Morgunblaðið - 11.12.1982, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 11.12.1982, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1982 17 Miklar breytingar gerð- ar á jarðhæð Hótel Esju Fjölskyldudagskrá verður um hverja helgi AÐ UNDANFÖRNU hafa verið gerðar miklar breytingar á jarð- hæð Hótel Esju, sem allar miða að auknum þægindum og aukinni fjölbreytni fyrir hótelgesti. Boðað var til blaðamannafundar til þess að kynna þessar breytingar og þá dagskrá, sem boðið er uppá á hót- elinu um þessar mundir. ugum pakkningum og hljómplöt- ur, viðtæki og ýmsar fleiri vörur. Nýr inngangur bætist við í Esju- berg á framhlið hótelsins. Hótel Esja hefur 134 gistiher- bergi með samtals 268 rúmum. Landsbyggðarfólk á mjög mikil viðskipti við Hótel Esju, enda voru 55% gesta á síðastliðnu ári íslend- ingar. Forráðamenn Hótel Esju og fyrirtækja á jarðhæð kynna breytingar og nýjungar fyrir blaðamönnum. Morgunblaðiö/KÖE. Fjölskyldudagar á Esjubergi Á Esjubergi er fjölskyldu- dagskrá um hverja helgi. Þar er sérstakur fjölskyldumatseðill á laugardögum og sunnudögum og er verði stillt mjög í hóf, auk þess sem börnin fá ókeypis hamborgara. Um þessa helgi mun blóma- búðin Rósin sýna jólaskreyt- ingar, barnfóstra hefur ofan af fyrir börnunum síðdegis og Módelsamtökin eru með tízku- sýningu. Á sunnudaginn, þ.e. á morgun verður jólasveinn á ferðinni í hádeginu og um kvöldið. Um þessa helgi verður boðið upp á danskan jólamat á hlaðborði, auk þess sem jóla- glögg verður á boðstólum. Ymsir þjóðardagar verða á Esjubergi um helgar í vetur. Má nefna, að 28.—30. janúar verða Luxemborgardagar og mun Valgeir Sigurðsson veit- ingamaður í „The Cockpit-Inn“ í Luxemborg stjórna matseld- inni. Ragnar og Bessi í Skálafelli Hinn vinsæii samkomustaður Skálafell, á efstu hæð Hótels Esju er opinn á hverju kvöldi. þar eru tískusýningar á hverju fimmtu- dagskvöldi árið um kring og ýmis skemmtiatriði um helgar. Undan- farnar vikur hefur Haukur Morth- ens skemmt gestum Skálafells. Ragnar Bjarnason og Bessi Bjarnason munu troða upp með nýja semmtiþætti í Skálafelli næstu helgar. Einnig mun Ragnar kynna lög af nýjum plötum og bregða á leik með harmónikku föður síns. Aukið Rými — Ný starfsemi Á jarðhæð Hótels Esju er verið að ljúka við frágang á 900 fer- metra húsnæði í austurenda húss- ins. Þar eru til húsa verslun Rammagerðarinnar, söluskrif- stofa Flugleiða og þar verður úti- bú Búnaðarbankans opnað á næstu dögum í mun stærra hús- næði en bankinn hefur haft til þessa í hótelinu. Búnaðarbankinn er í þann veginn að hefja gjaldeyr- isafgreiðslu og mun það til dæmis verða til mikilla þæginda fyrir hótelgesti og þá sem kaupa far- seðla sína á söiuskrifstofu Flug- leiða, því þá er hægt að fá gjald- eyri afgreiddan í sama húsi. Þá er á hæðinni Blómabúðin Rósin, hár- snyrting og klipping hjá Dúdda og Matta fyrir dömur og herra og snyrtistofan Sól og snyrting býður upp á solarium og snyrtingu. Með þessum breytingum fær hótelið meira rými til umráða á jarðhæðinni og „lobbýið" breytir algjörlega um svip. I þeim hluta sem útibú Búnað- arbankans hefur verið munu ís- lensk matvæli og Hljómbær opna litlar verslanir. Þar verður meðal annars hægt að fá matvæli í hent- Fróöleikur og skemmtun fyrirháa sem lága! Smá gjöf til vinar á jólum lýsir hlýju hjarta og góðum hug. Kosta Boda býður ótrúlegt úrval slíkra smámuna úr ekta kristal. Allskyns hengihlutir, kertastjakar og fleiri skrautmunir. Kosta Boda er gjafaverslun vandlátra. Fyrstaflokks skrautmunir og nytjahlutir úr kristal, postulíni, steinleir, eldföstum leir og stáli. Bankastræti 10, sími 13122

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.