Morgunblaðið - 11.12.1982, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.12.1982, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1982 9 2ja herbergja íbúð í Austurbæ (við Miklatún) Til sölu 2ja herb. íbúö á 2. hæö (efsta hæö) í 6 íbúða stigagangi. Sér cjeymsla, ásamt sameiginlegu þvottahúsi og gufubaði i kjallara. Ibúöin getur veriö laus strax. Upplýsingar gefnar í síma 20880. FYRIRTÆKI & FASTEIGNIR Laugavegi 18,101 Reykjavík, Sími 12174 Bergur Björnsson - Reynir Karlsson Vantar — Heimahverfi Vantar góöa 3ja herb. ibúð í Heimahverfi eða nágrenni fyrir traust- an kaupanda. íbúöin þarf helst að vera á 1. hæö eöa í lyftuhúsi. 14N0LT Fasteignasala — Bankastræti Símar 29455 — 29680 — 4 línur Opiö í dag J VESTURBÆR Ca. 190 fm raöhús m. innb. bílskúr. Afh. fokhelt. Verölaunateikning. Verð ca. 1,4 millj. LAUGARNESVEGUR Ca. 200 fm einbýlishús á 2 hæöum. 40 fm bílskúr. Ákveöin sala. VESTURBÆR 4 raðhús á tveimur hæðum, 155 fm og 185 fm, ásamt bílskúr. Húsin afh. í nóv., fokheld að innan, glerjuö og fullbúin aö utan. Verö 1,3—1,5 millj. GARÐABÆR Ca. 140 fm nýlegt timburhús. Æskileg skipti á stærra einbýlishúsi í Garðabæ, helst meö möguleika á tveimur íbúöum. ' SELJABRAUT Ca. 200 fm raðhús meö bílskýli. Verö 1,9 millj. H DALSEL Ca. 100 fm á 1. hæö ásamt sér íbúö í kjallara. Mjög góö ■ ibúð. Verö 1,7 mil.lj. |g VESTURBÆR VID SJÁVARSÍÐUNA Góö ca 120—130 fm hæö í (£ þríbýlishúsi. Allt nýtt á baöi. Endurnýjaö eldhús. Parket á gólfum. Q Endurnýjað gler aö mestu. Bílskúrsréttur. Suöursvalir. Verö 1,8 | millj. % KÁRSNESBRAUT Ca. 140 fm neöri hæö í tvíbýlishúsi. Stofa, sam- ■ liggjandi boröstofa, sjónvarpshol, 3 herbergi og baö. Stór bílskúr ■ meö góöri geymslu innaf. Laus nú þegar. SAMTÚN Ca. 127 fm hæö og ris í tvíbýlishúsi meö sér inngangi ásamt bílskúr. Verö 1,3—1,4 millj. LÆKIR 130 fm efri sérhæö ásamt bílskúr. Stofa, sér borðstofa, gott hol, herb. og bað á sérgangi. Forstofuherb. og snyrting. Eldhús m. •- búri innaf. S-V svalir. Mjög góð íbúö. Verö 1,9 millj. Skipti æskileg á raöhúsi eöa einbýlishúsi, helst húsi sem mögulegt er aö útbúa litla ' séribúö í. REYNIHVAMMUR KÓP. Ca. 120 fm neöri sérhæö. Eigninni fylgir lítil einstaklingsíbúö ca. 30 fm. Góöur garður. Verö 1450—1500 þús. LEIFSGATA Ca. 120 fm hæð og ris. Verö 1,4 millj. HLÍÐARVEGUR Jarðhæö, ca. 115 fm, meö nýlegri eldhúsinnrétt- ingu, nýjum teppum. Góður garöur. Verð 1,2 millj. í ÞINGHOLTSBRAUT Ca. 110 fm rúmgóö ibúö á 2. hæö í 9 ára gömlu húsi. Verö 1,1 millj. rg ALFHÓLSVEGUR Ca. 80 fm á 1. hæö í nýlegu húsi ásamt sér íbúö - á jarðhæð. Verð 1,4 millj. % BÓLSTADAHLÍÐ Ca. 120 fm í fjölbýlishúsi. Verö 1250 þús. <h HÓLMGARÐUR Ca. 80 fm hæö meö tveimur herb. í risi. Verö 1250 ■ þús. B KRUMMAHÓLAR Ca. 100 fm. Möguleiki á 4 svefnherb. Búr og þvottahús í íbúöinni. Verð 1—1,1 millj. VESTURBÆR Ca. 100 fm í nýju húsi. Stórar suöursvalir. Sér bíla- stæöi. Mjög vönduð og skemmtileg íbúð. Verö 1,3 millj. ■ AUSTURBERG 110 fm á 1. hæö, sérgaröur. Verö 1 millj. GRETTISGATA Ca. 100 fm endurnýjuö íbúö. Verö 900 þús. til 1 millj. ® HRAUNBÆR Ca. 115 fm 4ra—5 herb. íbúö. Suöursvalir. Verö 1.150 þús. S HÁAKINN Ca. 110 fm miöhæö í 3býli. Verö 1,2 millj. ÁLFHEIMAR 120 fm hæö, stofa, 3 herb., eldhús og baö. Ca. 60 fm manngengt geymsluris. KJARRHOLMI Ca. 105 fm ibúö á 2. hæö. Verö 1,2 millj. FLYÐRUGRANDI Mjög góö 3ja herb. íbúö á 3. hæð. Stofa, stórt svefnherb., barnaherb., eldhús og