Morgunblaðið - 24.10.1982, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 24.10.1982, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1982 „Hver skal ferðir þarna í vötnin — hálfgerðar svaðilfarir? Svartir sandar og myrkriö alveg glórulaust „Nei, þetta voru nú ekki beinlín- is svaðilfarir — en þær gátu verið erfiðar ef tíðin var slæm. Við lent- um einu sinni í ofsaveðri — haust- ið 1936, það var sama veðrið og hafrannsóknarskipið franska fórst í á Mýrum. Við vorum þá með bát, sem við kölluðum Örn, og reiddum hann á kviktrjám. Hann fauk hjá okkur við Snjóölduvatn og steypti stömpum um 200 metra vegalegnd yfir allháan háls, unz hann hafnaði loks í nafnlausu vatni sem síðan hefur verið nefnt Arnarpollur. Þú getur ímyndað þér hver ofsi hefur verið í veðrinu að þetta skyldi hafa getað gerzt. Annars gengu þessar veiðiferðir stórtíðindalaust — nema við lent- um oft í miklu basli við þetta." Þið hafið þá ekki komizt í kast við drauga eða útilegumenn þarna uppfrá? „Nei, það er síður en svo að þeir yllu okkur óþægindum, þó óneit- anlega sé draugalegt að næturlagi þarna uppfrá — ekkert nema svartir sandar og myrkrið alveg glórulaust þegar jörð er auð. Það eru ýmiss konar verur á sveimi í kringum mann — það veit ég, þó ég hafi aldrei verið skyggn. En það hefur miklu meira verið gert úr draugagangi og draugatrú á þess- um tíma en ástæða er til — það var ekki meira talað um drauga þá en nú. Ég man að vísu eftir sögum um draugagang þarna uppfrá. Það drukknaði maður í Snjóöldu- vatnsmjóddinni 1930. Þorsteinn hét hann og var að ríða þar yfir mjóan ál en djúpan — það er talið að hesturinn hafi hrasað, lent öfugur í vatninu og slegið hann í rot. AUavega drukknaði hann þarna þó hann væri vel syndur. Það þóttust einhverjir hafa orðið varir við hann t.d. við Tjarnarkot og Hórukofann — en ég held að það hafi varla verið annað en hug- arburður." Hórukofann? „Já, það var nú eins og hvert annað grínnafn. Þetta er hellis- skúti skammt frá Tjarnarkoti. Á tímabili hafðist þar við kona úr Árbæjarhverfi — hún varð veik þarna og voru karlarnir, sem voru við veiðar þarna í vötnunum eitthvað að hlynna að henni. Þar af kom nafnið, og var auðvitað eins og hvert annað grín. Ég hugsa að það hafi verið ágætt að búa í þessum helli, því hann er sæmilega rúmgóður og al- veg þurr. Eini ókosturinn er að skútinn veit til norðurs — hefði ég verið Ampi hefði ég heldur hugsað til þess að setjast að þar en í skút- anum í Ampahói, því í honum er ekki einu sinni hægt að standa uppréttur." „ ... og skýtur hann umsvifalaust“ „En þú spurðir um útilegumenn. Það gerðist einmitt voveiflegur at- burður þarna við Veiðivötn sem sýnir hversu útilegumannatrúin var sterk hér áður fyrr. Árið 1827 var Brandur á Merkihvoli þarna við veiðar og var annar maður með honum. Veiddu þeir vel svo maðurinn sem með honum var fer til byggða með aflann en Brandur varð eftir við veiðarnar. Brandur er svo einn í veiðikofanum eitt kvöldið þegar maður kemur óvænt í dyrnar og ávarpar Brandur hann. Þegar hinn svarar ekki að bragði grípur Brandur til byss- unnar og skýtur hann umsvifa- laust. Dregur hann svo líkið uppá Gighólinn, sem er skammt frá Tjarnarkoti, og kastar því ofan í gíginn sem er geysidjúpur. Daginn eftir kemur félagi hans til baka, en þeir afráða að flýja þegar til byggða því hvorugum þeirra leizt á að eiga yfir höfði sér hefndir útilegumannanna. Rannsakað! Nei, ég held nú ekki. Menn voru bara fegnir — það var Óskar Jónsson situr þarna á annarri útilegumannarústinni — á myndinni sést vel hvernig bergið slútir yfir þær. Myndin er tekin áriö 1955. þá einum fjandanum færra. Þú at- hugar ekki hversu útilegumanna- trúin var sterk í þá daga. Margir t 'ia líklegast að þetta hafi verið flækingur úr Skaftártungum, en það verður víst seint upp grafið hver þetta raunverulega var.