Morgunblaðið - 15.09.1982, Side 7

Morgunblaðið - 15.09.1982, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1982 7 Félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 22. sept. í Félagsheimili Fáks kl. 20.30. Dagskrá: Vegamál og reiðvegir. Á Víöivöllum. Önnur mál. Borgarstjórinn í Reykjavík kemur á fundinn. Fáksfélagar mætið og látið í Ijós ykkar skoð- anir um vegakerfið. Hestamannafélagiö Fákur. PÓLÝFÓNKÓRINN Lærið að syngja Auöveld leið að hefja söngnám. Kórskóli Pólýfón- kórsins tekur til starfa 4. október. Pólýfónkórinn óskar einnig eftir góðu söngfólki, einhver tónlistarmenntun áskilin. Innritun og uppl. í síma 21424 á skrifstofutíma og símum 82795 og 45799 á kvöldin. ávaxtar þú sparifé þitt Þetta er mikilvæg spurning þegar leiðum til þess að verðtryggja fé hefur fjölgað og hægt er að velja mis- munandi ávöxtun. Leiðin sem hentar þér gæti m.a. verið: Verðtryggð spariskírteini Ríkissjóðs. Verðtryggð veðskuldabréf. Óverðtryggð veðskuldabréf. Happdrættisskuldabréf Ríkissjóðs. Við höfum víðtæka reynslu í verðbréfaviðskiptum og fjármálalegri ráðgjöf og miðlum þeirri þekkingu án endurgjalds. Viljir þú ávaxta sparifé þitt munum við ráðleggja þér hagkvæmustu ráðstöfun þess. Verðbréfemarkaöur Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu12 101 Reykjavik lönaóarbankahúsinu Sími 28566 Bann á Steingrím Olafur Jóhannesson, utanríkisráðherra. og fyrr- um formaður Framsóknar- flokksins hefur gengið þvert á vilja Steingríms Hermannssonar, sjávarút- vegsráðherra, núverandi formanns Framsóknar- flokksins. Ólafur hefur notað sér aöstöðu sina sem viðskiptaráðherra í Qar- veru Tómasar Árnasonar, sem vonar að geta ein- hvern tima orðið formaður Framsóknarflokksins. f fjarveru Tómasar hefur Olafur veitt 4 togurum leyfi til að selja afla sinn í út- löndum. Steingrímur segist vera þessu algjörlega and- vígur og hafi Olafur vitað um andstöðu sína, þegar hann veitti leyfin. Olafur segir hins vegar, að ekkert hafi veríð bókað um málið á ríkisstjórnarfundi. „Ég vissi ekki betur en þessar tillögur hefðu verið sam- þykktar," segir Steingrím- ur á forsíðu Tímans í gær. Ólafur kannast ekki við það, enda hefur hann talið rétt að sitja ríkisstjórnar- fundi um málefni útgerðar- innar þar til þeim er slitið. Steingrímur hefur hins vegar þann hátt á, eins og kunnugt er, að hlaupa til útlanda af miðjum ríkis- stjórnarfundum og skilja aðra ráðherra eftir undr- andi — þeir urðu líklega svo undrandi fyrir viku, að það gleymdist að ræða til- lögur Steingríms um bann við fisksöhi í útlöndum. Umræðurnar við ríkis- stjóraarborðið eftir brott- hlaup Steingríms hafa lík- lega snúist um það, hvort ekki værí rétt að setja bann við því að sjávarút- vegsráðherra færi til út- landa. r Deilur Ólafs og Steingríms Deilur formanns og fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins um fisksölur í útlöndum koma ekki á óvart, þegar til þess er litið, að Steingrímur hef- Mikil tíðindi Það eru svo sannarlega tímamót, að á forsíðu Tímans í gær og svo aftur á blaðsíðu þrjú í blaðinu skuli greint frá hörkudeilum Stein- gríms Hermannssonar og Ólafs Jóhannessonar um málefni togara- útgerðarinnar. Þessi fréttamennska hjá hinu þrönga flokksblaði sýnir aðeins eitt: Innan Framsóknarflokksins ríkir styrjaldarástand vegna óánægju með starfshætti Steingríms Hermannssonar. Ólafur Jóhannesson er hinn eini sem hefur afl til þess að sýna flokksfor- manninum í tvo heimana — og það hefur Ólafur gert og Tíminn hampar átökunum til að létta á flokksspennunni. Forystugrein Tím- ans í gær heitir svo: Áróðurinn gegn sjávarútvegsráðherra. ur vegið að Ólafi í vanda- samasta