Morgunblaðið - 11.12.1982, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1982
3
r
Frá bískupi Islands:
„Friðar-jól“ um víða
Biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, með bæklinginn „Peace
on Earth“ (Friður á jörð) sem dreift er um allan heim fyrir þessi jól.
KIRKJA Krists um víða veröld er
kölluð til einingar um boðun friðar
á aðventu og jólum. Hér er um að
ræða sameiginlega dagskrá kirkju-
deilda um allan heim sem sprottin
er af starfi söfnuða kaþólskra og
mótmælenda í Genf í Sviss árið
1979.
Svo segir í fréttatilkynningu frá
biskupsembættinu:
„Fyrir nokkrum árum byggðu
söfnuðir kaþólskra og mótmæl-
enda saman kirkjumiðstöð í
Genf. Eitt af hinum sameigin-
legu verkefnum safnaðanna var
að endurbyggja sjúkrahús. Til að
lýsa samstöðu sinni var ákveðið
að tendra samtímis jólaljós á að-
fangadagskvöld árið 1979 á
heimilum þess borgarhluta sem
söfnuðirnir þjónuðu. Var það
gert þannig að fólkið hélt ljósinu
út að glugganum og lét það
þannig lýsa út til nágrannans.
Kjörorðið var „Friðar-jól“.
Þessi einfalda og látlausa at-
höfn hafði geysileg áhrif. Dimmt
og drungalegt borgarhverfi um-
myndaðist á svipstundu. Heilagt
jólaljósið og uppljómun borg-
arhlutans greip hugi manna og
staðfesti þá , samstöðu sem
myndast hafði.
A næstu jólum gerðist hið
sama. Hreyfingin um friðar-
jólin náði brátt mikilli út-
breiðslu og líknarþjónustan varð
víðtækari. Og riú hafa kirkju-
deildir um víða veröld lýst áhuga
á þátttöku."
Það er þrennt sem er samein-
ast um, dagana 12., 19. og 24.
desember:
Til friðar á jólum.
Ákall frá kirkjum heimsins
um aðgerðir til friðar á aðventu
og jólum.
1. 12. des.: 3. sunnudagur í að-
ventu. í nánd jóla: Boðskapur um
réttlæti og frið fluttur við guðs-
þjónustur.
2. 19. des.: 4. sunnudagur í að-
ventu. Alþjóðlegur Töstu-dagur:
Hvatt til þess að menn fasti
a.m.k. eina máltíð til að votta
iðrun sína og samstöðu með
þeim er minnst mega sín. Teng-
ist hérlendis söfnun Hjálpar-
stofnunar kirkjunnar, — en
gíróseðlar hennar hafa þá borist
inn á hvert heimili. Hvatt er til
þess að andvirði máltíðarinnar
renni til H.K., sem safnar fyrir
sveltandi fólk. Tekið er á móti
framlögum við guðsþjónustur.
3. 24. des.: Aðfangadagskvöld kl.
20.30. Tendrað friðarljós á heimil-
um, í giugga eða utandyra, svo
birtu þess beri til náungans, —
sem tákn vonar og vináttu allra
manna nær og fjær.
„Boðun friðar hefur auðvitað
alltaf verið einn megintilgangur
kirkjunnar," sagði herra Pétur
Sigurgeirsson, biskup, á fundi
með blaðamönnum í gær. „En á
síðustu tímum hefur borið meira
á þessum boðskap en oft áður.
Hvers vegna? Vegna þess myrk-
urs sem nú grúfir yfir heimin-
um. En myrkrið gerir ljós kirkj-
unnar skærara. Krafa um frið er
mikilvægasta krafa samtímans.
Þess vegna hafa kirkjunnar
menn um allan heim tekið hönd-
um saman um að gera „Frið á
jörðu" að kjörorði jólanna
núna.“
Biskup sagði að annað megin-
verkefni íslensku kirkjunnar nú
á aðventu og jólum væri söfnun
Hjálparstofnunar kirkjunnar. Á
þessum tíma árs hefur H.K. haft
það að reglu að hvetja fólk til
þjónustu við þá köllun kirkjunn-
ar að hjálpa nauðstöddum.
Herra Pétur Sigurgeirsson
hefur skrifað ávarp sem hefur
verið sent inn á hvert heimili á
landinu ásamt gíróseðli þar sem
veröld
fólk er hvatt til að leggja sitt af
mörkum til hjálpar þeim sem við
nauð búa. Ávarpið er svohljóð-
andi:
„Ég ávarpa þig, sem lest þess-
ar línur, fyrir hönd Hjálpar-
stofnunar kirkjunnar og bið þér
blessunar Guðs. „Náð, miskunn
og friður frá Guði föður, og
Kristi Jesú, Drottni vorum." (2.