bað. Parket á gólfum. Þvottahús ■ á hæöinni. Verö 1150—1200 þús. % BAKKAR 3ja herb. ca. 100 fm mjög falleg íb. á 2. hæö. Verö 1,2 ■ millj. B HALLVEIGARSTÍGUR Ca. 80 fm i risi. Verö 850 þús. MIKLABRAUT Ca. 120 fm íbúö í steinhúsi. Verö 900 þús. ÆSUFELL Góö ca. 95 fm íbúð á 1. hæð. Laus strax. ÁLFHEIMAR Ca. 95 fm endaíbúö. Skipti æskileg á 4ra herb. íbúð. NJÁLSGATA Kjallari, ca. 65 fm. Verö 630 þús. LEIFSGATA Ca. 65—70 fm ósamþykkt íbúð. Verð 600—550 þús. LAUGAVEGUR Ca. 50 fm á 1. hæð. Verö 530—550 þús. NÝBÝLAVEGUR. Falleg ca. 60 fm 2ja herb. íbúö með bílskúr. Verö 950 þús. • Friðrik Stefánsson vióskíptafr. ft Umsjónarmaður Gísli Jónsson 175. þáttur Magnús raular, músin tístir, malar kötturinn. Kyrin haular, kuldinn nístir, kumrar hrúturinn. Að einhverju verulegu leyti er mál okkar þannig til komið, að við leitumst við með talfær- um og raddbeitingu að líkja eftir hljóðum sem við heyrum í kringum okkur, hljóðum dýra eða annarra fyrirbæra náttúr- unnar. í vísunni hér að ofan eru sex sagnorð. Af þeim gætu fimm verið þess konar hljóð- líkingar eða hljóðgervingar. í gegnum sögnina að raula heyrum við suðandi hljóminn, en veiklulegt hljóðið, sem mús- aranginn lætur frá sér fara, endurómar í sögninni að tísta. Beri menn þetta svo saman við hinn digurbarkalega tón í sögninni að baula, enda er mikill stærðarmunur kýr og músar. Ekki fer milli mála, að minnsta kosti fyrir þeim sem vanir eru sauðfé, að sögnin að kumra er dæmigerður hljóð- gervingur. Fjöldamargar aðrar sagnir bera þess merki, að vera af sama sauðahúsi, svo sem gala, gelta, gjalla, geyja, góla, mjálma, pissa, svarra, þrymja og æpa. Orðið mús hefur undarlega fleirtölu, mýs. Hyggjum snöggvast að fjórum kven- kynsorðum sem beygðust með sama hætti að fornu og mynd- uðu fleirtölu á þennan sér- kennilega veg. Þetta eru orðin mús, lús, gás og brún. Fleirtala þeirra varð til með því að hljóðvarp varð í stofnsérhljóð- inu, en endasamhljóðið tvö- faldaðist. Koma þá fram myndirnar: mýss, lýss, gæss og brýnn. í fleirtölu tveggja fyrstu orðanna höfum við svo látið okkur nægja að einfalda endasamhljóðið til þess að auðvelda okkur framþurð (til þess eru hljóðbreytingar), en í hinum síðari tveimur hafa orð- ið kostulegri breytingar. Og gullu við gæss í (úni, segir í Guðrúnarkviðu, gömlu eddukvæði. Orðmyndin gæss hefur ekki aðeins einfaldað endasamhljóðið, eins og þau sem fyrr voru talin, heldur hún sjál.f breyst í eintölu. Síð- an verður til ný fleirtala, gæs- ir, en gamla eintalan, gás, týn- ist úr daglegu tali og lifir varla nema í spémáli og vissum sam- setningum, eins og Grágás. Fleirtölumyndin brýnn tók sömu breytingum sem hinar, varð brýn, og þannig „ætti“ þá fleirtalan af brún að vera. En þessi mynd lifir, hygg ég, að- eins í orðasambandinu að bera einhverjum eitthvað á brýn, þ.e. að ásaka einhvern um eitt- hvað. Frumhugsunin virðist vera sú, að bera það upp á brúnirnar á honum, slengja því framan í hann. Frameftir öldum lifði þó gamla fleirtalan að minnsta kosti í ljóðum og þá hvað helst í samsetningunni aug(n)abrýn, svo sem sjá má í kvæðinu um samlíking sólarinnar eftir sr. Bjarna Gissurarson í Þing- múla (d. 1712): Öll náttúran bro.sandi breidir blídan faöm og sig tilreidir, þegar ad veldishringinn heidir og hennar Ijóma augnabrýn. Hún vermir, hún skín. Kldsbrennandi lofts um leiðir lýjast aldrei kann. liún vermir, hún skín og hýrt gleður mann. En líf lá ekki fyrir orðmynd- inni