Morgunblaðið - 24.10.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1982
7
Það er fyrsti sunnudagur í
vetri. Gömul staka kemur í
hug:
Allt fram streymir endalaust,
ár <»g dagar lída.
Nú er komid hrímkalt haust,
horfin sumarblíAa.
Við skynjum tregann í þessu
gamla ljóði Fjallaskáldsins,
trega vegna horfinnar fegurð-
ar, en jafnvel einnig kvíða
fyrir komandi dögum. Meira
en hundrað ár eru liðin síðan
þetta var ort. Margt hefur
breyst á þeim tíma. Þó ekki
tregi hauststemmningarinnar.
Við söknum alltaf sumarsins.
En kvíðinn fyrir vetrinum
hefur minnkað. Því valda þær
framfarir, sem við höfum orð-
ið aðnjótandi á ýmsum sviðum
okkar mannlega lífs. Þar er að
baki jákvæð þróun, sem við
megum vera mjög þakklát
fyrir, þróun sem dýpst skoðað
er Guði að þakka. Við getum
gengið Vetri konungi á hönd
miklu vonbetri en forfeður
okkar. Þannig hefur mannlíf-
inu þokað í rétta átt.
Það þýðir þó ekki, að við
getum gengið andvaralaus inn
í erfiðustu árstíðina. Hafís,
stórhríðarbyljir, snjóflóð og
frosthörkur geta sett alla
okkar tækni út af laginu og
valdið miklum erfiðleikum.
Því er full ástæða til fyrir-
hyggju og fyrirbænar. Ef við
skoðum sögu genginna kyn-
slóða, sjáum við svo að vart
verður um villst, að það er trú-
in á Guð, sem hefur verið hið
sterka andlega afl, er hélt
þjóðinni uppi, þegar erfiðleik-
ar voru hvað mestir. Svo mun
enn verða, hvenær og hvernig
sem á reynir. Við getum tekið
undir með höfundi 121. sálms-
ins: „Hvaðan kemur mér
hjálp? Hjálp mín kemur frá
Drottni, skapara himins og
jarðar."
Stundum kemur mér í hug,
að það sé líkt og vetur og
sumar skipti með sér verkum
við að byggja okkur upp til
átaka við lífið. Sumrinu fylgir
útiveran, það að njóta sólar-
innar og birgja líkamann upp
af orku, er kemur sér vel í
myrkri skammdegisins. Vet-
urinn á að sjálfsögðu einnig
sína útivist, en með öðrum
hætti. Hann verður og meira
tími andlegrar uppbyggingar.
Þá vinna skólarnir sitt starf,
þá er kirkjulífið blómlegast og
leikhúsin starfa og einhvern
Við
vetrar-
komu
veginn virðist þá besti tíminn
til þeirra iðkana, sem hefja
eiga mannsandann á æðra
stig. Það er því nauðsyn að
nota vel þær tómstundir, sem
veturinn ber í skauti. Við er-
um hér öll til að vinna fyrir
eilífa tíð. Við erum að vinna
að okkar eigin þroska til þess
meðal annars að geta orðið af-
lögufær, annarra vegna, og
þokað mannlífinu smám
saman til réttrar áttar, um
leið og við vinnum að okkar
eigin sálarheill.
Sumarið er okkar bjarti
tími, veturinn hinn dimmi.
Þess vegna kvíða honum
margir, en þrá sumarið og
birtu þess. Þó er Guð ekki síð-
ur nálægur okkur á hinni
dimmu tíð. En víst má einnig
með sanni segja, að hann noti
myrkrið til að reyna okkur.
Það er mikill sannleikur fólg-
inn í hinum fleygu orðum:
„Þinn sanni maður ásannast í
myrkrinu." í fyrsta lagi er
þarna átt við, að í myrkrinu,
þar sem enginn sér til þín,
„þar sem enginn þekkir
mann“, þar reynir mest á and-
legan styrkleik þinn, hvort þú
stenst þær freistingar, sem
þar leita á. í öðru lagi er um
það spurt, hvort þér sé unnt að
láta ljós það, sem Guð hefur
gefið þér, lýsa svo skært, að
þér takist að breyta myrkrinu
í kringum þig í ljós. — Þess
gerist oft þörf, bæði að breyta
ýmsu, er gerir lífið dimmt og
drungalegt, og að lífga upp
raunverulegt skammdegi með
björtum hugsunum, orðum
eða gjörðum, — með glaðlegra
viðmóti og hlýlegri umhyggju
gagnvart meðbræðrunum.
Og þó að okkur takist það
ekki, þá gerir Guð það. Hann
kemur og gefur hið mikla ljós
heimsins. Þá eru jól. Þá er
birta og gleði. Flestum væri
veturinn mun erfiðari og ýms-
um illbærilegur, ef ekki væru
jólin til að lýsa upp dimmasta
skeiðið og kljúfa hið erfiða
tímabil. Sú staðreynd er mér
voldugt tákn þess, að myrkvið-
ur mannlífsins væri okkur
ófær, ef Guð væri ekki nálæg-
ur með hjálp sína og þar
skiptir mestu ljós hans í Jesú
Kristi.
