hug, að mikið
væri gott að íslenskir skólanem-
endur ættu kost á að fá keypta
ódýra og lystuga fiskrétti í hádeg-
inu, eða annan hollan íslenskan
mat, þar sem þeir komast ekki
heim til sín og eru kannski í skóla
frá kl. 8 á morgnana til kl. 17 á
daginn. Ég spái því, að námsár-
angur yrði betri og heilbrigði yk-
ist, ef hægt yrði að koma þessu í
framkvæmd."
ALLTAF Á SUMNUDÖGUM
OG EFNISMEIRA BLAÐ!
?S. S;S , : ■ .
GIÖTHEBORG STRAND-
AR Á HRAUNSKEIÐI
NU ER AÐ DUGA
EÐA DREPAST
— R/ETT VIÐ ÁSGEIR SIGURVINSSON
r ■■
HEITIR DAGAR I HOFN
FORFEÐURNIR SÝNDU
MIKIÐ VERKFRÆDIVIT
— heimsOkn ad stóru-borg
AFKOMENDUR VÍK-
INGANNA í NORMANDÍ
GRIGORI RASPUTIN
HEFÐI MAÐUR ATT AÐ
FARA í TEBOÐ?
JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR
Á FLEYGIFERÐ UM AUSTUR-
LÖND FJÆR
HRÆRINGAR — POTTA-
RÍM — VERÐUR SÝND Á
NÆSTUNNI — JÁRN-
SÍÐAN — Á FÖRNUM
VEGI
Sunnudagurítm byrjar á síðum Moggans