Morgunblaðið - 24.10.1982, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1982
auðveldara að pranga hverju sem
er inn á neytendur, sem ekki
þekkja áhrif lyfsins fyrir.
En vonandi sjá þeir, sem nú
ganga um og gnísta tönnum eftir
langvarandi amfetamínneyslu, að
sér áður en þeir vakna upp við
þann vonda draum að þeir þjóna
ekki lengur öðru hlutverki en að
vera næstu kynslóð víti til varnað-
ar.
Eitt af því hættulegasta við
amfetamín er hve „eðliiegur"
neytandanum finnst hann vera
undir áhrifum þess. (Öfugt við
áhrif LSD enda um ólíkar efna-
samsetningar að ræða.) A meðan
iíkaminn brennir upp alla vara-
sjóði sína, fyllist neytandinn
ofurmannlegri orku, verður flug-
gáfaður og skarpur með afbrigð-
um, enda kalla Bretar lyfið „eit-
urlyf hinna vinnandi stétta —
hassið er bara fyrir þá, sem geta
leyft sér að liggja í leti“. „Speed
kills“ er hins vegar algeng áletrun
á veggjum allt frá Kristjaníu í
Kaupmannahöfn til Brixton í
Bretlandi. Og í Kristjaníu, þar
sem íbúarnir setja sín eigin
óskráðu lög, fá amfetamínsalar
slæma útreið þegar til þeirra
næst.
„Neytendum hætti til að
komast í geðveikisástand,
sem ekki batnaði“
„Við fengum þó nokkuð inn af
fólki, sem hafði neytt LSD á sín-
um tíma enda lyfið mjög skað-
legt,“ sagði Jóhannes Bergsveins-
son, er hann var spurður um þessi
efni, áhrif þeirra og batahorfur
þeirra, sem fara illa út úr neysl-
unni.
„Það, sem við sáum gerast eftir
neyslu LSD, var það að neytend-
um hætti til að komast í geðveikis-
ástand sem ekki batnaði," sagði
Jóhannes. „Það hefur verið allur
gangur á bata og ekki hægt að
fullyrða hve margir hafa náð sér
að fullu. Sumir hafa líka haldið
áfram í öðrum vímugjöfum. En
geðklofi og þvílíkir geðsjúkdómar
brjótast yfirleitt fram hjá ungu
fólki, á þeim aldri sem mestar lík-
ur eru á að það sé að fikta við
fíkniefni. Fólki líður þá illa og
sækir í vímuefni til þess að láta
sér líða betur. Ef menn fara að
fikta við lyf á borð við LSD undir
slíkum kringumstæðum getur það
leyst geðsjúkdóma úr læðingi.
Við sáum líka tilfelli þar sem
fólk var lagt inn mörgum mánuð-
um eftir að það var hætt neyslu.
Sum þessara efna bindast eggja-
hvítuefnum blóðsins og eru óvirk
um tíma en verða síðan virk aftur.
Geðræn starfsemi byggist á flókn-
um efnaskiptum í heilanum og það
þarf ekki mikið til þess að breyta
þessum efnaskiptum varanlega.
Amfetamín er „gamalt vímu-
efni“, sagði Jóhannes. Hér áður
fyrr var algengt að það væri tekið
með áfengi. Sjómenn gerðu þetta
oft til þess að geta drukkið lengur
og margir lentu inni á deildum
fyrir vikið því þetta flýtti fyrir því
að þeir yrðu háðir hvoru tveggja.
Eg tel að misnotkun á amfetamín'
sé ekki meiri núna en hún var þeg-
ar mest var á árum áður.“ Amf-
etamín hefur verið eftirritunar-
skylt lyf í nokkur ár og erfitt að
nálgast það eftir löglegum leiðum
en Jóhannes kvaðst ætla að því
hefði einnig verið smyglað inn í
landið í stórum stíl fyrr á árum.
„Amfetamín er mjög vanabind-
andi,“ sagði hann. „Líkaminn
myndar þol gagnvart því og einnig
kemur til sterkur andlegur ávani.
Eftir að neyslunni er hætt kemur
síðan þunglyndi, sökum þess hve
nærri sér menn hafa gengið. Við
vitum að töluvert af amfetamíni
og jafnvel kókaín er á markaðn-
um. Hins vegar höfum við ekki
orðið vör við að sala á morfíni sé í
gangi en ég veit ekki hve lengi það
helst.
Annars er öll aðstaða til þess að
greina hvað fólk hefur verið að
taka slæm,“ sagði Jóhannes. „Við
höfum ekki aðstöðu til fljótvirkrar
greiningar á efnum í blóði. Með-
ferðin situr í fyrirrúmi og því
verða rannsóknir að sitja á hakan-
um.
