Morgunblaðið - 24.10.1982, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1982
u
lpur og
jakkar í öllum litum
regnbogans var það
fyrsta sem blasti við
augum þegar komið
var inn á Kjarvals-
staði fyrir hádegið í
liðinni viku. Það
voru grunnskóla-
nemar sem áttu úlp-
urnar. Þeir voru að
skoða sýninguna á
verkum Alberts
Thorvaldsen í fylgd
kennara sinna. En ég
átti ekki erindi við
Albert, heldur við
Þóru Kristjánsdóttur,
listráðunaut safnsins.
K>óra Kristjánsdóttir listfræðingur á Kjarval&stöðum.
Ljósmynd: Kristján Örn Elíasson
„Það verður að nota svona hús“
Það var reyndar alveg á mörk-
unum að hun mætti vera að þessu,
því það er í mörgu að snúast á
svona stað, en við komum okkur
þó fyrir úti í horni, þar sem sér
yfir garðinn og ég byrjaði á að
spyrja hvers vegna hún hefði
ákveðið að gerast listfræðingur.
„Ég hafði alltaf mikinn áhuga á
listum og þarna var opin leið til
þess að geta starfað á því sviði, án
þess að vera skapandi listamaður.
Þess vegna fór ég út í þetta. Listin
þarf á margskonar fólki að haida
ekki bara listafólki. Neysla og
miðlun listarinnar þarf líka að
vera í lagi “
— Er listfræði ungt fag, eða gam-
alt?
„Það er gamalt. Það hafa verið
til listsagnfræðingar allt frá dög-
um Grikkja og Rómverja, en þetta
er fag sem rís nokkuð og hnígur í
tímans rás.“
— Hvar lastu listfræði?
„Það var í Svíþjóð, reyndar fyrir
tilviljun. Ég hafði skrifað til há-
skólans í Kaupmannahöfn og
einnig til Vínarborgar, en það kom
í ljós að þar var þetta allt að sjö
ára nám, sem mér leist ekki alls
kostar vel á. í Svíþjóð var hins
vegar búið að taka upp annað
námsfyrirkomulag, sem gerði ráð
fyrir styttri tíma og fleiri náms-
greinum og það varð til þess, að ég
hélt þangað og þar var ég frá 1959
til 1964 og kynntist þar eigin-
manni mínum, Sveini Éinarssyni,
er þar var við nám í leikhúsfræði,
en ég lærði nokkuð í leiklistar-
sögu.
Þegar heim kom hóf ég að vinna
á sumrum og í íhlaupum á Lista-
safni Islands, en réðist að frétta-
stofu útvarpsins árið 1967. Þar
vann ég við almenn fréttaskrif og
sá einnig um myndlistarþætti.
Það var góður skóli að vinna á
fréttastofunni, því það varð til
þess að ég kynntist vel því þjóðfé-
lagi sem við lifum í.
Svo var það að mér bauðst hálft
starf sem listfræðingur við Nor-
ræna húsið, er Maj-Britt Imnand-
er varð forstöðumaður þess árið
1974 og óskaði að ráða mann í
slíkt starf. Við þetta vann ég í
fimm ár, sá um sýningar og
kynntist norrænu samstarfi. Þetta
var mjög skemmtilegur tími.“
Að gefa eitthvað
„Síðan var auglýst til umsóknar
staða listráðunauts á Kjarvals-
stöðum. Þetta var dálítið sér-
kennileg aðstaða. Húsið var í
banni meðal listamanna og klögu-
málin gengu á víxl. En mér þótti
þetta spennandi glíma og ákvað að
demba mér út í þetta og ég hef
ekki séð eftir því, en ég hóf hér
störf í mars 1979 og þá hafði
bannið staðið í átta mánuði.“
— í hverju finnst þér starfið eink-
um fólgið?
„Mér hefur fundist það vera, að
hlúa að þessu húsi, þótt það sé
kannski undarlegt að taka þannig
til orða. En mér finnst það vera
mitt hlutverk að gera þetta hús
lifandi og spennandi og þá fyrst og
fremst með því að fá gott fólk til
að vinna hér. Húsið verður að gefa
eitthvað, bæði listamönnunum og
Rætt við
Þóru
Kristjánsdóttur
listráðunaut
Kjarvalsstaða
þeim sem koma hingað til að
skoða. Svona stofnun má aldrei
staðna. Nú erum við einmitt að
hugleiða, með hvaða hætti við get-
um eflt starfsemina enn frekar en
orðið er. Erum við helst að hugsa
um að setja upp fleiri sjálfstæðar
sýningar á okkar vegum og jafn-
framt höfum við verið að velta
fyrir okkur útgáfustarfsemi. Hér
er alltaf dálítið tvíþætt starfsemi,
annars vegar er það hlutverk
okkar að sýna verk Kjarvals, en
hins vegar að sýna verk annarra
listamanna. Safn okkar af Kjar-
valsmyndum er fremur lítið, telur
aðeins um 30 málverk og um helm-
ingi fleiri teikningar, þannig við
höfum varla til skiptanna. En það,
hvernig eigi að efla þennan þátt
starfseminnar, er vitaskuld mjög
greinilega spurning um peninga.
