Morgunblaðið - 11.12.1982, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1982
„Skyldu bátar
mínir róa í dag?“
eftir Halldór
Blöndal alþm.
Sagan af Árna í Botni er al-
kunn. Hann var allra sveita kvik-
indi og bjó á argasta koti í Helga-
fellssveit. Þar sér hvorki sól né
sumar. Einhverju sinni bjó hann
sig út með nesti og nýja skó, lagði
á drógar sínar og hélt suður á
land, svo langt að enginn þekkti
Árna í Botni. Hann kom loksins að
stóru og reisulegu prestssetri og
var þar um nótt. Presturinn átti
unga og fríða dóttur. En þegar
Árni vaknaði og skyggndist til
veðurs, sagði hann við sjálfan sig:
„Og skyldu þá bátar mínir róa í
dag?“ Þetta sagði hann eður ann-
að þvílíkt þrjá morgna í röð, svo
prestur hélt að þar væri kominn
stórhöfðingi að vestan og er ekki
að orðlengja, að hann fékk
prestsdóttur. — Um sambúð
þeirra er ekki getið.
Sumpart og sumpart ekki
Nú liggur við borð öðru sinni á
röskum þrem mánuðum að útgerð-
in stöðvist. Að þessu sinni var
hættumerkið gefið á Húsavík, sem
er athyglisvert fyrir þá sök, að
einmitt þar fengu aðgerðir LÍÚ í
september hvað minnstar undir-
tektir eins og orð Kristjáns Ás-
geirssonar forstjora Höfðá hf., í
Þjóðviljanum 17. sept. sl. gáfu til
kynna: „Þótt það sé vissulega erf-
itt að haida skipunum úti, þá höf-
um við enn minni efni á að stöðva
þau. Það yrði allt í kaldakoli hér í
atvinnumálum ef við stöðvum.“
I ljósi þess, sem síðan hefur
gerst, er borðleggjandi, að báðir
togarar Höfða hf. væru löngu
bundnir við bryggju, ef þær lag-
færingar hefðu ekki náðst á
rekstrargrundvelli útgerðarinnar,
sem LIÚ knúði fram.
Deilan við LIÚ leystist með
þeim hætti, að nokkur hækkun
fékkst á fiskverði' og olían er
niðurgreidd til áramóta. Gefin
voru fyrirheit um víðtæká
skuldbreytingu, sem sumpart hef-
ur verið efnt og sumpart ekki,
enda yrði tíminn til áramóta
notaður til þess að finna leiðir til
þess að ná því jafnvægi í efna-
hagsmálum að fiskiskipastóllinn
gæti gengið án styrkja eða hallær-
islána á næsta ári.
Engin lausn í sjónmáli
Ég skal ekki rekja í einstökum
atriðum þá hringavitleysu, sem
skuldbreytingin er orðin. í stuttu
máli er sagan sú, að ríkisstjórnin
og sjávarútvegsráðherra hafa gef-
ið fyrirheit um að lánin megi
nema allt að 10% af vátryggingar-
verði fiskiskips og nái til helztu
viðskiptaaðila útgerðarinnar.
Seðlabankinn bindur sig við 7% og
neitar að taka olíuskuldir inn í
dæmi. Ekki er ljóst, hvar slipp-
stöðvar og veiðafæraverslanir
standa. Þetta veldur margvísleg-
um erfiðleikum, þar sem útgerð-
armenn höfðu tekið orð sjávarút-
vegsráðherra trúanleg og miðað
greiðsluáætlanir sínar við þau.
Auðvitað er það rétt, að
skuldbreyting út af fyrir sig bætir
ekki efnahag fyrirtækjanna, en
hún lagar greiðslustöðuna í bili.
Meðan verið er að greiða lánin upp
verkar hún eins og venjuleg
rekstrarútgjöld, svo að útgerðin
þarf meira til sín en ella myndi.
Þannig eykur undangenginn
hallarekstur á þann vanda, sem
við /stöndum nú frammi fyrir
vegna minnkandi afla og erfiðari
markaðsaðstæðna en áður.
Því miður er það svo, að þess
sjást engin merki, að ríkisstjórnin
sé nálægt því að finna frambúð-
arlausn á vanda útgerðarinnar.
Það hefur að vísu kvisast, að
„Við getum ekki látið við
það sitja að greiða niður
rekstrarkostnað útgerðar-
innar. Iðnaðurinn kemur á
eftir og svo koll af kolli.
niðurgreiðslunum á olíunni eigi að
halda áfram eftir áramotin, en
hagur ríkissjóðs er svo bágborinn,
að það getur ekki gerst án aukinn-
ar skattheimtu. Og svo er talað
um niðurfellingu á opinberum
gjöldum, eftir því sem mér er sagt.
