Morgunblaðið - 24.10.1982, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1982
Nefnd VÍ um opinber innkaup:
Innkaupastofnanir
ríkis og Reykjavíkur
verði lagðar niður
NEFND, sem Verzlunarráð ís-
lands setti á lagK'mar til að fjalla
um opinber innkaup, hefur komizt
að þeirri niðurstöðu, að rétt sé að
leggja niður Innkaupastofnun rík-
isins og Innkaupastofnun Reykja-
víkur, en viðkomandi opinberum
stofnunum verði falin innkaup á
eigin ábyrgð og þannig verði kom-
izt hjá tvíverknaði og aukakostn-
aði.
'O
INNLENT
Nefndin telur að starfsemi
stofnananna samrýmist ekki þeim
eftirsóknarverðu markmiðum,
sem hún telur nauðsynlegt að hafa
að leiðarljósi. Nefndin telur, að
innkaup opinberra aðila skuli ætíð
vera í fullu samræmi við viðtekn-
ar og eðlilegar viðskiptavenjur og
stefna að því meginmarkmiði að
örva samkeppni og nýta kosti
hennar til aukinnar hagkvæmni
og nýjunga.
í tillögum nefndarinnar segir
ennfremur, að verði innkaupa-
stofnanirnar hins vegar áfram við
lýði, þurfi að gæta þess, að verk-
svið þeirra verði ekki svo víðtækt,
að það komi í veg fyrir eðlilegt
svigrúm opinberra stofnana til að
haga innkaupum sínum með hag-
kvæmum hætti.
„Ansi margir munu líta
til veðurs um áramót“
— segir Björn Guðmundsson
„ÁSTANDID er óneitanlega mjög
alvarlegt í iðngreininni og þaö, sem
er kannski verst, er að ckki er að sjá
Fyrsta síldin
til Akraness
OSKAK llalldórsNon KE kom í fyrra-
dag með 40 lestir af síld til Akraness.
Var það fyrsta síldin sem berst til
Akraness á þessari vertíð. Síldin var
söltuð hjá llaraldi Böðvarssyni og co.
Að sögn Haralds Sturlaugssonar,
framkvæmdastjóra fyrirtækisins,
var síldin söltuð þegar á fimmtudag,
alls rúmlega 200 tunnur og var hún
mjög góð. Sagði hann, að Óskar
Halldórsson hefði fengið síldina á
Borgarfirði eystra og hefði komið
með hana til Akraness, þar sem
hann þurfti að skipta um nót. Skipið
myndi síðan reyna fyrir sér fyrir
Suðurlandi.
Þá sagði Haraldur, að nú biðu
menn bara eftir því að meiri síld
bærist og væru tilbúnir í slaginn.
Haraldur Böðvarsson og co. gerði
einnig út tvo báta á síldveiðar og
vonaðist hann til að þær veiðar
gengju vel. Einnig væri gert ráð
fyrir að fá afla af einhverjum öðrum
bátum.
nein teikn um batnandi tíð. Við ger-
um ekki ráð fyrir, að neinar aðgerðir
komi til meðan stjórnmálaástandið
er í þeirri óvis.su, sem það er í nú,“
sagði Björn Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Sportvers, í samtali
við Mbl., er hann var inntur eftir
stöðu fataiðnaöarins, en eins og
skýrt hefur verið frá, hefur iðngrein-
in átt mjög í vök að verjast síðustu
mánuðina.
Björn Guðmundsson sagði að-
spurður, að gengissigið um síðustu
helgi hafi að sjálfsögðu heldur
lagað stöðuna. „Vandi fataiðnað-
arins er hins vegar miklu stærri
en svo, að 4% gengissig segi
eitthvað upp í það. Um er að ræða
uppsafnaðan vanda síðustu
tveggja ára. Gengið hefur verið
svo gífurlega rangt skráð allan
þennan tíma. Þar erum við að tala
um tugi prósenta," sagði Björn
Guðmundsson ennfremur.
„Mitt mat er, að ansi margir
muni standa uppi á hólnum um
áramót og líta til veðurs, ef engin
breyting verður orðin á. Mörg
fyrirtæki munu ekki halda þetta
út öllu lengur," sagði Björn Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri
Sportvers, að síðustu.
