Morgunblaðið - 24.10.1982, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 24.10.1982, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1982 fWnrgmi Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, simi 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 130 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 10 kr. eintakiö. Sjónarspilið heldur áfram Síðastliðinn sunnudag var á það bent á þessum stað, að í vikunni þar á und- an hefði skyndilega orðið breyting á viðhorfi þing- manna stjórnarflokkanna og ráðherra. Þeir hefðu hætt að lýsa trú sinni á getu ríkis- stjórnarinnar til að glíma við brýn úrlausnarefni og farið í yfirlýsingakapphlaup um að landið væri í raun stjórn- laust. Ekki væri annað til ráöa en leita á náðir stjórn- arandstöðu. Jafnframt var því slegið föstu í forystu- greininni fyrir réttri viku, að með því að leita ásjár hjá stjórnarandstöðunni væru ráðherrar ekki að leita eftir samstöðu um aðgerðir heldur væru þeir að reyna að leysa ríkisstjórnina úr úlfakreppu. Hin pólitíska sjálfhelda sem nú ríkir myndi vara þar til efnt yrði til nýrra kosninga. Stjórnarandstaðan gæti ekki ljáð máls á að ræða annað við ríkisstjórnina en dag- setningar: Hvenær á að rjúfa þing og hvaða dag á að kjósa? Fyrstu fundir ráðherra- nefndarinnar um framtíð ríkisstjórnarinnar með for- mönnum stjórnarandstöðu- flokkanna voru á mánudag. A þriðjudag hittust þing- flokksformenn. Á miðviku- dag var forsætisráðherra til- kynnt af samráðherrum sín- um að ekki dygði lengur að stinga höfðinu í sandinn, fyrir lægi að ræða við stjórn- arandstöðuna um þingrof og nýjar kosningar. Á fimmtu- dag sagði forsætisráðherra, það „eintómt rugl að einhver hefði verið knúinn til ein- hvers". Á föstudag efndi ráðherranefndin um framtíð ríkisstjórnarinnar enn til fundar með formönnum stjórnarandstöðuflokkanna. Á laugardag sögðust for- menn stjórnarflokkanna, Svavar Gestsson og Stein- grímur Hermannsson, undr- andi yfir því að þeir Geir Hallgrímsson og Kjartan Jó- hannsson hefðu dregið inn í umræðurnar „óskylt máP, ríkisstjórnina og stöðu henn- ar! „Áð mínu mati getur þetta mál ekki verið á dagskrá í viðræðum við stjórnarandstöðu," sagði Svavar. „Þeir vilja að stjórn- in segi af sér, sem ég verð að segja að kom mér nokkuð á óvart,“ sagði Steingrímur. Á miðvikudaginn birtist í Tímanum grein eftir Harald Ólafsson, varaþingmann Framsóknarflokksins í Reykjavík. Þar var réttilega bent á það að ríkisstjórnin væri „afgreiðslustjórn" og Haraldur sagði einnig: „Það er í rauninni ekki nema tímaspursmál hvenær þessi stjórn lýkur störfum. Það sem nú er að gerast er ein- faldlega það, að reynt verður að semja um hvenær næstu þingkosningar skuli fara fram.“ Og á fimmtudaginn sagði Ólafur R. Grímsson, formaður þingflokks Alþýðu- bandalagsins, í blaðagrein, að það væri „sameiginleg ósk“ Framsóknarflokks og Alþýðubandalags „að nú þeg- ar yrði gengið til raunveru- legra samninga við stjórnar- andstöðuna um hvenær kosn- ingar færu fram“. Ráðherrar segjast ekki vilja ræða um líf ríkisstjórn- arinnar við stjórnarandstöð- una, þeir segjast ekki heldur vilja ræða um dagsetningar á kosningum fyrr en stjórnar- andstaðan leggur einhvers konar blessun yfir vandr- æðamál ríkisstjórnarinnar á Alþingi. Sjónarspilið heldur áfram. Svavar Gestsson hef- ur sagt, að ríkisstjórnin sé ekki nógu sterk til að takast á við hinn