Morgunblaðið - 24.10.1982, Síða 20

Morgunblaðið - 24.10.1982, Síða 20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1982 +BW Rætt vid Oskar Jónsson frá Holtsmúla um veiðar í Veiðivötnum, smalamennsku og útilegumenn „Það vantaði margt fé úr Snjóöldunni þetta haust og fengum við fyrirmæli um það frá hreppsnefndinni að leita lengra inn í landið en nokkru sinni hafði verið gert áður. Það hafði aldrei í manna minnum verið smalað lengra en að Tröllinu við Tungnaá — þar höfðu menn alltaf snúið við. Við fórum allt inn fyrir Hraunsvötn en þaðan til austurs milii Hamrafells og Svartakambs, og svo niður með Tungnaá. Þarna á þessu svæði urðu sauðir úti, sérstaklega lömb, og sáust bein af þeim víða. En þegar við erum komnir rétt fram með Snjóöldufjallgarðinum finnum við hrossbein og þykir það einkennilegt, því þarna var ekki hrossa von. Við förum þá að svipast um og komum auga á hleðslu uppund- ir berginu — og reyndist þetta vera útilegu- mannabæli. Var greinilega langt um liðið síð- an það hafði verið yfirgefið og enginn maður komið þarna um aldur — rústirnar voru fullar af sandi og ekki önnur merki um mannvist en þrjátíu berghöld í hamraveggnum sem slútir þarna fyrir ofan hreysin. Sex árum síðar fann ég svo þarna steinker sem útilegumennirnir hafa gert, til hvers svo sem þeir hafa notað það. Það fundum við í brekku alllangt fyrir neðan útilegumannahreysin, og bárum við Jón Oddsson frá Lunansholti, sem þá var með mér, steinkerið upp að rústunum. 1‘jóðminja- safnið lét svo rannsaka þessar rústir ein- hverntíma um 1950 — en ég held að það hafi ekki verið gert nærri nógu rækilega.“ 20 VIÐTAL: BRAGI ÓSKARSSON ÍJtilegumannabústaðurinn við Snjóöldu Þannig segir Óskar Jónsson frá Holtsmúía í Landsveit frá því þeg- ar þeir Ingvar Árnason í Bjalla fundu útilegumannabústaðinn í Snjóöldu haustið 1936. Óskar er fæddur 1908 og ólst upp hjá for- eldrum sínum að Holtsmúla, en þar var hann lengst af til heimilis unz hann fluttist til Reykjavíkur 1945. Óskar er gagnkunnugur á hálendinu við Veiðivötn og Snjóöldufjallgarðinn — stundaði veiðimennsku í vötnunum árin 1926 til 1943, jafnframt því sem hann smalaði svæðið við þriðja mann mörg áranna. Eg spyr Óskar hvort hann telji fullvíst að þarna hafi verið útiiegumanna- bæli — en sú tilgáta hefur komið fram að þarna hafi veiðimenn hafst við. „Já, þetta hefur áreiðanlega verið bústaður útilegumanna. Það þarf enginn að segja mér að veiði- menn hafi nokkru sinni sest þarna að — þeir voru ekki svo blankir að þeir hefðu farið að hírast þarna fjarri öllum vötnum og þar sem ófært er með hesta. Veiði- mennirnir héldu sig á bezta staðn- um — í Tjarnarkoti við Tjaldvatn. Þaðan var tvímælalaust bezt að stunda veiðarnar." En hefurðu heyrt einhverjar sagnir af útilegumönnum þarna? Bjó Fjalla-Ey- vindur þarna? „Nei, þær munu engvar til. Persónulega held ég að það hafi verið Fjalla-Eyvindur sem þarna bjó. Það er haft eftir honum að hann vildi engum óvini sínum svo illt, að hafast við á Austuröræfun- um — sem bendir til þess að hann hafi haft dvöl þar. Þetta er versta veðravíti og hlýtur að