Morgunblaðið - 15.09.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1982
19
Myndin er tekin á æfíngu á Tvíleik, þar eru Þórunn Magnea Magnús-
dóttir og Gunnar Kyjólfsson í hlutverkum sínum.
Frumsýning í Þjóðleikhúsinu:
Tvíleikur eftir Tom
Kempinski á Litla sviðinu
FYRNTA frumsýning leikársins veróur í Þjóóleikhúsinu á Litla sviöinu
sunnudaginn 19. sept. I»á verður flutt verölaunaleikritið Tvíleikur (Duett
for One) eftir Tom Kempinski. Úlfur Hjörvarsson þýddi leikritið á ís-
lensku, en leikstjóri er Jill Brooke Árnason, og má geta þess að þetta er
í fyrsta sinn sem hún setur upp leikrit í Þjóðleikhúsinu. Leikmyndin er
eftir Birgi Kngilberts og lýsing er í höndum Ásmundar Karlssonar.
Gunnar Kyjólfsson og Þóninn Magnea Magnúsdóttir fara með einu
hlutverkin í leiknum.
í stuttu máli greinir leikritið
frá ungum fiðlusnillingi, Steph-
anie Abrahams, sem haldinn er
heila- og mænusiggi („multiple
sclerosis"). Þessi sjúkdómur
veldur því að hún neyðist til að
leggja fiðluleik á hilluna. Sökum
þess að henni veitist afar torvelt
að sætta sig við hlutskipti sitt
leggst hún í þunglyndi. Fyrir at-
beina vina sinna ákveður Steph-
anie að láta skeika að sköpuðu
og leita á náðir sálfræðings í
þeim tilgangi að reyna að finna
fótfestu í lífinu á ný. Og fer leik-
ritið fram á skrifstofu sálfræð-
ingsins. Áður en lengra er haldið
ber að taka fram að hér er ekki
um að ræða dæmigerðan vanda-
málaleik af félagslegum toga,
heldur fjallar leikritið fyrst og
fremst um lífið sjálft og baráttu
einstaklings sem knúinn er til að
endurmeta tilgang þess. — Er
leikurinn gagnsýrður af kaidrifj-
aðri kímni og djúpri manneskju-
legri samúð.
Höfundur verksins, Tom
Kempinski, fæddist í London ár-
ið 1938. Tveimur árum áður
höfðu foreldrar hans flúið undan
nazistum en fjölskyldan var af
þýðversku bergi brotin. Tom
Kempinski hóf nám við Cam-
bridge-háskóla, en hætti þar áð-
ur en hann lauk prófi fyrir leik-
listarinnar sakir. Og lýsti Kemp-
inski yfir því að hann vildi verða
leikari en ekki ofviti. Hann nam
síðan leiklist við fræga aka-
demíu á árunum 1958—60. Eftir
að hann útskrifaðist þaðan fékk
hann mörg veigamikil hlutverk í
Bretlandi.
Fyrir nokkrum árum fór hann
að fást við leikritagerð með góð-
um árangri. Fyrsta leikritið sem
vakti verulega athygli eftir hann
var Flashpoint, en það hefur ver-
ið sett víða upp.
Þegar Tvíleikur var frumsýnd-
ur í London vakti leikritið strax
eftirtekt og jafnvel hneykslan.
Ástæðan til þess er sú að ýmsir
töldu að hér væri verið að nýta
harmleik sellóleikarans Jaque-
line du Pré sem vegna alvarlegs
sjúkdóms („multiple sclerosis")
varð að láta hljóðfæraleik lönd
og leið. En aðrir bentu á að höf-
undurinn væri að skrifa út frá
baráttu sinni við annan sjúk-
dóm.
Að lokum má geta þess að
breska leiklistarsambandið kaus
Tvíleik besta leikrit ársins 1980.