mikla vanda sem við blasir — þó má ekki ræða um framtíð ríkisstjórnarinn- ar. Steingrímur Hermanns- son hefur látið í ljós þá skoð- un, að Alþingi sé óstarfhæft eins og málum er nú háttað — þó vill hann ekki ræða einu skynsamlegu leiðina út úr ógöngunum. Hvorki kommúnistar né framsókn- armenn þora að leggja verk sín undir dóm kjósenda. Tilraunir ráðherranefnd- arinnar síðustu daga til að flækja stjórnarandstöðuna í blekkingavefnum, sem hún hefur spunnið til að lengja líf ríkisstjórnarinnar, eru dæmdar til að mistakast. Hið mikla sjónarspil í íslenskum stjórnmálum mun halda áfram svo lengi sem þessi ríkisstjórn situr. Sígilt efni • • Ollum ætti að vera ljóst, að forystugreinar í dagblöðum eru skrifaðar til að lýsa afstöðu til mála frá degi til dags og í „hita bar- dagans", ef þannig mætti að orði komast. Útvarpsráð hef- ur þó ekki tekið mið af þessu í ákvörðunum sínum um meðferð forystugreina í út- varpi. Fréttamönnum út- varps hafa verið settar þær reglur við niðurskurð á þessu efni, að útdráttur úr þessari forystugrein verður ekki les- inn fyrr en næstkomandi þriðjudag, tveimur sólar- hringum eftir að hún birtist. Eðli þessara reglna er þeim mun einkennilegra fyrir þá sök, að fréttamenn vinna að niðurskurðinum fyrir auka- greiðslu, eins og meðal ann- ars hefur komið fram í um- ræðum á Alþingi. Ekki er ofætlan, að árrisulum mönnum takist að skera leið- arann við trog frá því að unnt er að nálgast prentað eintak af Morgunblaðinu á morgnana og þar til útdrátt- ur er lesinn. Sé gengið of nærri svefntíma manna með slíkri tilhögun mætti auð- veldlega velja leiðaralestri annan tíma í dagskránni, úr því að útvarpsráð telur þessi leiðaraslitur ómissandi efni, eða lesa leiðarana í heild sem væri auðvitað sanngjarnast ef réttur hlustenda og höf- unda væri einhvers metinn. Á hinn bóginn kann það að felast í ákvörðun útvarps- ráðs, að forystugreinar Morgunblaðsins séu sígildar og því sama hvort hlustendur kynnist broti af þeim fyrr en seinna — væri að vísu æski- legt að útvarpsráð staðfesti þessa skoðun með sæmilegri hætti. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1982 25 Sómakonan Alva Myrdal úr Svíaríki fékk friðarverðlaun Nóbels i ár. Það gladdi mitt hjarta að í þessu blaði var nú almennilega gerð grein fyrir þessari merku konu og skýrt frá afrekum hennar með mynd af Ölvu áttræðri, rakinn ferill hennar sem ráðherra, sendi- herra lands síns, þingmaður, forstöðumaður félagsmáladeild- ar Sameinuðu þjóðanna með meiru og tíunduð hennar mikil- vægu störf að afvopnun á al- þjóðavettvangi. Þegar Alva Myrdal hlaut nefnilega fyrir nokkrum árum í fjórða sinn við- urkenningu fyrir friðarstörf stóð þessi skýring ein í fréttinni á forsíðu blaðsins um verðlauna- hafann: Alva Myrdal er eigin- kona hins heimskunna hagfræð- ings Gunnars Myrdal, er hlaut Nóbelsverðlaun 1974. Ekki er þetta í fyrsta skiptið sem klúður hefur orðið af því að konan sú stendur sjálf fyrir sínu. Þegar Alva Myrdal varð sendi- herra Svía á Indlandi 1955, fyrst sænskra kvenna, vildi svo vel til að eiginmaðurinn Gunnar Myr- dal var hagfræðingur á alþjóða- vettvangi og gat allt eins búið með konu sinni í New Delhi eins og heima í Svíþjóð. En þegar hann flutti í þá vísu borg, þar sem eru um 100 erlend sendiráð, upphófust miklar bollalegging- ar. Átti Gunnar Myrdal að gegna þeirri skyldu maka sendi- herrans að drekka te hjá hverri einustu sendiherrafrú í borginni. Hann mun þó hafa sloppið. En oft er það svo þegar karlmaður er settur í ýmiskonar hefðbund- in verkefni, sem ætluð eru kon- um, að þau fara allt í einu að sýnast fáránleg. Þetta hefur stundum komið í ljós, þegar maki einhvers ráð- stefnugests er karlmaður. Til dæmis var eitt sinn á ráðstefnu í Hveragerði.