Við vorum mjög spennt þegar
vinnustofumyndir Kjarvals voru
til sölu í fyrra, en ekkert varð nú
úr því að við gætum eignast þess-
ar myndir. Það er dálítil synd, því
hér hefði verið ákjósanlegt að
sýna þær og við höfum tekið eftir
því, að til dæmis skólakrakkar
hafa mjög gaman af að sjá per-
sónulega muni úr eigu listamanna,
ekkert síður en að skoða myndir
þeirra. Það væri verulega
skemmtilegt viðfangsefni fyrir
okkur að sýna slíka hluti. Þannig
erum við nýlega byrjuð að safna
ljósmyndum af Kjarval og að
reyna að hafa upp á kvikmyndum.
Farandsýning
um Kjarval
„Kjarval hefði orðið hundrað
ára 1985 og í tilefni af því langar
okkur að koma upp farandsýn-
ingu, sem gæti bæði farið um
landið og eins til útlanda. Við sett-
um upp sýningu hér, sem byggð er
upp af Ijósmyndum er lýsa ferli
Kjarvals og höfum við hugsað
okkur að slík ferilssýning gæti
orðið stofninn að farandsýning-
unni, en á henni yrðu að auki
myndir eftir Kjarval, teikningar,
litskyggnur og fleira. Okkur hafa
borist fyrirspurnir um þetta frá
Norðurlöndunum og einnig hafa
bandarískir aðilar sýnt því mikinn
áhuga að fá Kjarvalssýningu yfir
hafið. Norræna menningarmið-
stöðin myndi sjá um farandsýn-
inguna á Norðurlöndunum. For-
ráðamenn norrænu menningar-
kynningarinnar í Bandaríkjunum
vilja hins vegar fá Kjarval þang-
að, enda voru það vonbrigði, að
Kjarval var ekki með í þeirri
kynningu frá upphafi."
— Hvað er nú helst á döfinni hjá
Kjarvalsstöðum og listráðunaut
safnsins?
„Menningarmiðlun af þessu tagi
krefst mikillar skriffinnsku, en
ekki hefur verið gert ráð fyrir
mikilli vinnuaðstöðu hér í húsinu,
þannig er ég nú að fá skrifstofu í
fyrsta sinn og einnig hefur verið
ráðið fleira starfsfólk til hússins.
Starfsemin er býsna fjölbreytt.
Auk myndlistarsýninga eru hér
iðulega haldnir hljómleikar, enda
góður flygill til staðar. Það er
gaman að geta fengið sem flesta
til að nýta þetta hús, en það er
stundum erfitt að koma þessu öllu
fyrir þannig að það styðji hvert
annað, en eitt atriðið keppi ekki
um athyglina við önnur. Þar eð
hér er enginn tónleikasalur kostar
það ávallt miklar tilfæringar þeg-
ar hér er efnt til hljómleika, en
það er skemmtilegt að reyna að
finna lausnir á þeim málum og
hefur tekist hingað til. Húsið býð-
ur upp á ýmsa möguleika.
Af væntanlegum sýningum má
nefna að stjórnin hefur áhuga á að
efna hér til sýningar á verkum
ungra myndlistarmanna í febrúar,
yrðu þar aðeins sýnd verk eftir
myndlistarmenn 30 ára og yngri.
Þá er og verið að huga að því að
halda hér alþjóðlega grafíksýn-
ingu á næsta ári, þar sem erlend-
um listamönnum yrði boðið að
taka þátt.“
Myndlistarmenn
í meirihluta
„Húsnæðið sjálft er í stöðugri
endurskoðun og endurnýjun.
Ópiö kl. 9—6. Ath.: Opiö í hádeginul
Önnumst allar
tegundir af
innrömmun
• Fjðlbreytt úrval af
rammaefni.
• Málverkasala á
staönum.
• Fljót og góö afgreiösla.
RAMMA
MIÐSTOÐIN
SIGTUN 20, 105 REYKJAVÍK. SÍMI 25054.
Termostan —
Hitastengur — STK
Hitastengur 220 v fyrir þakrennur.
Hitastengur 220 v fyrir gólf.
Hitastengur 220 v fyrir gróöurhús o.fl.
Sérstakur teflon einangraöur örgrannur strengur til
varnar frostskemmdum utan á eöa innan í rörum,
mesta hitastig 200°C. Tilvalin frostvörn fyrir leiöslur
eöa tanka.
ESWA-umboöiö,
Víöihvammi 36,
sími 41375.
Fróóleikur og
skemmtun
fyrirháa semlága!
—^—■