“ Smalamennska Þú varst lengi í smalamennsku á þessu svæði „Já, og smalamennskan þarna var erfið. Við vorum ekki nema þrír og urðum að fara yfir geysi- mikið íandsvæði. Fyrir Kötlugosið 1918 höfðu smalamenn alltaf verið fjórir •— 2 úr Holtunum og 2 úr Löndunum, en eftir það spilltust hagarnir og þótti ekki ástæða til að hafa nema þrjá. Féð hélt sig mest við vötnin og svo í Snjóöldu, en allsstaðar varð að leita grannt þannig að sem fæstar kindur yrðu eftir. Við reyndum að nota hesta þar sem þeim varð við komið, en gengum annars tveir og sá þá hinn þriðji um hestana. Það komst allt uppi 90 fjár sem við smöluðum af þessu svæði, en venjulega var það frá 60 til 70. Þetta var harðgert fé — það var alveg ótrúlegt hvað það gat og það var alveg ódrepandi við að hlaupa, alveg ódrepandi. Maður lenti líka ósjaldan í eltingaleik við það og oft urðu dagleiðirnar lang- ar. Þetta fé stoppaði ekki við Tungnaá þó á vaðinu við Bjalla væri anzi straumharður strengur — það var heldur ekki alltaf sem lömbin komust yfir. Síðan urðu fjárskipti á þessu svæði og allt þetta fé var skorið niður — féð sem kom í staðinn var miklu lin- ara og auðveldara að eiga við það — enda var hætt að reka á afrétt- ina 1943. Já, maður lenti oft í erfiðum göngum á þessum árum. Einu sinni fórum við tveir saraan í eft- irleitir þarna uppeftir á þorran- um. Það hafði vantað mikið fé um haustið og við héldum að við gæt- um fundið eitthvað af því. Við gengum fulla 18 tíma á dag og fór- um alla leið upp í Tjarnarkot. Ekki höfðum við þó erindi sem erfiði, við fundum aðeins þrjár kindur, sem voru í klettabelti í Snjóöldu og náðum við þeim ekki — en sem betur fór gengu þær úti um veturinn og lifðu hann af.“ EYJA HINS EILÍFA VORS — STÆRST OG FEGURST KANARÍEYJA VIÐ BJÓÐUM KANARÍEYJAFERÐ, SÓLSKINSPARADÍS í SKAMMDEGINU MEÐ NÝJU SNIÐI FJÓRÐA VIKAN ÓKEYPIS Á ÞRIGGJA VIKNA VERÐI Til þess aö létta undir í dýrtíöinni getum viö boöiö fjögurra vikna dvöl á sama veröi og þriggja vikna ferö, þannig aö vegna hagstæöra sambanda og góöra viöskiptakjara fæst fjóröa sólskinsvikan ókeypis. Dvaliö í góöum íbúöum og fjögurra stjörnu hótelum í feröamanna- blóma og sólbaösborginni, Puerto de Las Cruz eöa Placa de Las Americas Tenerife. Þarna er stórkostleg náttúrufegurö og sólskinsaö- staöa. Fjölbreytt skemmtanalíf og spánskt þjóölíf. Pantiö snemma því plássiö er takmarkaö. Aðrar ferdir okkar: Thailand, Bangkok, Pattayströndin og Hong Kong 19 dagar. Brottf. 9. nóv., og 21. des., kr. 23.742. Mallorka 5 mánuðir í vetrarsól. Brottf. 26. okt., kr. 22.816. (Öll verö miðuð við núverandi gengi). Brottfarardagar: 2. nóv., 16. nóv., 30. nóv., 7. des., 14. des., 28. des., 11. jan., 1. febr., 15. febr., 1. mars, 15. mars og 29. mars. Hægt að dvelja 1—2—3—4—5 eða 6 vikur. Ath.: Jólaferðirnar 14. des. 17 eða 24 dagar. /^ÍrtOUr (Flugferöir) Aöalstræti 9, Miöbæjarmarkaðnum 2h. Símar 10661 og 15331. enna- vinir Átján ára sænsk stúlka vill skrifast á við 15—25 ára íslend- inga af báðum kynjum. Áhugam- álin eru fjölbreytt og mörg. Skrif- ar á ensku: Anna-Kerstin Lennartssen, c/o Torsten Witvesson, Docentgatan 10D, 214 52 Malmö, SVERIGE Ástralíumaður, 26 ára, með margvísleg áhugamál: Edgar Henderson, 45 North Street, Maryborough, Queensland, AUfTTRALIA Þrettán ára sænsk stúlka með áhuga á dýrum, einkum hestum, skíðum, siglingum o.fl.: Helen Eriksson, Vargstigen 28, 73100 Köping. SVERIGE

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.