Morgunblaðið - 15.09.1982, Page 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1982
í DAG er miðvikudagur 15.
september, imbrudagar,
258. dagur ársins 1982.
Árdegisflóö í Reykjavík kl.
04.43 og síödegisflóö kl.
17.01. Sólarupprás í
Reykjavik kl. 06.49 og sól-
arlag kl. 19.55. Sólin er í
hádegisstaö í Reykjavík kl.
13.23 og tungliö í suöri kl.
11.48 (Almanak Háskól-
ans).
Þar eö vér því höfum
þessi fyrirheit, elskaöir,
þá hreinsum oss af allri
saurgun á líkama og sál
og fullkomnum helgun
vora í guösótta. (2. Kor.
7,1.)
KROSSGÁTA
LÁRÉTT: — 1 þarmur, 5 eimyrja, 6
hlasNÍA, 7 rómversk lala, 8 belti, 11
greinir, 12 borda, 14 þefi, 16 gera
grugnugt.
IXM)RkTT: — I afleggjara, 2 glæsi-
leiki, 3 myrkur, 4 opi, 7 skynsemi, 9
innvfli, 10 vot, 13 Tæda, 15 einkenn-
isstafir.
I.AIISN SÍmiSTi: KROSSGÁTU:
l.ÁKK'l'l: — 1 köldum, 5 úu, 6
margur, 9 una, 10 Ni, II MD, 12
van, 13 eira, 15 eti, 17 nefnir.
LOORÉTT: — 1 komumenn, 2 lúra,
3 dug, 4 múrinn, 7 endi, 8 llna, 12
vatn, 14 ref, 16 II.
FRÉTTIR
í fyrrinótt mældist hvergi á I
landinu næturfrost. En þar sem
minnstur hiti var, á Grímsstöð-
um og Sauðanesi, fór hitinn j
niður í tvö stig. Hér í Rvík var í
j hlýrra lagi, 8 stiga hiti. llm
nóttina rigndi lítilsháttar, en |
þar sem mest úrkoma mældist
var hún á bilinu 15—26 millim.
| t.d. í Keflavík 15 og í Vest-
mannaeyjum 26 mm. í gær-
morgun snemma var hitastigið í
höfuðstað Grænlands, Nuuk-
Godtháb 3ju stig, en bærinn er
því sem næst á sömu breidd-
argráðu og Keykjavík.
Imbrudagar hefjast í dag.
„Fjögur árleg föstu- og bæna-
tímabil, sem standa þrjá daga
í senn (miðvikud.—föstudag).
Það er þriðja tímabilið sem
hefst í dag. Nafnið er komið
úr engilsaxnesku og merking
þess umdeild. Jafnframt virð-
ist nafnið hafa orðið fyrir
latneskum áhrifum, fjórar
tíðir,“ segir m.a. um imbru-
daga í Stjörnufræði/Rím-
fræði.
Nýir dósentar. — í tilk. frá
menntamálaráðuneytinu í
nýlegu Lögbirtingablaði, seg-
ir að ráðuneytið hafi skipað
þrjá dósenta við læknadeild
Háskóla Islands. — Hinir
nýju dósentar eru Grétar
Olafsson yfirlæknir í brjóst-
holsskurðlækningum, Gunnar
Olafsson yfirlækni í brjóst-
holsskurðlækningum, Gunnar
Biering læknir í barnalæknis-
fræðum og Gunnlaugur Snæ-
dal yfirlæknir, dósent í
kvensjúkdómafræðum.
í Kennaraháskóla íslands hef-
ur menntamálaráðuneytið
skipað Hrefnu Sigurjónsdóttur
lektor í líffræði.
Kjárréttir eru í dag, miðviku-
dag: Hítardalsréttir í
Hraunhreppi Mýr., Odds-
staðaréttir í Lundarreykja-
dal, Svignaskarðsréttir í
Borgarhreppi, Mýr. Tungna-
réttir í Biskupstungum, Þver-
árréttir í Þverárhlíð, Mýr.
(seinni dagur). — A morgun,
fimmtudag, verða fjárréttir,
sem hér segir: Grímsstaða-
réttir, Álftaneshr. Mýr.