Nú veit það hvert mannsbarn á
íslandi, að sjávarútvegurinn er
bakfiskurinn í þjóðfélagsgerð
okkar. Við getum skilið það, að út-
flutningsbætur séu greiddar á
landbúnaðarvörur og vitum hvað-
an þær eru komnar. En hver er
þess megnugur á landi hér að
halda sjávarútveginum uppi? Spyr
sá, sem ekki veit.
Iðnaðurinn stendur
höllum fæti
í þeim löndum, þar sem stjórn-
málamenn þykjast ekki sitja einir
með alla visku veraldar, er stjórn
gjaldeyris- og efnahagsmála hag-
að þannig, að J>eÍE,_atvinnuvegir,
sem búa yfir mestri arðsemi, eru
látnir bera sig. Hér á landi hefur
útflutnings- og samkeppnisiðnað-
inum aldrei þýtt að keppa við
sjávarútveginn. Ef við ætlum nú
að greiða útgerðarkostnaðinn
niður til langframa, vaknar óðar
sú spurning: Hvað verður um iðn-
aðinn? Hann hefur átt undir högg
að sækja af ýmsum ástæðum,
enda svo komið, að hann hefur
dregist saman fremur en hitt. Það
er óralangt í það, eins og sakir
standa, að hann geti orðið sá vaxt-
arbroddur sem tekur við því unga
fólki, sem bætist við á vinnu-
markaðinn á ári hverju. Það er því
öldungis víst, að við getum ekki
látið við það sitja að greiða niður
rekstrarkostnað útgerðarinnar, ef
út í það verður farið. Iðnaðurinn
kemur á eftir og svo koll af kolli.
Og þá er skammt í þjóðnýtingu
allra fyrirtækja í landinu, — þá
verður draumur þeirra Svavars og
Hjörleifs að veruleika. Þá verður
martröðin í Póllandi óhugnanlega
nálægt okkur.
Það er sem ég sjái þá
Það er fjarri mér að finnast
nokkur maður núlifandi líkur
Árna í Botni. En þegar ég sá frétt-
ina frá Húsavík á dögunum um að
togararnir væru að stöðvast, datt
mér í hug, hvort Kristján Ásgeirs-
son brygði ekki fyrir sig betri fæt-
inum og skryppi til Reykjavíkur
til að hitta Steingrím, þegar hann
kæmi frá útlöndum. Hann myndi
leiða sjávarútvegsráðherrann af-
síðis, minna hann á skuldbreyt-
inguna og segja við hann: „Og
skyldu bátar mínir róa í dag,
Steingrímur minn?“
TIERÐKYNNING
IERÐIAGSSIOFNUNAR
INNKAUPA
KARFAN
Verð eftir verslunum
Kjötvörur, Arsutgjöld meðalfjölskyldu
12.000-12.500 kr.
Kjötml&stööln Lauglgek 2 - Vlftir Starmýn.
12.500-13.000 kr.
Allabuð Vesturbraut 12 Hf. - Austurborg Stórholti 16 - Brekkuval Hjallabrekku 2 Kóp. - Freyjubúöln Freyjugötu 27 -
JL-húsíö Hringbraut 121 - Kaupfélag Kjalarnesþings - Kjörval Mosfellssveit - Kjöt og flakur Seljabraut 54 -
Telgakjör Laugateigi 24 - Vfölr Austurstræti 17 - Vðrumarkaöurlnn Árrnúla 1.
13.000-13.500 kr.
Arbæjarkjör Rofabæ 9 - Asgeir Tindaseli 3 - Daimúli Siðumula 8 - Fjaröarkaup Hólshrauni 16 Hf. - Gunnlaugsbúö
Freyjugótu 15 - Grensáskjör Grensásvegi 46 - Hagkaup Laugavegi 59 - Hagkaup Skeifunni - Hólagaröur Lóuhólum
2-6-Kjörbúö Vesturbæjar Melhaga 2 -KjörbúölnLaugarásl Noröurbrún2- Kostakaup Reykjavikurvegí Hf - KRON
Eddufelli - KRON Snorrabraut 56 - KRON Tunguvegi 19 - Nóatún Nóatúni 17 - Skjólakjör Sörlaskjóli 42 - SS
Hafnarstræti 5 - Straumnes Vesturbergi 76 - Valgarður Leirubakka 36 - Þlnghott Grundarstig 2
13.500-14.000 kr.
Alfaskeiö Alfaskeiði 115 Hf - Árbæjarmarkaðurinn Rofabæ 39 - Arnarkjör Lækiarfit 7 Garðabæ - Breiðholtskjör
Arnarbakka 46 - Dalver Dalbraut 3 - Drlfa Hliðarvegt 53 Kóp. - Hagabúðin Hjarðarhaga 47 - Hringval Hringbraut 4 Hf.