á dagskrá hjá ágætis félagsskap, að meðan ráðstefnu- gestir ræddu hátíðlegir um ai- mennt tiltekið þjóðþrifamál, skyldu konur fara og skoða osta- gerð í Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi. Slegið föstu að það væru konur en ekki karlar sem vildu kynnast ostaiðnaði. Og hefðu ekki með það að gera að vera með í umræðunni um þjóð- félagsmál. Alva Myrdal hefur í tvo ára- tugi setið í afvopnunarnefndinni í Genf til að reyna að fá stór- veldin tvö til að semja um af- vopnun. Segir að stórveldin hafi haft yfir alveg nægilegum kjarn- orkuvopnum að ráða þegar hún byrjaði þar um 1960 til að skelfa hvert annað, ef þau hefðu nú bara fallist á að stoppa þar. Hvert nýtt skref þeirra hafi aft- ur á móti síaukið öryggisleysið í heiminum. Hún leggur áherslu á þriggja þrepa baráttu fyrir af- vopnun: í fyrsta lagi með al- menningshreyfingum, sem nái niður í rætur samfélagsins, í öðru lagi með áherslu á störf sérfræðinga og rannsóknastofn- ana til að hafa skynsamleg áhrif á rikisstjórnir og í þriðja lagi með þrýstingi á stórveldin, að þau hætti a.m.k. við sína kjarnorkuvopnauppbyggingu í Evrópu. Sýnist þá líklega væn- legast að stórveldin gangi hlið við hlið, svo ólík sem þau eru, rétt eins og þau hjónin, hún og Gunnar Myrdal hafa gert gegn um lífið. Um það segir hún: „Við Gunnar erum ákaflega ólíkar manneskjur og höfum fylgt mjög ólíkum hugmyndum. Maðurinn minn er hagfræðingur og fæst við efnahagsleg vanda- mál á breiðum grundvelli. Eg fæst við vanda í félagslegu sam- hengi, byrja neðan frá. Vitan- lega höfum við unnið saman. Við höfum bætt upp hvors annars reynslu. Og við erum búin að tala og tala saman í áratugi. Við höfum stundum haft á orði að við séum eins og orrustuskip í skipalest, tvö ólík skip sem sigla saman." Kannski er það eina leiðin að tala nógu mikið og oft til að þessir tveir gerólíku heimshlutar með stórveldin í brúnni sigli skaplega saman. Alva Myrdal hefur séð margt af sínum baráttumálum í heil- brigðis-, fræðslu- og félagsmál- um komast í gagnið. Grætur það nú eitt að eiga ekki eftir 20—30 ára ævi til að geta a.m.k. fengið að sjá byrjunina á afvopnun í heiminum, segir hún. Alva Myrdal var kvenrétt- indakona löngu áður en það komst í tísku eða þótti vænlegt til vinsælda að hafa það orð á vörunum. Hvort það er eitt af málunum hennar, sem fengið hafa byr, skal ósagt. Kvennabar- áttuhreyfingar hafa nú á seinni árum nokkuð breytt áherslum — liklega af óþolinmæði vegna hve seint gengur í raun að fá jafn- stöðu þar sem áhrifa gætir í raun og veru í samfélaginu. Taka til bragðs að greina sig frá og vísa til sérrreynslu kvenna gegn um aldirnar. Fjalla um hana og vinna úr henni, eins og fram kom í áhugaverðri viðræðu í sjónvarpinu við bandaríska rit- höfundinn Marilyn French og franska rithöfundinn Marie Cardinal, þar sem þær ræddu möguleika kvenna á jafnrétti i lífinu og samfélaginu. Vel á minnst, aldrei hefi ég getað sætt við við þýðinguna á titlinum á annarri bók Marilyn French á íslensku, Kvennaklósettið „Ladies