Hrunaréttir í Hrunamanna-
hr. Árn., Skaftholtsréttir í
Gnúpverjahr. Árn. og
Stafnsréttir í Svartárdal,
A-Hún.
Ilallgrimskirkja. Ráðgert er að
j fara í skemmtiferð austur á
j Þingvelli á morgun, fimmtu-
j dag, með safnaðarfólk, sem
þátt tekur í starfi aldraðra í
sókninni. Verður lagt af stað
frá kirkjunni kl. 13.30 og
komið aftur í bæinn kl.
18—19. Þátttökugjald er kr.
100. Kaffidrykkja verður í
Valhöll. Sóknarprestur Þing-
vallakirkju sýnir gestunum
BSRB samdi við ríkið:
Samningurinn í anda
ASÍ-samkomulagsins
iiGMUMO
Iss. — Ég samdi bara upp á gamla verðið, eins og þið stelpur!!
staðinn. Tilk. þarf þátttöku í
skemmtiferðinni í dag, mið-
vikudag, í síma 39965 eða
10745. — Safnaðarsystur.
í Nessókn. — Kvenfélag
Neskirkju mun nú gefa öldr-
uðu fólki í Nessókn kost á
fótsnyrtingu og hársnyrt-
ingu. Verður það á hverjum
miðvikudegi í safnaðarheim-
ilinu (vesturdyrnar) kl. 13 og
verður byrjað á fótsnyrting-
unni í dag. Framvegis verður
svo tekið á móti pöntunum
vegna fótsnyrtingar í síma
13855 og vegna hársnyrtingar
í síma 13726.
ÁHEIT OG GJAFIR
Dýraspítala WaLsons hefur
nýlega borist peningagjöf —
áheit að upphæð kr. 500. Gef-
endur eru Valhildur Jónas-
dóttir og Jón W. Andrésson.
— Spítalastjórnin færir gef-
endum innilegar þakkir fyrir.
FRÁ HÖFNINNI
í gærmorgun kom Skaftá til
Reykjavíkurhafnar að utan
og þá fór Vela í strandferð.
Dettifoss var væntanlegur að
utan í gær. Þá kom rússnesk-
ur togari, einn af þessum
2000—3000 tonna drekum.
Þessi mun ekki hafa komið
hingað áður og heitir Neysk-
aya Dubrovska.
HEIMILISDÝR
Tveir hundar, tíkur, eru nú í
óskilum í Dýraspítala Wat-
sons í Víðidal. Var komið með
þær þangað, en báðar höfðu
verið á flækingi hér í Reykja-
vík, önnur vestur í Örfirisey,
en hin vestur í Melahverfi. Er
önnur tíkin lítil, lágfætt,
ljósgul og hvít með gráum
yrjum — nokkuð komin til
ára sinna. Hin er meðalstór,
brún, feitlagin. Báðar eru
blendingar. — Hvorug var
merkt. Sími Dýraspítalans er
76620.
MINNINGARSPJÓLD
Minningarkort Sjálfsbjargar, Félags
fatlaðra í Reykjavík og nágrenni,
fást á þessum stöðum í Reykjavík:
Reykjavíkur Apótek, Austurstræti
16, GarÖs Apótek, Sogavegi 108,
Verslunin Búöargerði 10, Bókabúðin,
Álfheimum 6, Bókabúð Fossvogs,
Grímsbæ v. Bústaðarveg, Bókabúðin
Embla, Drafnarfelli 10, Bókabúð
Safamýrar, Háaleitisbraut 58—60,
Innrömmun og hannyrðir, Leiru-
bakka 12, Kirkjuhúsið, Klapparstíg
27.
í llafnarfirði: Bókabúð Olivers Steins,
Strandgötu 31, Valtýr Guðmundsson,
Oldugötu 9.
í Kópavogi: í pósthúsinu.
Mosfell.ssveit: í Bókaversluninni
Snerra, Þverholti.
Minningarkortin fást einnig í
skrifstofu félagsins Hátúni 12, sími
17868. í sambandi við minningarkort
eru sendir giro-seðlar, ef óskað er,
fyrir þeirri upphæð sem á að renna í
minningarsjóð Sjálfsbjargar.