Kaupfelag Hafnfirðinga Garðabæ - Kaupfélag Hafnfirðínga Miðvangi Hf. - Kjötborg Ásvallagötu 19 - Kjötbúð
Suöurvers Stigahlið 45 - Kjöthöllin Háaleitisbraut 58-60 - Kjöthöllln Skipholti 70 - Kópavogur Hamraborg 12 Kóp. -
KRON Állhólsvegi 32 Kóp - KRON Hliðarvegi 29 Kóp - KRON stórmarkaður Skemmuvegi Kóp - Langholtsval
Langholtsvegi 174 - Lækjarkjör Brekkulæk 1 - Matvat Þingholtsbraut 21 Kóp. - Melabúðin Hagamel 39 - Nesval
Melabraut 57 Seltj nesi - Snæbjörg Bræðraborgarstíg 5 - SS Austurveri - SS Bræðraborgarstig 43 - SS Glæsibæ - SS
Iðulelli 4 - SS Laugavegi 116 - Sundaval Kleppsvegi 150 - Teigabúðln Kirkjuteigi 19 - Vörðufell Þverbrekku 8 Kóp.
14.00-14.500 kr.
Amarhraun Arnarhraum 21 Hf - Ásgeir Efstalandi 26 - Borgarbúöin Hófgerði 30 Kóp - Borgarkjör Grensásvegi 26 -
Hverftskjötbúðin Hvertisötu 50 - Kaupfelag Hafnflrðlnga Strandgótu 28 Hf. - Kaupgarður Engihjalla 4 - KRON
Stakkahlíð 17 - SS Aðalstræti 9 - SS Skólavörðustíg 22 - Sunnukjör Skaftahlíð 24 - Versl. Þóröar Þórðarsonar
Suðurgötu 36 Hf
Nýlendurvörur, ársútgjðld meðalfjölskyldu
28.000 - 29.000 kr.
Hagkaup Skeifunni - Hólagarður Lóuhólum 2-6 - Kostakaup Reykjavikurvegi Ftf. - KRON stórmarkaöur Skemmuvegi Kóp.
29.000 - 30.000 kr.
Breiðholtskjör Arnarbakka 46 - Fjarðarkaup Hólshrauni 16 Hf. - Gunnlaugsbúð Freyjugötu 15 - Hagkaup Laugavegí.
59 - Kaupfelag Kjalamesþings - Kjörbúðin Laugarási Norðurbrún 2 - Kópavogur Hamraborg 12 Kóp. - Nóatún
Nóalúm 17 - SS iðufelli - SS Laugavegi 116 - Viðlr Starmýri - Vörðufell Þverbrekku 8 Kóp. - Vörumarkaðurinn Armúla 1
30.000 - 31.000 kr.
Árbæjarmarkaðurinn Rofabæ 39 - Ásgeír Tindaseli 3 - Drlfa Hliðarvegi 53 Kóp - Freyjubúðln Freyjugötu 27 -
Kaupgarður Engihjalla 4 Kóp - Kaupfélag Hafnfirðlnga Miðvangi Hf - Kjörbúð Vesturbæjar Melhaga 2 -
Kjötmiðstöðln Laugalæk 2 - KRON Alfhólsvegi 32 Kóp - KRON Hliðarvegi 29 Kóp - KRON Stakkahlið 17 -
Matvælabúöln Efstasundi 99 - Straumnes Vesturbergi 76 - SS Austurveri - Teigabúðln Kirkjuteigi 19 - Teigakjör
Laugateigi 24
31.000 - 32.000 kr.
Árbæjarkjör Rofabæ 9 Arnarkjör Læk|arfit 7 Garðabæ - Ásgelr Efstalandi 26 - Brekkuval H|allabrekku 2 Kóp -
Finnsbúð Bergslaðastræti 48 - Grensáskjör Grensásvegi 46 - Hamrakjör Stigahlið 45 - Herjólfur Skipholti 70 -
Holtskjör Langholtsvegi 89 - Hrlngval Hnngbraut 4 Hf. - JL-húsið Hrmgbraut 121 - Kjörval Mosfellssveit - Kjöt og
flskur Sel|abraut 54 - KRON Eddufelli - KRON Snorrabraut 56 - KRON T unguvegi 19 - Langholtsval Langholtsvegi 174
- Skerjaver Einarsnesi 36 - Skjólakjör Sörlaskjóli 42 - Snæbjörg Bræðraborgarstig 5 - SS Glæsibæ - Versl. Þórðar
Þórðarsonar Suðurgötu 36 Hf.
32.000 - 33.000 kr.