vera hrika- legt að hafast þarna við að vetrin- um. En það er tiltölulega skammt frá útilegumannabústaðnum til vatnanna — varla nema klukku- stundar gangur vestur að Græna- vatni en þaðan er ekki nema spöl- ur yfir í Fossvötn, þar sem veiðin var að jafnaði bezt. Það er vitað að þau Fjalla-Ey- vindur og Halla lifðu mikið á hrossaketi, þótt trúin bannaði hrossaketsát í þeirra tíð. Þarna hefur verið auðvelt að stela hross- um frá Þóristungu og ekki sérlega langt að fara. Staðurinn var því kjörinn að því leyti að þarna kom aldrei nokkur maður því aldrei var smalað á þessu svæði — það hefur því verið gott að leynast þarna. Nú töldu þeir sem framkvæmdu rannsóknina fyrir Þjóðminjasafn- ið að útilegumannahreysin væru ^ um 300 ára gömul, en það er auð- vitað löngu fyrir daga Eyvindar. En ég held að þeir hafi misreiknað sig og tekið of mikið mið af því hversu mikill sandur hafði setzt fyrir í rústunum — en sandfok er þarna svo mikið að sandurinn hef- ur verið fljótur að setjast í hreysin eftir að útilegumennirnir yfirgáfu þau. Þeir miðuðu við öskulagið frá Óskar Jónsson frá Holtsmúla. Ljó—nynd: ólafur K. RAagnússon. Skaftáreldum, en mikill sandur var undir því. Sé tilgáta mín rétt, að Fjalla- Eyvindur hafi hlaðið þessi hreysi, er ekki ólíklegt að hann hafi verið þarna um 20 árum fyrir Skaftár- elda, sem urðu 1783, en farið síðan norður í land. Það væru þá liðlega tvöhundruð ár frá því að hann bjó þarna, ef tilgáta mín er rétt.“ Þar með látum við Óskar útrætt um útilegumannabústaðinn við Snjóöldu en snúum okkur að veið- unum í Veiðivötnum, og spyr ég hann út í tilhögun veiðiferðanna þangað hér áður fyrr. Veiðar í Veiðivötnum „Það var farið í vötnin vor og haust hér áður fyrr. Ég fór fyrst í Veiðivötn árið 1926, en þá voru veiðiferðir að hefjast aftur eftir nokkurra ára hlé. í Kötlugosinu 1918 féll aska á öllu Veiðivatna- svæðinu og virðist hún hafa drepið allan fisk í vötnunum, því það litla sem veiddist voru allt grindhorað- ir og illa haldnir fiskar. Veiðin fór ekki að glæðast fyrr en eftir 5 eða jafnvel sex ár, en hún var aftur orðin sæmileg þegar ég fór uppeft- ir í fyrsta skipti 1926. Það var ekki auðhlaupið að því að komast þarna inneftir á þess- um tímum og vorum við venjulega á þriðja dag á leiðinni. Við vorum yfirleitt 10 saman og höfðum ailir tvo trússhesta undir silung. Leiðin var venjulega farin í þrem áföng- um. Neðan af landi og upp í Galt- arlæk var 5 tíma lestarferð, frá Galtarlæk að Landmannahelli var 10 tíma lestarferð og 7 tíma lest- arferð þaðan og inn að vötnum. Svona gekk ferðalagið þegar veður var gott en í ótíð gat þetta gengið verr. Farið var yfir Tungnaá á Bjalla- vaði — hún var mikill farartálmi og varð stundum að snúa þar til baka þó sárt væri, ef mikið var í ánni. Það var ekki hægt að sundr- íða Bjallavað, til þess var straum- urinn of mikill. Reyndar voru fleiri vöð á ánni, en þau voru slæm og mikið úr leið, og því sjaldan farin. Ampi — Arnbjörn Guð- brandsson, sá mikli vatnamaður, fór t.d. allt inn í Svartakrók og fór þar yfir ána. Það var einmitt son- ur hans, Guðjón Arnbjörnsson, sem