MESSUR
Ilallgrímskirkja: Náttsöngur
verður í kvöld kl. 22. Manuela
Wiesler leikur á flautu verk
eftir C.F.E. Bach. Sóknar-
prestar.
Kvöld-, nætur- og holgarþjónusta apótekanna í Reykja-
vik dagana 10.—16. september, aö báöum dögum meö-
töldum, er i Lyfjabúöinni lóunni. Auk þess er Garós
Apótek opió til kl. 22 alla daga vaktvikunnar nema
sunnudag.
Onæmisaögeröir fyrir fulloröna gegn mænusott fara fram
i Heilsuverndarstöó Reykjavikur á þriöjudögum kl ,
16 30—17.30. Fólk hafi meó sér ónæmisskirteini.
Læknastofur eru lokaóar á laugardögum og helgidögum.
en hægt er aö ná sambandi vió lækni á Göngudeild
Landspitalans alla virka daga kl. 20—21 og á laugardög-
um frá kl. 14—16 simi 21230. Göngudeild er lokuó á
helgidögum A virkum dögum kl.8—17 er hægt aó ná
sambandi vió neyöarvakt lækna a Borgarspítalanum^
sími 81200, en þvi aóeins aö ekki náist i heimilislækni/
Eftir kl. 17 virka daga til klukkan 8 aö morgni og frá
klukkan 17 á föstudögum til klukkan 8 árd. Á mánudög-
um er læknavakt i sima 21230. Nánari upplysingar um
lyfjabúóir og læknaþjónustu eru gefnar í símsvara 18888^
Neyóarvakt Tannlæknafélags Islands er í Heilsuverndar-
stöóinni viö Barónsstig á laugardögum og helgidögum kl.
17—18.
Akureyri. Vaktþjonusta apótekanna dagana 22. febrúar
til 1. marz, aó báóum dögum meótöldum er í Akureyrar
Apóteki. Uppl. um lækna- og apóteksvakt í símsvörum
apótekanna 22444 eóa 23718.
Hafnarfjöröur og Garöabær: Apótekin í Hafnarfirói.
Hafnarfjaróar Apótek og Noröurbæjar Apótek eru opin
virka daga til kl. 18.30 og til skiptist annan hvern laugar-
dag kl. 10—13 og sunnudag kl. 10—12. Uppl. um vakt-
hafandi lækni og apoteksvakt i Reykjavik eru gefnar i
simsvara 51600 eftir lokunartima apótekanna.
Keflavík: Apótekiö er opió kl. 9—19 mánudag til föstu-
dag Laugardaga, helgidaga og almenna frídaga kl.
10—12. Simsvari Heilsugæslustöóvarinnar, 3360, gefur
uppl. um vakthafandi lækni eftir kl. 17.
Selfoaa: Selfoss Apotek er opiö til kl. 18.30. Opió er á
laugardögum og sunnudögum kl. 10—12. Uppl. um
læknavakt fást i simsvara 1300 eftir kl. 17 á virkum
dögum. svo og laugardögum og sunnudögum
Akranes: Uppl. um vakthafandi lækni eru í simsvara 2358
eftir kl. 20 á kvöldin. — Um helgar, eftir kl. 12 á hádegi
laugardaga til kl. 8 á mánudag. — Apótek bæjarins er
opið virka daga til kl. 18.30, á laugardögum kl. 10—13 og
sunnudaga kl. 13—14.
SÁÁ Samtök ahugafolks um áfengisvandamálió: Sálu-
hjálp í viðlögum: Simsvari alla daga ársins 81515.
Foreldraráógjöfin (Barnaverndarráó Islands) Sálfræóileg
ráógjöf fyrir foreldra og börn. — Uppl. i síma 11795.
ORÐ DAGSINS Reykjavík sími 10000.
Akureyri sími 96-21840. Siglufjöróur 96-71777.
SJÚKRAHÚS
Heimsóknartimar. Landspítalinn: alla daga kl. 15 til 16 og •
kl. 19 til kl. 19 30. Kvannadeildin kl. 15—16 og kl.
