Morgunblaðið - 24.10.1982, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1982
V
A DROrnNSWGI
UMSJÓN:
Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir
Gunnar Haukur Ingimundarson
Séra Ólafur Jóhannsson
Dagana 24.—31. október verður
haldin samkomuvika í húsi KFUIVt
og K að Amtmannsstíg 2B, undir
heitinu „Kristsvakning ’82“. Sam-
komurnar hefjast klukkan 20.30
hvert kvöld frá sunnudegi til
sunnudags. Yfirskrift Kristsvakn-
ingar að þessu sinni er: „Jesús
Kristur — Von mannkyns — Von
þín“.
Samkomuvika þessi er skipu-
lögð og framkvæmd af KFUM og
KFUK, Sambandi íslenskra
kristniboðsfélaga, Kristilegu
stúdentafélagi og Kristilegum
skólasamtökum. Þessi félög geng-
ust fyrir svipaðri samkomuviku
fyrir réttu ári, sem þótti takast
vel í hvívetna. Þá sótti fjöldi fólks
samkomurnar og endurnýjuðust
margir í trú sinni á frelsarann,
en aðrir fengu e.t.v. í fyrsa sinn
að upplifa kærleika Krists.
Ræðumenn Kristsvakningar
’82 verða sex talsins, og munu
þeir fjalla um efni yfirskriftar-
innar sitt kvöldið hver, t.d. Jesús
Kristur — Von í daglegu lífi —
Von í sorg og dauða — og — Von
um framtíð.
Á samkomunum verður fjöl-
breyttur söngur við góðan undir-
leik. Þar munu koma fram nokkr-
ir sönghópar skipaðir fólki á öll-
SamUl á Kristsvakningu '81.
Samkomugestir á Kristsvakningu '81.
um aldri og einnig Æskulýðskór
KFUM og K. Ekki má heldur
gleyma almennri þátttöku sam-
komugesta í söng. Eitt kvöldið
mun leikhópur setja á svið helgi-
leik og samtal — einskonar spurt
og svarað — verður flutt úr ræðu-
púlti öll kvöldin. Einnig verða
myndasýningar tvö kvöld. Allt
þetta tengist að sjálfsögðu yfir-
skrift samkomuvikunnar.
Að lokinni hverri samkomu
verður boðið upp á sitt af hverju
tagi. Á kaffiteríu verður ýmislegt
Sönghópur á Kristsvakningu ’8I.
góðgæti á boðstólum. Bóksala
verður opin með úrvali kristi-
legra bóka, innlendra og er-
lendra, auk hljómplatna. Á
fimmtudagskvöldið verður rabb-
stofa, en þar geta menn fjallað
um ræðuefni kvöldsins — hið
vonda í heiminum. Eftirsamkomur
með söng og vitnisburði verða
a.m.k’. tvö kvöld. Eftir samkomu á
laugardagskvöld verður
miðnætursamkoma með léttu yfir-
bragði og er öllu ungu fólki sér-
staklega boðið til hennar. Stjórn-
andi „Kristsvakningar ’82“ verð-
ur sr. Ólafur Jóhannsson.
Undirbúningsnefnd samkomu-
vikunnar væntir þess, að þar geti
bæði ungir og gamlir og allir þar
á milli fundið eitthvað við sitt
hæfi, og að það verði þeim til
uppörvunar að leita þess frelsara
sem Jesús Kristur er, von mann-
kyns — von þín.
LAUNIN
„Allir sem hjálpa mér í garðinum í dag eru boðnir
í ísveislu í kvöld.“ Hann Gunnar gamli hafði látið
þessi boð berast meðal allra barnanna í götunni.
Sjálfur var hann orðinn of gamall til að geta einn
séð um stóra garðinn sinn. Og í rauninni líkaði öllum
ágætlega við hann — hvers vegna ættu börnin ekki
að vilja hjálpa honum?
Strax þegar boðin bárust, flýttu Birna, Sigga og
Þröstur sér heim til Gunnars og fóru að vinna.
Nokkru síðar komu Biggi og Benni og þeim var einn-
ig lofað í ísveislu, ef þeir ynnu það sem eftir var
dagsins.
Dagurinn leið. tJndir kvöldið bættust Stína og
Dóri í hóp barnanna í garðinum. Þau höfðu svo seint
frétt af því, hvað stæði til þar. Og þegar Gunnar
bauð þeim einnig í ísveisluna, hugsaði Þröstur sem
svo: „Fyrst þau fá ís eins og við, þótt þau hafi unnið
miklu minna, hljótum við að fá eitthvað að auki.“ En
um kvöldið kom í ljós, að svo var ekki. Þröstur varð
hálffúll. „Þetta er ekki réttlát," sagði hann við
Gunnar. „Þau hafa gert miklu minna en við hin, en
fá samt alveg eins mikið að launum og við.“ En
Gunnar svaraði: „Auðvitað eruð þig búin að gera
meira en Stína og Dóri. En þið fáið það, sem ég
lofaði ykkur. Mig langar til að gefa þeim það líka,
þótt þau hafi ekki unnið til þess.“
Jesús sagði eitt sinn svipaða sögu. Með því vildi
hann kenna okkur, að Guði þykir vænt um alla
menn, hvort sem þeir eru fljótir eða seinir að hlýða
honum. Hann vill öllum vel. Og hann gefur okkur
miklu meira en við eigum skilið af ýmsu í lífinu. Allt
sem þú nýtur í lífinu er gjöf hans: Reyndu að finna
fáein atriði sem eru gjafir Guðs til þín í lífinu. Og
hugsaðu um, hvernig þú getir sýnt Guði þakklæti
fyrir allt það, sem hann gefur þér.