room" táknar í minúm huga tvíþættan orðaleik, annars vegar snyrtiherbergið eða dyngj- una sem konan flýr inn í og hins" vegar rými fyrir konuna í sam- félaginu. Ekki hef ég hugmyndaflug til að dæma um það hvort skyldute- drykkja í vissum þjóðfélagsstiga í ýmsum löndum í aldaraðir gefi sameiginlegan reynsluheim. En aldalöng verkstjórn á heimili með taminni hagsýn og nýtni ætti þá að skila sér sem reynsla kynslóðanna. Ekki mundi saka að fá eitthvað af því inn í rekst- ur sameiginlega búsins í bland við aðra aflaða reynslu. Og mikið rétt. Ef ég lít í kring um mig, til þeirra kvenna sem veita forstöðu stofnunum hér í borginni, sem ég hefi sl. áratug haft þó nokkur kynni af, kemur þá ekki í ljós að þær reka hver af annarri stofnun sína af sérstakri hagsýni og fara einstaklega vel með. Ég nefni Elfu Björk í Borg- arbókasafni , Nönnu Hermann- son í Árbæjarsafni, Guðrúnu Halldórs í Námsflokkunum, Þóru á Kjarvalsstöðum, Áslaugu Friðriks í Ölduselsskóla og fleiri mætti telja. Tilviljun? Má vera, en getum við ekki sæst á að margar konur a.m.k. fari einstaklega vel með, þótt ekki gangi þær eins langt í nýtingu tímans og stúlkan í vísunni hans ísleifs á Sauðárkróki: Heimsætan hýr á kinn, húkti í strætisvagni, var að bæta sokkinn sinn og sat á næturgagni. ] Reykjavíkurbréf *•♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 23. október •♦♦♦♦♦♦♦< V erkaskipting ríkis og sveit- arfélaga Verkaskipting ríkis og sveitar- félaga hefur verið lifandi um- ræðuefni hér á landi um langt árabil. Skoðanir hafa ekki fallið í einn farveg. Langflestir, utan harðsoönustu sósíalistar, líta þó á sjálfstæði sveitarfélaga og eðli- lega tilfærslu staðbundinna verk- efna og samsvarandi skaittekna frá ríkisvaldi til heimaaðila sem sjálfsagðan hlut — og lið í nauð- synlegri valddreifingu í þjóðfélag- inu. Miðstýringarmenn, sem keyra vilja sem flesta þætti samfélags- ins undir ríkisvaldið, telja hins- vegar, að sveitarfélög, stofnanir og einstaklingar séu betur komin í forsjá „stóra bróður". Sveitarstjórn er mun nálægara stjórnvald umbjóðendum sínum en ríkisvaldið. Hún þekkir óskir þeirra og þarfir betur. Það hníga því öll rök að því að sveitarstjórn, sem heimaaðilar hafa valið til for- ystu í málefnum sínum, sé betur í stakk búin en fjarlægara ríkisvald til að mæta þessum óskum og þörfum. Vegna staðbundinnar þekkingar er slík heimastjórn og færari um að standa að fram- kvæmdum og stjórnsýslu, í þágu umbjóðenda sinna, á hagkvæmari og kostnaðarminni hátt en ríkis- valdið. Þau sjónarmið, sem hér stang- ast á, og varða sjálfstæði og valdsvið sveitarfélaga, tengjast jafnframt þegnrétti einstaklings- ins: rétti hans til að hafa áhrif á framvindu mála í nánasta um- hverfi sínu — rétti hans til að móta eigin Iífsstíl í leitinni að persónulegri velferð. Ríkisvaldið hefur ávallt haft til- hneigingu til að sölsa fleiri og fleiri þjóðlífs- og verksviðsþætti undir eigin miðstýringu. Sá þátt- urinn, sem einkum hefur verið í sviðsljósi undanfarnar vikur í þessu sambandi, tengist heilbrigð- is- og öldrunarþjónustunni, sem hingað til hefur verið þríþætt, hvað rekstrarform varðar: ríkis- spítalar, sjúkrahús og elliheimili sveitarfélaga og ýmsar sjálfseign- arstofnanir. Þessi viðleitni ríkis- valdsins, í þessu tilfelli heilbrigð- isráðherra, sem jafnframt er formaður Alþýðubandalagsins, kemur m.a. fram í hugmyndum um verðlagningu