19.30—20 Barnaspítali Hringsins: Kl. 13—19 alla daga. •
— Landakotsspitali: Alla daga kl. 15 til kl. 16 og kl. 19 til
kl. 19.30. — Borgarspítalinn í Fossvogi: Mánudaga til
föstudaga kl. 18.30 til kl. 19.30 og eftir samkomulagi. Á
laugardögum og sunnudögum kl. 15—18. Hafnarbúóir:
Alla daga kl. 14 til kl. 17. — Grensásdeild: Mánudaga til
föstudaga kl. 16—19.30 — Laugardaga og sunnudaga kl.
14—19.30. — Heilsuverndarstöóin: Kl. 14 til kl. 19. —
Fæóingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15.30 til kl.
16.30. — Kleppsspítali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl.
18.30 til kl. 19.30. — Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl.
17. — Kópavogshæliö: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á
helgidögum. —
SÖFN
Landsbókasafn íslands Safnahúsinu viö Hverfisgötu:
Lestrarsalir eru opnir mánudaga til föstudaga kl. 9—19.
Utlánssalur (vegna heimlána) er opinn sömu daga kl.
13—‘ 16.
Háskólabókasafn: Aöalbyggingu Háskóla Islands. Opió
mánudaga til föstudaga kl. 9—19. Utibú: Upplýsingar um
opnunartíma þeirra veittar í aóalsafni, sími 25088
Þjóóminjasafnió: Öpiö þriöjudaga, fimmtudaga, laugar-
daga og sunnudaga frá kl. 13.30—16.
Listasafn Islands: Opió sunnudaga, þriöjudaga, fimmtu-
daga og laugardaga kl. 13.30 til 16. Sérsýning: Manna-
myndir i eigu safnsins.
Borgarbókasafn Reykjavíkur
ADALSAFN — ÚTLANSDEILD, Þingholtsstræti 29a, sími
27155 opió mánudaga — föstudaga kl 9—21. Einnig
laugardaga í sept —apríl kl. 13—16. HLJOÐBOKASAFN
— Hólmgarói 34, simi 86922. Hljóöbókaþjónusta viö
sjónskerta. Opiö mánud. — föstud. kl. 10—16. AOAL-
SAFN — lestrarsalur, Þingholtsstræti 27. Sími 27029.
Opió alla daga vikunnar kl. 13—19. laugardaga 9—18,
sunnudaga 14—18 SÉRÚTLÁN — afgreiösla í Þing-
holtsstræti 29a, simi aóalsafns. Bókakassar lánaöir skip-
um, heilsuhælum og stofnunum. SÓLHEIMASAFN —
Sólheimum 27, simi 36814. Opiö mánudaga — föstudaga
kl. 9—21. Einnlg laugardaga sept.—apríl kl. 13—1.6.,
BÓKIN HEIM — Sólheimum 27, sími 83780. Heimsend-
ingarþjónusta á prentuóum bókum viö fatlaöa og aldr-
aöa. Símatíml mánudaga og fimmtudaga kl. 10—12.
i HOFSVALLASAFN — Hofsvallagötu 16. sími 27640. Opiö*
mánudaga — föstudaga kl. 16—19. BUSTAÐASAFN
Bústaóakirkju, simi 36270. Opió mánudaga — föstudaga
kl. 9—21, einnig á laugardögum sept —apríl kl. 13—16.
BÓKABÍLAR — Bækistöö i Bústaóasafni. simi 36270 ’
Viökomustaóir viösvegar um borgina.
Árbæjarsafn. Opiö samkvæmt umtali. Upplýsingar í síma
84412 milli kl. 9 og 10 árdegis. SVR-leiö 10 frá Hlemmi.
Ásgrímssafn, Ðergstaóastræti 74: Opiö sunnudaga,
þriöjudaga og fimmtudaga frá kl. 13.30—16.
Tæknibókasafnið, Skipholti 37, er opió mánudag til
föstudags frá kl. 13—19. Simi 81533.
Höggmyndasafn Asmundar Sveinssonar vió Sigtún er
opiö þriójudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 2—4.