málinu sem hann hefur fariö með sem utan- ríkisráðherra, flugstöðv- armálinu. Einar Ágústsson, sem var utanríkisráðherra framsóknarmanna á með- an Steingrímur sat utan rikisstjórnar, samdi um það við Bandaríkjastjórn, hvernig háttað skyldi skipt- ingu kostnaðar milli Is- lendinga og Kandaríkja- manna við gerð nýrrar flugstöðvar á Keflavíkur- flugvelli. Bandaríkjastjórn hefur staðið við sinn hluta samkomulagsins og fjár- magn frá henni er til reiðu. Við myndun núverandi rík- isstjórnar gekk Steingrím- ur Hermannsson hins veg- ar þvert á samkomulagið sem Einar Ágústsson hafði gert með því að veita kommúnistum neitunar- vald um framkvæmd þess, auk Steingrims stóð Gunn- ar Thoroddsen að því að veita komraúnistum þetta vald — þeir hafa auðvitað beitt því og nú eru islensk stjóravöld komin í skömm gagnvart Bandaríkjastjórn og þurfa að fara aö henni bónarveg svo að hin sam- þykkta bandaríska fjárveit- ing falli ekki niður. Eins og við var að búast ræðst af- staða kommúnista í þessu máli af „þjóðlegri reisn“ — en hvað réð afstöðu Steingríms Hermannsson- ar, þegar hann veitti kommúnistum neitunar- valdið? Ólafur Jóhannes- son hefur ekki haft flug- stöðvarmáliö á valdi sinu — en hefur hann notið stuðnings frá Steingrími Hermannssyni til að fram- fylgja samkomulaginu sem Einar Ágústsson gerði? Nei, Steingrímur Her- mannsson hefur gagnrýnt samkomulagið. A hvaða forsendu? Jú, að réttast værí að Bandaríkjamenn bæru allan kostnað við smíði nýrrar flugstöðvar. Maðurinn sem veitti kommúnistum neitunar- vald í þessu máli ræðst á flokksbræður sina fyrir að hafa ekki samið betur. Athyglisverð ummæli Ólafur Jóhannesson hef- ur tekið afstöðu með Krístjáni Ragnarssyni, formanni LÍf, en á móti Steingrími Hermannssyni. í Tímanum í gær segir Krístján í tilefni af leyfis- veitingu Olafs: „Ólafur Jó- hannesson er viðskipta- ráðherra núna og ákaflega réttsýnn maður eins og alltaf áður.“ Hér í Morg- unblaðinu í gær segir Steingrímur Hermannsson hins vegar um Kristján Kagnarsson: „Kristján er enginn útgerðarmaður, hann er formaður félagsins ... Við göngum eins langt og ríklsvaldið getur að mínu mati og svo er það útgerðarmanna, ekki bara Kristjáns Kagnarssonar, að ákveða hvort þeir halda til veiða eða ekki.“ Greinilegt er af þessum ummælum sjávarútvegsráðherra, að hann stefnir að því að svipta Krístján Kagnarsson völdum í Landssambandi íslenskra útvegsmanna. Er sú afskiptasemi Steingríms af málum sem honum koma ekki við í samræmi við annað — en hvernig værí að Steingrímur athug- aði, hvort Ólafur Jóhann- esson hefði tekið af honum völdin í Framsóknar- Dokknum? Verzlunarráð íslands 65 ára I tilefni 65 ára afmælis Verzlunarráðs íslands efnir ráðið til hádegisverðarfundar, kl. 12:15—14:00, með Hans König, framkvæmda- stjóra Alþjóða verzlunarráðsins, í Víkingasal Hótels Loftleiða, föstudaginn 17. september. Umræðuefni: Framtíð frjáls framtaks og frí- verzlunar í Vestur-Evrópu. Að erindi loknu mun Hans König svara fyrirspurnum. Fundur- inn er opinn öllum félagsmönnum VÍ. Vinsam- legast tilkynnið þátttöku fyrir kl. 17:00, fimmtudag í síma 83088. Hans Kðntg Mótttaka í Húsi verzlunarinnar Viðhafnarmóttaka í tilefni afmælisins fyrir félagsmenn VÍ og gesti hefst í nýju húsnæði VI í Húsi verzlunarinnar, 7. hæð, klukkan 16:30 þann 17. og stendur til 19:00. Dagskráin hefst með setningarræðu Ragnars S. Halldórs- sonar, formanns VI, en ávörp munu flytja Halldór Ásgrímsson formaður fjárhags- og viðskiptanefndar n.d. alþingis, Davíð Oddsson, borgarstjóri og Þorvaldur Guðmundsson, fyrrverandi formaður VÍ. \í VERZLUNARRÁÐ ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.