Stundum vilja sjúklingar ekki
gefa upp hvað þeir hafa verið að
taka, heldur nefna það, sem þeir
vita að veldur mestum fráhvarfs-
einkennum af því að þeir vita að
við getum dregið úr þeim með lyfj-
um. Svo veit fólk oft ekki hvað það
hefur verið að innbyrða. Það held-
ur t.d. að það hafi verið að taka
kókain en þá hefur því oftar en
ekki verið selt annað efni.“
„Áfengi er dæmigert
ávana- og fíkniefni“
í greinaflokki Mbl. hefur aðal-
lega verið fjallað um þá vímu-
gjafa, sem falla utan ramma lag-
anna en það breytir ekki þeirri
staðreynd að þeir eru margfalt
fleiri, sem í dag eiga að stríða við
misnotkun vímugjafa sem þeir
geta orðið sér úti um með full-
komlega löglegum hætti. „Áfengið
gengur eins og rauður þráður í
gegn um alla misnotkun vímu-
gjafa," segir Jóhannes Berg-
sveinsson og bætir við: „Áfengi er
ekki eins saklaust og margir virð-
ast halda, það er dæmigert ávana-
og fíkniefni og afleiðingarnar af
ofneyslu þess geta orðið eins
slæmar og af hvaða eiturlyfi sem
er.“
Misnotkun róandi lyfja af ýms-
um gerðum hefur einnig tíðkast
um langt skeið meðal fólks úr öll-
um stéttum, á öllum aldri. „Versta
dópið er ekki að finna í okkar
hópi,“ segir tvítugur hassneyt-
andi, „... heldur meðal hinna
„duldu“ fíkniefnaneytenda, sem
sitja inni á stofnunum eða heima
hjá sér og bryðja pillur, sem þeir
fá í hjá læknum." Sitthvað er til í
þessum orðum og víst er, að í við-
tölum við þá, sem höfðu orðið háð-
ir fíkniefnum á unga aldri, kom
oft fram að þeir höfðu byrjað þar
sem heimatökin voru hægust: í
l lyfjaskáp foreldranna. Jóhannes
Bergsveinsson telur lækna vera
orðna mun meðvitaðri en áður um
hættuna þegar lyfjaútskrift er
annars vegar og bendir á að alltaf
hafi verið töluvert um smygl á
lyfjum h.s. barbítúrötum (þ.e.
sterkum róandi lyfjum) og
amfetamíni til landsins, eins og
þegar hefur komið fram.
Algengustu „kokkteilarnir“
Þau lyf, sem algengast er að
fólk blandi saman og misnoti,
tveir „algengustu kokkteilarnir",
eins og Jóhannes orðar það, eru
róandi lyf og áfengi og róandi lyf
og hass.
Það sem J.B. hefur að segja um
hass hefur þegar komið fram en
um blönduna af róandi lyfjum og
áfengi segir hann: „Það er afar
hættuleg blanda, slævir heilann
og getur valdið lömun á bráðnauð-
synlegum stöðvum. Sérstaklega
eru barbítúrötin hættuleg en þau
lyf eru nú eftirritunarskyld og
minna misnotuð en áður fyrr. Þó
er enn töluvert um að lyf á borð
við t.d. fenemal séu misnotuð.
Þegar blm. ræddi við hóp unglinga
á aldrinum 13 til 16 ára og spurði
skil ekki
fólk sem í mis-
skildum „töffara-
skapu er að ræna
sig því dýrmæt-
asta sem það á.“
amfetamín
og kókaín eru
margfalt auðveld-
ari í meðförum
en kannabis og
skila allt að tífalt
meiri gróða.“
þau m.a. hvort eitthvað væri um
fíkniefnaneyslu meðal jafnaldra
þeirra, var algengasta svarið
eitthvað á þessa leið: „Já, sérstak-
lega áfengi." Þessi afstaða ungl-
inga til áfengis ætti að vera for-
eldrum umhugsunarefni því hún
bendir til þess að unglingar í dag
geri ekki jafnmikinn greinarmun
á áfengi og öðrum vímugjöfum og
áður. Þeir foreldrar, sem e.t.v.
neyta áfengis ótæpilega í viðurvist
barna sinna, eiga því á hættu að
minna mark verði á þeim tekið en
ella, er þeir hyggjast beina ung-
viðinu frá fíkniefnum, í hvaða
mynd sem er.
„Sniffið", þ.e. lím, þynnir og þef-
efni ýmiskonar, virðist sem betur
fer hafa dottið upp fyrir að mestu
eftir að „krakkarnir gerðu sér
grein fyrir hvað það var hættu-
legt“, eins og flestum ungling-
anna, sem rætt var við, bar saman
um. „Nú eru það sjóveikipillurn-
ar,“ bætti einn við. Nokkrir voru
lagðir inn á meðferðarstofnanir
eftir að hafa „sniffað" á sl. vetri.
