Morgunblaðið - 24.10.1982, Side 36

Morgunblaðið - 24.10.1982, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1982 „Fáum á hverjum degi fleiri sjúklinga en við getum sinnt,“ segir Jóhannes Bergsveinsson, yfirlæknir á meðferðarstofnunum ríkisins“ „Fíkniefnaneysla er stórt og vaxandi vandamál á íslandi í dag og ég hef ekki séð fyrir endann á þeim vexti ennþá.“ í þessum orðum Jóhannesar Bergsveinssonar, yfirlæknis á meðferðarstofnunum ríkisins fyrir áfengissjúka, felst eina niðurstaðan, sem segja má að sé borðleggjandi þegar upp er staðið eftir umræður um fíkniefna- mál, þau eru kjarni málsins. Að þeim sögðum koma síðan til sögunnar ótalmörg atriði, sem þarf að hyggja að, eigi úttekt á ástandi þessara mála að vera málefnaleg og hafa hvetjandi áhrif á umræðu og umhugsun um mál, sem snerta jafnmarga í þjóðfélaginu og raun ber vitni. Fréttaskýring Hildur Helga Síguröardóttir Að undanförnu hafa birst í Mbl. greinar og viðtöl um fíkniefnamál. Safnað hefur verið saman hand- bærum tölulegum upplýsingum um neyslu; í formi kannana sem gerðar hafa verið og áætlana, sem þeir, er þessum málum tengjast á einn eða annan hátt, telja nærri sanni. Vísir að mynd, sem segir meira en beinharðar tölur, verður einna helst dreginn upp með því að draga sem flest sjónarhorn fram í dagsljósið og því hefur ver- ið rætt við marga ólíka aðila. Fólk sem hefur með fíkniefnamál að gera í starfi og svo þá, sem allt snýst um; þ.e. neytendur, unga og eldri, þá sem hafa hætt og þá sem enn eru að, fólk sem hefur orðið svo langt leitt að ekkert blasti við því nema dauðinn og fólk sem sinnir sínum hlutverkum í samfé- laginu en hefur þó reynslu af neyslu fíkniefna. Sumir viðmæl- enda Mbl. i þessum greinaflokki eru „frelsaðir", aðrir „forhertir", ólík og andstæð sjónarmið hafa komið fram. Þar er ekki eingöngu um tvær fylkingar að ræða, þeirra sem eru með og á móti, heldur stóran hóp fólks með ólík lífsvið- horf, reynslu og sjónarhorn. Einn tilgangurinn með þessum greina- flokki var sá að skyggnast inn í þann heim sem í daglegu tali er nefndur fíkniefnaheimurinn en er kannski víðtækara og margbreyti- legra hugtak en margur hyggur. Eru fíkniefnaneytendur upp til hópa „forhertir glæpamenn" eða „friðsamir krakkar, sem vilja fá að reykja sitt hass í friði“ eins og einn viðmælandi Mbl. orðaði það’ Hefur e.t.v. orðið hugarfarsbreyt- 1 ing hjá neytendum á undanförn- um árum í þá átt að nú heyri fleiri undir fyrri skilgreininguna en þá síðari? Þessum spurningum og ótal- mörgum öðrum, er hljóta að vakna hjá þeim, sem á annað borð velta þessum málum fyrir sér, verður seint fullsvarað. En viðbrögð les- enda Morgunblaðsins að undan- förnu hafa verið á þann veg að sýnt virðist að ekki hafi verið van- þörf á að vekja til umræðu um þessi mál. Aðrir verða að dæma um hvernig til hefur tekist og vissulega teygja þessi vandamál anga sína inn á svo mörg svið að ógerlegt er að ná til þeirra allra. En allt, sem kann að stuðla að opinni og málefnalegri umræðu milli kynslóða á heimilum og vinnustöðum, í skólum og fjöl- miðlum, hlýtur að flokkast undir skref í rétta átt. Líkur á að neyslan sé meiri en tölur segja til um Hér verða ekki tíundaðar aftur þær tölur og úrslit kannana, sem fram komu í viðtölum og í frétta- skýringu í upphafi greinaflokks um fíkniefni. En minna má á að samkvæmt þeim hafa a.m.k. 26% nemenda framhaldsskóla á höfuðborgar- svæðinu neytt kannabis-efna og í einum skólanna hafði neysla efn- isins aukist um helming á sl. fjór- um árum. Kannanir sem þessar gefa vísbendingar í rétta átt, sem óþarft er að vefengja, þó að hafa beri í huga að þær ná aðeins til afmarkaðra hópa. Jóhannes Bergsveinsson, yfirlæknir, var spurður hvort ekki væri að hans mati tímabært að gera víðtæka könnun á stöðunni í þessum mál- um hér á landi. Svaraði Jóhannes því til að við könnun á neyslu fíkniefna, væri töluverð hætta á að niðurstöður sýndu neysluna minni en hún væri í raun og veru. „Þar sem fólk er beðið að gera grein fyrir ólöglegu athæfi í skoð- anakönnun eru alltaf töluverðar líkur á því að viss hópur svari ekki, þó svo að nafnleyndar sé gætt,“ sagði Jóhannes. „Það er af- ar slæmt að vita ekkert um hóp- inn, sem ekki svarar, því það er kannski frá honum sem mesta vitneskju er að fá. Við gætum því fengið út tölur sem sýna neysluna minni en hún er i raun og það er erfitt að vita nákvæmlega hvar maður er staddur.