og greiðsluform á þeirri þjónustu, sem hið opin- bera kaupir af viðkomandi stofn- unum. Að læða sjúkrastofn- unum undir ríkisrekstur Haukur Benediktsson, fram- kvæmdastjóri Borgarspítalans, segir í viðtali við Mbl. sl. fimmtu- dag: „Mergurinn málsins er sá, að verið er að gera ráð fyrir því að setja sjúkrahús sveitarfélaga á fjárlög með föstum fjárveitingum til að greiða allan kostnað. Þannig eru stofnanirnar alfarið og að öllu leyti færðar á hendur ríkisins. Þegar svo er komið er óeðlilegt að ætlast til þess, að sveitarfélög eða nokkrir aðrir hafi afgerandi áhrif á rekstur þeirra eða uppbyggingu. Þetta stangast algjörlega á við þróun mála í nágrannalöndum okkar. Þar hefur ríkisvaldið flutt faglega og fjárhagslega ábyrgð á þessum rekstri til landshlutaein- inga, sem standa nær fólkinu og vita hvar skórinn kreppir. Ég undrast það, hversu fulltrúar sveitarfélaga, sem reka sjúkrahús, virðast áhugalausir um þróun þessara mála og efast stórlega um, að þeir geri sér grein fyrir áhrif- um þessara breytinga, ef af þeim verður. Það er þetta sem skiptir máli, þ.e., að verið er að læða stofnun- unum inn á ríkisrekstur, en ekki, hvort það sé eitthvert hagstjórn- artæki hvort þær eru á daggjöld- um eða föstum framlögum." í umræðu um þetta efni á Al- þingi, sem fram fór 16. apríl sl., vitnaði Pétur Sigurðsson alþingis- maður til sjónarmiða fjölda strjálbýlisfólks, sem ábyrgð ber á rekstri heilbrigðisstofnana, og vóru þau öll á einn veg. Þar á með- al var Stefán Þorleifsson, forstjóri Sjúkrahússins í Neskaupstað. Hann sagði m.a.: „Ég óttast að við afnám daggjaldakerfisins og við upptöku fastra fjárveitinga verði frumkvæði um rekstur stofnana og þjónustuhlutverk tekið úr höndum heimamanna og að það kalli á meiri miðstýringu. Til að þessar þjónustustofnanir þrífist til heilla fyrir fólkið álít ég nauð- Dvalarheimili aldraðra sjómanna, Reykjavík. synlegt að frumkvæðið verði í höndum heimamanna." Björn Ásmundsson, forstjóri Reykjalundar, sagði m.a.: „Það að taka sjúkrahús á föst fjárlög hangir ekki saman við lækningu á peningastreymi til stofnananna. Hér er að mínu mati fyrst og fremst fólgin hugmynd um mið- stýringu á stjórnum sjúkrahús- anna, og það held ég að sé í takt við þau stjórnvöld sem nú sitja. Markmiðið er ríkisrekstur." Rekstrarform og daggjöld Ekki var ágreiningur um að rík- isspítalar, eins og t.d. Landspítali, væru teknir út af daggjaldakerfi og inn á fjárlög. öðru máli gegnir bæði um sjálfseignarstofnanir og stofnanir sveitarfélaga. I þessu sambandi er óhjákvæmilegt að undirstrika nauðsyn þess að fleiri en eitt rekstrarform, þ.e. hreinn rikisrekstur, sé til staðar í heil- brigðiskerfinu, m.a. vegna nauð- synlegs samanburðar og aðhalds, sem það veitir. Skylt er og að viðurkenna að daggjaldakerfið, sem notast hefur verið við, er enganveginn galla- laust. Gagnrýni á það hefur m.a. byggst á eftirfarandi: 1) Ágreiningur er um stjórnun daggjaldakerfisins, m.a., að þar skuli engir fulltrúar eiga sæti af hálfu sjálfseignarstofnana. 2) Vísitala sjúkrahússkostnað- ar, eins og hún er samansett, sýn- ist vera alltof mikil einföldun á raunverulegum kostnaði þessara stofnana, og sýna minna vægi eða þyngd verðhækkana í þjóðfélaginu en aðrar vísitölur, t.d. fram- færsluvísitala. Þetta hefur m.