Listasafn Einars Jónssonar: Opiö alla daga nema mánu-
daga kl. 13.30—16.
Hús Jóns Siguróssonsr f Ksupmsnnshöfn er opiö miö-
vikudaga til föstudaga frá kl. 17 til 22, laugardaga og'
sunnudaga kl. 16—22 Stofnun Árns Magnussonar,
Árnsgsrói, vió Suöurgötu. Handritasyning opin þriöju-
daga, fimmtudaga og laugardaga kl. 14—15 fram til 15.
september næstkomandi.
Kjarvalsstsóir: Opiö alla daga vikunnar kl. 14—22.
SUNDSTAÐIR
Laugardalslaugin er opin mánudag — föstudag kl. 7.20
til kl. 20.30. A laugardögum er opiö frá kl. 7.20 til kl.
17.30. Á sunnudögum er opiö frá kl. 8 til kl. 17.30.
Sundhöllin er opin mánudaga til föstudaga frá kl.
7.20—20.30. Á laugardögum er opiö kl. 7.20—17.30 og á
sunnudögum er opiö kl. 8.00—14.30. — Kvennatíminn er
á fimmtudagskvöldum kl. 21. Alltaf er hægt aö komast í
böóin alla daga frá opnun til kl. 19.30.
Vesturbœjarlaugin er opin alla virka daga kl.
7.20—20.30. laugardaga kl. 7.20—17.30 og sunnudag kl.
8.00—17.30. Gufubaóió í Vesturbæjarlauginni: Opnun-
artíma skipt milli kvenna og karla. — Uppl. í síma 15004.
Sundlaugin í Breióholti: Opin mánudaga—föstudaga kl.
07.20—20.30 Laugardag kl. 07.20—17.30. Sunnudaga
kl. 08.00—14.30. Uppl. um gufuböóin í síma 75547.
Varmárlaug í Mosfelissveit er opin mánudaga til föstu-
daga kl. 7.00—8.00 og kl. 17.00—20.00. Laugardaga kl.
12.00—18.00. Sunnudaga opiö kl. 10.00—16.00.
Kvennatímar flmmtudaga kl. 20.00—22.00. Saunaböö
kvenna kl. 19.00—22.00. Saunaböó karla opin laugar-
daga kl. 14.00—18.00. Sauna, almennur tíml, á sunnu-
dögum kl. 10.30—16.00. Barnatimar alla rúmhelga daga
kl. 12.00—16.00. Sími 66254.
Sundhöll Keflavíkur er opin mánudaga — fimmtudaga:
7.30—9, 16—18.30 og 20—21.30. Föstudögum á sama
tíma, til 18.30. Laugardögum 8—9.30 og 13—17.30.
Sunnudaga 9—11.30. Kvennatimar þriójudaga og
fimmtudaga 20—21.30. Gufubaóiö opiö frá kl. 16 mánu-
daga—föstudaga, frá 13 laugardaga og 9 sunnudaga.
Síminn er 1145.
Sundlaug Kópavogs er opin mánudaga—föstudaga kl.
7—9 og frá kl. 14.30—20. Laugardaga er oplö 8—19.
Sunnudaga 9—13. Kvennatímar eru þríöjudaga 20—21
og miövikudaga 20—22. Símlnn er 41299.
Sundlaug Hafnarfjaróar er opin mánudaga—föstudaga
kl. 7—21. Laugardaga frá kl. 8—16 og sunnudaga frá kl.
9—11.30. Ðöóin og heitu kerln opin alla virka daga frá
morgni til kvölds. Simi 50088.
Sundlaug Akureyrar er opin mánudaga—föstudaga kl.
7—8. 12—13 og 17—21. Á laugardögum kl. 8—16.
Sunnudögum 8—11. Sími 23260.
BILANAVAKT
Vaktþjónusta borgarstofnana. vegna bilana á veitukerfi
vatns og hita svarar vaktþjónustan alla virka daga frá kl.
17 til kl. 8 i síma 27311. I þennan síma er svaraó allan
sólarhringinn á helgidögum. Rafmagnsveitan hefur bil-
anavakt allan sólarhringinn í síma 18230.