Alfaskelð Alfaskeiði 115Hf - Allabuð Vesturbraut 12Hf - AusturborgStórholti 16- Baldur Framnesvegi29 - Dalmúli
Siðumúla 8 - Dalver Dalbraut 3 - Hagabúðln Hjarðarhaga 47 - Hlfðarkjör Eskihlið 10 - Kársneskjör Borgarholtsbraut
71 Kóp - Kaupfélag Hafnfirðinga Garðabæ - Kaupfélag Hafnfirðinga Strandgötu 28 Ht - Kjörbúð Hraunbæjar
Hraunbæ 102 - Kjöthöllin Háaleitisbraut 58 60 - Lækjarkjör Brekkulæk 1 - Matval Þmgholtsbraut 21 Kóp. - Melabúðln
Hagamel 39 - Sundaval Kleppsvegi 150 - Sunnukjör Skaftahllð 24 - Valgarður Leirubakka 36 - Vlðlr Austurstræti 17
- Þlngholt Grundarstíg 2
33.000 - 34.000 kr.
Amarhraun Arnarhraum21 Hf - Borgarbúðin Hófgerði 30 Kóp. -Kjötborg Asvallagölu 19 - KRON Langholtsvegi 130
- Nesval Melabraut 57 Seltj nesi - SS Aðalstræti 9 - SS Bræðraborgarstig 43 - SS Hatnarstræti 5 - Vegamót Nesvegi
Selt| nesi - Verslun Guðmundar Guðjónssonar Vallargerði 40 Kóp
34.000 - 35.500 kr.
Borgarfcjör Grensásvegi 26 - Hverfiskjötbúöln Hverfísgötu 50 - SS Skólavörðustig 22.
„Innkaupakarfa“ Verðlagsstofnunar:
Verðmunur á hæsta og lægsta
verði í kjötvörum var 21,1%
í þessari viku birtir Verð-
iagsstofnun Innkaupakörfu
númer sex. Hún sýnir annars
vegar ársútgjöld meðalfjöl-
skyldu vegna kaupa á kjötvöru
eftir nýlenduvöru og fiski. Birt
er heildarupphæð lægsta verðs
eftir verslunum.
Þessi könnun var gerð 22.-26.
nóvember sl. í 89 verslunum á
höfuðborgarsvæðinu og athugað
verð á 35 mat- og hreinlætis-
vöruflokkum. í Iiðinni viku
kynntum við heildarniðurstöðu
þessarar umfangsmiklu könnun-
ar (í Innkaupakörfu 5).
Þær vörutegundur, sem athug-
aðar voru, eru látnar endur-
spegla alla neyslu meðalfjöl-
skyldunnar á einu ári á kjöti,
fiski, nýlenduvörum og notkun
hreinlætisvöru. Mjólk, öðrum
mjólkurvörum og kartöflum,
sem eru á sama verði í öllum
verslunum, hefur verið sleppt.
Þess vegna er heildarverðmunur
milli verslana og innan þeirra
meiri en ella.
Ef niðurstöður eru dregnar
saman, eru þessar helstar:
Kjötvörur:
1. Verðmunur á heildarverði,
þar sem það var lægst og
hæst var 21,1% eða því sem
næst 2.500 krónur. (Þess ber
að gæta, að verðupptakan var
gerð fyrir hækkun landbúnað-
arafurða 1. des. sl.).
2. Lítill sem enginn verðmunur
er á kjötvörum innan hverrar
verslunar ef keypt er í þeirri
þyngdareiningu, sem hér er
miðað við, þ.e. 1 kg.
3. Ekki er verulegur munur á
verði kjötvöru í hverfisversl-
unum og stórmörkuðum.
Nýlenduvörur, fiskur
og hreinlætisvörur:
1. Munur á heildarverði var
mestur 26,8% á milli versl-
ana, u.þ.b. 7.500 kr.
2. Verðmunur innan verslunar,
ef ávallt var miðað við ódýr-
asta vörumerki annars vegar
en dýrasta hins vegar, varð
allt að 36%. Þetta undirstrik-
ar mikilvægi þess, sem áður
hefur verið bent á, að meira
er kleift að spara með verð-
samanburði innan verslana
en með því að fara á milli
verslana.
3. Stórmarkaðir eru að jafnaði
ódýrari þó að einstaka hverf-
isverslanir standi þeim jafn-
fætis.
4. í allmörgum tilvikum var of
hátt verð á vörum. Einkum
bar á þessu með súkkulaði-
kexið Prins Póló. Hámarks-
verð á því er 8,75 kr., en það
var selt á allt að 12 krónur
stykkið. Þess má geta, að mið-
að við leyfilega hámarks-
álagningu má verð á litlu
stykki af þessu súkkulaðikexi
vera kr. 4,60. Þá bar nokkuð á
því, að innflutt kaffi í neyt-
endapakkningum væri of hátt
verðlagt.
Eins og í fyrri Innkaupakörf-
um Verðlagsstofnunar er ekki
lagt mat á þjónustu og vörugæði.