Þefefnin eru stórskaðleg og geta
valdið heilaskemmdum. Fari svo,
segja læknar batahorfur slæmar.
„Aldurinn kominn
býsna neðarlega“
Á undanförnum árum hefur
verið gert mikið átak í málefnum
áfengissjúklinga hér á landi. Það
átak ber ekki að vanmeta en það
er staðreynd að „kerfið" er í dag
illa í stakk búið til þess að takast á
við vandann, sem hlýst af neyslu
annarra vímugjafa. „Misnotkun
vímugjafa er alltaf að aukast,"
segir Jóhannes Bergsveinsson, yf-
irlæknir. „Við fáum daglega fleiri
einstaklinga inn á meðferðar-
stofnanir ríkisins en við getum
sinnt og okkur skortir tilfinnan-
lega rannsóknaraðstöðu og deild
til „afeitrunar". Aldur sjúkl-
inganna er kominn býsna neðar-
lega. Þeir yngstu eru 16—17 ára,
sem þýðir að misnotkunin hefur
byrjað fyrr og það er aðkallandi
að komið verði upp unglingageð-
deild. Vandinn er sá að það er erf-
iðara og timafrekara að með-
höndla svo ungt fólk og til þess
þarf meiri mannafla en við höfum
yfir að ráða. Það er svo margt sem
þarf að taka inn í dæmið þegar um
unglinga er að ræða.“ Er Jóhannes
var spurður í hverju meðferð á
ungum sjúklingum fælist sagði
hann: „Við reynum að mynda við
þá sem best tengsl, styðja þá og
hjálpa þeim að öðlast innsýn í sig
og sinn vanda. En okkur vantar
aðstöðu til þess að fylgja meðfe-
rðinni eftir. Til að hægt sé að
bæta fyrir þá röskun, sem hefur
orðið á námi þeirra og vinnuþjálf-
un. Til að sinna þessum mikilvægu
þáttum þyrfti sérhæfðar stofnanir
þar sem mannleg samskipti sætu í
fyrirrúmi." Aðspurður hvað væri
erfiðast í meðferðinni, sagði Jó-
hannes: „Að vekja áhuga þeirra á
að vera þátttakendur í lífi og
starfi þjóðarinnar. Þau standa oft
höllum fæti og hafa glatað þeim
tækifærum til þess að undir-
byggja líf sitt og lífsstarf, sem þau
hafa fengið. Oft vegna þess að þau
hefur skort skilning á þessum
tækifærum.
Því meira sem foreldrar varpa
ábyrgðinni yfir á opinberar stofn-
anir því meiri hætta er á að illa
fari. Á hinn bóginn eru margir
foreldrar knúnir til þess að fela
öðrum forsjá barna sinna í æ rík-
ari mæli á meðan þeir vinna
myrkranna á milli til þess að eiga
fyrir lífsgæðunum og standast
kröfurnar," sagði Jóhannes
Bergsveinsson.
StofnaÖur starfshópur
Það er skammt öfganna á milli í
umræðum um fíkniefnaneyslu.
„Ýmsir gera meira úr vandamál-
inu en efni standa til, aðrir
minna,“ segir Gísli Björnsson,
fulltrúi í fíkniefnadeild lögregl-
unnar, í Mbl. þ. 8. september sl. og
bætir við að þróun fíkniefnaneyslu
síðustu tíu ár hér á landi hafi orð-
ið eins og spáð var; við fylgjum á
eftir hinum Norðurlöndunum og
að ástæða sé til þess að óttast
„hættulegri efni sem í vaxandi
mæli hafa verið að ryðja sér rúms
erlendis".
Edda Ólafsdóttir, félagsráðgjafi
sem starfar við útideild, segir að
hér ríki sinnuleysi um þessi mál
og bendir á að þegar Norðmenn
loksins tóku við sér hafði vandinn
vaxið þeim yfir höfuð. En þeir að-
ilar, sem hvað helst ættu að geta
sinnt vandamálum sem af fíkni-
efnaneyslu unglinga geta hlotist,
s.s. útideild sem starfar meðal
unglinga milliliðalaust, búa við
fjársvelti og óviðunandi aðstæður
á flestan hátt. Um þessar mundir
er að hefja störf starfshópur, sem
í eiga sæti fulltrúar hinna ýmsu
aðila, sem að þessum málum
starfa, s.s. útideildar, unglinga-
heimilisins í Kópavogi, fíkniefna-
lögreglunnar og skilorðseftirlits-
ins. Stofnun slíks hóps var löngu
orðin tímabær og verður fróðlegt
að sjá að hvaða niðurstöðum hann
kemst þegar þar að kemur.
