Morgunblaðið - 11.12.1982, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1982
Jólasálmarnir, sem ALLIR kunna á einni hljómplötu, — í frábaerum
flutningi 3ja kóra og ellefu hljóöfaeraleikara.
Platan sem kemur öllum í hátíöarskap.
Fæst á útsölustööum um land allt.
I tilefni 50 ára afmKlú fyretu sjálfvirlni símstöðvanna í Reykjavík og Hafn-
arfirði, heiðraði framleiðandi stöðvanna, Telefonaktiebolaget L.M. Ericsson,
þá 7 sem enn eru á lífi og störfuðu við uppsetninguna. Myndin hér að ofan er
tekin í sjálfvirku símstöðinni Reykjavík I við það tækifæri. Talið frá hægri:
Jón Skúlason, póst- og símamálastjóri, Ágúst Guðlaugsson, Ólafur Þórðar-
son, Kjartan Nordahl, Sigurjón Hallbjörnsson, Magnús Eyjólfsson, Lárus
Ástbjörnsson og Bo Landin frá L.M. Ericsson. Á myndina vantar Pétur
Thomsen.
Sjálfvirk símstöð
í Reykjavík 50 ára
SJÁLFVIRK símaumferð á íslandi
og símstöðvarnar Reykjavík I og
Hafnarfjörður voru 50 ára 1. des-
ember 1982.
Ef skoðað er hvað hefur gerst
þessi 50 ár kemur greinilega í Ijós að
Landsími íslands hefur strax í upp-
hafi tekist að tileinka sér tækni-
þróunina innan símtækninnar.
1. desember 1932 var fyrsta
sjálfvirka símstöðin, Reykjvík I,
tekin í notkun. Samtölum notenda
var komið á sjálfvirkt með hjálp
rafknúinna veljara í þeirra tíma
nýtískulegustu símstöð, AGF, frá
Telefonaktiebolaget LM Ericsson í
Svíþjóð.
Símstöðin Reykjavík I þjónar
10.000 notendum í dag og skv. Sig-
urjóni Hallbjörnssyni, sem tók
þátt í uppsetningunni fyrir 50 ár-
um og starfar ennþá við stöðina,
er hún heimsins besta símstöð
sem hefur staðið sig frábærlega
vel þessi 50 ár og á eftir að duga
enn nokkur ár í framtíðinni.
Þar til fyrir fáum árum hafa
símstöðvar verið uppbyggðar með
rafknúnum veljurum og síðustu
áratugi aðallega með svökölluðum
hnitveljurum sem ollu byltingu í
viðhaldi stöðvanna vegna rekstr-
aröryggis.
Þessi gerð af símstöðvum var
einnig fljótlega tekin í notkun af
Póst- og simamálastofnuninni til
stækkunar á simakerfinu og gera
alla símaumferð sjálfvirka. Tele-
fonaktiebolaget LM Ericsson í
Svíþjóð hefur verið brautryðjandi
í þróun margra þessara sím-
stöðvakerfa.
Símstöðvar framtíðarinnar —
rafeinda-, tölvustýrðar, stafrænar
(digital)-símstöðvar eru nú þegar
komnar í framtíðaráætlanir
flestra símamálastofnana í heim-
inum.
Telefonaktiebolaget L M Erics-
son hefur hannað hið vinsæla
stafræna símstöðvarkerfi AXE
sem hefur nú þegar verið valið af
fleiri en 40 iöndum og nú þegar
hafa 6 milljónir lína tengst þessu
kerfi.
Eftir alþjóðlegt útboð hefur
P&S ákveðið að setja upp AXE-
stöðvar á íslandi. Aætlað er að
taka fyrstu stöðvarnar í notkun í
Reykjavík og Keflavík eftur u.þ.b.
1 ár.
Tilkoma þessara stöðva í ís-
lenska símanetið þýðir að notend-
ur fá nýja þjónustumöguleika og
viðhaldskostnaður verður mun
lægri. Hinar nýju stöðvar gefa þar
að auki mikla möguleika á að auka
hagkvæmni símaumferðarinnar í
framtíðinni.
(FrétUiilkynning frá
Jóhann Könning hf.)
Enn á ny qefur Eiðfaxi út-rT^rÖ-
ÓSKABÓK W*
HESTAMANNSINS
Bók Sigurbjörns Bárðarsonarfjallar um íslenska
reiðmennsku og samskipti við hestinn,
reiðhesta sem keppnishesta auk kafla um
meðferð og umhirðu.
Bókin er ríkulega myndskreytt, fæst í
bókaverslunum um land allt. Sendum hana
einnig gegn póstkröfu.
AFAKSPORI r eiðfaxi
Pósthólf 887 Lágmúla 5. Sími (91) 85316
Sigurbjörn Bárðarson áritar bók sína
„Á FÁKSPORI" í dag laugardag
í Pennanum Hallarmúla, kl. 14:00 — 16:15
og Ástund kl. 16:15 — 18:00.
Loksins!
Morgunblaðid/ ÓI.K.M.
Og nú er snældan með
Jólamessunni
sem var uppseld, komin í verslanir aftur.
Dr. Sigurbjörn Einarsson predikar og Hamrahlíðarkórinn syngur.
Tilvalin í gjafapakkann til ættingja og vina erlendis.
Fæst m.a. í Kirkjuhúsinu, íslenskum heimilisiðnaði og Rammagerðinni.
Sýnir í vinnustofunni
Þorlákur R. Haldorsen hefur opnað málverkasýningu í
vinnustofu sinni að Urðarstíg 3, Reykjavík. Á sýningunni
eru myndir frá Þingvöllum, Stokkseyri, Eyrarbakka,
Grindavík og Reykjavík og er sýningin opin frá klukkan
14 til 20 fram að jólum. Myndin er af Þorláki í vinnustof-
unni.
útnátan Skálholt •
Klapparstíg 27
21386.