Morgunblaðið - 11.12.1982, Page 13

Morgunblaðið - 11.12.1982, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1982 13 ^ ELECTROLUX ORBYLGJUOFNINN Þaö þarí ekki aö hita upp örbylgjuofninn. Fullur styrkur næst á broti úr sekúndu. Hinn eiginlegi hiti myndast í matnum sjálfum og ekkert brennur í örbylgjuofni. Örbylgjuofninn eyöir rafmagni á við eina meðal ljósaperu. Öll venjuleg matreiðsla tekur skemmri tíma og þú uppgötvar nýjar viddir í matreiðslu möguleikum. Ef þú villt vita enn meira pantarðu þér upplýsingablað í síma 32107 milli 10—12. Já, þessi örbylgjuofn er alveg ótrúlegur hvað verður það næst...! og hraðameti Ný plata Gunnars og Pálma FJÖLNIR hefur nú sent frá sér sína fyrstu hljómplötu, en það eru hinir kunnu hljómlistarmenn Gunnar Þórðarson og Pálmi Gunnarsson, sem bera hita og þunga plötunnar sem hefur að geyma 10 ný lög eftir Gunnar Þórðarson, en textarnir eru eftir Pálma Gunnarsson, Þorstein Eggertsson, Toby Herman og 4 textar eru eftir Jóhann G. Jó- hannsson. Eitt laga Gunnars er án söngs en það er tileinkað Gísla í Uppsölum. Gunnar Þórðarson hefur stjórnað upptökunni á plötunni en Pálmi Gunnarsson annast sönginn. Bakraddir syngja þeir Pálmi, Gunnar, Agnes Krist- jánsdóttir og Shady Owens. Upp- taka fór fram í Bretlandi. Plata þeirra Gunnars og Pálma er byggð upp á hressi- legum lögum og undirleik annast þeir Pálmi á bassa, Gunnar á gít- ar og einnig kemur saxófónn við sögu auk tölvuundirleiks sem er í öllum lögunum. Þetta er í fyrsta skipti sem einn söngvari syngur öll lögin á plötu hjá Gunnari Þórðarsyni. Fjölnir er útgefandi og sér um dreifingu. Lögin á plötunni heita: Aftur heim, Gísli á Uppsölum, Hleyptu mér inn, Trúarjátning, Kona, Kveiktu ljós, Eitthvað hefur skeð, Bíddu, Velgengni og Á Upp- sölum. GUNNAR ÞÓRÐARSON PÁLMIGUNNARSSON Barnagælur Stígur hún við stokkinn, stuttan á hún sokkinn. Ljósan ber hun lokkinn, litli telpu hnokkinn. Við skulum róa sjóinn á, að sækja okkur ýsu En ef hann krummi kemur þá og kallar á hana Dísu? Boli litli baular lágt, býsna rámur er hann. Eitthvað á hann ofurbágt innan hungrið sker hann Þjóðvísa Stóra barnabókin er komin út. Rammíslensk bók, meö sögum og ævintýrum, Ijóöum, leikjum, gátum, þrautum, föndri, þulum og barna- gælum. Jóhanna Thorsteinsson valdi efniö, og Haukur Halldórsson myndlistarmaöur hefur gert meira en fimmtíu myndir í bókina. Bók meö öllu því efni, sem foreldrarnir læröu í æsku og vildu geta kennt börnum sínum. Bók fyrir foreldra og börn þeirra. Það verður ekki erfitt að gefa krökkunum jólagjöf í ár! Barónsstíg 18, 101 Reykjavík. Sími: 18830.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.