Tím. 1, 2.).
Eins og fyrr á jólaföstu minnir
Hjálparstofnunin á sig og hlut-
verk sitt, neyðarhjálpina í heimi
hungurs og örbirgðar. Margir
hafa haft þann sið við undirbún-
ing jólanna á undanförnum ár-
um að styðja líknarstarf kirkj-
unnar. Með ávarpsorðum mínum
vænti ég þess, að þú gerir slíkt
hið sama á þessari jólaföstu.
Augljóst er, að kristið samfé-
lag er kallað til hjálpar náung-
anum í neyð hans og þjáningu.
Kristur kenndi það með fordæmi
sínu, lífi og fórn. Hinn fórnandi
kærleikur kristindómsins er í
líkingu talað saltið, sem Kristur
minnist á í fjallræðunni (Matth.
5. 13.). Ef mannkærleikurinn
dvínar, verður hann líkt og salt-
ið, sem dofnar. Hvaðan fá krist-
in sjónarmið og kristið siðgæði
líf sitt og kraft, ef kærleikann
vantar? „Þér eruð salt jarðar."
Hjálparstofnunin er opin leið
til þess að vera sameiningarafl
og kraftur til hjálpar.
Það hefur íslenska þjóðin
margoft sýnt með fórnargjöfum
sínum og stuðningi við þessa
stofnun. Jólafastan er farvegur
Guðs líknar og miskunnar. Guð
kallar á okkur til þjónustu í
kærleika sínum. Þess eðlis þarf
undirbúningur jólanna að vera.“
890 lóðum
undir ein-
býli úthlutað
ÞÆR .1617 íbúðalóðir sem til ráð-
stöfunar verða í Reykjavík á næsta
ári skiptast þannig á milli byggingar-
svæða að 890 lóðir eru í Grafarvogi,
30 við Jaðarsel, 150 á Ártúnsholti,
100 í nýjum miðbæ og 267 í Selási.
Af fyrrgreindum 1617 lóðum eru 180
lóðir í Selási, en þær eru í eigu
Gunnars Jenssonar og verða þær
söluhaTar 1983.
Lóðirnar skiptast þannig að 750
einbýlishúsalóðir eru í Grafarvogi
og einnig 90 raðhúsalóðir og 50
fjölbýlishúsalóðir. Við Jaðarsel
eru 30 einbýlishúsalóðir, á Ár-
túnsholti koma til úthlutunar lóð-
ir fyrir 150 íbúðir í fjölbýli og í
nýjum miðbæ koma 100 fjölbýlis-
húsalóðir til úthlutunar. Á Selási
verður úthlutað 77 einbýlishúsa-
lóðum, 118 raðhúsalóðum og 72
fjölbýlishúsalóðum.
Lóðir Gunnars Jenssonar skipt-
ast þannig að 33 þeirra eru fyrir
einbýlishús, 75 fyrir raðhús og 72
íbúðir verða í fjölbýlishúsum.
Því verður um að ræða, að lóð-
um Gunnars Jenssonar meðtöld-
um, 890 einbýlishúsalóðir, 283
raðhúsalóðir og 444 íbúðir í fjöl-
býlishúsum.
Dregið í Olymp-
íuhappdrættinu
DREGIÐ var í Ólympíuhappdrætt-
inu 4. desember sl. undir eftirliti
borgarfógeta, segir í frétt frá
Ólympíunefnd íslands. Vinningar
komu á eftirtalin númer:
BMW 315: 121321, 160209. Buick
Skylark: 45904,132134. Escort GL:
155456, 21452, 230667. SAAB 900
GL: 231073, 69286. Suzuki Fox:
164219,116156, 256470.
Öðruvísi húsgögn
Opiö í dag laugardag til kl. 18
Opið á morgun sunnudag frá kl. 14—18
■■I
rvOOT húsgögn eru vestur-þýzk gœðavara á
góðu verðifyrir hina svokðlluðu húsgagna-
fagurkera, - |
Rúm, borðstofuhúsgögn, sófasett, smáhlutir
s.s. lampar o.mfl. Þú getur búið íbúðina alla
í þessum sérstæða stíl — og haft heimili þitt
öðruvísi — en þetta vanalega,
o?
Armúla 44 Símar 32035 — 85153