Matt. 22.1—14 20. sunnu-
dagur eftir trinitatis
Margir eru kallaðir
Vissirðu að þessi setning er úr Biblíunni? Við notum hana um
ýmislegt óskylt guðspjallinu í dag. En í guðspjallinu þýðir hún að
boð Guðs til fagnaðar hins eilífa lífs nær til margra en fáir þiggja
það. Enda er vegurinn mjór og hliðið þröngt.
Hin útvöldu eru þau, sem hafa þegið boðið. Margir vildu ekki
koma. Boðið var sent tií þeirra aftur og aftur. Konungurinn sýndi
mikið langlundargeð, móðgaðist ekki né reiddist ókurteisinni,
fálætinu og drambinu í þeim, sem hann bauð en komu ekki. Að
lokum voru það boðsgestirnir, sem urðu þreyttir og reiðir og
drápu þau, sem komu með boðin til þeirra.
Þá fannst konunginum nóg komið. Hann sendi eftir þeim, sem
voru ekki boðin. Þau voru ekki öll „fólk úr fréttunum". Það ætti að
vera okkur venjulegu hversdagsfólkinu uppörvun. En í brúð-
kaupsklæðunum voru þau fullgild. Einn hafði laumast inn án
brúðkaupsklæða. Hann var rekinn út. Hvernig hafði hann þá
komist inn og hvað tákna brúðkaupsklæðin raunar í dæmisög-
unni? Það vefst sannast sagna dálítið fyrir mér. Skyldi það tákna
það sama og Jesús sagði einu sinni við annan mann? „Þú ert ekki
fjarri guðsríkinu," sagði hann. Ekki fjarri. En þú átt enn eftir að
þiggja brúðkaupsklæðin, náð Drottins, sem ein nægir til sálu-
hjálpar. Hugleiðum það í dag. Og spyrjum sjálf okkur: Erum við
meðal gestanna, sem bara sinntu sínu daglega úðri og afneituðu
boðinu, tækifæri lifsins? Eða erum við í brúðkaupinu?
Við pallborðið frá vinstri: Hildur, Auðólfur, Ólafur, Sigurður og Þorvald-
ur.
Á ég að
láta eyða...?
Er fóstur í móðurkviði mannlegt líf? Hvenær hefst lífið? Hver á að hafa
ákvörðunarvald og bera ábyrgð þegar um er að ræða fóstureyðingar?
Hvernig á að leysa félagsleg vandamál, sem margar konur búa við, ef ekki
með fóstureyðingum? Er minna um vanrækt og óvelkomin börn eftir að
fóstureyðingalöggjöfin var rýmkuð?
Þessar spurningar og aðrar
þeim nátengdar lágu í loftinu í
Norræna húsinu föstudagskvöld-
ið 15. október sl. Þar stóð Kristi-
legt stúdentafélag fyrir fundi um
fóstureyðingar. í upphafi fundar
var sýnd bandarísk kvikmynd um
málefnið. Eftir fundarhlé fluttu
þau Auðólfur Gunnarsson læknir,
Hildur Jónsdóttir skrifstofumað-
ur, Sigurður Pálsson námsstjóri
og Þorvaldur Garðar Kristjáns-
son alþingismaður stutt erindi
um afstöðu sína til fóstureyðinga.
Síðan fóru fram pallboðsumræð-
ur þeirra undir stjórn Ólafs Jó-
hannssonar skólaprests. Þær um-
ræður voru nokkuð líflegar, enda
um mjög ólíkar skoðanir á mál-
inu að ræða. Þó voru umræðurnar
yfirleitt málefnalegar og hafa
áreiðanlega hjálpað hinum fjöl-
mörgu fundargestum til þess að
íhuga rökin með og móti fóstur-
eyðingum og mynda sér skoðun í
málinu. Vonandi helst umræðan
um siðferðilegt réttmæti fóstur-
eyðinga vakandi meðal þjóðar-
innar.
í heiðni var alsiða hér á landi
að bera út óvelkomin börn. Með
kristni var það bannað, þótt
nokkurn tíma tæki að afmá hinn
heiðna sið. Mað auknum kröfum
til velmegunar og lífsþæginda,
ásamt vaxandi tækni, hafa fóst-
ureyðingar orðið leið til þess að
komast hjá barneign þegar illa
stendur á. Vísindin veita mikil-
vægar upplýsingar um margt í
náttúrunni, en þær gefa ekki sið-
rænan mælikvarða á breytni
manna. Jafnréttis- og kærleiks-
boðskapur kristinnar trúar,
grundvallaður á ást Guðs sem gaf
sjálfan sig í sölurnar mannsins
vegna, hlýtur að hvetja okkur til
vöku á þessu sviði — að menn
taki sér ekki dómsvald Guðs eins
yfir lífinu, taki ekki að sér að
meta líf eftir gæðaflokkum vest-
rænnar nautnahyggju í verðugt
og óverðugt og leysi ekki önnur
vandamál sín með mannfórnum.
Eins og sjá má, var salur Norræna húasins troðfullur af fólki og leitað inn
i hliðarsal.
I