Atvinnulóðir
við Jaðarsel:
Hluti svæðis-
ins undir
íbúðabyggð
BORGARSTJÓRN samþykkti á
fundi sínum sl. fimmtudag, að
breyta landnotkun á áður fyrirhug-
uðu iðnaðarsvæði við Jaðarsel
þannig, að gert yrði ráð fyrir bygg-
ingu íbúða á hluta svæðisins. Þessi
breyting var samþykkt með 12 at-
kvæðum sjálfstæðismanna gegn 9
atkvæðura vinstri manna.
í umræðum kom það fram hjá
Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni,
borgarfulltrúa og formanni
skipulagsnefndar, að eftirspurn
eftir iðnaðarlóðum á svæðinu
hefði verið lítil sem engin, þrátt
fyrir það að reynt hefði verið að
benda fyrirtækjum á þessar lóð-
ir. Sagði Vilhjálmur að með sam-
þykkt fyrrgreindar tillögu væri
verið að taka u.þ.b. þrjá hektara
svæðisins undir íbúðabyggð, en
eftir sem áður gæti atvinnustarf-
semi rúmast á hinum hluta
svæðisins, sem væri um þrír
hektarar.
Akranes:
Innbrot
í FYRRINÓTT var brotist inn í
Söluskálann Björg á Akranesi.
Að sögn lögreglunnar á Akra-
nesi hafði þjófurinn, eða þjófarn-
ir, ekki mikið upp úr krafsinu, ein-
göngu skiptimynt að upphæð um
800 kr., annað var látið kyrrt
liggja. Málið var í rannsókn í gær.
Koivistohjónin kvödd
FINNSKU forsetahjónin, Mauno og fellervo Koivisto, héldu heim á
leið í gærmorgun að lokinni opinberri heimsókn til Islands. Emilía
tók þessa mynd er þær kvöddust, finnska forsetafrúin og Vigdís
Finnbogadóttir, forseti íslands. Finnski forsetinn horfir brosandi á,
en í veizlu sinni á Hótel Borg í fyrrakvöld bauð hann forseta íslands
í opinbera heimsókn til Finnlands.
Januar—ágúst:
193,5% aukning á vísi-
tölubundnum reikningum
Upphæðir á gjaldeyrisreikningum hafa aukizt um 135,9%
INNISTÆÐUR á vísitölubundnum reikningum í innlánsstofnunum hafa
stóraukizt það sem af er þessu ári. í ágústlok voru 2.017 milljónir króna á
þessum reikningum, en til samanburðar voru 687 milljónir króna á þeim á
sama tíma í fyrra. Aukningin milli ára er því liðlega 193,5%. í lok ársins í
fyrra voru 977 milljónir króna inni á vísitölubundnum reikningum í inn-
lánsstofnunum.
Þá hafa vinsældir gjaldeyris-
reikninga farið sívaxandi, en í ág-
ústlok sl. voru 335 milljónir króna
Ólafur G. Einarsson formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins:
Buðum upp á allt óbreytt
því var hafnað
en
„FYRIR ári varð samkomulag
milli þingflokks sjálfstæðismanna
og Gunnars Thoroddsen, forsætis-
ráðherra, um sameiginlegt fram-
boð í þingnefndir. Sjálfstæðis-
menn í ríkisstjórn höfðu ekki
mannafla í allar nefndir þingsins.
Ráðherrar fóru sjálfir í nokkrar
nefndir og Kggert llaukdal í fimm
nefndir, þrjár í neðri deild og tvær
í samcinuðu þingi. Samkomulag
varð einnig milli þingflokksins og
sjálfstæðismanna i ríkisstjórn um
að stjórnarliðar fengju formenn í
fjárhags- og viöskiptanefnd og
sjávarútvegsnefnd neðri deildar,
þótt stjórnarandstaðan hefði þar
mcirihluta. Um þetta var samið
fvrir ári og ekki annað,“ sagði
Olafur G. Einarsson, formaður
þingflokks Sjálfstæðisflokksins, í
vitali við Mbl. i gær.
Tiiefni viðtalsins við Ólaf eru
yfirlýsingar Páls Péturssonar,
formanns þingflokks Framsókn-
arflokksins, í fjölmiðlum vegna
kjörs formanna og varafor-
manna í tvær nefndir neðri
deildar Alþingis, en þar voru
formenn kjörnir úr hópi stjórn-
arandstæðinga, en voru áður úr
hópi stjórnarliða. Páll hefur líkt
kosningunum við „hrekki", sagt
þá^brot á samkomulagi" o.fl.