ö.o. leitt til hallarekstrar og skulda- söfnunar, sem kallað hefur á mik- inn fjármagnskostnað, sem ekki er tekið nægilegt tillit til. 3) Það þykir ekki hafa hvatt til sparnaðar í þeim mæli sem æski- legt er. 4) Það þykir hafa ýtt undir að öll sjúkrarúm séu nýtt, þó að það sé ekki sjúklinganna vegna í öllum tilfellum. Það er og af sumum sagt verka letjandi á að taka upp göngudeildarstarfsemi. Einhver flugufótur er fyrir öll- um þessum gagnrýnisþáttum. En þetta kerfi má að sjálfsögðu og á að lagfæra — í ljósi tiltækrar reynslu. Pétur Sigurðsson alþing- ismaður einn þeirra þingmanna sem harðast hefur barist gegn miðstýringarmönnum, hvatti í þingræðu eindregið til endurskoð- unar á daggjaldakerfinu, m.a. varðandi stjórnun þess og vísitölu- grundvöll. Aðalatriðið er að sjálfsögðu að tryRKja almenningi þá heilbrigðis- og öldrunarþjónustu, sem hann hefur þörf fyrir, á sem hag- kvæmastan hátt. Miklu máli skiptir í því sambandi, að nýta það hugvit og það framtak sem ein- staklingar og félagasamtök hafa — og vilja leggja fram á þessum vettvangi. Minna má á Elliheimil- ið Grund, Ás í Hveragerði, stofn- anir DAS í Reykjavík og Hafnar- firði, meðferðarstofnanir SÁA, nýlegt framtak við byggingu elli- heimilis í Kópavogi o.m.fl. Þetta framtak á að hvetja og efla en ekki færa í fjötra miðstýringar. Ferill heil- brigöis- ráðherra Landsfundur, sem fer með æðsta vald í stefnumörkun Sjálfstæðisflokksins, ályktaði m.a. svo: „24. landsfundur Sjálfstæðis- flokksins telur nauðsynlegt að horfið verði frá miðstýringar- stefnu á sviði heilbrigðismála en í þess stað unnið að auknu sjálf- stæði sveitarfélaga innan vébanda nýrrar læknishérðaðsskipunar. Tryggt verði að ákvæðum laga um stjórn heilbrigðismála verði fram- fylgt. Tekin verði upp samræmd stjórn og skipulagning heilbrigðis- þjónustunnar innan héraða. . . Fjárhagsgrundvöllur heilbrigðis- þjónustunnar verði tekinn til gagngerrar endurskoðunar með það fyrir augum að fækka greiðsluleiðum og einfalda fjár- mögnunarkerfið. Kannað verði við yfirstandandi endurskoðun laga um heilbrigðisþjónustu að sett verði í lög ákvæði um fjármögnun allrar heilbrigðisþjónustu ..." Sjálfstæðisflokkurinn hefur einn flokka tekið einarða afstöðu gegn miðstýringarstefnunni á þessum vettvangi. Hinsvegar hef- ur núverandi heilbrigðisráðherra og formaður Alþýðubandalagsins haldið á loft merki algerrar ríkis- forsjár — og stefnir bersýnilega að því marki, að ýta sjálfseign- arstofnunum og heimastjórn sveitarfélaga á heilbrigðisstofn- unum til hliðar. Það er fróðlegt að líta um öxl og virða fyrir sér, hvaða ávinningar varða slóð formanns Alþýðu- bandalagsins sem tryggingar- og heilbrigðisráðherra: 1) Kaupmátt- ur ellilauna er mun minni nú en í tíð forvera hans á ráðherrastóli, 2) hundruð öldrunarsjúklinga, sem þurfa á hjúkrunarvist að halda, neyðast til að dvelja í heimahús- um, oft við lítt verjandi aðstæður, 3) rekstrar og fjárhagsstöðu heil- brigðisstofnana hefur hrakað á valdaferli hans, svo ekki sé fasta- ra að orði kveðið, 4) órói á kjara- vettvangi heilbrigðisstétta hefur sjaldan, ef nokkru sinni, verið meiri en á þessum tíma. Það er að vísu ekki við heil- brigðisráðherra einan að sakast, hvert ástandið er. En gjarnan hefði hann mátt verja meiri tíma til að styrkja undirstöðu og inn- viði heilbrigðiskerfisins, en minni í hernaðaráætlanir á hendur ann- arra rekstrarforma en hreins ríkisrekstrar á þessum vettvangi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.