________Hver er sekur?___________
Menn getur endalaust greint á
um „sekt“ samfélagsins svo vítt
sem það hugtak nú er, þegar
vandamál á borð við misnotkun
vímugjafa er annars vegar. Það
þarf ekki félagsfræðing til þess að
fullyrða að „fíkniefnaneysla sé
samspil milli einstaklings og um-
hverfis hans“. (E.Ó. Mbl. 9. sept-
ember). Það segir sig sjálft að hún
hlýtur að vera hluti af stærra
samhengi líkt og flest mannlegt
atferli.
Sem betur fer er því ekki þannig
farið að allir, sem af forvitni fikta
við vímugjafa, verði forfallnir eit-
urlyfjaneytendur. Það vita ungl-
ingar jafnt sem aðrir. En á hinn
bóginn ætti jarðvegurinn fyrir
raunhæfa fræðslu um þessi mál að
vera frjósamari í dag en fyrir
nokkrum árum, þegar viss geð-
hrifalyf voru sveipuð dularfullum
Ijóma í hugum margra. En fræðsl-
an þarf að koma snemma og hún
þarf að vera á máli, sem þeir, sem
henni er beint, að skilja. Flestir
framkvæmdaaðilar í þjóðfélaginu
telja sig hafa öðrum hnöppum að
hneppa en að sinna því, sem hlýt-
ur að flokkast undir frumþætti
allra fyrirbyggjandi aðgerða. Lög-
reglan sér um að koma þeim, sem
neyta efnanna og/eða smygla
þeim, á bak við lás og slá, heil-
brigðisstofnanir sinna þeim, sem
verst fara út úr neyslunni. En
stærsta fyrirbyggjandi aðgerðin
hlýtur að felast í því að skapa
samfélag þar sem þörfin fyrir
flótta frá raunveruleikanum fer
ekki sívaxandi, eins og nú er raun-
in. Hvers konar samfélag er það
sem meðhöndlar ungviði sitt eins og
óþörf og jafnvel óvelkomin aðskota-
dýr? Flestum þeim aðilum, er að
unglingamálum starfa, ber saman
um að í landinu sé að vaxa upp
kynslóð, sem enginn má vera að því
að tala við.
í vestrænum nágrannalöndum
okkar er skuldinni af fíkniefna-
neyslu skellt á atvinnuleysi og
vonleysisástand sem því fylgir.
Því er sem betur fer ekki til að
dreifa hér á landi nema þá helst
meðal unglinga, eins og bent hefur
verið á. Á hátíðlegum stundum er
talað um „fólkið sem á að erfa
landið" í sama tón og aldamóta-
kynslóðin er lofsungin við svipuð
tækifæri. Staðreyndin er hins veg-
ar sú, að milli hátíðlegra tækifæra
eru báðir hópar afskiptir og mið-
aldra kynslóðin er búin að koma
sér og okkur, sem eigum að erfa
landið, upp þjóðfélagi þar sem
vinnuálagið er slíkt að helst væri
leitandi niður í suður-afrískar
kolanámur til að finna hliðstæðu,
þó að hér sé umgjörðin að sjálf-
sögðu fegurri.
Einhversstaðar á leiðinni urðu
mannleg samskipti utanveltu, kyn-
slóðirnar hættu að tala saman og nú
hrekkur sú miðaldra upp við vondan
draum og heimtar lögreglu á börnin
sín!
Hitt er svo annað mál að fátt
gerir mannlegum samskiptum
meira ógagn en neysla fíkniefna
og vilji menn breyta heiminum er
sú uppreisn, sem einhverjum kann
að finnast að felist í vímugjöfum,
harla máttlítil; — vopn, sem snýst
í höndum þess er á heldur.
Ef til vill felst vottur af ungæð-
islegri sjálfsvorkunn, svo ekki sé
talað um vanþakklæti, í því að
skella skuldinni á kynslóðina sem
gaf okkur vídeóið og virkjanirnar.
„Hver er sinnar gæfu smiður,"
eins og þar stendur. En svona
orðaði einn viðmælandi Mbl. af
yngri kynslóðinni viðhorf sín til
fíkniefnaneyslu: „Það býr svo
margt innra með okkur, sem ljóst
og leynt er drepið niður, í skóla,
uppeldi o.s.frv. Þar á meðal er
hæfileikinn til að tjá tilfinningar.
— Ég held að það stæði okkur nær
að brjóta þessa slagbranda niður í
stað þess að taka sjálf þátt í að
smíða þá.
Ég skil ekki fólk sem í misskild-
um „töffaraskap" er að ræna sig
því dýrmætasta sem það á; hæfi-
leikanum til að horfast í augu við
sjálft sig — og aðra — með
óbrengluð skilningarvit."