“ Séu þessi orð höfð í huga þegar kannanir, sem gerðar hafa verið hér á landi, eru annars vegar, er ekki fjarri lagi að áætla að neysla kannabis-efna sé meiri en þar kemur fram. Margir stunda „sjálfs- þurftarbúskap“ Annað sem hafa ber í huga þeg- ar fjallað er um útbreiðslu kanna- bis, er ræktun í heimahúsum. Það er afar algengt að þeir, sem á ann- að borð reykja hass/marijúana, rækti það heima hjá sér. Til þess þarf ekki flókinn útbúnað og reynslan hefur sýnt að hampjurt- in, cannabis sativa, þrífst ágæt- lega við íslenskar aðstæður. Rækt- arlegustu hampjurt, sem blm. hef- ur augum litið, gaf að líta norður undir heimskautsbaut í einni af nyrstu sveitum landsins. Hvort eigendum var kunnugt um eigin- leika jurtarinnar sem vímugjafa, skal ósagt látið, en það er stað- reynd að fjöldi fólks um allt land ræktar kannabis til neyslu. Fyrir afurðum þessa innlenda „heimilisiðnaðar" er ekki gert ráð þegar verið er með getsakir um heildarneyslu en óhætt er að full- yrða að þeim fer fjölgandi, sem stunda „sjálfsþurftarbúskap" af þessu tagi. En það er ekki við því að búast að mönnum beri saman um stærð markaðarins og tölurn- ar, sem nefndar eru, eru allt frá einu tonni á ári (Gísli Björnsson, fulltrúi fíkniefnadeild lögreglunn- ar í Rvík. í Mbl. 8. september), upp í 2,5 til 3 tonna ársneyslu eins og Hrafn Pálsson, félagsráðgjafi, leiðir líkum að (Mbl. 8. septem- ber). Ónefndur maður, sem stóð í sölu þessara efna á sínum tíma og ætti því að vera málunum kunnug- ur, segir að marijúana-kílóin 200, sem gerð voru upptæk í sumar, hefðu dugað í mánuð á íslandi (Mbl. 26. september). Sé það nærri sanni kemur út ársneysla upp á 2,4 tonn. Og tölur Hrafns, sem hann grundvallar reyndar á bandarískum rannsóknum og staðfærir síðan, eru e.t.v. vill ekki eins fjarstæðukenndar og sumum hefur eflaust virst við fyrstu sýn. Á að leyfa hass? Af öllum vímugjöfum, sem vitað er til þess að eru í umferð, lögleg- um jafnt sem ólöglegum, eru svo- kölluð kannabis-efni, hass og mar- ijúana, hvað umdeildust. Menn greinir á um skaðsemi þeirra og í þessum greinaflokki hafa bæði komið fram sjónarmið þeirra sem telja þessi efni ýmist stórskaðleg ein og sér og/eða jafnframt vörður á leiðinni yfir í neyslu hættu- legustu eiturlyfja sem mannkynið þekkir, s.s. morfíns og heróíns. Svo eru aðrir, sem telja hassreyk- ingar næsta skaðlaust fyrirbæri, segja hass mun áhrifaminna lyf en áfengi og vilja láta afnema all- ar lagasetningar gegn neyslu þess. Ein röksemd þeirra síðastnefndu er sú, að væri neysla kannabis- efna leyfð þyrftu neytendur ekki að kaupa efnið af fíkniefnasölum sem e.t.v. hagnast af því að gera viðskiptavini sína áhangandi dýr- ari og hættulegri efnum á borð við amfetamín, kókaín, morfín eða heróín. Kannabis-reykingar séu hvort eð er orðnar það útbreiddar að lagasetningar breyti þar engu um og lögregluaðgerðir gegn neyt- endum stuðli eingöngu að því að gera óþarflega stóran hóp þjóðfé- lagsþegnanna að skilgreindum glæpamönnum. í Danmörku er um þessar mundir einu sinni sem oftar deilt um þessi mál. í þetta sinn snýst deilan um hversu hart skuli tekið á ræktun hampjurta en hingað til hefur ekki verið tekið sérlega hart á slíku þar í landi. En nú er málið komið inn í þingsali. Kristilegi þjóðarflokkurinn mun hafa tekið það upp, og þvi gæti svo farið að innan tíðar verði gefin út lög, sem lúta sérstaklega að þessum þætti fíkniefnamála. Þeir, sem vilja herða viðurlög við þessum „sjálfs- þurftarbúskap", benda á að hann stuðli að aukinni neyslu og auki umfang kannabis-efna á mark- aðnum. Þeir, sem ekkert vilja að- hafast, segja að bann við ræktun myndi leiða til þess að Pétur og Páll hætti að hafa nokkrar plönt- ur í matjurtagarðinum en í stað þess hefji skipulagðir glæpahring- ar ræktun í ágóðaskyni í stórum stíl, sem ekki hefur þekkst hingað til. Þeim síðasttöldu bættist reynd- ar óvæntur „liðsauki" á dögunum, þegar hagfræðingurinn heims- þekkti Milton Friedman lýsti því yfir í fyrirlestri sem hann hélt í London, um „hinn svarta efna- hagsmarkað" (The „Black eco- nomies"), að helsti burðarás hins ólöglega efnahags- eða peninga- markaðar væru ólöglegir vímu- gjafar. „Ábatasamasta uppskera Kaliforníuríkis er marijúana," sagði Friedman og bætti við: „Þess vegna er uppáhaldstillaga mín, þegar rætt er um að láta banda- rísku fjárlögin standast, sú að við leyfum marijúana, þ.e. skattleggj- um sölu þess.“ „Álíka skynsamlegt og að afnema umferðarlögin“ Aðrir sjá ekki ástæðu til að bæta enn einum löglegum vímu- gjafanum við, í samfélagi þar sem áfengisneysla á sök á fleiri per- sónulegum harmleikjum og glæpaverkum en nokkur annar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.