En hvort sem hér er vetur,
sumar, vor eða haust, þá er
Guð hinn sami, kærleiksríki
máttur. Og hann elskar ekki
bara mannkynið sem heild.
Hann elskar þig og mig per-
sónulega og mun aldrei sleppa
af okkur hendinni, aldrei
skilja okkur eftir ofurselda
vetraröflunum, nema við lok-
um okkur fyrir hlýju og ljósi
ástar hans.
Gerðu það því fyrir mig, les-
andi minn, að fletta upp á 121.
sálmi Davíðs og helga inn-
göngu þína í nýbyrjaðan vetur
með orðunum sem ég vitnaði
til hér að framan og því sem
þeim fylgir:
„Ég hcf augu min til fjallanna.
llvaAan kemur mér hjálp?
Hjálp mín kemur frá Drottni,
skapara himins og jarAar.
Xann mun ... “
W YORK NEW YORK NEW YORK NEW YORK NEW YORK NEW YORK NEW
Vlkuferðir til
Innifalið flug, gisting a
Summit Hotel og skoð
unarferö. íslensk farar
stjórn.
FLUGLEIÐIR
Sítn»r,
New York
Brottför alla
laugardaga
Sérstakt kynningar-
verö: 6. nóv., 20. nov
og 4. des. kr.
Feröaskfitatota
A-
"W,.,
Reykjavík.
GENGI VERÐBREFA 24. OKTÓBER 1982
VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: Sölugengi pr. kr. 100.-
1970 2. flokkur 9.202.04
1971 1. flokkur 8.075.36
1972 1. flokkur 7.002,88
1972 2. flokkur 5.930,72
1973 1. flokkur A 4.283,86
1973 2. flokkur 3.946,77
1974 1. flokkur 2.724,05
1975 1. flokkur 2.237,86
1975 2. flokkur 1.685,88
1976 1. flokkur 1.596.94
1976 2. flokkur 1.277.44
1977 1. flokkur 1 185,10
1977 2. flokkur 989,48
1978 1. flokkur 803,16
1978 2. flokkur 631,91
1979 1. flokkur 532,73
1979 2. flokkur 411,76
1980 1. flokkur 297,22
1980 2 flokkur 233,55
1981 1. flokkur 200,64
1981 2. flokkur 149,02
1982 1 flokkur 135,45
M«óalávöxtun ofangreindra flokka um-
fram verðtryggingu er 3,7—5%.
VEÐSKULDABRÉF
ÓVERÐTRYGGO:
Sölugengi m.v. nafnvexti
(HLV)
12% 14% 16% 18% 20% 40%
1 ár 63 64 65 66 67 77
2 ár 52 54 55 56 58 71
3 ár 44 45 47 48 50 66
4 ár 38 39 41 43 45 63
5 ár 33 35 37 38 40 61
VEDSKULDABRÉF
MEÐ LÁNSKJARAVÍSITÖLU:
Sölugengi nafn- Ávöxtun
m.v. vextir umfram
2 afb./ári (HLV) verötr.
1 ár 96,49 2% 7%
2 ár 94,28 2% 7%
3 ár 92,96 2V4% 7%
4 ár 91,14 2V4% 7%
5 ár 90,59 3% 7%
6 ár 88,50 3% 7V.%
7 ár 87,01 3% 7%%
8 ár 84,85 3% 7%%
9 ár 83,43 3% 7%%
10 ár 80,40 3% 8%
15 ár 74,05 3% 8%
VERÐTRYGGÐ
HAPPDRÆTTISLÁN
RIKISSJOÐS pr. kr. 100.-
B — 1973
C — 1973
D — 1974
E — 1974
F — 1974
G — 1975
H — 1976
I — 1976
J — 1977
1. fl. — 1981
2.851,48
2.553,05
2.216,18
1.515,96
1.515,96
1.005,61
958,22
729,11
678.42
135,84
Seljum og tökum í umboðssölu verötryggö spariskírteini Ríkis-
sjóös, happdrættisskuldabréf Ríkissjóös og almenn veöskulda-
bréf.
Höfum víötæka reynslu í veröbréfaviöskiptum og fjármálalegri
ráögjöf og miölum þeirri þekkingu án endurgjalds.
Veröbréfamarkaöur
Fjárfestingarfélagsins
Lækjargötu12 101 Reykjavik
lönaöarbankahúsinu Stmi 28566
Kantlímdar — smíðaplötur
(Hobby-plötur)
fyrir fagmenn og leikmenn.
* breidd
crn 4 l*n
Hurdir
á fata-
skápa
"’•* aikar-
•pmnl, til-
bunar undir
i«kk og tMM.
Það er ótrúlegt hvað hægt
er sö smíöa úr þessum
hobbýplötum, t.d. klssöa-
skápa, eldhúsinnréttingar,
hiHur og jafnvel húsgögn.
BJORNINN
Skúlatúni 4 Simp 25150 Reykjavík
m lnr0iiiMl H ífr
8 $ Metsölublad á hverjum degi!