Ólafur sagði einnig: „Þing-
flokkur sjálfstæðismanna bauð
upp á sams konar samkomulag
nú og jafnframt óbreytta for-
mennsku í fjárveitinganefnd, þ.
e. að Geir Gunnarsson, Alþýðu-
bandalagi, yrði áfram formaður,
þrátt fyrir breytta afstöðu Egg-
erts Haukdal til ríkisstjórnar-
innar. Því var hafnað og Eggert
Haukdal féll í kosningum til
fjárveitinganefndar fyrir Frið-
jóni Þórðarsyni, ráðherra, sem
var á lista stjórnarliða.
Þegar þetta lá fyrir spurði
Páll Pétursson, formaður þing-
flokks Framsóknarflokksins,
hvort annað yrði óbreytt frá síð-
asta þingi. Ég svaraði því til að
af okkar sjálfstæðismanna hálfu
stæðu þeir samningar sem gerð-
ir voru í fyrra og átti ég að
sjálfsögu ekki við neitt annað en
formennsku í fjárhags- og við-
skiptanefnd og sjávarútvegs-
nefnd neðri deildar, um annað
var ekki rætt okkar í milli.
Ég vek einnig athygli á að
samningar þessir voru á sínum
tíma gerðir við sjálfstæðismenn
í stjórnarliðinu, en ekki við Pál
Pétursson. Ef ætlunin hefði ver-
ið að breyta þar til hefðu sjálf-
stæðismenn í ríkisstjórn átt að
leita til þingflokksins. Það gerðu
þeir hins vegar ekki nema varð-
andi fjárveitinganefnd," sagði
Ólafur að lokum.
inni á þeim, samanborið við 142
milljónir króna á sama tíma í
fyrra. Aukningin milli ára er því
liðlega 135,9%. í árslok í fyrra
voru samtals 145 milljónir króna
inni á gjaldeyrisreikningum, en í
lok ársins 1980 voru samtals 76
milljónir króna inni á þessum
reikningum.
Ef litið er á heildarinnlán inn-
lánsstofnana, þá voru þau í ágúst-
lok sl. um 8.285 milljónir króna,
samanborið við 5.402 milljónir
króna á sama tíma í fyrra. Aukn-
ingin milli ára er því tæplega
53,4%.
Aukning veltiinnlána var til-
tölulega lítil milli ára, en upphæð
þeirra í ágústlok var um 1.451
milljón króna, samanborið við
1.124 milljónir króna á sama tíma
í fyrra. Aukningin milli ára er því
aðeins 29%.
Heildarupphæð spariinnlána
var 6.490 milljónir króna í ágúst-
lok, en til samanburðar var heild-
arupphæðin á sama tíma í fyrra
4.124 milljónir króna. Aukningin
milli ára er því tæplega 57,4%
Hitaveita Egilsstaða:
Vatnið hefur kólnað
úr 64 gráðum í 52,5
„VIÐ HÖFUM átt í erfiðleikum
með heita vatnið hér, það er rétt,“
sagð Baldur Einarsson, hitaveitu-
stjóri hjá Hitaveitu Fella- og Egils-
staðahrcpps á Héraði, í samtali við
blaðamann Morgunblaðsins í vik-
unni. „Hitaveitan var tekin í notkun
árið 1979,“ sagð Baldur, „og þá var
vatnið 64ra gráðu heitt, en nú hefur
það kólnað niður i 52,5 gráður.
Þessu urðum við að mæta með
því að fá kyndistöð, og í desember
fyrir tæpu ári var sett hér upp
svartolíuketill er við keyptum frá
Danmörku, en þá var allt að frjósa
hér. Ketillinn kostaði eitthvað á
aðra milljón króna, og í vetur
reiknum við með að þurfa að
kaupa olíu fyrir eitthvað hátt á
aðra milljón króna."
Baldur sagði nauðsynlegt að
kynda með olíu flesta þá daga sem
frost væri, misjafnlega mikið eftir
því hve kalt væri í veðri. Von væri
þó um að unnt yrði að fá meira
heitt vatn, en flokkur frá Orku-
stofnun hefði tvívegis verið við
mælingar nyrða, og væri niður-
stöðu að vænta úr þeim rannsókn-
um nú fyrir áramót. „En það er
greinilegt að það eyðist sem af er
tekið," sagði Baldur, „og þetta er
ekki óþrjótandi auðlind. Það sést
til dæmis strax á því að þegar hol-
urnar eru hvíldar, þá hitnar vatn-
ið í þeim um leið.“