Morgunblaðið - 24.10.1982, Page 46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1982
A tónleikum
með Angus og
strákunum
Hann hentist sviðsenda á
mílli í veinandi gítarsólóum
sem bera ábyrgð á hljómnum. Þar
er enda ekkert hálfkák. Hver hreyf-
ing þaulæfö og skipulögð og út-
koman eftir því. Ekki feiltónn og
öllu áhrifameira „ljósa-show“ er
vart hægt að hugsa sér.
Angus er allt
Allt frá fyrstu mínútu til hinnar
síöustu er Angus Young á þönum.
Höfuöið klýfur loftið eins og spæt-
an trjábörk og hann hendist sviös-
enda á milli í „veinandi" gítarsóló-
um. Inn á milli bregður Brian John-
son, söngvari, á leik meö honum,
en hinir þrír; Malcolm Young
(bróöir Angus), gítarleikari, Cliff
Williams, bassaleikari og Phil
Rudd, trymbill láta allan tímann lítt
á sér kræla. Hlutverk þeirra er í
rauninni ekki annaö en aö mynda
pottþétta „back-up“ sveit.
Þaö var hvert einasta sæti skip-
aö í Appollo kl. 20 þann 8. október
sl. og reyndar gott betur. Annars
þurftu menn ekki aö hafa áhyggjur
af því aö fá ekki sæti. Um leið og
Ijóskastararnir beindust aö hinni
hálfs annars tonns þungu eirbjöllu,
sem notuö er í upphafi hverra tón-
leika var eins og þakiö ætlaöi af
kofanum. Slíkur var fögnuöurinn
og gauragangurinn.
Viö vorum þrír saman, íslend-
ingarnir, á þessum tónleikum og
horföum lengi vel opinmynntir á
dýröina. Viö höföum lagt aö baki
sex klukkustunda ferö í hálfgeröri
gripalest frá Lundúnum til Glas-
gow fyrr um daginn og áttum sjö
tíma samskonar ævintýri í vænd-
um eftir tónleikana. Til allrar ham-
ingju renndi okkur ekki í grun hvaö
biöi okkar og var víst eins gott.
Þaö heföi getað spillt ánægjunni.
Þetta var sko eitthvaö annaö en
Laugardalshöllin.
Vissulega haföi maöur heyrt,
séö og lesiö um þessa heljarmiklu
eirbjöllu sem notuö er í upphafi
hverra tónleika. En aö upphafsat-
riöiö reyndist jafn tilkomumikiö og
raun bar vitni gat maöur aldrei
gert sér í hugarlund.
Hægt og rólega seig þetta flykki
frá J. Taylor & Sons, Bell Founders
í Loughborough, niöur úr rjáfrinu
Hljomsveitin Y&T fra Bandarikjunum hitaði upp fyrir AC/DC. Þar ar
á ferö afbragðs flokkur. Áhorfendur voru þó ekkert að ausa úr
skálum gleöi sinnar yfir hann. Myndír/—ss».
„Ég var alltaf þeirrar skoöunar,
jafnvel strax þegar viö byrjuðum,
að við gætum staðiö okkur í sam-
keppni viö hvaða hljómsveit, sem
er. Ég á kannski ekki við að ég
hafi búist við einhverju stórkost-
legu þegar viö löbbuöum á svið,
en við uröum að vera sjálfsörugg-
ir.
Auövitað vissi ég, aö við mynd-
um lenda í alls kyns vandræöum
vegna þess hvernig við erum.
Margir eru þannig innrættir að
þeir vilja að allir séu sammála
þeim. Við reyndum alltaf aö losa
okkar frá slíku fólki og hóldum
okkur við okkar eigin línu, reynd-
um að hafa allt eins einfalt og
mögulegt var.“ Þannig segir Ang-
us Young, höfuöpaur áströlsku
bárujárnsrokksveitarinnar
AC/DC frá.
Eins og skýrt var frá á Járnsíö-
unni um siöustu helgi áttl umsjón-
armaöur síöunnar spjall viö höfuö-
paura AC/DC, þá Angus Young og
Brian Johnson, í Glasgow fyrir
hálfum mánuöi. I kjölfariö fylgdu
tónleikar meö flokknum í Appollo-
leikhúsinu i borginni. Eftir aö hafa
séö sveitir á borö viö Saxon,
Michael Schenker Group og UFO,
sem allar flokkast undir þaö aö
heita bárujárnsrokksveitir, auk
öldunganna síungu i Rolling
Stones á tónleikum er ekki of
djúpt í árinni tekiö aö segja aö þær
hreinlega fölni viö samanburöinn.
Sérstæð upplifun
Tónleikar meö AC/DC eru ann-
aö og meira en venjulegir tónleik-
ar. Þeir eru heil upplifun. Þetta
sagöi undirritaöur reyndar líka um
tónleikana með Rolling Stones á
Vicente Calderon-leikvangnum,
heimavelll Atletico Madrid, í
sumar. Tónleikar AC/DC eru allt
annars konar uppllfun. Þáttur gít-
arleikarars Angus Young í þeirri
upplifun er ekki svo lítilf. i rauninni
má segja, aó allir tónleikarnir snú-
ist um hann, enda er hann fáum
líkur á sviöi. Ekki fáum. Engum er
rétta oröiö. Hann er eins og hann
segir sjálfur „Peter Pan„ AC/DC.
Þótt hér sé talaö um ákveöna
uppllfun eru tónleikar AC/DC og
reyndar flestra bárujárnssveita
lausir viö allt glys og vesen. Geng-
iö er hreint til verks meö aöstoö
fjölda Ijóskastara og rokkinu er
pundaö yfir lýöinn. I Appollo-
leikhúsinu reyndust 24.000 wött
knýja hljómburöarkerfið áfram.
Vissulega er þaö feikilegur kraftur,
en hann gerist þó mun hraustlegri.
Á tónleikum sínum i NEC-höllinni
og á Wembley Arena (hvort
tveggja hallir sem hýsa um 20.000
manns) notaöi AC/DC heil 54.000
wött sér til aðstoöar. Til marks um
allt umfangiö má geta þess aö 10
menn vinna viö þaö eitt á tónleik-
um þessarar hljómsveitar aö sjá
um lýsingu. Auk þess eru enn fleiri
í AC/DC
Ekki er hann
frýnilegur,
höfuöpaurinn
Angus Young.