Sýning á trúarlegri
og kirkjulegri list
BISKIIP íslands skipaði á síðastliðnu
ári Kirkjulistarnefnd, scm hefur að
meginverkefni að vera ráðgefandi um
byggingingu og endurbyggingu og
stækkun kirkita, svo og um kirkjubún-
að. llefur þegar alloft verið leitað til
nefndarinnar um leiðbeiningar i þeim
efnum, segir í fréttatilkynningu, sem
Mbl. hefur borizt.
Kirkjulistarnefnd vinnur um þess-
ar mundir að undirbúningi yfir-
gripsmikillar sýningar á trúarlegri og
kirkjulegri list. Verður sú sýning að
Kjarvalsstöðum um næstkomandi
páska, eða dagana 19. mars til 10.
apríl 1983. Þungamiðja sýningarinnar
verður ný verk íslenskra listamanna og
hefur þeim þegar verið sent bréf með
boði um þátttöku í sýningunni.
Ennfremur verður táknmyndasýning,
litskyggnusýning af íslenskum kirkj-
um og kirkjugripum og nokkur valin
verk sem fengin verða að láni úr
kirkjum.
í Kirkjulistarnefnd eiga sæti dr.
Gunnar Kristjánsson, sóknarprestur
að Reynivöllum, tilnefndur af Presta-
félagi íslands, Björn Th. Björnsson,
listfræðingur, tilnefndur af Félagi ís-
lenskra myndlistarmanna og Jóhann-
es S. Kjarval, arkitekt, tilnefndur af
Arkitektafélagi Islands.
Kirkjulistarnefnd ásamt biskupi
Islands boðar til blaðamannafundar á
Biskupsstofu, Klapparstíg 27, kl.
15.00, fimmtudaginn 16 september
nk., þar sem erindi nefndarinnar og
fyrirhuguð sýning á kirkjulist og trú-
arlegri list verða kynnt.
r
Arekstur í
Grafningi
ALLIIARDHR árekstur varð á
Grafningsvegi skammt frá veginum
að Heiðarbæ laust fyrir klukkan 14
á laugardag. Datsun-bifreið var ekið
í norður að hlindhæö sem þarna er,
en Mazda-bifreið var ekið i suðurátt.
Vcgurinn þarna er mjór og blind-
hæðin óskipt og slysahætta þvi veru-
leg. Ökumenn sáu ekki hvor annan
fyrr en allt var um seinan og skullu
bifreiðirnar saman af miklu afli.
Mazda-bifreiðin lenti útaf veginum
og valt og endaði á toppnum. Meiðsli
urðu ekki á fólki.
Healthcrafts
náttúruleg vítamín
Nú fást náttúruleg ví'tamí'n í öllum helztu matvöruverzlunum
Vekjum athygli á hinum heimsþekktu náttúruví'tamí'num frá
Healthcrafts \ Bretlandi, stærsta framleiðanda vi'tamina i Evrópu.
Góö heilsa Heildsölubirgðir:
er gulli betri. Heildverzlunin ElmaW kf.
Bcrgstaðastræti 19,
sími 21260.
•§• KOMATSU
ALLAR STÆRÐIR OG
GERDIR LYFTARA
FRÁ
KOMATSU
Venjulegt mastur
IOpiö mastur
Opna mastriö á Komatsu-
lyfturunum veitir óhindraö
r* útsýni.
Eigurr. til afgreiðslu nú þegar 2 lyftara á veroi sioan
fyrir gengisfellingu.
3ja tonna dieselknúinn með snúningsbúnaði. Verð kr. 310.400.-
2ja tonna rafknúinn með snúningsbúnaði. Verð kr. 327.700.-
Góðir greiðsluskilmálar.
Margar aðrar stærðir af diesel og rafknúnum lyfturum væntanlegar á næstunni.
Aukiö öryggi á vinnustööum
meö Komatsu.
Varahluta og viöhaldsþjónusta.
KOMATSU á íslandi
B/LABORG HF
Véladeild Smiðshöfða 23. Sími: 81299