fann Bjallavaðið og var það alltaf farið síðan. Vegagerð ríkis- ins lét svo setja þarna báta árið 1933. Veiðiferðin tók aldrei minna en 12 daga því alltaf var dvalið a.m.k. sex daga uppfrá. Veiðimennirnir höfðu aðsetur í Tjarnarkoti við Tjaldvatn, en þaðan fórum við svo tveir og tveir til veiða í vötnunum. Áður hafa veiðimenn haft aðsetur á Skálatanga við Skálavatn, því þar eru rústir eftir þá. Þeir hafa svo flutt sig að Tjaldvatni — það er miklu betri staður og einhver sá veðursælasti þarna uppfrá. Á minni tíð var veitt í Fossvötn- unum báðum, Skálavatni, Langa- vatni, Eskivatni, Kvíslarvatni, Breiðavatni, Nýjavatni og Snjó- ölduvatni. Einhverntíma lögðu þeir í Litlasjó, heyrði ég pabba segja, en þar fengu þeir ekkert. Nú hefur fiskur verið settur í vatnið og hef ég frétt að þar veiðist ágæt- lega.“ Fleytti sér í land á skrokknum En hvernig var tilhögun veið- anna á þessum tíma og verkun fisksins? „Veiðarfærin voru net og lína. Netin voru lögð frá landi en hafð- ur í þeim langur strengur þar sem útgrynni var mikið. Við höfðum mjög lélega og litla báta og urðum oft að draga þau í land í stað þess að fara með þeim þegar veður var vont. Það mátti oft litlu muna að illa færi þegar við vorum að sull- ast á þessum kænum og furðulegt að aldrei yrði slys. Reyndar höfðu orðið slys þarna við veiðar — t.d. drukknuðu tveir menn sem voru á kænu á Skálavatni 1884. Það vissi enginn hvernig það gerðist en lík- legast var talið að þeir hefðu verið að elta álftarunga. Þeir fundust aldrei en báturinn fannst rekinn á vatnsbakkanum. Já, blessaður vertu — þetta voru harðindaár og allt étið sem til náðist, en það var löngu hætt að veiða álftarunga þegar ég kom til sögunnar. Við veiddum ekkert þarna nema urriða, en nú veiðist þar einnig bleikja hef ég frétt. Þá var Ampi eitt sinn hætt kominn þegar hann var að eltast við álftarunga á litlu vatni sem eftir það hefur verið kallað Ampa- pollur. Hann var á fylfullri meri og sundreið henni út í vatnið og ætlaði að ná álftarunganum þann- ig. Eltingaleikurinn reið hins veg- ar skepnunni að fullu og sprakk hryssan úti á miðju vatninu — það vildi Ampa til lífs að hún var fyl- full og flaut því undir honum og gat hann fleytt sér á skrokknum í land. Á meðan á þessu gekk stóð Guðjón sonur hans, sá sami og síð- ar fann Bjallavaðið, einn á vatns- bakkanum og horfði á en Guðjón var þá aðeins 11 ára.“ Landnám Ampa Hver var hann þessi Ampi? „Arnbjörn Guðbrandsson er sögufrægur maður á þessum slóð- um því hann hefur einn allra ís- lendinga gert tilraun til að setjast að við Veiðivötn. Árið 1880 fluttist hann þarna uppeftir með kerlingu sinni. Hann hlóð sér kofa framan við hellisskúta í hól sem er við Tjaldvatn, og síðan er kallaður Ampahóll. Það er ennþá eitthvað uppistandandi af þessu hreysi hans og þarna sáust lengi söltun- Veiðímannakofinn „Tjarnarkot“ við Tjaldvatn. Við kofavegginn sjáat Jón faðir Óskars ríður Bjallavað með trússhest hlaðinn silungi og netum. skrínur, sem silungurinn var saltaöur í, en uppi á veggnum eru klibb- erar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.