brýn, sem venjulegri fleir- tölu af brún, og hefur hér kom- ið upp ruglingur. Með ákveðn- uiri greini varð þessi fleirtala brýnnar, en vegna framburð- arbreytingar á síðari öldum tekur hún að hljóma eins og brýrnar, fleirtala með greini af orðinu brú. Því gat orðmyndin aug(n)abrýn tekið áhrifs- breytingu og orðið aug(n)abrýr. En vegna fleirtölunnar af brú þykir mörgum það óviðeigandi, og hefur þá orðið til fleirtölu- myndin brúnir, að sínu leyti eins og gæsir. Nú mun svo komið að smekkur manna velji um orð- myndirnar aug(n)abrúnir og aug(n)abrýr. Hina fyrri velja víst fleiri, en fáir treystast til þess að vera svo forneskjulegir að nota hina fögru mynd aug(n)abrýn, jafnvel þótt þ'eir séu ófeimnir við að bera okkur sitthvað á brýn. Ef við værum sjálfum okkur samkvæm, ættum við þá í samræmi við orðmyndirnar gæsir og brúnir, að hætta að tala um lýs og mýs, en breyta þessu í lúsir og músir. Þetta gera börn að sjálfsögðu, og kunnum við þeim litlar þakkir fyrir, enda þótt það sé alveg það sama og við sjálf gerum, þegar við segjum gæsir og brúnir og erum að því leyti tekin að tala eins konar frum- norrænu. Getum við lífgað við fagurt, dautt mál? Hvernig væri að reyna sig á orðinu brýn, í stað- inn fyrir brúnir eða brýr? Hvernig væri líka í tilbreyt- ingarskyni að nota stundum augabragð í staðinn fyrir augnablik? Svara til dæmis þannig í símann um helgar? Eigum við að reyna að endurvekja hina fögru sögn blíkja, bleik, blikum, blikið í staðinn fyrir flatneskjuna blika, blikaði, blikað? Eigum við að reyna að endurvekja sterka beytingu sagna eins og bjarga og hjálpa og segja bjarga, bjarg, burgum, borgið og hjálpa, halp, hulpum, holpið, í stað þess sem við segj- um nú? Við segjum þó alltjend að einhver sé hólpinn og hon- um sé borgið. Mikill sjónarsviptir er að sögninni að blíkja, sem beygist jafneðlilega og svíkja. Hugsið ykkur þennan stórkostlega vísuhluta úr Völundarkviðu: Nóttum fóru seggir, negldar voru hrynjur, skildir bliku þeira vid inn skaróa mána. Takið eftir hversu geysimik- ill munur er á bliku og blikuðu. Hugsið ykkur hversu snautlegt væri að segja: Þeir svikuðu hann. Kvenfélagið Hringurinn með kaffisölu í Súlnasal á morgun í FJÖLDAMÖRG ár hefur Kvenfé- lagið Hringurinn haft kaffisölu á Hótel Borg fyrsta sunnudag í des- ember til ágóða fyrir starfsemi sína. Af sérstökum ástæðum gat ekki af því orðið að þessu sinni. Þess í stað bjóða konurnar upp á kaffi og gómsætt meðlæti í Súlna- sal Hótel Sögu frá kl. 2 á morgun, 12. desember. Kaffisala Hringskvenna á jóla- föstunni hefur áunnið sér miklar vinsældir og er í hugum margra ómissandi upplyfting í skamm- degisdrunganum og jólaönnum. Eins og venjulega fer fram happdrætti á staðnum. Heyrst hefur að vinningshlutfallið sé hagstætt og sennilegt er að fáir vilji láta happ úr hendi sleppa. Varla þarf að minna á það þjóðþrifastarf sem Hringurinn hefur unnið á löngum ferli sín- um. Félagskonur hafa ávallt unnið í þeim anda sem til félags- skaparins var stofnað, að hjálpa sjúkum og bágstöddum. Og víst er að hverjum einasta eyri sem þær afla með sínum árlega haustbasar, kaffisölu og happ- drætti er varið til góðra málefna. Vonandi sjá sem flestir sér fært að líta við á morgun á Hótel Sögu og fá sér kaffisopa og ekki sakar að freista gæfunnar í leið- inni og kaupa nokkra happdrætt- ismiða. Víkingur H. Arnórsson, prófessor.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.